Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Síða 16
16
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
25
íþróttir
Knattspyrna:
Spink farinn eftir
nítján ára dvöl
Markvörðurinn Nigel Spink
yfirgaf Aston Villa í gær en
hann fékk frjálsa sölu til 1. deild-
arliðsins WBA. Spink hefur leik-
ið raeð Villa í 19 ár og varð Evr-
ópumeistari með félaginu árið
1982.
Hall segir aö
Asprilla komi
John Hall, stjórnarformaður
Newcastle, fullyrti í gær að ör-
uggt væri að Faustino Asprilla
kærai til félagsins frá Parma.
Það væri hins vegar eftir að
ganga frá nokkrum atriðum við
Parma varðandi söluna.
Bresk blöð sögðu í gær að svo
gæti farið að Asprilla kæmi
ekki til Newcastle þó samningar
þar aö lútandi hefðu verið undir-
ritaðir. Meiðsli hafa hijáð kapp-
ann og einnig er sett spurningar-
merki viö hvort hann fái at-
vinnuleyfi í Bretlandi þar sem
hann er á sakaskrá fyrir vopna-
burð.
Ferguson sigraði
í réttarsalnum
Duncan Ferguson, leikmaður
með Everton, vann í gær baráttu
fyrir dómstólum og hnekkti 12
leikja banni sem aganefnd
skoska knattspymusambandsins
dæmdi hann í fyrir að skalla
mótherja meðan hann lék með
Rangers. Ferguson hefur þegar
tekið út fimm leiki af banninu í
Englandi og auk þess hefur hann
nýlokið 44 daga refsivist í fang-
elsi.
Dómsorðið var á þá leið að
aganefndinni hefði ekki verið
heimilt að dæma eftir skýrslu
eftirlitsdómara, en dómari leiks-
ins sá atvikið ekki sjálfur.
Ferguson getur nú leikið áfram
með Everton og má spila með
skoska landsliðinu í úrslitum
Evrópukeppninnar í sumar.
Handbolti:
Zivkovic þjálfar
lið Júgóslava
Það er Zoran Zivkovic sem
þjálfar landslið Júgóslavíu í
handknattleik, ekki Veselin Vu-
jivoc, eins og sagt var í blaðinu í
gær. Zivkovic, sem gerði
Júgóslava að ólympíumeisturum
árið 1984, tók við liðinu á ný í
sumar.
Vujovic er hins vegar fram-
kvæmdastjóri landsliðsins, sér
um fjármál þess og skipulagn-
ingu. Hann er þjálfari Meta-
loplastica Sabac, frægasta félags-
liðs Júgóslavíu.
UBK-Grindavík
(47-23) 70-69
5-2, 12-6, 21-12, 30-16, 40-18, (47-23),
53-28, 5&48, 61-56, 66-60, 66-67, 67-69,
70-69.
Stig Breiðabliks: Michael Thoele
24, Halldór Kristmannsson 17, Birgir
Mikaelsson 13, Agnar Olsen 8, Einar
Hannesson 4, Daði Sigurþórsson 4.
Stig Grindavíkur: Rodney Dobart
20, Helgi J. Guðfinnsson 17, Guðmund-
ur Bragason 13, Hjörtur Harðarson 8,
Marel Guðlaugsson 5, Brynjar Harðar-
son 4, Páll Vilbergsson 2.
Fráköst: UBK 31, Grindavík 33.
3ja stiga körfur: UBK 20/9, Grinda-
vík 19/5.
Dómarar: Jón Bender og Kristján
Möller, slakir og gerðu aragrúa mis-
taka.
Áhorfendur: 200.
