Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 21
LAUGARDAGUR 20. JANUAR 1996 Konungshjón í fimm ár í Noregi: Cheerios sólarhringurinn Haraldur og Sonja vinsæl Fimm ár voru á miðvikudag síð- an Ólafur Noregskonungur lést og sonur hans, Haraldur, tók við krún- unni. Norsku konungshjónin Har- aldur og Sonja hafa því veriö kon- ungshjón í nákvæmlega fimm ár. „Reyndar hafði ég starfað töluvert á opinberum vettvangi sem krón- prins, sérstaklega eftir aö faðir minn veiktist. Hins vegar gerði ég mér ekki grein fyrir hversu víðtækt starf konungsins er fyrr en ég tók við,“ segir Haraldur. Haraldur og Sonja hafa verið landi sínum til sóma og Norðmenn eru ákaflega hreyknir af þeim. „Konungshjónin eru nútímaleg og einmitt eins og Norðmenn vilja hafa kóng og drottningu,“ segir í norsku tímariti. „Þau hafa alið börn sín upp á alþýðlegum nótum og gefið þeim ákveöið fijálsræði. Bæði Marta Lovísa og Hákon hafa fengiö að velja sér námsbrautir og hverja þau umgangast. Einhvern tíma heföi það ekki þótt sæma prinsessu að búa alein og fá heimsóknir frá kærasta annað slag- ið. Þannig er það þó meö Mörtu Lo- vísu en hún hefur verið að slá sér upp með hinum holienska Leon de Rooy. Sjálf þurftu Haraldur og Sonja að bíða í heil níu ár þar til þau gátu gengið í hjónaband. Það er ýmislegt að gerast hjá norsku konungsfjölskyldunni á þessu ári. Þau munu fara í nokkrar opinberar heimsóknir, jafht innan- lands sem utan, á árinu, meðal ann- ars til Hollands. Marta Lovísa mun klára skólann og í haust fer Hákon til Bandaríkjanna í framhaldsnám. „Við borðum Cheerios hringi... á meðan jör&in hringsnýst um möndul sinn...!“ Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum. Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. Cheeríos! -einfaldlega hollt allan sólarhringinn! Haraldur og Sonja eru einmitt eins og norska þjóðin vill hafa þjóðhöfð- ingja sína. AUKIN ÖKURÉTTINDI LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Ökuskóli íslands býöur hagnýtt nám undir leiosögn fœrra og reynslumikilla kennara. Nœsta námskelö hefst flmmtudaginn 25. janúar. Nemendur teknirinn vlkulega. Góö kennsluaöstaöa ^0Qroenn^^ Ökuskóli íslands í fyrirrúmi Öll kennslugögn Innlfalin. Hagstœtt verð og góð grelðslukjðr. Mörq stéttarfélög taka þátt í kostnaðl félaga sinna. Haföu samband og vlö sendum þér allar nánarl upplýsingar um leið. Dugguvogur 2 104 ReykjavTk f 568 3841

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.