Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 22
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 22 * ’ „ írstæð sakamál Anita og Jennifer Truscott virtist ganga allt í haginn. Þær voru lagleg- ar, vel gefnar, heilsugóöar og vel þjálfaðar í tennis. Foreldrar þeirra höfðu því fulla ástæðu til að vera stoltir af þeim. En það voru ekki bara Jordan og Pearl Truscott sem dáðust að hinum fimmtán ára gömlu tvíburasysturum. Það gerðu líka margir ungir piltar í tennis- klúbbnum og hverfinu sem þær bjuggu í, Mimico Beach í Toronto í Kanada. Það varð því mikið áfall fyrir flesta sem til þeirra þekktu þegar þær Anita og Jennifer hurfu þann 18. ágúst 1981 er þær voru á leið heim frá tennisklúbbnum. Bæði for- eldrarnir og lögreglan óttuðust strax það versta og sá ótti reyndist ekki ástæðulaus. Daginn eftir fund- ust þær myrtar á óbyggðu svæði nærri Milton, sem er um fjörutíu kílómetra suðvestur af Toronto. Reipi hafði verið brugðið um háls Anitu en Jennifer hafði verið stung- in mörgum sinnum með hníf. Báð- um hafði þeim verið nauðgað. Sjónarvottur gefur sig fram Málið fékk mikla umfjöllun í blööum og varð það til þess að mað- ur nokkur, A1 Nester, sneri sér til lögréglunnar. Daginn sem systurn- ar hurfu hafði hann staðið við gluggann hjá sér og séð tvær ungar og ljóshærðar stúlkur á tali við ung- an mann sem var í bláum Buick-bíl. Eftir stutt samtal höfðu þær sest upp í bílinn hjá honum. Nester hafði í fyrstu talið að stúlkurnar þekktu manninn og það var ekki fyrr en hann las um morð- ið að honum kom til hugar að hann hefði séð morðingjann og bil hans. Þótt lýsingin á manninum og bíln- um væri í sjálfu sér almenns eðlis og gæti átt við marga' taldi lögregl- an hana þegar í stað afar mikil- væga. Var nú farið yfir lista yfir alla vini og kunningja stúlknanna, þvi reyndist einhver þeirra eiga blá- an Buick- bíl mætti næstum ganga út frá því sem vísu að þar færi morðinginn. En sú leit olli vonbrigðum. Eng- inn af þeim sem vitað var til að hefðu þekkt Anitu og Jennifer átti bU sem kom heim og saman við lýs- inguna eða hafði sést á slíkum bU. Var nú tekið að rannsaka þekkta kynferðisafbrotamenn en eftir yfir- heyrslur og eftirgrennslan, sem stóð í fjóra mánuði, varð rannsóknarlög- reglan að viðurkenna að hún væri engu nær um lausn morðmálsins. Blómin í ágúst 1982, ári eftir morðin, komu Jordan og Pearl Truscott út í kirkjugarðinn að leiðum dætranna. Það kom þeim þá á óvart að sjá þar tvo blómvendi. Þau litu hins vegar svo á að einhyerjir af vinum eða vinstúlkum systranna hefðu komið með þá á þeim degi þegar ár var lið- ið frá morðunum. Árið eftir, 18. ágúst 1983, kom það foreldrunum aftur á óvart að sjá tvo blómvendi á leiðunum. Þeir snéru sér því til lögreglunnar og skýrðu frá því. Það vakti sérstaka athygli hennar að blómin skyldu hafa verið lögð á leiðin á sama degi og morðin höfðu verið framin. Rannsóknarlögreglan ákvað að kanna málið en ljóst var að ekkert yrði gert fyrr en í ágúst að ári. Þann 18. ágúst 1984 voru nokkrir rann- sóknarlögreglumenn hér og þar í kirkjugarðinum, í gervi syrgjenda og starfsmanna. Þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu kom ungur maður með tvo blómvendi. Kom hann heim og saman við þá lýsingu Anita og Jennifer Truscott. Jordan og Pearl Truscott. Austin Rudd. Al Nester. sem A1 Nester hafði gefið á mannin- um í Buick-bUnum. Ungi maðurinn gekk að leiðum systranna, kraup á kné og lagði vendina á þau. Síðan bjóst hann til að ganga á brott. Felmtri sleginn í nokkur augnablik leit ungi mað- ■ urinn í kringum sig. Svo var eins og hann skynjaði að með ferðum hans væri fylgst. Sú grunsemd varð að veruleika þegar hann sá tvo menn ganga tU sín. Þá tók hann á rás og hljóp sem fætur toguðu yfir leiði og runna uns hann komst út úr kirkju- garðinum. Enginn rannsóknarlög- reglumannanna hafði við honum. Og einn þeirra sagði síðar um þenn- an eltingarleik: „Þessi maður hefði getað orðið heimsmeistari í grinda- hlaupi." Unga manninum tókst að komast upp í bláan Buick-bU sem stóð við kirkjugarðinn og nokkrum augna- blikum síðar var hann horfinn sjón- um rannsóknarlögreglumannanna. En þeim tókst að ná númeri bílsins og því leið aðeins skammur tími þar til ljóst var hver eigandi hans var. Hann reyndist heita Austin Rudd, var tuttugu og átta ára og bjó í Scar- borough Junction í Toronto. Austin var ekki heima hjá sér þegar þangað var komið og hann sást