Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Side 23
m
b
m
%
m
t
DV LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
23
Náttúruperlur í Borgarfjarðarhéraði:
Hraunfossar
Hraunfossar eru einstök og geysi-
fögur náttúruperla í Borgarfjarðar-
héraði. Hraunfossar eru lindárfoss-
ar sem myndast þannig að vatn
sprettur fram undan Hallmundar-
hrauni á nyrðri bakka Hvítár og
fellur í hvítfyssandi fossum fram í
ána á um eins kOómetra kafla. Foss-
amir og landið undir hraunbrún-
inni heita Girðingar.
Hraunfossar hafa mikið aðdrátt-
arafl og vegfarendur um Hálsasveit
staldra gjarnan við hjá þeim. Al-
gengt er að fossarnir séu ranglega
nefndir Barnafossar en Barnafoss
eða Bjarnafoss er í Hvítá og aðeins
einn og nokkru ofar Hraunfossum
þar sem Hvítá feliur niður í þröngt
gljúfur.
Ekki ber öllum saman um hvaðan
vatnið, sem fossar undan hrauninu,
er upp runnið en víðar kemur lind-
arvatn undan Hallmundarhrauni en
í Hraunfossum.
Sumir telja vatnið komið úr
Norðlingafljóti eða jafnvel Hvítá.
Margir telja vatnið hins vegar kom-
ið undan jöklum, vísa m.a. til þess
að sáralítið vatn komi frá Langjökli
vestan og norðvestanverðum of-
anjarðar og mest af því vatni sem
kemur bæði úr Langjökli og Eirík-
sjökii hverfi ofan í sandinn og hrau-
nið.
Engin aðstaða hefur verið fyrir
ferðafólk við fossana utan malar-
bílastæði og ruslagámur en hug-
myndir eru uppi um að bæta úr því.
Olgeir Helgi Ragnarsson
DV-mynd GVA
Hraunfossar eru sannkölluð náttúruperla.
Bridgefélag
Breið-
firðinga
Fimmtudaginn 18. desember
var spilaður eins kvölds jól-
amitcheU hjá félaginu og mættu
26 pör til leiks. Sigurvegararnir
í hvora átt tóku heim með sér
rauðvín í jólamatinn. Lokastaða
efstu para í NS varð þannig:
1. Guðlaugur Sveinsson-Lár-
us Hermannsson 349
2. Magnús Sverrisson-Guðjón
Jónsson 314
3. Vilhjálmur Sigurðsson
jr-Sigurður Þorgeirson 305
4. HaUdór Þorvaldsson-Krist-
inn Karlsson 300
- og hæsta skor í AV:
1. Jakob Kristinsson-Bjarni
Sveinsson 333
2. Sigurjón Tryggvason-Pétur
Sigurðsson 316
3. Björn Ámason-Albert Þor-
steinsson 306
4. Jón Viðar Jónmunds-
son-Sigurbjörn ÞorgeirsSon 292
-ÍS
Afsláttardagar í METRO
15-50% afsláttur
Parket, 1. gæðaflokkur
Quick-Step parket, 1. gæðaflokkur
gólfdúkar gólfteppi filtteppi
- stök teppi baðmottur - dyramottur I Mffl
gúmmímottur blöndunartæki
# hreinlætistæki baðkör sturtubotnar
X ýmsar gjafavörur málning veggfóðursborðar
flísar, úti og inni ísskápar þvottavélar frystikistur
Opið öll kvöld og allar helgar
iKVMETRÓ MHET8Ó JMiMETRÓ MMETIÓ MMETE8Ó iMiMETRÓ
Reykjavík Reylqavík Reykjavík Akureyri Akranesi ísafirði
Máiarinn, Skeifunni 8 Hallarmúla 4 Lynghálsi 10 Furuvöllum 1 Stillholti 16 Mjallargötu 1
sími 581 3500 sími 553 3331 sími 567 5600 sími 461 2785/2780 sími 431 1799 sími 456 4644