Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 10
10
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996
Fréttir
Guöjón Skarphéðinsson um aðild að Geirfinns- og Guðmundarmálinu:
Dró játninguna til baka í gær
- kosinn prestur að Staðarstað um helgina
Guðjón Skarphéðinsson sigraði í
kosningum til prests að Staðarstað
á Snæfellsnesi um helgina en hann
er líklega þekktastur fyrir að hafa
játað aðild að Geirfinns- og Guð-
mundarmálinu svokallaða. Guðjón
dró játningu sína til baka í gær í
þættinum Þriðji maðurinn á rás 2,
þætti þeirra Ingólfs Margeirssonar
og Árna Þórarinssonar. Hann var á
sínum tíma dæmdur til tíu ára
fangavistar og afplánaði fimm ár.
Óboðinn
á barinn
Maður á Ólafsfirði hefur játað
að hafa í fyrrinótt farið ínn á bar-
inn á hótelinu eftir lokun og tek-
ið áfengi og tóbak. Ekki mun þó
um stórþjófnað að ræða og ekki
var meira tekið en til að svala
næturþorstanum: Málið telst
upplýst. -GK
Sex stútar
teknir
Lögreglan í Kópavogi tók sex
ölvaða menn við akstur um helg-
ina. Fimm voru teknir aðfaranótt
laugardagsins en þá var ölvun al-
menn í bænum og erilsamt hjá
lögreglu. Sjötti stúturinn var svo
tekinn við stýri aðfaranótt
sunnudagsins. -GK
Skipsfjóri
gefur skýrslu
Skipstjóri og fleiri úr áhöfh
gríska flutningaskipsins, sem var
næstum strandað á Eskifirði á
dögunum, gáfu skýrslur um at-
burðinn hjá lögreglu á Neskaup-
stað í gær. Hó'fðu þeir ekki kom-
ið til hafnar fyrr.
Sjópróf vegna málsins fór fram
á Eskifirði um helgina en var
frestað þar til skýringar áhafnar
flutningaskipsins væru fengnar.
-GK
Frá því að hann losnaði úr fangels-
inu, árið 1981, hefur hann lengst af
búið í Danmörku og hefur ekki fjall-
að opinberlega um málið fyrr en í
gær.
Hann sagðist ekki hafa vitað
meira um málið en hver annar
blaðalesandi þegar hann var tekinn
til yfirheyrslu eftir að sakborningar
málsins höfðu bent á hann. Hann
hafi verið undir mikilli pressu í
fangelsinu, honum hafi verið geflð
íslensk flugmálayfirvöld hyggjast
láta kanna af hverju tyrkneska flug-
félagið Birgenair flaug með íslend-
inga í leiguflugi frá Keflavík til
Cancún í Mexikó í lok janúar. Sama
flugvél fórst tveimur vikum síðar
við strendur Dóminíska lýðveldis-
ins með um 190 manns innanborðs.
Eins og fram hefur komið í fréttum
geðlyf og svefnlyf og hann hafi ver-
ið farinn að trúa því að hann hafi í
raun átt aðild að málinu.
„Ég féllst á þessa sögu eins og
hún var skrúfuð saman á þessum
tíma en ég vil benda á að því miður
tókst ekki að upplýsa málið og ég
gat það ekki heldur. Þá var orðið of
seint að snúa til baka,“ sagði Guð-
jón í Þriðja manninum í gær. Hann
sagði sakargiftirnar verða að fá að
standa enn um hríð af hans hálfu en
fórust allir í því slysi, flestir þýskir
ferðamenn.
Ferðaskrifstofan Heimsferðir
leigði vélina til að flytja 27 fslend-
ingana til Mexíkó en hafði samið
við annað flugfélag en Birgenair.
Vél frá félaginu kom inn í flugið á
síðustu stundu, líkt og gerðist í
Dóminíska lýðveldinu.
vitaskuld væri það réttarins að taka
málið upp aftur ef lagalegir mögu-
leikar væru fyrir hendi.