ekki oftar í Toronto. Þótti ljós' að hann hefði flúið til Bandaríkj anna. Nauðgunartilraun í Detroit Kenning rannsóknarlögreglu- mannanna kanadísku reyndist rétt. Austin hafði flúið til Bandaríkjanna og kom félítill til Detroit. Hann gat aðeins séð fyrir sér fram i sept- ember en þá hugðist hann binda endi á féleysi sitt og svala fýsn sinni. Hann hugðist því slá tvær flugur í einu höggi og að kvöldi sjötta september beið hann þess fyr- ir utan sjúkrahús í borginni að nauðga hjúkrunarkonu og ræna hana síðan. Stúlkan, sem hann ákvað að ráð- ast á, hét Myra Gilbert. Hann sá hana leggja bíl sínum og ganga að dyrum sjúkrahússins. Þegar hún gekk hjá þeim stað þar sem hann hafði falið sig stökk hann á hana og reyndi að draga hana inn á milli bUa á stæðinu. En Austin hafði ekki gert sér grein fyrir því að bUastæðið við sjúkrahúsið var vaktað af lögregl- unni því að á þremur vikum hafði þar verið ráöist á fjórar hjúkrunar- konur. Og Myra Gilbert var ekki hjúkrunarkona heldur vel þjálfuð lögreglukona í dulargervi. Tll yfirheyrslu Austin var nær samstundis hand- tekinn og færður til yfirheyrslu. En hún varð til lítils því hann neitaði að segja til nafns og svaraði engum af þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Þá voru mynd af hon- um og fingraför send lögreglyfir- völdum í Kanada og eftir það leið aðeins skammur tími þar til upplýst fékkst hver hann var. Við handtökuna hafði einn rann- sóknarlögreglumannanna komið harkalega fram við Austin sem hót- aði nú málaferlum af þeim sökum. Var hugmynd hans sú að komast þannig hjá því að verða framseldur til Kanada. Tækist honum það fengi hann dóm fyrir líkamsárás og til- raun til þjófnaðar og yrði látinn aflána tiltölulega vægan dóm í Bandaríkjunum. Bandarísku lögreglyfirvöldin vildu hins vegar að Austin fengi makleg málagjöld. Ákveðið var því að falla frá ákæru á hendur honum fyrir árásina á bílastæðinu við sjúkrahúsið. í framhaldi af því var honum gerð grein fyrir því að hann hefði komið til Bandaríkjanna á ólöglegan hátt og yrði því vísað úr landi til Kanada. Staðfestingin Kanadíska lögreglan beið Austins Rudd við landamærin. Hann var síðan fluttur til Toronto. Þar sýndi hann nokkra kokhreysti þegar hon- um var tjáð að hann væri talinn morðingi tvíburasystranna Anitu og Jennifer Truscott. Sagði hann engar sannanir til fyrir því og myndi málið falla um sjálft sig. En Austin hafði ekki tekið með í reikn- inginn að A1 Nester hafði séð hann taka systurnar upp í bílinn. Nester var alveg viss í sinni sök en að auki tókst tæknimönnum rannsóknarlög- reglunnar að finna bæði hár úr höfði systranna og trefjar úr fatnaði þeirra í Buick- bílnum og það þótt þrjú ár væru nú liðin frá moröun- um. Að auki voru heimsóknir Austins í kirkjugarðinn með blóm- vendina og flótti hans þaðan túlkað- ur honum í óhag. Málið kom fyrir rétt í Toronto þann 22. nóvember 1984. Verjandi Austins reyndi að fá málinu vísað frá af þeirri ástæðu að skjólstæðing- ur hans hefði verið sendur frá Bandaríkjunum til Kanada gegn vilja sínum en dómarinn úrskurð- aði að þar eð Austin hefði farið ólög- lega inn í Bandaríkin hefðu yfirvöld þar verið í fullum rétti þegar þau sendu hann aftur tl heimalandsins. Langur fangelsisdómur Austin Rudd neitaði því hvað eft- ir annað að vera sekur en sannan- irnar gegn honum voru of sterkar og kviðdómendur efðust ekki um sekt hans. Hann fékk tólf ára fang- elsisdóm fyrir að hafa nauðgað Anitu og ævilangan dóm fyrir að hafa myrt hana. Samkvæmt kana- dískum lögum svaraði það til þrjá- tíu og tveggja ára fangelsisvistar. Og jafnlangan dóm fékk hann fyrir brot sín gegn Jennifer. Alls var hon- um því gert að afplána sextíu og fjögurra ára fangelsisdóm fyrir nauðganirnar og morðin. Austin var tuttugu og níu ára þegar dómarnir yfir honum voru kveðnir upp. Hann gæti því ekki fengið frelsið fyrr en hann yrði níu- tíu og þriggja ára. Þótt hann hafi verið vel á sig kominn líkamlega, eins og fram kom meðal annars er hann hijóp af sér rannsóknarlögreglumennina í kirkjugarðinum, þykir afar ólíklegt að hann eigi nokkru sinni eftir að verða frjáls maður. Og af fangelsis- dvölinni þótti hann ekki öfunds- verður. Fangar sem afplána dóma fyrir nauðganir og morð á börnum og mjög ungum stúlkum eru ekki í miklu áliti meðal annarra fanga í flestum fangelsum og þau kanadísku eru engin undantekning í þeim efnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.