Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Side 19
MANUDAGUR 12. FEBRUAR 1996
31
Fréttir
.... .
Asmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, Guðmundur Arnason og
Sverrir Þorgeirsson, varaslökkviliðsstjórar í Grindavík, voru ánægðir með
námskeiðið. DV-mynd ÆMK
Grindavík:
Slokkviliðs-
menn á
námskeiði
DV, Suðurnesjum:
„Menn voru ánægðir með nám-
skeiðið sem gekk ljómandi vel. í
verklega þættinum var rigning og
rok og glímdum við því við veðrið
að hluta til. Við ráðum ekki veðrinu
ef eitthvað kemur upp á og verðum
að taka því eins og það er hverju
sinni,“ sagði Ásmundur Jónsson,
slökkviliðsstjóri Grindavíkur.
Námskeið fyrir skökkviliðsmenn
á vegum Brunamálaskóla íslands
var haldið i húsakynnum slökkvi-
Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur:
Ferðum fjölgað
milli Keflavíkur
og Reykjavikur
DV, Suðurnesjum:
„Það virðist mikil ánægja með
breytingarnar. Fólk hefur komið og
þakkað fyrir fleiri ferðir og breyt-
ingar á akstursleiðinni," sagði
Steindór Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur,
sem hefur fjölgað áætlunarferðum
milli Keflavíkur og Reykjavíkur.
SBK lét gera skoðanakönnun á
meðal íbúa og viðskiptavina fyrir
jól. Út frá henni var ákveðið að
fjölga ferðum um þrjár. Það er frá
Keflavík kl. 11 og 17.15 og frá
Reykjavík kl. 13.15 og 19 alla virka
daga. Einnig er boðið upp á kvöld-
ferðir alla daga frá Keflavík kl. 22.30
og frá Reykjavík kl. 23.30. Þá voru
gerðar breytingar á akstursleiðinni
í Keflavík. Það er að farið er upp
Vesturgötu í gegnum Eyjahyggð,
sem er fjölmennt íbúasvæði, og nið-
ur Aðalgötu. Breytingarnar verða
til reynslu í 4 mánuði. SBK fer átta
ferðir á milli Keflavikur og Reykja-
víkur á virkum dögum, 5 á laugar-
dögum og 4 á sunnudögum.
Farþegum hefúr fækkað jafnt og
þétt frá 1984. Þá fóru 130 þúsund far-
þegar með SBK. í fyrra voru þeir 52
þúsund. Með þessum breytingum
vonar SBK að farþegum fjölgi á ný
enda mun ódýrara í heimilisbók-
haldinu að nota SBK en einkabíla.
„Mesta fækkunin var 1984-88 og
síðan hefur fækkað frá einu upp í
fimm þúsund á ári. Margt spilar inn
í. Nemendur fóru mikið á milli áður.
Nú hafa flestir íbúðir í Reykjavík og
búa þar. Þá er bílaeign meiri nú en
áður fyrr,“ sagði Steindór. ÆMK
Flugafgreiðslan velti
300 milljónum
DV, Suðurnesjum:
Velta Flugafgreiðslunnar hf. á
Keflavíkurflugvelli nam tæplega 300
milljónum króna árið 1995. Fyrir-
tækið hefur séð um afhleðslu og
hleðslu flugvéla ásamt að þrífa þær.
Starfsmenn þess eru nú 120 en voru
167 sl. sumar.
Fyrirtækið gerði samning við
Fiugleiðir fyrir tæpum sjö árum um
hleðslu og hreinsun á flugvélum en
Flugleiðir hafa sagt upp þeim samn-
ingi. Gert er ráð fyrir mikilli um-
ferð á Keflavíkurflugvelli í sumar
og talin er möguleiki á að Flug-
afgreiðslan þurfi að fjölga starfs-
fólki í nær 200 í sumar.
Eigendur eru Sigurbjöm Björns-
son og Hilmar Sölvason, báðir bú-
settir i Keflavíkurhverfi Reykjanes-
bæjar. -ÆMK
Vill sameina öll út-
gerðarfélög Suður-
nesja í eitt stórt
DV, Suðurnesjum:
„Ég hefði viljað að útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki á Suðurnesj-
um, ásamt útgerð ísl. aðalverktaka,
sameinuðust í eitt hlutafélag sem
væri það öflugt að það gæti keppt
við stærstu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki landsins," sagði
Kristján Pálsson, alþingismaður og
fyrrverandi bæjarstjóri Njarðvíkur,
í samtali við DV.
