Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVIK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að bida aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Líffæraflutningar
Mjög auknar kröfur eru gerðar til heilbrigðisþjónust-
unnar vegna erfiðra og dýrra aðgerða eins og líffæra-
flutninga. Þessar aðgerðir eru í raun aðeins fárra ára
gamlar. Fólk hefur litið á þær sem eins konar læknis-
fræðilegt kraftaverk. í upphafi var sá vandi mestur að
líkaminn hafnaði hinu nýja líffæri og lyf dugðu lítt til
þess að koma í veg fyrir það. Ör þróun hefur orðið í þeim
málum og mjög bættur árangur og auknar lífslíkur
þeirra sem fá nýtt líffæri. Aðgerðirnar eru þó misjafn-
lega erfiðar eftir því um hvaða líffæri er að ræða og um
leið áhættan sem fylgir aðgerðunum.
Þessar aðgerðir eru enn sem komið er gerðar á tiltölu-
lega fáum stöðum í heiminum. íslendingar hafa aðallega
gengist undir þessar aðgerðir í London og nú síðustu ár
í Svíþjóð. Samningur er við Sahlgrenska sjúkrahúsið í
Gautaborg um líffæraflutninga og um leið útvega íslensk
sjúkrahús sænska sjúkrahúsinu líffæri héðan.
Þetta eru dýrar aðgerðir og það vakti mikla athygli í
liðinni viku þegar heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í
þingumræðu að dæmi væri um að læknisaðgerð á einum
einstaklingi og eftirmeðferð hefði kostað ríkið um 100
milljónir króna. Til samanburðar má nefna að þetta er
svipuð upphæð og kostar að reka héraðssjúkrahús á ári.
Ekki er hægt að meta líf fólks til fjár en svo há upp-
hæð fyrir eina aðgerð vekur fólk þó til umhugsunar í ei-
lífum Qárhagsvanda heilbrigðiskerflsins. Það kom fram
hjá ráðherra að sumar aðgerðir kosta milljónatugi. Þetta
varð til þess að DV kannaði meðalkostnað við einstaka
líffæraflutninga. Þar kom fram að nýmaígræðsla kostar
að meðaltali um 3 milljónir króna, lifrarígræðsla um 6
milljónir og hjartaígræðsla um 8 milljónir. Þá er miðað
við að allt gangi vel.
Dagurinn á gjörgæsludeild í Svíþjóð kostar um 300
þúsund krónur, að sögn forstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins. Kostnaður vegna líffæraflutninga verður því
fljótt hár. Eftirmeðferð fylgir og í sumum tilvikum hafn-
ar líkaminn nýja líffærinu. Þá getur komið til þess að
endurtaka þurfi aðgerðina og enn lengri eftirmeðferðar.
Líffæraflutningar eru stórkostleg framfór í læknis-
fræðinni og gefa mörgum sjúklingum, jafnvel dauðvona,
von um nýtt líf. Við höfum mörg gleðileg dæmi um slíkt.
í þessum efnum, eins og mörgum öðrum, koma hins veg-
ar upp siðferðileg álitamál og um leið íjárhagsleg. í ein-
staka tilfellum hlýtur það að vera spurning hve lengi
skal berjast vonlausri baráttu, baráttu sem aðeins lengir
sársaukafullt dauðastríð. Ekkert algilt svar er við þessu
og vandi þeirra sem að koma mikill.
Samningurinn við Sahlgrenska sjúkrahúsið hefur ver-
ið í gildi frá árinu 1992. Tryggingastofnun og heilbrigðis-
ráðuneytið hafa óskað eftir endurskoðun á samningnum.
Ráðherra segir að í ljós hafi komið að íslendingar
greiddu meira en Svíar fyrir sambærilegar aðgerðir.
Þessu neitar forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins í DV á
laugardag. Það er sérkennilegt að ágreiningur sé um
þetta. Hvor hefur rétt fyrir sér, ráðherra eða forstjórinn?
Rétt er að leita hagræðingar á þessu sviði eins og öðr-
um ‘innan heilbrigðisþjónustunnar. Ráðherra hefur lýst
því yfir að áhugi sé hjá báðum aðilum að halda samstarf-
inu áfram. Því ættu menn að geta fundið lausn. Skýrt
hefur komið fram að þeir sjúklingar sem bíða aðgerðar
þurfa ekki að kviða. Staðið verður við skuldbindingar.