Maöur leiksins: Halldór Krist-
mannsson, lR
DHL-deildin í körfuknattleik:
Blikarnir koma
enn á óvart
Breiðablik kom geysilega á óvart
á heimavelli sínum í gærkvöldi með
því að leggja Grindvíkinga að velli
með eins stigs mun, 70-69. Grindvík-
ingar komust tveimur stigum yfir 30
sekúndum fyrir leikslok, Breiðablik
stillti upp í sókninni og tíminn leið,
og þegar fimm sekúndur voru eftir
lét Halldór Kristmannsson þriggja
stiga skot ríða af og boltinn rataði
rétta leið. Þegar upp var staðið lenti
sigurinn sanngjamt Blika megin og
sigurgleði þeirra var ólýsanleg að
vonum i leikslok.
„Við lékum stórvel í fyrri hálfleik
en í þeim síðari slökuðum við á og
vömin var ekki eins beitt. Grindvík-
ingar komust þá inn í leikinn. Það
eru öll stig úr þessu geysilega dýr-
mæt og það er vonandi að við höld-
um áfram á sömu braut. Ég vissi
alltaf að boltinn færi ofan í körfuna.
Það var sæt tilfinning," sagði Hall-
dór Kristmannsson, stjarna
Blikanna í leiknum.
Blikar hleyptu Grindvíkingum
alltof nærri sér því þeir náðu á tíma
yfirburðaforystu og ekkert benti til
að þeir misstu hana. í síðari hálfleik
beittu Grindvíkingar pressuvörn og
gerði sú vöm Blikunum erfitt fyrir.
Eins var vörn Blika ekki eins beitt
og í fyrri hálfleik.
Grindvíkingar léku þennan leik
lengstum mjög illa og vom stundum
eins og byrjendur. Það þarf örugg-
lega að fara langt aftur til að finna
jafnt lélegt stigaskor hjá Grindvík-
ingum í einum hálfleik.
Margt gott býr í Blikaliðinu og er
Birgir Guðbjömsson að gera skín-
andi góða hluti með lið sem ekki var
spáð miklu fyrir tímabilið. Michale
Thoele og Halldór Kristmannsson
vom bestir hjá Blikum en þó má
hrósa öllum liðsmönnum sem fengu
að reyna sig í leiknum.
Fyrir utan tíu mínútna leikkafla í
síðari hálfleik voru Grindvíkingar
ekki með í þessum leik. Fyrri hálf-
leikur var afleitur hjá þeim og ekk-
ert í líkingu við körfubolta. Ekki er
hægt að taka neinn leikmann Grind-
víkinga út eftir þennan leik.
-JKS
Góður sigur Vals
DV, Sauðárkróki
Valsmenn unnu góðan sigur á
Tindastóli á Sauðárkróki í gær og
halda þar með enn í von um að
halda sæti sínu í deildinni.
Valsmenn léku miklu betur og höfðu
yfirhöndina nær allan leiktimann.
Ronald Baileyss átti enn einn
stórleikinn með Val og þeir Ragnar
Þór Jónsson og Guðni Hafsteinsson
stóðu sig vel.
Heimamenn vom mjög daprir og
vanmátu greinilega andstæðinga
sína. Torrey John var sá eini í
Tindastólsliðinu sem sýndi sitt rétta
andlit.
-GG
Þór stóð í Keflavík
DV, Keflavík:
„Það var slæmt að tapa þessum
leik eftir að hafa spilað vel lengst af.
Það kom slæmur kafli hjá okkur í
síðari hálfleik þegar við fórum að
spila stuttar sóknir og létum ekki
leikkerfin rúlla,“ sagði Konráð
Óskarsson, fyrirliði Þórs, eftir tap
gegn Keflvíkingum, 93-84.
Leikurinn var jafn og
skemmtilegur og heimamenn
tryggðu sér ekki sigur fyrr en á
lokamínútunum. Vendipunkturinn
kom þegar staðan var 81-82 fyrir Þór
og 4 mínútur voru eftir en þá náðu
Keflvíkingar að stöðva lekann með
sterkri vöm og á eftir fylgdi hraður
og skammtilegur leikur Keflvíkinga
á meðan Þórsarar voru að reyna að
skora tvær körfur í einni sókn.
