Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1996, Síða 18
26
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
Iþróttir unglinga
Snorri F. Welding, framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, í viðtali við DV:
„Boltinn er besta
vopnið gegn vímunni“
Unglingaliðið, u-18 ára í knattspyrnu 1989, lagði fram vinnu við byggingaframkvæmdir í Krýsuvík nokkra daga sem
mæltist vel fyrir. Þessi tengsl þurfa að komast á aftur. Frá vinstri: Lárus Loftsson, landsliðsþjálfari, Helgi Þorvalds-
son, stjórnarmaður KSÍ, Sveinn Sveinsson, stjórnarmaður KSÍ, Flóki Halldórsson, KR, Kristinn Tómasson, Fylki,
Arnar Gunnlaugsson, ÍA, atvinnumaður í Frakklandi, Þórhallur Dan Jóhannsson, Fylki, og Lárus Orri Sigurðsson, ÍA,
atvinnumaður í Englandi. Sá sem er að ganga inn um dyrnar í baksýn (ef sést), er Þórður Guðjónsson, ÍA, atvinnu-
maður í Þýskalandi. DV-myndir Hson
Hér á eftir eru glefsur úr viðtali
við framkvæmdastjóra Krýsuvíkur-
samtakanna í desember 1989 og fer
vel á því af ýmsum ástæðum. Því
miður náðist ekki í Snorra, sem var
í fríi.
Laugardaginn 9. desember 1989
hélt unglingalandsliðið í knatt-
spyrnu til Krýsuvíkurskólans. Tilef-
nið var að leggja fram vinnu við
uppbyggingu á húsnæði skólans, en
sú bygging hafði í um 20 ár staðið
auð og í mikilli niðurníðslu. Þessi
ferð var farin að frumkvæði Lárus-
ar Loftssonar landsliðsþjálfara.
Árið 1986 festu Krýsuvíkursam-
tökin kaup á hinu gríðarlega mikla
húsi í Krýsuvík og var kaupverðið 7
milljónir króna. 1987 var síðan
Krýsuvíkurskóli vígður.
Krýsuvíkursamtökin hafa starfað
af miklum dugnaði og hafa háleit
markmið, - því á stefnuskrá þeirra
er að sinna þeim unglingum sem
hafa misstigið sig í þjóðfélaginu og
þurfa hvað mest á hjálp að halda og
eru þar efst á blaði þau ungmenni
sem hafa ánetjast fíkniefnum.
Árið 1989 dvöldust í Krýsuvík sex
vistmenn og voru margir á biðlista.
I dag eru vistaðir um 20 unglingar.
„Boltinn besta vörnin"
Framkvæmdastjóri Krýsuvíkur-
samtakanna, Snorri F. Welding, var
afar þakkláfur vegna áhuga ung-
lingalandsliðsins og forsvarsmanna
þess 1989 og sagði meðal annars við
það tækifæri:
Snorri Welding, framkvæmdastjóri
Krýsuvíkursamtakanna.
„Boltinn er besta vopnið gegn ví-
munni - er orðtak sem við hér í
samtökunum höfum oftlega notað.
Það er okkar skoðun og sjálfsagt
fleiri að albesta forvarnarstarfið
gegn neyslu vímuefna meðal ung-
linga sé að þeir leggi stund á íþrótt-
ir og þá ekki hvað síst boltaíþróttir.
Það er mér þvi mikið gleðiefni að
unglingalandsliðið í fótbolta er
mætt hér til að leggja hönd á plóg-
inn.
í náinni framtíð er á dagskrá að
hanna knattspyrnuvöll í Krýsuvík -
svo samtökin vonast því eftir góðu
samstarfi við knattspyrnuforust-
una. Heimsóknir í Krýsuvíkur-
skóla, af og til, af drengjum sem
skara frarn úr í knattspyrnu myndi
virka mjög hvetjandi á þá unglinga
sem koma til með að dvelja í skólan-
um - ekki myndi það síður hafa góð
félagsleg áhrif á vistmenn, voru orð
Snorra Welding 1989.
Rétt er að komi fram að knatt-
spyrnuvöllurinn er ekki enn orðinn
að veruleika í Krýsuvík.
Sveinn Sveinsson, þá stjórnarm-
aður KSÍ, tók mjög jákvætt beiðni
framkvæmdastjórans: „Þessari
starfsemi sem er að fara af stað í
Krýsuvík munum við liðsinna eftir
mætti - og kæmu þá sterkast út
samskipti á félags- og íþróttalegum
grundvelli."
Hvað um efndir?
Hefur KSÍ haldið tengslum við
Krýsuvíkursamtökin síðan 1989?
Ekki hefur örlað á því og ,er það
miður. Þarna er svo sannarlega
verkefni fyrir knattspyrnuforystuna
og kærkomið tækifæri til að leggja
sitt þunga lóð á vogarskálina í hinni
erfiðu baráttu gegn vágestinum.
Umsjón
Halldór Halldórsson
Fátt gæti verið jafn hvetjandi fyr-
ir hin ólánsömu ungmenni og að fá
yngri landsliðsmenn annað slagið í
heimsókn til skrafs og ráðagerða og
taka eins og eina æfingu með vist-
mönnum. Slík uppákoma ætti að
vera mikil uppörvun fyrir þá.
