Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Síða 35
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
'itónlist »
t i(i)
» 2. (3)
» 3.(5)
» 4.(2)
» 5.(7)
t 6. (Al)
» 7. (19)
t 8. (16)
t 9. (Al)
»10. (Al)
»11. (Al|
»12. (Al)
113. (14)
»14. (Al)
»15. (Al)
»16. (Al)
»17. (8)
» 18. ( 6 )
119. (20)
»20. (Al)
Island
— plötur og diskar-
Crougie D'ou LÁ
Emilíana Torrini
(What's the Story) Morning Glory?
Oasis
Pottþétt 1995
Ýmsir
Palli
Páll Óskar
Melon Collie and the Infinite ...
Smashing Pumpkins
Different Class
Pulp
Post
Björk
Acid Jazz & Funk
Sælgætisgerðin
Whigfield
Whigfield
í skugga M
skugga Morthens
Bubbi Morthens
Dangerous Minds
Úr kvikmynd
The Bends
Radiohead
D'Eux
Celinc Dion
Made in Heaven
Queen
The Great Escape
Biur
Love Songs
Elton John
Gangsta's Paradise .
Coolio
Drullumall
Botnleðja
Crazyscxycool
TLC
Passengers
Úr kvikmyndum
London
t 1. ( - ) Jesusto a Child
George Michael
I 2. ( 1 ) Earth Song
Michael Jackson
f 3. ( 2 ) Father and Son
Boyzone
f 4. ( 3 ) So Pure
Baby D
f 5. ( 4 ) Missing
Everything butthe Girl
f 6. ( 5 ) Wanderwall
Oasis
t 7. ( - ) One by One
Cher
t 8. ( - ) Sandstorm
Cast
t 9. ( - ) Too Hot
Coolio
f 10. ( 6 ) Creep 96
TLC
New York
I.
1. (1 ) One Sweet Day
Mariah Carey & Boyz II Men
2. ( 2 ) Exhale (Shoop Shoop)
Whitney Houston
3. ( 3 ) Hey Lover
LL Cool J
4. ( 4 ) Gangsta's Paradise
Coolio Featuring LV
5. ( 6 ) Diggin’ on You
TLC
6. (10) Breakfast at Tiffany's
Dcep Blue Something
7. ( 5 ) Fantasy
Mariah Carey
8. ( - ) Before You Walk out of My Lifq
Monica
9. ( 8 ) Name
Goo Goo Dolls
10. ( - ) Missing
Everything but the Girl
Grammy-verðlauna?
1 ’
Björk er tilnefnd til tvennra Grammy -verðlauna. Annars vegar er platan Post tilnefnd í flokki framsækinna platna
sem út voru gefnar á árinu 1995. Hins vegar keppir myndbandið við lagið It’s oh so Quiet í flokki stuttra myndbanda.
Söngkonan Mariah Carey er tilnefnd til sex verðlauna og Janet Jackson fyrir besta myndbandið.
Ja, hvers vegna ekki? I margra
áratuga sögu þessara eftirsóttustu
verðlauna sem margir hafa líkt við
óskarsverðlaun kvikmyndanna hef-
ur þeirrar tilhneigingar gætt að til-
nefna helst þá sem vinsælastir eru.
Nú boða aðstandendumir hins veg-
ar breytingar. Afleiðingin er sú að
nú birtast á listunum yfir líklega
sigurvegara mörg nöfn sem síður en
svo eru með hinum þekktustu í
bransanum.
Michael Greene, stjómarformað-
ur nefndarinnar sem sér um tilnefn-
ingar Grammy-verðlaunanna, segir
að sitt fólk hafi haft það enn frekar
að leiðarljósi en nokkru sinni fyrr
að mæla frekar með fólki fyrir list-
rænt framlag sitt en árangur í starfi
til þessa. Hvort það skilar raun-
verulegum árangri, það er að segja
færri ferðum Jackson systkinanna
upp á verðlaunapallinn og fleiri
ferðum Bjarkar, P.J. Harvey, Foo
Fighters og fleiri athyglisverðra
listamanna að kvöldi 28. febrúar, á
eftir að koma í ljós.
Alltént er Björk tilnefnd til
tvennra Grammy-verðlauna. Ann-
ars vegar er platan Post tilnefnd í
flokki framsækinna platna sem út
vom gefnar á árinu 1995. Hins veg-
ar keppir myndbandið við lagið It’s
oh so Quiet í flokki stuttra mynd-
banda. Björk þarf að keppa við öfl-
ugan hóp í báðum hópum. Aðrar
framsæknar plötur, sem nefndar
eru til leiks, eru Foo Fighters með
samnefndri hljómsveit, To Bring
You My Love með P.J. Harvey, plata
Nirvana, MTV Unplugged in New
York og loks The Presidents of the
United States of America með sam-
nefndum flytjendum.