Lenear Bums var mjög öflugur
hjá Keflvíkingum og þeir Falur
Harðarson og Guðjón Skúlason léku
vel í seinni hálfleik. Davíð Grissom
lék sinn fyrsta leik í langan tíma og
stóð fyrir sínu. Hjá Þór átti Konráð
mjög góðan fyrri hálfleik og þeir
Fred Williams og Birgir Birgisson
skiluðu hlutverkum sínum vel.
-ÆMK
Veitir ekki af stigum
„Vonandi erum við að rífa okkur
upp úr þeim öldudal sem við höfum
verið í. Þeir virkuðu hálfþreyttir
eftir bikarleikinn og það var okkur í
hag. Þetta var ánægjulegur sigur og
ekki veitir af stigunum ef við ætlum
í úrslitin,“ sagði Jón Örn
Guðmundsson eftir sigur ÍRá ÍA,
96-83.
Davíð Grissom lék með Keflavík
Það var í upphafi síðari hálfleiks
að munurinn jókst á milli liðanna.
ÍR spilaði góðan varnarleik með
John Rhodes í broddi fylkingar og
um miðjan seinni hálfleik leiddi ÍR
með 17 stigum. ÍA náði að minnka
munin í 7 stig en reynsla ÍR-inga og
skynsemi í lokin réðu úrslitum.
Rhodes var bestur hjá ÍR og þeir
Herbert, Jón Öm og Eiríkur léku
vel. Hjá ÍA voru Milton Bell og
Haraldur Leifsson bestir og Dagur
Þórisson kom sterkur inn í lok
leiksins.
-ÞG
Haukar enn í skýjunum
Bikarmeistarar Hauka unnu
góðan sigur á Skallagrími í frekar
tilþrifalitlum leik í Strandgötunni í
gær, 86-69. Það var greinilegt að
Haukamenn voru ekki komnir niður
á jörðina frá því í bikarleiknum.
Þeir virkuðu kraftlausir og
áhugalitlir í fyrri hálfleik.
Fyrri hálfleikurinn var mjög
rólegur en Borgnesingar höfðu þó
alltaf frumkvæðið og þar var
Ermolinskij fremstur í flokki en
hann spilaði vel í vörn og sókn og
hirti mörg fráköst. í þeim síðari
náðu Haukar 10 stiga forskoti sem
þeir héldu út leiktímann.
Borgnesingar náðu aðeins að ógna
þeim þegar þeir skiptu yfir í
svæðisvörn en það dugði ekki til.
Skallagrímsmenn báru enga
virðingu fyrir bikarmeisturunum og
létu finna vel fyrir sér. Þeir spiluðu
ágætlega í fyrri hálfleik en í seinni
hálfleik flýttu þeir sér of mikið og
hefðu mátt nota Ermolinskij meira
sem var þeirra besti maður og Bragi
Magnússon lék vel. Haukamenn
virkuðu ekki sannfærandi og geta
mun betur en þeir sýndu í þessum
leik. Jason Willford og Jón Arnar
Ingvarsson voru bestir
Haukamanna.
-SS
Jón Ö. Guðmundsson - 21 stig.
Keflavík-Þór
(48-55) 93-84
44, 16-19, 22-30, 29-39, 40-45, 40-51,
(48-55), 52-61, 70-67, 77-78, 81-82, 93-82,
93-84.
Stig Keflavlkur: Lenear Bums 29,
Falur Harðarson 17, Guðjón Skúlason
16, Sigurður Ingimundarson 13, Davíð
Grissom 12, Albert Óskarsson 4, Jón
Kr. Gíslason 2.
Stig Þór: Fred Williams 23, Konráð
Óskarsson 20, Kristinn Friðriksson 14,
Birgir Birgisson 12, Böðvar Kristjáns-
son 10, Stefán Hreinsson 5.
Fráköst: Keflavík 31, Þór 35.
3ja stiga körfur: Keflavík 7, Þór 5.
Dómarar: Leifúr S. Garðarsson og
Helgi Bragason, gerðu fá mistök.
Áhorfendur: 350.
Maður leiksins: Lenear Bums,
Keflavík.
