Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 30
erlent fréttaljós
34
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
r
Atök tsjetsjensku uppreisnarmannanna og Rússa í Dagestan ekki ný bóla:
Endurspegla aldagamlar eríur
Tsjetsjena og herraþjóðarínnar
- langt er síðan Tsjetsjenar gerðu gíslatöku að listgrein
Rússneskur hermaður á hlaupum nærri Pervomajskaja þar sem harðir bardagar við tsjetsjenska uppreisnarmenn
hafa verið alla vikuna.
Símamynd Reuter
Barátta uppreisnar- og gíslatöku-
mannanna frá Tsjetsjeníu viö rúss-
neska herinn á sléttum Dagestans
undanfarna daga endurspeglar alda-
langa baráttu Tsjetsjena gegn yfir-
gangi rússneska heimsveldisins.
Átökin voru hörð þegar í upphafi og
uröu aðeins til þess að skerpa and-
stæður milli þjóðanna tveggja.
Tsjetsjenar voru einangraðir frá
Rússum um aldaraðir þar sem eng-
inn komst yfir Kákasusijöllin, sem
skildu þá að, nema fuglinn fljúg-
andi. Þá voru þeir líka umkringdir
fjölskrúðugum og hviklyndum hópi
þjóðflokka fjallabúa.
Tsjetsjenar trúðu á stokka og
steina þar tfl þeir snerust til eins
konar heimabruggaðrar íslamstrú-
ar sem trúarleiðtogi þeirra og her-
stjóri, Imam ShamO, þróaði á 19.
öldinni.
Brú yfir í gósenlönd
Það var ekki fyrr en á 17. öld að
' fyrstu Rússamir lögðu í aö fara yfir
Kákasusfjöllin og settust að á lönd-
um Tsjetsjena. Síðar slógust her-
sveitir Rússakeisara í lið með þeim.
Þær fengu síðan fyrirmæli um að
innlima landsvæðið, sem átti að
vera brú yfir í gósenlönd Austur-
landa nær, Mið-Austurlanda og
Mið- Asíu. Tsjetsjenía var síðan inn-
limuð í Rússland árið 1859. Rússar
lögðu landið undir sig skref fyrir
skref og fengu það tO búsetu hópum
rússneskra kósakka sem voru
þjálfaðir sem bæði hermenn og
bændur.
En það skipti ekki máli hversu
miklu fjölmennari Rússarnir voru,
Tsjetsjenarnir játuðust aldrei undir
yfirráð þeirra, eins og svo margir
aðrir minnihlutahópar höfðu gert.
Þeir létu heldur aldrei af þeim
ásetningi sínum að rífa sig lausa frá
landinu sem þeir segja að hafi að-
eins haldið þeim með hernaðar-
mætti sínum.
Sagnfræðingurinn Moshe
Gammer segir í bók sinni um and-
spymu múslíma gegn Rússakeisara
að þrir eðlisþættir fjaOabúans hafi
gegnt mikOvægu hlutverki í baráttu
Tsjetsjena gegn Rússum.
„Einn þeirra var mikil árvekni
um eigið frelsi og algjör höfnun á
öllu yfirvaldi utan ættbálksins eða
fjölskylduhópsins. Annar eðlisþátt-
urinn var blóðugar ættardeOur sem
stóðu í marga ættliði og höfðu vald-
ið eyðileggingu heOu þorpanna og
samfélaganna. Þriðji þátturinn var
sá að fjallamennirnir voru her-
menn, þjálfaðir í stríðsmennsku frá
barnæsku," segir í bókinni.
Rússar börðust í stórum hópum,
eins og við mátti búast, og lutu
einni yfirstjórn en Tsjetsjenarnir
nýttu sér smáar hersveitir sinar til
hins ýtrasta og fóru hratt og laumu-
lega yfir. Það ætti því ekki að koma
neinum á óvart að Tsjetsjenar
skyldu velja sér úlfinn sem tákn
sjálfstæðis síns árið 1991.
Tsjetsjenar höfðu gert gíslatöku
að listgrein löngu áður en þeir
lögöu til atlögu gegn borginni
Búdennovsk í júní í fyrra og svo
gegn Kízlíjar fyrir stuttu þar sem
gíslatökumálið í Dagestan hófst.
Þeir beittu gíslatöku gegn óvinum
sínum heima í héraði og einnig
gegn Rússunum sjálfum.
Tsjetsjenar héldu áfram að berj-
ast fyrir frelsi sínu þegar þeir höfðu
verið innlimaður í Rússland. Þeir
þurftu þó að gjalda þess dýru verði
þegar einræðisherrann Jósef Stalín
fyrirskipaði að þeir og næstu ná-
grannar þeirra í Kákasus skyldu
fluttir nauðungarflutningum til
Mið- Asíu og Síberíu árið 1944.
Stalín sakaði þá um' að hafa átt sam-
vinnu við nasista. Helmingur íbú-
anna týndi lífi í þessum nauðungar-
flutningum.
„Það er ekki til neinn af minni
kynslóð sem ekki hefur fæðst í út-
legð,“ segir Hussein, verkfræðingur
sem kominn er fast að fímmtugu.
„Það hefur stappað í okkur stálinu
og gert okkur staðráðna í að láta
slíkt aldrei koma fyrir aftur.“
Kom Kremlarbændum í
opna skjöldu
Stríð Rússa og Tsjetsjena, sem nú
stendur yfir, hófst árið 1991 þegar
leiðtogi lýðveldisins, sem reyndar
var maður Moskvuvaldsins, Dhokh-
ar Dúdajev, kom Kremlarbændum
gersamlega í opna skjöldu með því
að lýsa yfír sjálfstæði. Borís Jeltsín
Rússlandsforseti, sem áður hafði
boðið lýðveldum Rússlands „allt það
frelsi sem þið getið gleypt“, sendi
herinn þegar í stað til Tsjetsjeníu til
að brjóta Dúdajev og menn hans á
bak aftur. Rússnesku hermennirnir
höfðu þó ekki erindi sem erfiði.