Þjóðin stendur hins vegar frammi fyrir því í framtíð-
inni að velja á milli þess sem er tæknilega framkvæman-
legt og hverju hún hefur efni á. Sá siðferðilegi vandi blas-
ir við að tæpast verður komist hjá forgangsröðun.
Jónas Haraldsson
í leiðara DV þriðjudaginn 6.
febrúar hneykslast ritstjórinn á
því að Sjúkrahús Reykjavíkur
hafi ekki losað sig við nógu
marga stjórnendur þegar Borg-
arspítalinn og St. Jósefsspítali,
Landakoti voru sameinaðir.
Ýmislegt er við þennan leiðara
að athuga og óskandi að blaðið
hefði kannað málefni spítalans
og fjárhagsstöðu ítarlegar áður
en hann var settur á prent.
Engar uppsagnir vegna
sameiningar
Engum starfsmanni hefur
verið sagt upp vegna sameining-
ar spítalanna frá því að ný
stjórn tók við ábyrgð á Borgar-
spítalanum á miðju ári 1994.
Starfsmönnum á spítölunum
tveimur hefur þó fækkað, þar á
meðal æðstu stjórnendum. Það
kom í hlut nýju stjórnarinnar
að halda áfram undirbúningi
sameiningarinnar ásamt full-
„Álagið á stjórnendum eins og fjölmörgum öðrum starfsmönnum sjúkra-
hússins er óheyrilega mikið um þessar mundir og því fráleitt að tala um
„silkihúfur" í því sambándi eins og ritstjórinn gerir.“
Staða Sjukrahuss
Reykjavíkur
trúum Landakots og ríkisins. Full-
trúar sjúkrahúsanna lögðu á það
áherslu við ríkisvaldið að það
sýndi sameiningunni þolinmæði
þannig að ekki þyrfti að segja
starfsfólki upp vegna hennar,
heldur myndi full hagræðing nást
með timanum eftir því sem störf
losnuðu og fólk flyttist til innan
spítalans. Sterk rök voru fyrir
þannig úrvinnslu, ekki síst í ljósi
þess óeðlilega álags sem verið hef-
ur á starfsfólki margra deilda und-
anfarin ár og m.a. landlæknir hef-
ur ítrekað vakið athygli á.
Högg ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnarflokkarnir skelltu
skollaeyrum við þessari áherslu
þegar þeir afgreiddu fjárlög fyrir
nýbyrjað ár og meira en það, þeir
veittu hinu nýja sjúkrahúsi í
vöggugjöf þyngra högg en ég þekki
dæmi um í spítalasögunni. Fjár-
lögin ætla Sjúkrahúsi Reykjavíkur
að stoppa upp í gat sem nemur
7-8% af rekstarkostnaði. Sá gjörn-
ingur, rökin fyrir honum og afleið-
ingar hans fyrir heilbrigðisþjón-
ustu landsmanna er kjarni máls
sem full ástæða væri fyrir metnað-
arfullan fjölmiðil að kanna og upp-
lýsa þjóðina um. Ekki er hægt að
taka undir með ritstjóranum þeg-
ar hann heldur því fram að hér sé
í eðli sínu um svipaða erfiðleika
að ræða hjá sjúkrahúsinu og þeg-
ar tekjur dragast tímabundið sam-
an hjá öðrum fyrirtækjum. Þjóðin
fínnur meira fyrir 7-8% árssam-
drætti í rekstri helsta slysa- og
bráðaspítala landsins, sem aukin-
heldur kemur í kjölfar nokkurra
ára sparnaðartímabils, en jafnvel
gjaldþroti súkkulaðiverksmiðju
eða dagblaðs.
Fleira starfsfólk - færri
stjórnendur
Ritstjórinn kemst að þeirri nið-
urstöðu að hæfilegur fjöldi yfir-
Kjallarinn
Kristín Á. Ólafsdóttir
stjórnarformaður Sjúkrahúss
Reykjavíkur
manna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
ætti að vera 15-20 og virðist þar
eiga við framkvæmdastjórn og for-
stöðumenn sviða. Á Borgarspítal-
anum einum voru fyrir samein-
inguna yfir 20 slíkir stjórnendur
samkvæmt skipuriti sem sam-
þykkt var árið 1993. Starfsmenn
Borgarspítalans voru 1400-1500
talsins. Erfitt er að sjá rökin fyrir
því að fækka þessum stjórnendum
um leið og starfsfólki fjölgar um
450, sjúklingum um nokkur þús-
und og starfsemin verður enn fjöl-
breyttari og flóknari við samein-
inguna. Við skipulagsbreytinguna
á Borgarspítalanum 1993 var m.a.
