Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Síða 27
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
31
Hald lagt á fíkniefni að söluverðmæti 100 milljónir á síðasta ári:
Fíkniefni fyrir um
milljarð á götunni
- stöðugur orðrómur um nægt framboð fíkniefna á markaðnum og auðvelt aðgengi
Myndbandakynslóðin að
koma upp
„Ég held aö þær forvarnir sem
stundaðar eru í dag nái ekki til
rétta hópsins. Það getur verið ágætt
fyrir foreldra að vita hvað einkenn-
ir börn þeirra ef þau leiðast út í
fíkniefnaneyslu en mér er til efs að
þær forvarnir sem stundaðar eru í
dag nái vel til þess hóps sem þeim
er ætlað að ná til. í raun er erfitt að
segja hvaða leið er best til að ná til
unglinga með þennan andvímuboð-
skap.
Þessir unglingar sem eru að
koma upp í dag hafa alist upp við
myndbandstækið. Þeir hafa alist
upp við að sjá einhverja flotta gaura
í geðveikum bíómyndum, eins og
Pulp Fiction og Doors, þar sem
fikniefnaneyslan er sett upp á flott-
an hátt og gerð spennandi. Það er
sjaldnast kafað undir yfirborðið og
allt ógeðið og óþrifnaðurinn í kring-
um fíkniefnaneyslu sýnt. Það er
bara verið að sýna þetta flotta - pen-
ingana og slikt. Fyrir vikið er fikni-
efnaneysla gerð spennandi og
krakkar eru til í að prófa.
Það sem vantar er einhver hópur
yngra fólks sem hefur sjálft verið í
rugli og á auðvelt með að ná til
unglinganna. Það sem vantar líka
er að einhver sé til taks í skólunum
þegar unglingarnir eru að leiðast út
í vandræði. Það vantar einhvern
fyrir krakkana að tala við áður en
mál eru komin í óefni, það er áður
en þeir leiðast út í afbrot og neyslu
harðra efna. Ég hefði líklega ein-
hvern tíma leitað mér hjálpar í ein-
hverju móralskastinu sem ég fékk ef
ég hefði vitað hvar ég átti að gera
það. Það getur oft verið auðveldara
að tala við einhvern annan en
mömmu og pabba. Oft er samt eina
leiðin að kynnast botninum og þá
getur verið best fyrir foreldra að
henda krökkunum út þótt það geti
verið sársaukafullt. Það er nefnilega
miklu verra þegar foreldrar, sem af
góðum vilja ætla að hjálpa, gerast
eins konar stuðningsneytendur og
halda börnunum sínum í ruglinu.“
Þetta segist Gústi hafa séð of oft.
Meira fjármagn til for-
varna
„Gústi hlaut rúmlega hálfs árs
dóm fyrir afbrot sín og afplánaði
þann dóm hálfu öðru ári eftir að
hann hætti í ruglinu. Hann segir
nauðsynlegt að fangelsismál hér á
landi verði tekin til endurskoðunar.
Auk þess hve afplánunin geti dreg-
ist sé nauðsynlegt að gefa fóngum
kost á endurhæfingu að lokinni
langri afplánun eða annars konar
afplánun en fangelsisvist. Fangelsin
séu fljótandi í fikniefnum og margir
sem séu inni leiti reglulega í fang-
elsin til að hvíia sig eða þeir eiga
hreinlega ekki annan samastað.
Þessú þurfi að breyta.
Hann segir starfsmenn fikniefna-
deildar marga hverja ágæta. Þeir
séu að reyna að vinna gott starf við
ómögulegar aðstæður. Þeir séu allt
of fáir eins og tollverðimir sem fást
við landamæragæslu og starfi við
fjársvelti. Þannig séu menn fljótir
að veita þeim athygli á götum úti
þar sem þeir séu alltaf á eins bíl og
þegar þeir eru við eftirlit á
skemmtistöðum og annars staðar
séu fíkniefnaneytendur mun fljótari
að taka eftir þeim en öfugt. Að auki
hafi „E-dílerum“, þ.e. sölumönnum
alsælu, fjölgað svo mjög undanfarið
og yngst að fíkniefnalögreglumenn
þekkja ekki nema brot af þeim.
„Það þarf að veita miklu meira
fjármagn til forvarna og endurskoð-
unar fikniefna- og fangelsismála hér
á landi. Eins og vímuefnaneyslan
hefur aukist undanfarið, en hún
stórjókst í fyrra í kjölfar mikils
framboðs, mun glæpum enn fjölga.