í prestskosningunum bar Guðjón
sigurorð af Braga Benediktssyni.
Guðjón hlaut 153 atkvæði, 68%
greiddra atkvæða, og Bragi fékk 69
atkvæði, 30,66%. Á kjörskrá voru
262 og á kjörstað komu alls 225, eða
tæp 85%.
-sv
Samkvæmt fréttum Stöðvar 2
höfðu íslensku farþegarnir á orði að
ástand vélarinnar hefði verið bágbo-
rið og flugfreyjur aðframkomnar af
þreytu. Ekki hefði verið hægt að
spenna öryggisbelti í nokkrum sæ-
tanna.
-bjb
Skólaskák:
Arnar E. Gunn-
arsson Noröur-
landameistari
Arnar E. Gunnarsson varð í
gær Norðurlandameistari í skóla-
skák en hann sigraði í A-flokki
einstaklingskeppninnar, fékk 5
vinninga af 6 mögulegum.
Þá sigruðu íslendingar í liða-
keppninni, hlutu 35 v., en þeir
höfðu forystu allt frá fyrstu um-
ferð.
„ Selfoss:
Ok utan í
lögreglubíl
Ölvaður ökumaður ók utan í
lögreglubíl á Selfossi í gærmorg-
un um klukkan fimm. Lögreglan
hugðist stöðva manninn vegna
undarlegs háttalags en hann
reyndi að komast undan.
Slógust bílarnir saman án þess
þó að umtalsverðar skemmdir
hlytust af á bílunum. Maðurinn
var sviptur ökuréttindum á staðn-
unm og fékk að gista fanga-
geymsluna. Hann hefur áður kom-
ið við sögu hjá lögreglunni á Sel-
fossi.
Selfosslögreglan tók einnig ölv-
aðan og réttindalausan ökumann
í Þorlákshöfn um helgina. Hafði
hann áður verið sviptur ökurétt-
indum vegna ölvunaraksturs.
-GK
Heimilisbílnum
stolið
undir þýfið
Brotist var inn í hús i Selja-
hverfi um helgina og þaðan stolið
umtalsverðum verðmætum. Þá
var heimilisbílnum stolið til að
flytja þýfið á brott.
Húsráðendur eru í útlöndum og
er því ekki vitað með vissu hve
miklu var stolið. Þó er ljóst að
fjölmargir verðlaunagripir eru
horfnir og auk þess fleiri silfur-
munir. Þá var öllu í íbúðinni snú-
ið við.
Bíllinn er ekki enn kominn í
leitirnar. Er hann af gerðinni
Renault 19, árgerð 1995, með ein-
kennisstafma DE 626 og lýsir lög-
reglan eftir honum. -GK
Leitarmenn tína upp leifarnar af flaki vélarinnar sem fórst við strendur Dóminíska lýðveldisins. Reuter
Flugvélin sem fórst við Dóminíska lýðveldið:
Flaug með íslendinga
hálfum mánuði áður
- íslensk ílugyfirvöld kanna málið
Menning
Sjónarhóll listar
Braga Ásgeirssonar
Tveir nýir sýningarsalir hafa nú með
skömmu millibili verið opnaðir í Ingólfs-
stræti og eru það sannarlega góð tíðindi í
miðju tali um kreppu í sölu á myndverkum.
í nóvember var opnaður nýr salur að Ing-
ólfsstræti 8 og þar opnaði um helgina Hrafn-
kell Sigurðsson athyglisverða sýningu á
nælonhúðuðu blágrýti sem hefur skemmti-
lega vísun í fyrri ljósmyndaverk hans. Á
laugardag var svo opnaður nýr salur á
horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu og hefur
hann hlotið nafnið Sjónarhóll. Salurinn
verður rekinn af Gerðubergi og verða tengsl
á milli sýninga á báðum stöðum sem Hann-
es Sigurðsson mun verða í forsvari fyrir.
