Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Síða 26
38 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 Fréttir Sameiningarmál á VestQöröum: Vonum að Framsókn verði með - segir Björn Hafberg „Við funduðum í dag (í gær) og framsóknarmenn sendu enga yfir- lýsingu inn á fundinn. Við gerum okkur þvi enn vonir um að þeir verði með og að hægt verði að mynda breiðfylkingu sem ótvírætt næði til allra, að fulltrúar úr öllum byggðum kæmu að þessu máli ,“ segir Björn Hafberg, fulltrúi Al- þýðuflokksins í nefnd sem ræðir sameiningarmál til sveitarstjómar- kosninga á Vestfjörðum. Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag, Kvenna- listi, Vestfjarðalisti Péturs Bjama- sonar og óháðir em í viðræðum um sameiningu. Bjöm segir að enn sé ekki farið að reyna á málefnin, í gær hafi menn aðeins lýst eindregnum vilja til þess aö halda áfram þessum við- ræðum og að bærileg bjartsýni ríki um að þetta muni geta gengið. Á fúndi á miðvikudag ætti að skýrast hvaða líkur eru á því að flokkamir nái saman því þá verða málefni rædd af alvöra. -sv Sjómenn á Flateyri ósáttir með kjör sín: Samningarnir verða örugglega felldir - segir Magnús Ingi Björgvinsson „Við lækkuðum nokkuð í launum við samningana frá því í júní en þá fór ekki fram nein kosning. Menn em ósáttir við kjörin og seinna í vikunni munum við kjósa um þessa samninga. Ég á ekki von á öðra en að þeir verði felldir," segir Magnús Ingi Björgvinsson, trúnaðarmaður áhafnarinnar á línubátnum Gylli, en hann segir gömlu samningana taka gildi aftur um leið og ef nýju samningamir yrðu felldir. Áhafnir fjögurra báta á Flateyri munu segja skoðun sína á málinu á fimmtudag eða föstudag nú í vikunni. Magnús segir menn vonast til að útgerðin muni greiða eftir gömlu samningunum til baka til þess tíma er nýju samningamir voru teknir í gagnið verði þeir felldir. Hann segir það hafa verið gert bæði á Tálkna- firði og Patreksfirði. „Við eram líka mjög ósáttir með það verð sem við fáum fyrir fiskinn og munum senda það mál fyrir verðlagsnefnd ef ekki nást samning- ar um það. Fiskverðið er það sama og var í október 1994 og það finnst okkur óþolandi,“ segir Magnús. -sv L LANDSVIRKJUN Kvíslaveita - 5. áfangi Landsvlrkjun óskar hér með eftir tilboðum í gerð 5. áfanga Kvíslaveitu í samræmi við útboðsgögn KV(-50. Verkið felur I sér að veita upptakakvislum Þjórsár austan Hofsjökuls f núverandi Kvfslaveitu með þvi að byggja stiflur I Þjórsá og Austurkvisl, grafa skurð, byggja botnrás f stíflu með öll- um tilheyrandi búnaði, leggja veg og byggja brú. Helstu magntölur eru áætlaðar: Fyllingar f stfflun 325.000 rúmmetrar Steypa f botnrás 2.000 rúmmetrar Gröftur 750.000 rúmmetrar Verktaki skal Ijúka verkinu eigi síðar en 1. desember 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrífstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 14. febrúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 m. vsk fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 26. mars 1996. Tilboðin verða opnuð I stjómstöð Landsvirkjunar að Bústaðavegi 7, Reykjavfk, sama dag, 26. mars 1996, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tiiboöum í efni og vinnu við parketlökkun í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: þriðjud. 27. febr. nk. kl. 11.00. bgd 15/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurmálun á fasteignum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: fimmtud. 22. febr. nk. kl. 11.00. bgd 16/6 L. INNKA UPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 -I Góð þátttaka var í eldvarnagetraun Brunavarnaátaksins sem efnt var til jafnhiiða heimsóknum í skólana. Um það bil 30 þúsund svör bárust til félagsins sem sýnir best hve frábærar viðtökurnar voru. Dregið var úr innsendum lausn- um 21 barns og fengu þau meðal annars fjölskylduspilið Trivial Pursuit í verðlaun. Liðþjálfinn sem leiddur var fyrir herrétt: Hótaði að drepa eitt vitnanna Bandaríski liðþjálfmn á Keflavík- urflugvelli, sem leiddur var fyrir herrétt í síðustu viku vegna árásar á íslenska stúlka í heimahúsi í Reykjavík sL haust, hótaði vinkonu stúlkunnar lífláti ef hún byði sig fram sem vitni í málinu. Vinkonan lét morðhótunina ekki hafa áhrif á sig og bar vitni fyrir herréttinum. Eins og kom fram í DV í síðustu viku féll stúlkan frá kæra á hendur liðþjálfanum og kom málið því aldrei fyrir íslenska dómstóla. Yfir- menn