Tindastóll-V alur (37-40) 75-93
0-2, 9-12, 23-21, 27-29, 33-33, (37-40),
42-52, 49-63, 57-70, 66-76, 75-93.
Stig Tindastóls: Torrey John 28,
Hinrik Gunnarsson 12, Pétur Guð-
mundsson 8, Amar Kárason 8, Ómar
Sigmarsson 6, Lárus Dagur Pálsson 4,
Atli Þorbjömsson 4, Baldur Einarsson
4.
Stig Vals: Ronald Baileys 40, Ragn-
ar Þór Jónsson 18, Guðni Hafsteinsson
14, Bjarki Guðmundsson 8, Sveinn
Zoega 4, Gunnar Zoega 4, Bjarki Gúst-
afsson 2, Guðbjöm Sigurðsson 2, Berg-
ur Emilsson 2.
3ja stiga körfur: Tindastóll 6, Valur
5.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Þorgeir Jón Júliusson, dæmdu vel.
Áhorfendm-: 320.
Maður leiksins: Ronald Baileyss,
Val.
IR-Akranes (48-41) 96-83
2-0, 6-5, 14-13, 21-20, 32-26, 39-27,
(4341), 5343, 6449, 76-59, 85-70, 88-81,
96-83.
Stig ÍR: Herber Amarson 26, John
Rhodes 25, Jón Öm Gðmundsson 21,
Ehíkur önundarson 14, Eggert Garð-
arsson 4, Broddi Sigurðsson 4, Guðni
Einarsson 2.
Stig Akraness: Milton Bell 30, Har-
aldur Leifsson 17, Bjami Magnússon
14, Dagur Þórisson 9, Jón þór Þórðar-
son 6, Elvar Þórólfsson 3, Sigurður
Kjartansson 2, Brynjar Sigurðsson 2.
Fráköst: ÍR 28, ÍA 31.
3ja stiga körfúr: ÍR 3, ÍA 4.
Vftanýfing: ÍR 25/30, ÍA 13/20.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson, dæmdu vel.
Áhorfendur: 240.
Maðtnr leiksins: John Rhodes, ÍR.
Jordan í stuði
Michael Jordan átti enn enn stórleikinn
með Chicago í nótt þegar liðið vann
öruggan sigur á Sacramento Kings.
Jordan skoraði 27 stig og með sigrinum
settu leikmenn Chicago nýtt met í
NBA-deildinni. Liðið hefur unnið 40 leiki á
tímabilinu en aðeins tapað þremur og engu
liði í NBA hefur tekist að byrja
keppnistímabilið eins vel frá upphafi. í
nótt heimsækja Jordan og félagar hans
Los Angeles Lakers og er þessa leiks
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Haukar-Skallagrímur
(39-35) 86-69
12-12, 19-23, 27-26, (39-35), 41-42, 5949, 68-60,
80-67, 86-69.
Stig Hauka: Jón Amar Ingvarsson 23, Jason
Williford 20, Pétur Ingvarsson 9, Bergur Eövars-
son 9, ívar Ásgrfmsson 6, Sigfús Gizzurarson 6,
Björgvin Jónsson 6, Þór Haraldsson 4, Sigurður
Jónsson 3.
Staðan
A-riðill:
Haukar 25 21 4 2205-1924 42
Njarðvík 24 20 4 2178-1897 40
Keflavik 25 17 8 2320-2072 34
Tindastóll 25 13 12 1924-1954 26
ÍR 25 11 14 2035- 2052 20
Breiðablik 25 7 18 1981-2298 14
B-riðill:
Grindavík 25 17 8 2316-2035 34
KR 24 13 11 2037-2033 26
Skallagr. 25 12 13 1951-2011 24
Akranes 25 7 18 2153-2354 14
Þór, A. 25 7 18 2091-2106 14
Valur 25 4 21 1919-2375 8
Síðasti leikurinn í þessari umferð fer
fram í kvöld en þá taka Njarðvíking-
ar á móti KR-ingum. Á sunnudags-
kvöldið er svo heil umferð en þá
leika: ÍA-UBK, Skallagrímur-ÍR,
Grindavík-Njarðvik, Þór-Haukar,
KR-Tindastóll og Valur-Keflavík.