Við sjáum það í fleiri vopnuðum
ránum og innbrotum. Stjórnvöld
þurfa að átta sig á þvi að þetta er
orðið viðvarandi vandamál í þjóðfé-
laginu og það þarf peninga til að
koma í veg fyrir það. Það kostar
enga smápeninga að fást við ein-
staklinga sem þurfa á geðhjálp að
halda. Það er miklu ódýrara að
kosta peningum til forvarna en til
lausnar vandamálum.“
-PP
Ef reiknað er út söluverðmæti
þeirra fikniefna sem lagt var hald á
á síðasta ári og fikniefnadeild lög-
reglunnar færði til skráningar kem-
ur i ljós að verðmæti þeirra er yfir
100 milljónir króna sem er tvöfalt
meira en í fyrra. Ekki er því úr vegi
að áætla að fikniefnamarkaðurinn
hafi velt um milljarði á árinu en oft
er áætlað að yfirvöldum takist að-
eins að koma í veg fyrir innflutning
tíunda hluta þeirra fíkniefna sem
flutt eru til landsins á hverju ári.
Ekki er fráleitt að ætla að svo sé í
ljósi þess að þrálátur orðrómur hef-
ur verið um að nægt framboð fikni-
efna hafi verið á markaðnum á ár-
inu. Eru þá ekki tekin með í reikn-
inginn kannabisefni sem ræktuð
eru hér á landi, róandi lyf sem vís-
að er á en þau misnotuð og fram-
leiðsla innlendra tilbúinna efna sem
grunur leikur á að framleidd séu
hér.
Tollurinn finnur mest
Bróðurpart fikniefna, sem flutt
eru til landsins og finnast, leggja
tollayfirvöld hald á. Á seinasta ári
fann til dæmis Tollgæslan á Kefla-
víkurflugvelli, Tollpóststofan í
Reykjavík og Rannsóknardeild toll-
gæslu Islands rúmlega 80 prósent af
því hassi, amfetamíni, kókaíni og
alsælu, eða E-pillum, sem hald var
lagt á. Þess ber þó að geta að fikni-
efnadeildin á við þessi embætti öfl-
ugt samstarf sem leiðir til upptöku
fikniefna.
Þrátt fyrir að ljóst sé að
langstærstur hluti þeirra fikniefna
sem lagt er hald á á íslandi finnist
við „landamæraleit", ef landamæri
finnast hjá eyþjóð, þá er það fá-
mennur hópur að tiltölu sem fæst
við eiginlegt fikniefnaeftirlit. Og
þótt ljóst sé að fíkniefnaneysla sé að
aukast og sá aldurshópur sem neyt-
ir þeirra sé að verða yngri þá veita
stjórnvöld árlega minni fjármunum
til lög- og tollgæslu.
Stjómvöld eru þó greinilega að
vakna af þyrnirósarsvefni þótt ekki
sé enn hægt að sjá að meiri fjár-
munum sé varið til fornvarna og
lög- og tollgæslu. Flestir stjórnmála-
flokkar hafa sett baráttuna gegn eit-
urlyfjabölinu á stefnuskrá sína. í
kjölfar dauða tveggja 16 ára ung-
linga hafa fjölsóttir fundir verið
haldnir en raunveruleg stefnumót-
un í forvörnum af hálfu yfirvalda
eða loforð um aukin fjárframlög í
baráttuna gegn eiturlyfjasölum hafa
litið dagsins ljós.
Jákvætt viðhorf
Annað sem má greina er viðhorf
ungmenna til fikniefnanna. Þrátt
fyrir að allt önnur og stórhættulegri
fikniefni séu í umferð nú en fyrir
áratug og í miklu meiri mæli - E-
pillan, LSD og amfetamín - í stað
hass eru viðhorfm til fíkniefnanna
þau sömu. Árið 1992 var hald lagt á
8 E-pillur, 1 árið eftir, 22 árið 1994
en 1.794 í fyrra. Auk þess lágu fyrir
játningar á sölu í miklu meira
magni. LSD innflutningurinn dróst
hins vegar saman að sama skapi
enda fjölmiðlaumfjöllun öflug gegn
neyslunni. Árið 1992 var hald lagt á
91 strimil af LSD, litlu minna árið
eftir, 369 strimla árið 1994 en aðeins
11 strimla í fyrra.
Markaðssetning E-pillunnar og
LSD er á þann veg að um sé að ræða
hættulítil efni. Hér sé til dæmis á
ferðinni nýtt LSD án þeirra hættu-
legu aukaverkana sem þekkt voru
fyrir tveimur til þremur áratugum.
E-pillan eða alsælan er markaðssett
sem gleðipilla án aukaverkana eins
og nafnið gefur til kynna - í raun
ætti pillan að heita „vansæla“ eins
og hún er kölluð manna á milli sem
berjast gegn fikniefnabölinu.
Auk þess að gefa eitrinu fallegt
nafn eru hálsmen og barmmerki og
fatnaður með alls konar merkjum
sem hvetja til fikniefnaneyslu mikið
í tísku. Hægt er að kaupa þennan
tiskufatnað í verslunum hérlendis
og í sömu verslunum er hægt að
verða sér úti um „lón“, hasspípur
og annað slíkt. Þá leika einstaka út-
varpsstöðvar tónlist þar sem fikni-
efna- og E-pilluneysla er dásömuð. í
nýlegu sjónvarpsviðtali við ungl-
ingsstúlkur kom til dæmis fram að
það væri'„töff“ að klæða sig í fatnað
með fíkniefnamerkjum ýmiss konar
áfestum.
