Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 7 Fréttir Starfshópur skilar tillögum til að draga úr launamun kynjanna: Kynhlutlaust starfsmat Elsa Þorkelsdóttir, formaður Jafnréttisráðs, Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður og formaður starfshóps um starfsmat, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra á blaðamannafundi þar sem tillögurnar voru kynntar. víkurborgar, Jafnréttisráðs og Vinnumálasambandsins. Fulltrúi fé- lagsmálaráðuneytisins, Siv Frið- leifsdóttir, er formaður starfshóps- ins. Starfshópurinn hefur nú skilað áfangaskýrslu og var hún kynnt i fé- lagsmálaráðuneytinu fimmtudaginn 8. febrúar sl. Þar er lagt til að farið verði út í tilraunaverkefni um starfsmat á einni eða tveimur ríkisstofnunum, einni stofnun í einkarekstri og einni á vegum borgarinnar. Þar verði beitt kynhlutlausu starfsmati við að raða störfum innbyrðis á hverjum vinnustað. Við starfsmat er metin hæfni, ábyrgð, álag og vinnuskilyrði. Lagt er til að við val á vinnustöð- um verði lagt upp úr fjölbreytni. Starfshópurinn hafi yfirumsjón með starfsmatinu. Verði það framkvæmt á hverjum stað með samvinnu allra á staðnum. Síðan taki starfshópur- inn við og fari yfir matið. Hann myndi ekki vita hvort um karla- eða kvennastörf væri að ræða. Siv Friðleifsdóttir sagði að í dag væri tilhneiging til að meta karla- störf hærra en kvennastörf. Til dæmis væri að jafnaði metin hærra í launum ábyrgð á peningum en fólki og greidd væru hærri laun fyr- ir að vinna með smurolíu en blóð og saur, svo að dæmi væru nefnd. Hún sagði einnig að rannsókir sýndu að konur græddu á starfsmati og taldi þetta mikið framfaraskref í þá átt að rétta stöðu kvenna. Þá sagðist Siv hafa kynnt kvenkyns alþingismönn- um þessar tillögur og hefðu þær fengið góðan hljómgrunn. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að mismunur á launum kynjanna i dag væri gjörsamlega óviðunandi og um væri að ræða lög- brot. Leitað yrði allra leiða til að draga úr honum og þetta væri ein leið til þess. Elsa Þorkelsdóttir, formaður Jafnréttisráðs og ein úr starfshópn- um, sagði að þessar tillögur væru svar við 'hinni gömlu kröfu um að meta kvennastörf til jafns við karla- störf. Starfsmat sveitarfélaga á íslandi hefur verið við lýði síðan 1987 og tekur til um 3000 einstaklinga í öll- um stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur. Líklegt er að þetta tilraunaverk- efni taki um það bil tvö ár og er það nú í höndum félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra. ' -ÞK Rannsókn var framkvæmd á veg- um Jafnréttisráðs í tengslum við norræna jafnlaunaverkefnið á árun- um 1989-1994 til að varpa ljósi á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Nið- urstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í febrúar 1995. í þeim er stað- fest að enn viðgengst talsverður munur á launum karla og kvenna í sambærilegum störfum þrátt fyrir áratuga langa baráttu gegn launa- misrétti. Ein leiðin, sem mikið hefur verið rætt um í þessu sambandi, er að láta framkvæma kynhlutlaust starfsmat með það fyrir augum að ákvarða verðmæti karla- og kvenna- starfa. í framhaldi af þessu eða 8. mars á síðasta ári skipaði félagsmálaráð- herra starfshóp sem skyldi safna upplýsingum og vinna að tillögum um starfsmat sem tæki til að draga úr launamun kynjanna. í starfshópnum eiga sæti fulltrúar ASÍ, BSRB, BHM, félagsmálaráðu- neytis, íjármálaráðuneytis, Reykja- Döra T K190cs liaiilÉSWBsí Þær eiga íramtíðina fyrir sér uApple-umboðið Macintosh - eins og hugur ma?ins! Skipbolti 21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp:/lwww. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.