Allir leikirnir hefjast klukkan 20.
NBA í nótt:
Jordan
frábær
og nýtt
met hjá
Chicago
Leikmenn Chicago Bulls með
Michael Jordan í borddi fylking-
ar gerðu sér lítið fyrir í nótt og
settu stórglæsilegt met í
NBA-deildinni í körfuknattleik.
Chicago vann enn einn sigur-
inn í nótt og ekkert lið frá upp-
hafi hefur byrjað betur í deild-
inni. Þetta var 40, sigurleikur
liðsins en aðeins hefur liðið tap-
að þremur leikjum.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt
urðu þessi:
Sacramento-Chicago .......105-85
Charlotte-Houston .......111-116
Detroit-Indiana............87-70
Miami-76-ers.............124-104
NY Knicks-Orlando .......110-102
Dallas-Seattle...........103-100
Milwaukee-Denver.........103-102
Jordan var frábær
Michael Jordan átti enn einn
stórleikinn í nótt með Chicago
og skoraði 27 stig í leiknum gegn
Sacramento. Byrjun Chicago er
frábær en reyndar er varla hægt
að tala um byrjun því keppnis-
timabilið í NBA-deildinni er um
það bil hálfnað. Bill Wennington
skoraði 14 stig fyrir Chicago og
Toni Kukoc og Steve Kerr 12
hvor. „Sumir leikmenn sem léku
stórt hlutverk í þessum leik fá
nöfn sín væntanlega skráð á
spjöld sögunnar og í metabækur
. Auðvitað er þessi byrjun dálít-
ið til að vera stoltur af en við
eigum enn mikla vinnu fyrir
höndum á langri leið okkar að
meistaratitlinum," sagði Jordan
eftir leikinn en hann og félagar
hans í Chicago mæta LA Lakers
í deildinni um helgina.
Mitch Richmond skoraði 30
stig fyrir Sacramento í leiknum
og Tyus Edney 17.
Ótrúlegar tölur
Ótrúlegar tölur litu dagsins
ljós hjá Detroit og Indiana. 70
stig er ekkert skor i deildarleik
og ótrúleg frammistaða. Otis
Thorpe skoraði 23 stig fyrir
Detroit en Rik Smits skoraði 21
fyrir Indiana.
Aldrei þessu vant sigraði
Knicks Orlando. Þetta var annar
sigur Knicks í sex leikjum gegn
Orlando. Patrick Ewing skoraði
23 stig fyrir Knicks og tók 14 frá-
köst. Anthony Mason skoraði 21
og Hubert Davis 17.
Nick Anderson var með 30
stig fyrir Orlando og Dennis
Scott 22. Horace Grant skoraði 19
stig og Shaquille O’Neal 18.
Hakeem Olajuwon skoraði 32
stig fyrir Houston gegn
Charlotte. Clyde Drexler náði 20.
þrennunni á ferlinum. Hann
skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og
gaf 14 stoðsendingar. -SK
íþróttir
Júlíus Hafstein, formaöur ÓI:
Leikarnir ekki í
tveimur löndum
á sama tíma
„Það er alveg ljóst að Smáþjóða-
leikar fara ekki fram í tveimur
löndum í einu. Þar af leiðandi verð-
ur ekki sundkeppni Smáþjóðaleika
á íslandi í Lúxemborg. Ef aðrar
þjóðir vilja skipuleggja einhverja
aðra íþróttakeppni um leið og Smá-
þjóðaleikarnir eru haldnir á íslandi
þá er það raunverulega ekkert sem
við getum gert að og okkur óvið-
komandi. Aftur á móti geri ég ráð
fyrir að samstarfsþjóðir okkar, hin-
ar sjö sem eru í samtökum smá-
þjóða Evrópu, muni ekki líta það
hýru auga ef eitt sérsambandið hjá
einni þjóðinni færi að skipuleggja
íþróttamót á sama tíma og þær
væru að keppa uppi á íslandi,“
sagði Júlíus Hafstein, formaður ís-
lensku ólympíunefndarinnar, í
spjalli við DV í gær.