Ónefndur maður, sem hafði
áhyggjur af skeytingarleysi fjöl-
miðla gagnvart fikniefnabölinu og
sendi DV línu þess vegna, sagði frá
unglingssyni sinum sem hefði smíð-
að merki í föndurtíma í skólanum
hjá sér og bar það um hálsinn.
„Ég hrósaði honum fyrir hand-
verkið. Á foreldrafundi í skólanum
allnokkru síðar sögðu forráðamenn
í skólanum mér að merkið væri
tákn um áhuga á fikniefnum í eitur-
lyfjaheiminum. Með öðrum orðum
þá var sonur minn í æsku sinni og
vanþroska að laða að sér eiturlyfja-
sala. Skólastjórinn, umsjónarkenn-
ari og fleiri hvöttu mig til að ræða
Fréttaljós á
laugardegi
Pátur Pétursson
við strákinn strax. Eftir örstuttar
samræður við hann á nótum skyn-
semi tók hann merkið niður. Þó
nokkrum sinnum hef ég þakkað
honum fyrir þetta og hrósað hon-
um.
E-pillan með pepperoni
Haft er eftir unglingum að jafn
auðvelt sé að verða sér úti um E-
pillu og pitsu í dag. Þetta á við um
þá sem þekkja til í neysluhópunum
en þeir sem aldrei hafa neitt fíkni-
efnisins þurfa ekki að hafa mikið
fyrir ef þær æskja þess að reyna
það. Neysla E-pillunnar er bundin
við ákveðna. staði, vínveitingahús
þar sem hröð og taktfóst tónlist er
spiluð. E-pilluneytendur hreyfa sig
mikið eða dansa í takt við tónlist-
ina. Við það hitnar þeim enda er ein
helsta dauðaorsök af völdum E-
pilluneyslu ofhitnum með samsvar-
andi hliðarverkunum. Við neysluna
og því sem henni fylgir á sér stað
vökvatap og þurfa E-pilluneytendur
að drekka mikið vatn. Á þeim stöð-
um þar sem neyslan er allsráðandi
er því svo farið að áfengissala er
nær engin og eru veitingamennirn-
ir því tilneyddir að selja vatnsglas-
ið. Á borgarafundi, sem haldinn var
á Seltjarnarnesi í vikunni, þar sem
fikniefnaneysla ungmenna var til
umfjöllunar, kom fram að þetta
hefði vakið furðu foreldra sem sóttu
fundinn.
Ráttar forvarnir?
Margir hafa orðið til að gagn-
rýna það starf sem nú er unnið í
baráttunni gegn fíkniefnaneyslu. I
viðtali DV við foreldra drengs sem
lést nýlega eftir E-pilluneyslu kom
fram óánægja þeirra með það að
fikniefnalögreglan einblýndi um of
á neytendur og smásala. Sjaldnast
tækist mönnum að hafa hendur í
hári höfuðpauranna enda nást eins
og fyrr sagði 80 prósent þeirra fíkni-
efna sem lagt er hald á við komuna
til landsins.
Spurning er hvort ekki sé rétt að
breyta bæði baráttunni gegn fikni-
efnainnflutningnum og forvarnar-
starfmu. í Bretlandi og öðrum Evr-
ópulöndum tíðkast til dæmis að
veitt séu verðlaun fyrir upplýsingar
sem leiða til handtöku fikniefnasala
og innflytjenda. Fámennur hópur
lögreglumanna og tollvarða fylgist
með fikniefnasmygli, innan við 20
manns hjá fikniefnadeild, 2 tollverð-
ir á Vellinum ásamt öðrum störfum,
7 tollverðir hjá Tollgæslu íslands
fást við rannsókn allra tollabrota og
fámennur hópur tollvarða vinnur
við eftirlit á Tollpóststofu. Þessum
hópi tiJ aðstoðar eru nokkrir hund-
ar.
Hér á landi hafa gamlir neytend-
ur, sem hafa snúið sér að forvarnar-
starfi, gagnrýnt það starf sem fram
hefur farið sem forvarnarstarf fyrir
fullorðna. Breytingar þurfi að eiga
sér stað til að hægt sé að ná til ungl-
inga þannig að það verði flott að
segja „nei, takk!“
Haldlögð fíkniefni 1995
Hass
10929 g
Amfetamín
5142 g
Kókaín
143 g
Alsæla
1794 stk.
' ■;
-i
Sterar
47640 stk.
.
Haldlögö efni í vörslu lögreglunnar í Reykjavík
Hlutur Tollgæslunnar á Kefiavíkurflugvelli
Hlutur Tollpóststofunnar
Hlutur rannsóknardeildar Tollgæslu islands
=;r¥i!l==