En efnahagserfiðleikar heima fyr-
ir í kjölfar hruns kommúnismans
urðu til þess að Jeltsín lét kyrrt
liggja. Rússlandsstjórn setti við-
skiptabann á Tsjetsjeníu en tæki-
færissinnaðir rússneskir embættis-
menn og kaupsýslumenn nýttu sér
útlagastöðu Tsjetsjeníu til þess að
maka krókinn á vopna- og eitur-
lyfjasölunni sem fór um landið. En
eftir þrjú stormasöm ár sjálfstæðis
Tsjetsjeníu fór Moskvuvaldið að
herða tökin á ný.
Sífellt meiri samskipti Dúdajevs
við írani fóru mjög fyrir brjóstið á
stjóminni í Kreml, svo og yfirlýs-
ingar Tsjetsjenans um að innleiða
íslömsk lög í lýðveldinu. En mjög
mikilvægur olíuleitarsamningur í
Kaspíahafinu kann að hafa verið
siðasta hálmstrá rússnesku stjórn-
arinnar sem vildi tryggja það að
olía yrði flutt til rússnesku hafnar-
borgarinnar Nóvorossíjsk um leiðsl-
ur á tsjetsjensku landi. Hætta var á
að Rússar misstu undirtökin í þess-
um heimshluta ef ekki yröi hægt að
endurheimta Tsjetsjeníu.
Síðasti kafíinn óskrifað-
ur
Með innrás sinni í Tsjetsjenfu i
desember 1994 tóku Rússar líka þá
áhættu að koma öllum þessum
hluta ríkisins úr jafnvægi en illindi
milli þjóðabrota voru þar ærin fyr-
ir, ekki aðeins milli Rússa og
Tsjetsjena, heldur einnig milli -ann-
arra hópa sem voru ýmist méð eða
á móti Tsjetsjenum.
Eftir því sem stríð dregst meira á
langinn eykst þrýstingurinn á
minnihlutahópana í Kákasus þar
sem ástandið er mjög eldfimt. Þar
um slóðir hefur ofbeldi getið af sér
meira ofbeldi í aldaraðir og síðasti
kaflinn í þeirri blóðugu sögu hefur
ekki verið skrifaður enn.
Byggt á Ottawa Citizen
Salman Radújev, leiðtogi tsjetsjensku uppreisnarmannanna, og tvö börn
sem voru meðal gíslanna sem hann hafði á valdi sínu í þorpinu Pervoma-
jskaja í Dagestan. Ekki er annað að sjá en að foringinn sé ánægður með sig.
Símamynd Reuter
Salman Radújev, leiðtogi tsjetsjensku uppreisnarmannanna:
Aðal slagorð aðgerðanna
okkar er dauði eða frelsi
Leiðtogi uppreisnarmannanna frá
Tsjetsjeníu, sem hafa barist við
rússneska herinn í þorpinu Pervom-
ajskaja í Dagestan, undanfarna daga
heitir Salman Radújev en heldur lít-
ið er vitað um hans persónulegu
hagi. Rússneskir fjölmiðlar segja
hann 27 eða 28 ára gamlan og hann
er sagður kvæntur annað hvort
dóttur eða frænku Dzhokhars Dúda-
jevs, leiðtoga aðskilnaðarsinna í
Tsjetseníu.
Eiris og svo margir aðrir skæru-
liðar Tsjetsjena, er Salman Radújev
skeggprúður með afhrigðum, hefur
grænt hárband með íslömskum
áletrunum um höfuðið og gengur
um í herbúningi.
Skæruliðaflokkur Radújevs kall-
ar sig „Úlfinn eina“ og liðsmenn
hans eru allir dyggir stuðnings-
menn Dúdajevs og sjálfstæðisbar-
áttu hans gegn Rússum.
„Við höfum svarið forseta okkar
eið um að við munum fórna lífi okk-
ar og framfylgja fyrirskipunum
hans,“ sagði Radújev i samtali við
rússneska sjónvarpið í síðustu viku.
„Aðal slagorð aðgerða okkar er
dauði eða frelsi.“
Itar-Tass fréttastofan hefur lýst
Radújev sem fyrrum háttsettum
manni í Komsomól, ungliðahreyf-
ingu kommúnista, í Gúdermes,
næststærstu borg Tsjetsjeníu.
Radújev og menn hans tóku um
tvö þúsund manns í gíslingu á
sjúkrahúsi í borginni Kízlíjar í
Dagestan þann 9. janúar síðastlið-
inn en fóru strax daginn eftir í átt
að landamærunum að Tsjetsjeníu
og komu sér fyrir í Pervomajskaja,
ásamt rúmlega eitt hundrað gíslum.
Þeir kröfðust þess að fá að fara óá-
reittir yfir landamærin en að þeim
kröfum var ekki gengið.
Radújev lét einnig að sér kveða í
Gúdermes í síöasta mánuði þegar
skæruliðar gerðu áhlaup á borgina
og lögðu hana undir sig. Þeir urðu
þó að hörfa undan gagnárásum
rússneskra hermanna eftir tíu daga.
í janúar í fyrra rændi hann
dísilolíu sem send hafði verið til
Gúdermes af mannúðarstofnunum
'ög afhenti hana uppreisnarmönn-
um.
Ef Radújev kemst lifandi úr hild-
arleiknum í Pervomajskaja er
næsta víst að hann verður ofarlega
á lista Rússa yfir eftirlýsta menn.
Reuter