Eins og fram kom í DV í gær rik-
ir megn óánægja innan sundsam-
bandsins með ákvörðun borgaryfir-
valda að ráðast ekki í byggingu á 50
metra yfirbyggðri keppnislaug fyrir
Smáþjóðaleikana hér á landi 1997.
Kópavogur sýnir keppninni
áhuga
Júlíus Hafstein hélt áfram:
„Þetta er ekki eina ólympiu-
nefndin sem tekur ákvörðun um
þetta, það er stjóm Smáþjóðaleik-
ana en þar eiga sæti fulltrúar þjóð-
anna átta í stjórninni. Ég er formað-
ur þar næstu tvö árin. Þetta mál og
að fara þessa leið er ekki á dagskrá.
Sé svo aftur á móti skoðað hvernig
aðrar þjóðir standa að þessu er þeg-
ar ljóst að eftir leikana hér á landi
verða þeir næst í Liechtenstein og
þar er búið að ákveða og með sam-
þykki allra þjóðanna að sundkeppn-
Landsmót Ungmennafélags ís-
lands árið 2001 verður haldið á Eg-
ilsstöðum, í umsjón UÍA. Þetta var
ákveðið á stjómarfundi UMFÍ um
síðustu helgi.
UÍA hélt landsmót síðast árið 1968
og þá fór það fram að Eiðum.
Þrír aðilar sóttu um mótið en auk
in fer fram í 25 metra innilaug.
Laugin býður upp á þokkalegar að-
stæður en þar er hins vegar lítið
áhorfendarými. Þótt Sundsamband
Islands telji sig ekki geta haldið
leikana hér í 50 metra útilaug, sem
þó verður kannski löguð mikið til
áður en til leikanna kernur, þá mun
það verða gert hjá öðrum þjóðum.
Ég mun fljótlega eiga viðræður við
embættismenn borgarinnar um
þetta mál, væntanlega í næstu viku
eða þar næstu, og þá hafa líka full-
trúar frá Kópavogi sýnt því áhuga
að ræða við okkur um framkvæmd
sundkeppninnar.
Breyta dagskrá leikanna
Ef Sundsambandið treystir sér
ekki til að framkvæma keppnina
hér verður kannski að breyta dag-
skrá leikanna þannig að það verði
einni greininni færri eða að bæta
einhverri inn í. Það heldur ekki
ólympiunefnd íslands sem tekur
ákvörðun um það heldur stjórn
smáþjóða Evrópu. Þessar stjómir
hittast á fundi í Reykjavík í vor,“
sagði Júlíus.
- Finnst ykkur ekki vonbrigði að
ekki verði reist 50 metra innisund-
laug fyrir Smáþjóðaleikana?
„Það er okkur mikil vonbrigði og
ég er ekkert að leyna því. Við vor-
um komnir með góðar vonir um að
borgin mynda ráðast í þessa bygg-
ingu. Borgin vann ákveðna hönnun-
arvinnu í haust en tók síðan
ákvörðun um að gera þetta ekki,“
sagði Júlíus Hafstein.
-JKS
UÍA vora það UMSK og Fjölnir.
Næsta landsmót verður haldið í
Borgarnesi á komandi ári, 1997.
Unglingalandsmót verður næst
haldið árið 1998 en mótsstaður verð-
ur ákveðinn í október á þessu ári.
-VS
Frjálsar íþróttir:
Enn fýkur heims-
metið í stöng
Heimsmetið í stangarstökki
kvenna innanhúss var bætt eina
ferðina enn í gær þegar Sun Cai-
yun frá Kína sveif yfir 4,27 metra
á móti í Erfurt í Þýskalandi.