í myndbandaflokknum eru það
Herbie Hancock, Michael og Janet
Jackson, Dave Matthews Band og
Sinead O’Connor sem em keppi-
nautar Bjarkar. Hancock er með
lagið Dis Is da Ðrum, systkinin
flytja lagið Scream, Dave Matthews
Band er með lagið What Would You
Say og loks er lagið Famine með
Sinead O’Connor tilnefnt til mynd-
bandaverðlaunanna.
Yfirgripsmikil keppni
Sem fyrr sagði eru lítt þekkt nöfn
alláberandi á listunum yfir fólkið
sem keppir um Grammy-verðlaunin
í ár. Fyrst skal nefna kanadísku
söngkonuna Alanis Morrisette sem
er tilnefnd til sex verðlauna fyrir
lög af sinni fyrstu plötu sem út er
gefin hjá stórfyrirtæki, Jagged
Little Pill. Bandaríska söngkonan
Joan Osbome gefur henni lítið eftir
og er tilnefnd til fimm verðlauna
fyrir lög af plötunni sinni Relish.
Þar á meðal keppir lag hennar, One
of Us, í tveimur mikilvægum flokk-
um, Lagi ársins og Smáskífu ársins.
Relish er síðan tilnefnt í flokknum
yfir breiðskífur ársins. Aðrir lítt
þekktir listamenn, sem koma sterk-
ir út úr tilnefningunum, eru rappar-
inn Coolio, kántrísöngkonan Shania
Twain og R&B söngvarinn D’angelo.
Sú nýliðasveit sem maður hefði bú-
ist við að yrði tilnefnd í allmörgum
flokkum er Hootie and the Blowfish
sem átti metsöluplötuna vestra í
fyrra (þrettán milljón eintök seld).
Hootie og félagar komast hins vegar
aðeins á blað í tveimur flokkum.
Þeir geta þess í stað glaðst yfir digr-
um bankareikningum sínum eftir
góðan árangur á árinu 1995!
Þetta táknar þó ekki að heims-
kunnir listamenn og vel vanir á
verðlaunapalli Grammy-hátiðarinn-
ar sitji heima að þessu sinni. Hvort
það kemur síðan í ljós að þeir eru
með fasta áskrift að verðlaunagrip-
unum er önnur saga. Söngkonan
Mariah Carey er til að mynda til-
nefnd til sex verðlauna. Michael
Jackson kemur við sögu í all-
nokkrum flokkum. Hljómsveitin
Eagles kemur allsterklega út eftir
langa fjarvei-u og fær til dæmis eina
tilnefningu fyrir flutning lagsins
Hotel Califomia!
Það tæki nokkrar blaðsíður að
fara yfir alla þá sem keppa um að>
komast á Grammy-verðlaunapall-
inn 28. febrúar. Flokkarnir era alls
áttatíu og átta og ná yfir popp, rokk,
framsækið rokk, R&B, rapp, kántrí,
djass, gospel, suður-ameríska tón-
list, mexíkósk-bandaríska, sígilda
og þannig mætti lengi telja. Plötur
með polkatónlist keppa meira að
segja innbyrðis. Sömuleiðis plötur
með barnasöngleikjum, gríni án
tónlistar og ekki má gleyma flokkn-
um sögulegar hljóðritanir. Þar
keppir Bítlaplatan Live at the BBC
við plötur með John Coltrane, Duke
Ellington, Jascha Heifetz og hinn
stórgóða kassa Rhino útgáfunnar
með sögulegu yfirliti fyrstu þriggja
áratuganna sem R&B tónlistin var
við lýði.
Samantekt: ÁT
vinnur Björk til
Bretland
— plötur og diskar—
| | 1.(1) (What's the Story) Morning Glory?
Oasis
J 2. ( 2 ) Robson & Jerome
Robson & Jerome
| 3. ( 3 ) Different Class
Pulp
J 4. ( 4 ) History - Past Present and Future ..
Michael Jackson
J 5. ( 5 ) Said and Done
Boyzone
t 6. (13) Jagged Little Pill
Alanis Morrisette
| 7. ( 6 ) Something to Remember
Madonna
t 8. ( 9 ) The Memory of Trees
Enya
f 9. ( 7 ) Made in Heaven
Queen
| 10. ( 8 ) Power of a Woman
Eternal
Bandaríkin
-plötur og diskar-
t 1.(2) Daydream
Mariah Carey
t Z ( 5 ) Waiting to Exhale
Úr kvikmynd
t 3. ( 6 ) Jagged Little Pill
Alanis Morrissette
4 4. ( 3 ) Fresh Horse
Garth Brooks
t 5. ( 7 ) Cracked Rear View
Hootie and the Blowfish
t 6. ( 8 ) The Greatest Hits Collection
. Alan Jackson
t 7. ( 9 ) Mellon Collie and the Infinite ...
Smashing Pumpkins
t 8. (10) Crazysexycool
TLC
$ 9. (1 ) Anthology 1
The Beatles
t10. ( - ) Sixteen Stone
Bush
nafn
vikunnar