Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 18
18 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 JjV Ég vaknaði klukkan sjö þegar vekjaraklukkan hringdi og var ekki sein á mér að slökkva á henni. Ég var dauðfegin að þurfa ekki að fara alveg strax á fætur, börnin voru enn steinsofandi. Eig- inmaðurinn og samstarfsfélagi, Hrafn Friðbjörnsson, þurfti hins vegar að skríða fram úr í myrkr- inu og drífa sig í vinnuna. Það liðu þó ekki nema um tutt- ugu til þrjátíu mínútur áöur en sá yngsti, Rafn Franklín, sem er árs- gamall, lét vita kröftuglega að hann væri vaknaður. Við hljóðin í Rafni vaknaði dóttirin, Anna Ýr, sem er fjögurra ára. Þá var svefn- friðurinn úti og við tóku morgun- verkin. Það er alltaf í nógu að snúast hjá mér á morgnana að koma heimilis- störfunum frá, baða börnin, klæða Agústa Johnson líkamsræktarkennari ásamt börnum sínum tveimur, Önnu Ýr og Rafni Franklín. DV-mynd Dagur í lífi Ágústu Johnson líkamsræktarkennara: ÞrammaS á tröppum og Ég kenndi tvo lokaða fitubrennslutíma, sá fyrri var kvennatími og púluðu þær með mér á tröppum og svitnuðu mikið. Seinni tíminn var lokaður karlatími og þar mættu vaskir sveinar og þrömmuðu á tröppum og lyftu lóðum. Allir voru þeir komnir til að koma sér í form eftir letilíf jóla og áramóta. Veikindi heima Ég var búin um kl. 21.50 en á meðan ég var að ganga frá salnum var ég kölluð í símann og reyndist það hún Björg sem passar fyrir okkur tvö kvöld í viku. Hún hafði áhyggjur af því að Rafn Franklín væri orðinn mjög lasinn. Við Hrafn flýttum okkur að taka saman og fara heim. Við vorum púlað þau og fæða og vera búin að öllu fyrir klukkan tólf á hádegi. Fyrir utan heimilisverkin eru alltaf nokkur símtöl á morgnana vegna vinnunnar, það fylgir óhjá- kvæmilega þegar maður er með eigin rekstur. Lokaður leikskóli Ég var tilbúin klukkan tólf og selflutti þá börnin og allt sem þeim fylgir út í bíl. Fyrst brunaði ég með Rafn Franklín til dagmöm- munnar. Síðan ók ég eins hratt og löglegt er, enda lá okkur mikið á þar sem sú stutta var að því kom- in að pissa í buxurnar, í átt að leik- skólanum. Þegar við komum þang- að mundi ég allt í einu eftir því að það var einn af þessum starfsdög- um leikskólakennara og leikskól- inn lokaður. Ég var mikið undr- andi á sjálfri mér að hafa gleymt þessu. Þvilíkur aulaskapur! Við brunuðum því niður í Stúd- íó, á meðan ég hugsaði hvað hægt væri að gera í barnagæslumálum, og Anna Ýr reyndi eftir bestu getu að koma í veg fyrir að væta aftur- sætið. Sem betur fór gat systir min bjargað pössun og bauðst til að fá Önnu Ýr í heimsókn. Mikill annatími Ki. 13.30 var ég búin að skutla henni og loksins sest við skrifborðið. Það voru óteljandi verkefni sem biðu afgreiðslu. Þar sem þetta er annasamasti tími ársins í líkamsræktinni er feikilega mikiil erill og lítill vinnufriður í Stúdíóinu. Ég sat við tölvuna og reyndi á milli símtala að setja upp auglýsingu fyrir leiðbeinendanámskeið sem verður á næstunni. Fitubrennslunámskeiðin eru ný- hafin hjá okkur og gríðarlega mikil undirbúningsvinna í kringum þau sem ég þurfti að klára, koma efni í prentun og þess háttar. Ég var nokkuð ánægð með dagsafköstin miðað við erilinn. Klukkan 19.00 átti ég svo bókaða manneskju til mín i einkaviðtal og rétt hafði tíma til að skipta um fot tii að sleppa inn í sal kl. 19.30. reyndar orðin glorsoltin en vegna veikinda Rafns Franklíns var erfítt að útbúa mat og þess vegna pönt- uðum við okkur pitsu (bara með grænmeti, auðvitað). Við vorum orðin þreytt eftir daginn, ekki enn búin að ná upp fullu þreki eftir jólaafslöppunina. Þegar strákurinn var loksins sofn- aður höfðum við það náðugt og sát- um í rólegheitum og ræddum ýmis mál úr vinnunni. Þetta kvöld, eins og svo oft áður, fórum við alltof seint að sofa. -ELA Finnur þú fimm breytingar? 342 Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og ferrugustu getraun reyndust vera: Nafn: _ Heimlll: 1. Gréta Birkisdóttir Stakkanesi 10 400 ísafirði 2. Sigurbjörg Sæmundsdóttir Bræðraborgarstíg 7 101 Reykjavík Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðrunum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 342 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.