Caiyun mætti Danielu Bar-
tovu, helsta keppinaut sínum, á
mótinu. Síðasta sunnudag stökk
Caiyun yfir 4,21 metra og bætti
þá fjögurra daga met Bartovu
um fióra sentímetra. Báðar fóru
yfir 4,22 metra en þá fór Caiyun
í 4,27 og það réð sú tékkneska
ekki við.
Vala Flosadóttir stökk 4 metra
slétta á dögunum og á greinilega
ekki langt í land með að ná þeim
allra bestu.
-VS
íslandsmótið
í badminton
Meistaramót íslands í bad-
minton fer fram í húsum TBR
við Gnoðarvog um helgina. Allt
besta badmintonfólk landsins er
á meðal keppenda og má búast
við spennandi keppni. Á sunnu-
dag klukkan 14 hefiast úrslit í
meistaraflokki.
í eins árs bann
Breski knattspymumaðurinn
Roger Stanislaus, leikmaður
með enska 3. deildar liðinu
Layton Orient, var í gær úr-
skurðaður í eins ár keppnisbann
af enska knattspymusamband-
inu en kókaín fannst í þvagi
hans þegar hann gekkst undir
lyfiapróf fyrir nokkru.
Noregur vann
Norðmenn komu á óvart í gær
og lögðu Júgóslava á Lottó-mót-
inu í hándknattleik. Lokatölur
urðu 24-23 og skoruðu Norð-
menn sigurmarkið úr aukakasti
á lokasekúndunni. Júgóslavar
höfðu lengst af undirtökin og
voru mest 7 mörkum yfir en
Norðmenn áttu frábæran enda-
sprett og tryggðu sér sigur.
Þá unnu Danir sigur á Rúmen-
um, 20-16, en íslendingar mæta
Rúmenum í kvöld.
Barcelona slapp
Barcelona náði aðeins jafntefli
gegm 3. deildar liðinu Nu-
mancia, 2-2, í fyrri leik liðanna í
spænsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu í gær.
Herrakvöld Leifturs
Herrakvöld Leifturs verbur
haldið á laugardagskvöld í
Dugguvogi 12 og hefst klukkan
20.
Tvö þorrablót hjá HK
Til að forðast misskilning skal
tekið fram að herrakvöld og
þorrablót handknattleiksdeildar
HK verður i Hákoni digra laug-
ardagskvöldið 3. febrúar, en
þorrablót knattspymudeildar
HK á sama stað 10. febrúar.
Lakers og Chicago
í beinni útsendingu?
- á Stöö 2 í nótt
Svo getur verið að Stöð 2 sýni
í beinni útsendingu leik Los Ang-
les Lakers og Chicago Bulls í
NBA-deildinni í körfuknattleik í
í nótt. Forsvarsmenn stöðvarinn-
ar vinna öllum árum að ná þess-
um leik enn eins og körfu-
boltaunnendur vita mætast
þama tveir af frægustu körfu-
boltamönnum heims, Micael Jor-
dan hjá Chicago og Magic John-
son hjá Lakers.
„Við erum þokkalega bjartsýn-
ir á að þetta takist. Þetta ætti að
koma endanlega á ljóst þegar líð-
ur á fóstudaginn," sagði Valtýr
Björn Valtýsson, iþróttatjóri
Stöðvar 2, við DV í gær.-GH
Landsmótið 2001 verður
haldið á Egilsstöðum
Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskij 25,
Bragi Magnússon 17, Tómas Holton 8, Grétar Guð-
laugsson 6, Ari Gunnarsson 5, Sveinbjöm Sigurðs-
son 4, Sigmar Egilsson 2, Hlynur Leifsson 2.
Fráköst: Haukar 52, Skallagrímur 30.
3ja stíga körfur: Haukar 2, Skallagrímur 4.
Dómarar: Bergur Þór Steingrimsson og Eggert
Þór Aðalsteinsson, sæmilegir.
Áhorfendur: 100.
Maður leiksins: Jason Williford, Haukurn.
123
Ferða
vinnmgar
IKM
t