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
Mánaðarlega verður tekinn fyrir lista-
maður sem hefur allnokkurn feril að baki. í
Gerðubergi verður haldið svokallað sjón-
þing þar sem viðkomandi listamaður skýrir
list sína og svarar spurningum og þar eru
jafnframt eldri verk hans sýnd. Á Sjónar-
hóli verða hins vegar sýnd nýrri verk lista-
mannsins. Fyrstur listamanna á sjónþingi
er Bragi Ásgeirsson og fór sjónþingið fram
i Gerðubergi í gær en sýning á nýjum verk-
um Braga á Sjónarhóli var opnuð á laugar-
dag.
Næm Iitbeiting og
tær formbygging
Hér er ekki hægt að rekja efni sjónþings-
ins, enda mikið að vöxtum og verður það
gefíð út að mánuði liðnum þegar næsti sjón-
þingslistamaður, Ragnheiður Jónsdóttir,
verður kynntur. Eldri verk Braga í Gerðu-
bergi njóta sín sérstaklega vel á fyrstu hæð-
inni og kemur hið breytta fyrirkomulag þar
mjög vel út. Elsta verkið, sem og á Sjónar-
hóli, er sjálfsmynd frá 1949, unnin undir
nokkrum áhrifum frá expressjónisma.
Formbygging geómetríunnar tekur svo
völdin í málverkum Braga næsta áratuginn
og er þar að mínu mati um að ræða blóma-
skeið hans sem málara, þar sem saman fara
næm litbeiting og tær en margslungin form-
bygging, samanber myndir á borð við
Myndbygging Róm, Síðdegi (Dagshvörf?),
Múnchen og Bygging. Málverk eins og Dag-
ur himinsins og Vibration sýna einnig fram
á að Bragi hefur haft mikið vald yfir tækn-
inni snemma á ferlinum. Fígúratífar mynd-
ir á borð við Danielu eru og til vitnis um að
Bragi hefur verið fordómalaus gagnvart því
að stílfæra mannslíkamann í átt til geómetr-
íu, ólíkt mörgum strangtrúarmanninum í
abstraktinu. Samsett verk frá áttunda ára-
tugnum á borð við Sópdyngju og Hjól tím-
ans bregða og birtu á fordómaleysi lista-
mannsins gagnvart nýjum meðulum.
Litaglýja en sterk grafík
Því miður hefur Bragi að mínu mati ekki
náð að þróa list sína sem skyldi frá því
hann gaf nýlistinni undir fótinn í denn. Frá
og með miðjum sjötta áratugnum er eins og
Bragi hafi glatað niður þeirri litatilfinningu
sem hann hafði áður. Þetta sést í verkum
eins og Vori frá 1965 (sem raunar var á
hvolfi er mig bar að) og nýrri verkum eins
og Vortaumum (1988-’89). Á efri hæðinni í
Gerðubergi er verkum aukreitis of þröngt
raðað þannig að þau njóta sín þar síður en
niðri. Sýningin á Sjónarhóli markast tals-
vert af fyrrnefndri litaglýju sem nær há-
marki í verkum eins og Árstíðahvörfum
(1991) og Himinsölum (1992). Það örlar hins
vegar á betri tíð í nýjasta verkinu, Sólblett-
um, sem virðist hafa vísanir í formbyggingu
sjötta áratugarins. Grafíkin er full fyrirferð-
arlítil á sýningunum en á Sjónarhóli eru
Síðasta vígi hinna hefðbundnu gilda?
Myndlistarmaðurinn og gagnrýnandinn
Bragi Ásgeirsson er helsti fulltrúi þeirra
hugmynda hérlendis að listina beri að hefja
aftur á sinn sígilda stall þar sem „vandað
handverk” og „sjónrænt innihald” er í
fyrirrúmi.
sterk ný grafikverk eins og Snertipunktar
og Leikur sem árétta stöðu Braga innan ís-
lenskrar grafíklistasögu. Sjónarhóll er sér-
staklega vel heppnaður sýningarsalur sem
aðstandendum er hér með óskað til ham-
ingju með. Sýningar Braga standa til 3.
mars.