hersins líta málið hins vegar mjög alvarlegum augum, sam- kvæmt heimildum DV. Sömu heimildir DV herma að lið- þjálfinn hafi mútað stúlkunni fyrir að kjafta ekki frá og greitt henni fyrir um 100 þúsund krónur í pen- ingum. Af þeim sökum mun hún ekki hafa þorað að kæra manninn. I -bjb Andstæðingar Hæstaréttarhúss enn þá sömu skoðunar: Aðgengi fatlaðra ábótavant - segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt „Ég er óskaplega ólukkuleg yfir því að við skyldum ekki fá faflegan garð í tengslum við Amarhól. Ég er enn þá sömu skoðunar og mínar at- hugasemdir við þetta hús hafa afltaf beinst að staðsetningu þess,“ segir Guðrún Jónsdóttir arkitekt í sam- tali við DV. Guðrún var ein þeirra sem settu sig upp á móti staðsetn- ingu byggingar Hæstaréttarhúss að Lindargötu 2 á mifli Safnahússins og Amarhváls. Húsið er nú risið og ráðgert að það verði tilbúið í haust. í mars árið 1994 sagði Guðrún í samtali við DV að byggingamar í kring væra mjög „sterkir einstak- lingar" og hús Hæstaréttar myndi skyggja á þær. „Mér finnst vera orðið afltof þröngt um þessar byggingar því Meö trollið f skrúfunni Færeyskur rækjutogari var í gær dreginn til Reykjvíkur eftir að hann hafði fengið trollið í skrúfuna á miöunum við austur- strönd Grænlands. Annar færeyskur togarinn dró skipið áleiðis til Reykjavíkur og tóku hafnsögubátar við drættin- um á Sundunum. í gær unnu kafarar við að skera tollið úr. -GK Ásökunum á lögreglumann vísað frá Ríkissaksóknari hefur vísað frá máli á hendur lögreglumanni á Sauðárkróki en hann var í haust sakaður um að hafa beitt mann harðræði við handtöku. Segir í bréfi frá saksóknara að ekki verði „af ákæruvaldins hálfu krafist frekari aðgerða" i málinu. -GK þetta era allt saman fallegar bygg- ingar. Mín afstaða hvað þetta snert- ir er óbreytt. Ég tek það fram að ég er ekki að gagnrýna húsið heldur staðsetningu þess,“ segir Guðrún. Guðrún segir að gagnrýna megi hönnun hússins að því leyti að hagsmunir fatlaðra hafi verið snið- gengnir. Fatlaðir komast inn í hús- ið segir Guðrún en ekki um það. „Inni í húsinu er stór rampi sem fólk í hjólastól ræður ekki við. Þetta sjónarmið hefur komið fram en því hefur ekki verið sinnt. Húsið upp- fyllir ákvæði reglugerðar um rampa eða skábrautir utanhúss en það dug- ir ekki til innanhúss. Inni í húsinu er braut sem er alltof löng,“ segir Guðrún. Skúli Norðdahl var einn þeirra sem andmæltu staðsetningu húss- ins. Ef eitthvað er hefur hann harðnað í afstöðu sinni til hússins. „Mér finnst alveg hræðilegt að fara þama um. Því miður hefur þetta orðið að yeruleika sem ekki tókst að hindrá. Aflt sem ég sagði áður um húsið hefur sannast. í fyrsta lagi er húsið vitlaust staðsett. í öðru lagi hafa hugmyndir um notagildi þess, kostnað og bygging- artíma ekki staðist,“ segir Skúli. „Þetta er alveg fáránleg fram- kvæmd og það era æ fleiri sem ég ( hitti á götu sem hafa orð á því hvers konar fáránleika ákvörðun þetta sé. Mér er svo mikið niðri fyrir að vita af þessu. AUt bendir til þess að hús- ið sé komið fram úr kostnaðaráætl- Eyjafjörður kynntur erlendum fjárfestum Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar og Atvinnu- málaskrifstofa Akureyrar hafa gert samstarfssamning við Fjárfestinga- skrifstofu íslands um að unnið verði að kynningu Eyjafjarðarsvæð- isins meðal erlendra fjárfesta sem valkosts vegna íjárfestinga í mat- vælaiðnaði. í verkefninu felst m.a. að kynna fyrir sérvöldum hópi fyrirtækja í matvælaiðnaði möguleika til að fjárfesta i vinnslu matvæla á öllum sviðum matvælaframleiðslu með áherslu á notkun þess hráefnis og þekkingar sem til staðar er. Einnig verður útbúið kyuningarefni um að- stæður hérlendis á þessu sviði. Markmiðið með verkefninu er að freista þess að auka erlenda fjárfest- ingu á íslandi á þessu sviði iðnaðar, en einnig mun hluti vinnunnar nýt- ast sem undirbúningur undir kynn- ingu svæðisins vegna annars konar atvinnurekstrar. Áætlað er að verkefnið standi yfir í rúmt ár og að kostnaður verði um 12 milljónir króna, sem skiptist á milli heimaaðila og Fjárfestinga- skrifstofunnar ásamt framlagi úr Iðnþróunarsjóði. Aðstandendur verkefhisins telja Eyjafjarðarsvæðið vel til þess faflið að byggja þar upp matvælaiðnað. Fyrir era mörg stærstu matvæla- framleiðslufyrirtæki landsins sem samanlagt velta um 20 milljörðum króna á ári. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.