í sambandi við knattspyrnuvöll-
inn ókomna væri það einnig hið
besta mál ef KSÍ reyndi af öllum
mætti að hjálpa við þá uppbyggingu
í Krýsuvík. Það yrði knattspyrnu-
sambandinu til ævarandi sóma.
íþróttaiðkun
er menning
Mikil umræða hefur verið 1 gangi undanfarið um helgarsvall og of-
beldi unglinga að næturlagi í miðborg Reykjavíkur sem annars staðar á
landinu. Til er fólk sem hefur þá skoðun að allt sem þurfi til að leysa
vandann sé að opna skemmtistaði fyrir þessa ólánsömu unglinga. En er
það nokkur lausn? Er nokkur munur á því að svalla innan húss eða
utan? Alls enginn.
Eitt sterkasta mótefni gegn þessum ófógnuði er tvímælalaust efling á
allri íþróttastarfsemi jafiit í Reykjavík sem annars staðar á landinu. Það
er því skylda ríkis- og borgaryfirvalda að styðja af fremsta megni við
bakið á því mikilvæga menningarhlutverki sem íþróttasamtökin i land-
inu gegna. Ekki bara í íþróttalegu samhengi heldur einnig í félagslegu
tilliti. íþróttafélögin spanna einnig yfir mjög breitt svið sem uppeldisstöð
ungmenna.
DV
Handbolti kvenna:
Valur taplaus
Valsstúlkurnar unnu í 3. um-
ferð 1. deildar. Þær gerðu eitt
jafntefli gegn FH, 13-13. Úrslit
leikja urðu annars þessi.
Valur-Vikingur 11-9
Valur-FH 13-13
Valur-Stjarnan 16-10
Víkingur-Stjarnan 23-11
Víkingur-FH 17-11
FH-Stjarnan 15-10
Lokastaöan:
Valur 3 2 1 0 40-32 5
Víkingur 3 2 0 1 49-33 4
FH 3 111 3M0 3
Stjaman 2 0 0 3 31-54 0
Handbolti - 4. flokkur:
KR með forystu
KR-strákarnir í 4. flokki eru
efstir í 2. deiid eftir 3. umferð,
gerðu þó jafntefli gegn Keflavík.
KR-Þór, Þorlákshöfii26-12
KR-Keflavík 20-20
KR-ÍBV. 26-15
KR-HK 22-20
Þór, Þorlákshöfn-Keflavík 16-15
Þór, Þorlákshöfn-ÍBV 23-16
Þór, Þorlákshöfn-HK 20-19
Keflavík-ÍBV 26-12
Keflavík-HK 13-14
ÍBV-HK 7-23
Lokastaðan:
KR 4 3 1 0 94-67 7
Þór, Þorl.h. 4 3 0 1 71-76 6
HK 4 2 0 2 76-72 4
Keflavík 4 1 1 2 74-62 3
ÍBV 4 0 0 4 60-98 0
Handbolti, 4. fl. kvenna:
Fullt hús hjá ÍR
ÍR-stúlkurnar sigruðu alla sína
leiki i 3. umferð íslandmótsins í
handbolta. Úrslit urðu þessi.
ÍR-Grótta 20-13
ÍR-FH 15-14
ÍR-Selfoss 21-12
ÍR-Valur 16-10
Grótta-FH 16-16
Grótta-Selfoss 20-6
Grótta-Valur 16-15
FH-Selfoss 25-11
FH-Value 10-8
Valur-Selfoss 15-14
Lokastaðan:
ÍR 4 4 0 0 72-49 8
FH 4 2 1 1 65-50 5
Grótta 4 2 1 1 65-59 5
Valur 4 1 0 3 48-56 2
Selfoss 4 0 0 4 45-81, 0
Handbolti 4. fl. kvenna:
KR á toppnum
í 3. umferð íslandsmótsins
unnu KR-stelpurnar alla leii.i
sína í 2. deild. Úrslit urðu þessi.
KR-Stjarnan 18-12
KR-Haukar 9-8
KR-Fjölnir 21-5
Stjarnan-Haukar 9-14
Stjaman-Fjölnir 18-11
Haukar-Fjölnir 20-9
Lokastaöan:
KR 3 3 0 0 48-25 6
Haukar 3 2 0 1 42-27 4
Stjarnan 3 1 0 2 3643 2
Fjölnir 3 0 0 3 25-59 0
Handbolti - 4. fl. karla:
Hörð keppni
Nokkuð jöfn keppni var í 3. um-
ferð 3. deildar í 4. flokki karla. Úr-
slit urðu þessi.
Haukar-Fjölnir 27-14
Haukar-Selfoss 19-19
Fjölnir-Selfoss 18-18
Lokastaðan:
Haukar 2 1 1 0 46-33 3
Selfoss 2 0 2 0 37-37 2
Fjölnir 2 0 1 1 32-45 1
Karfa - 8. flokkur karla:
Keflavík (B) best
Keflavík sigraði í 2. umferð ís-
landsmótsins í RE-riðli. Urslit
leikja urðu þessi.
Fylkir(B)-Keflavík(B) 26-27
Keflavík(B)-KR(B) 38-26
KR(B)-Fylkir(B) 38-22
Lokastaðan:
Keflavík(B) 2 2 065-52 4
KR(B) 2 1 164-70 2
Fylkir(B) 2 0 258-65 0