að því stefnt að ná bættri rekstrar-
stjórnun á læknaþætti í hagræð-
ingarskyni og því komið á stöðum
forstöðulækna, sem eiga að sinna
sfjórnun í 50% starfi. Engar sam-
bærilegar stöður voru á Landakoti
og þvi ekki um fækkun þeirra að
ræða við sameiningu.
Að ráði danskra sjúkrahúsráð-
gjafa var hins vegar ákveðið að
skipta upp lyfja-, öldrunar- og end-
urhæfingarsviði við sameining-
una og við það fjölgaði forstöðu-
læknum um einn. Jafnframt var
farið að ítrekuðum óskum starfs-
fólks um að koma á sérstakri
starfsmannaþjónustu og forstöðu-
maður þeirra þjónustu ráðinn.
Stjómendur á þeim sviðum sem
DV-ritstjórinn gerir að umfjöllun-
arefni í leiðara sínum eru nú 26
talsins á Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
þar af eru 6 þeirra í 50% starfi sem
stjórnendur. Stjórnunarstöðunum
hefur sannarlega fækkað frá því
sem var samtals á spítölunum
tveimur. Álagið á stjórnendum
eins og fjölmörgum öðrum starfs-
mönnum sjúkrahússins er óheyri-
lega mikið um þessar mundir og
því fráleitt að tala um „silkihúfur"
í því sambandi eins og ritstjórinn
gerir.
Að lokum vek ég athygli á því
að enn hefur engum starfsmanni
verið sagt upp störfum vegna stöð-
unnar sem fjárlög Alþingis skópu
Sjúkrahúsi Reykjavíkur og þar
með heilbrigðisþjónustunni á ný-
byrjuðu ári.
Kristín Á. Ólafsdóttir
„Erfitt er aö sjá rökin fyrir því að fækka
þessum stjórnendum um leið og starfsfólki
fjölgar um 450, sjúklingum um nokkur
þúsund og starfsemin verður enn fjöl-
breyttari og flóknari við sameininguna.“
Skoðanir annarra
I fílabeinsturni
„Ekki skal dregið í efa að Ríkisútvarpið hefur
hlutverki að gegna í jafn litlu menningarsamfélagi
og okkar, en það breytir ekki þeirri staðreynd að
margt í rekstri þess er aðfinnsluvert. Forráðamenn
stofnunarinnar verða að hrista af sér slyðruorðið og
taka til hendinni við uppstokkun. Ef þeir dvelja
áfram í filabeinsturninum og afsaka sig með því að
þeir reki menningarfyrirtæki, er hætt við að Ríkis-
útvarpið dagi uppi, sem álíka hugmyndasnautt og
náttúrulaust fyrirbæri og rímnakveðskapur mið-
alda.“
Úr forystugrein Alþýðublaðsins 8. febrúar.
Velferðarkerfið
„Það er áreiðanlega víðtæk pólitísk samstaða um
það meðal þjóðarinnar að varðveita velferðarkerfiö í
heilbrigðismálum. Hins vegar er það mikil blekking
að það verði gert með því að slaka algjörlega á varð-
andi aukningu útgjalda. Það verður einungis gert
með aðhaldi, skilgreiningum á þjónustu og sem
bestri nýtingu á því fjármagni sem fer til þessara
mála.“
Úr forystugrein Tímans 8. febrúar.
Hráefnisútflutningur
„Nú fer ný grásleppuvertíð í hönd, og kavíarfram-
leiðendur standa aftur frammi fyrir því að tryggja
sér hráefni í samkeppni við erlenda kaupendur.
Ekki vil ég gera lítið úr mikilvægi frjálsrar versl-
unar né alþjóðlegum skuldbindingum, en i milli-
ríkjaviðskiptum er sú regla ráðandi að hver sé sjálf-
um sér næstur. Meö því að halda þessu hráefni í
landinu er hægt að skapa störf, sem ekki krefjast
neinna viðbótarijárfestinga. “
Örn Erlendsson í Mbl. 8. febrúar.