Kristján segir að samkvæmt þeim
upplýsingum sem hann hefur frá
forsvarsmönnum íslenskra aðal-
verktaka verði skip fyrirtækisins
ekki leigð aftur í bráð. Útgerðarfé-
lag Akureyringa hefur haft skipin á
leigu en samningur þess við ÍAV
rennur út 1. mars nk.
Kristján segir að skipin verði
allavega gerð út af ÍAV fram að
næsta fiskveiðiári sem hefst 1. sept-
ember. Þann tíma hafa menn til að
skoða aðrar leiðir í stöðunni. Hann
hefur fylgst náið með framvindu
mála og talað við marga sveitar-
stjómarmenn og útgerðarmenn á
Suðurnesjum.
„Við viljum tryggja það að við
missum ekki þessar aflaheimildir í
burtu af svæðinu og það er mikill
hugur í mönnum að efla styrk út-
gerðar á svæðinu. Málið í þessari
lotu fer eftir því hvað ÍAV vilja
gera. Ef þeir vilja stofna sameigin-
legt fyrirtæki með öðrum þá er það
að mínu viti mjög jákvætt fyrir
svæðið. Ef þeir teysta sér hins veg-
ar ekki til þess þá er næstbesti kost-
ur að þeir geri skipin áfram út,“
sagði Kristján. -ÆMK
GSEl
hleðslutæki
Viðskiptatengsl - GSMÍhlutir
Borgartúni 29 Sími/Fax 552 6575
fjölbreyttasta úrval landsins
^ZlSPINE - The Art of Power Meirí orka!~Aukin ending!-Qœ<H í fyrírrúmi!
liðsins í Grindavík 2.-4. febrúar.
Sextán slökkviliðsmenn, 9 frá
Grindavík, 4 frá Brunavörnum Suð-
urnesja, 2 frá Sandgerði og einn af
Keflavíkui’flugvelli, luku þar 2 nám-
skeiðum af fjórum sem menn taka
til að öðlast löggild réttindi sem
slökkviliðsmaður.
Á námskeiðinu voru verklegar og
bóklegar æfingar og próf tekin i lok-
in. Verklegi þátturmn var ut-
andyra. Kennarar voru frá slökkvi-
liðunum í Reykjavík og Keflavíkur-
flugvelli. -ÆMK
••
AUKIN OKURETTINDI
MEIRAPRÓF
Næsta námskeið hefst 19. febrúar.
ATH. sum verkalýðsfélög taka að hluta þátt í námskeiðsgjaldi.
Aukin ökuréttindi auka atvinnumöguleika í nútímaþjóðfélagi.
Hagstætt verð og góð greiðslukjör.
Betri ökumaður - Betri umferð - Betra líf.
Sjáumst á námskeiði hjá Ökuskóla S.G. Suðurlandsbraut 16.
ÖKUSKÚLI
simi 5811 m a
LEIGUBIFKEID
AUKIN ÖKURÉTTINDI
VÖRUBIFREID - HÚPBIFREIÐ
fi eð Tpimlorm hefur náðst
mjög góður árangur til gren-
ningar, allt að 10 sm grennra
mitti eftir tíu tíma meðhönd-
lun. í baráttunni vlð Qellulite"
(appelsínuhúð) hefur náðst
mjög góður árangur með
Trimform.
rlmform er mjög gott tll
Þess að þjálfa upp alla vöðva
líkamans, s.s. magavöðva,
læri, handleggsvöðva o.fl.
■:iú Við bjóðum ókeypis pru-
futíma. Komið og prófið því
þið sjáið árangur strax.
Einnlg höfum vlð náð mjög
góðum árangri við vöðvaból-
gu og þvagleka. Við erum
lærðar í rafnuddi. Hringið og
fálð nánarl upplýslngar um
Trimform í síma $33818.
?r
TRIMFORM
Grensásvegi 50, símf 558 3818.
Berglindar
4-