Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Side 9
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 9 Utlönd Spánn: Vinsældaflokk- ur nær nteiri- hluta Spænski Vinsældaflokkurinn (PP) nálgast nú að fá hreinan meirihluta í þingkosningunum 3. mars ef marka má skoðanakann- anir sem birtar voru í spænskum blöðum um helgina. Um leið virðist nær öruggt að 13 ára valdatími Sósíalistaflokksins sé á enda. Samkvæmt könnununum hef- ur Vinsældaflokkurinn, sem íhaldsmaðiu-inn Jose Maria Azn- ar leiðir, rúmlega 41 prósents fylgi en sósíalistar hafa um 30 prósenta fylgi. Talið er að fylgistap sósíalista megi rekja til þess að Jose Barrionuevo, fyrrum innanríkis- ráðherra, stillir upp á framboðs- lista þeirra. Hann mun koma fyr- ir rétt vegna meintra afskipta sinna af óhreina stríðinu gegn aðskilnaðarhreyfmgu Baska. Zhírínovskí fagnar silfur- brúðkaupi Þjóðemissinninn Vladimir Zhírínovskí, sem býður sig fram til forseta Rússlands, þótti feta í fótspor fyrrum Rússakeisara þeg- ar hann lét vígja sig og konu sína í Moskvu samkvæmt siðum rétt- trúnaðarkirkjunnar. Þau hafa verið í borgaralegu hjónabandi í 25 ár. Fyrirmenn hunsuðu at- hö&iina, sögðu hana auglýsinga- brellu. En franski þjóðernissinn- inn Jean Marie Le Pen lét sig þó ekki vanta og kyssti brúðhjónin að athöfninni lokinni. Fyrir utan kirkjuna útdeildi Zhírínovskí ölmusu; 500 rúbla seðlum, rúm- lega sex krónum, og 10 rúbla pen- ingum, um 13 aurum. Þangað mættu mun færri en búist var við. Lofað hafði verið ókeypis vodka en þegar til kom var það varla upp í nös á ketti. Reuter Hörð viðbrögð við lögum sem takmarka dreifingu efnis á Internetinu: Þúsundum heimasíðna lokað Tugþúsundum heimasíðna á Ver- aldarvefnum var lokað og þær skreyttar með bláum borðum um helgina. Var það gert í mótmæla- skyni við setningu laga í Bandaríkj- unum sem banna dreifingu „ósið- legs“ efnis á Internetinu. Mótmælin hófust á fimmtudag þegar Bill Clin- ton Bandaríkjaforseti undirritaði fjarskiptalög þar sem klásúlur um bann við dreifingu „ósiðlegs" efnis á Internetinu er að finna. Brot á lög- unum getur þýtt fjársekt upp á ríf- lega 16 milljónir króna og tveggja ára fangelsi. Mótmælaaðgerðirnar voru skipu- lagðar af fyrirtækjum eins og Nets- cape Communications og Electronic Frontier Foundation, EFF, baráttu- hópum fyrir lýöréttindum og ein- staklingum. í mótmælaskyni var birt heimasíða með efni sem flokka má „ósiðlegt" samkvæmt lögunum, þar á meðal mynd af Venusi frá Míló eftir Michelangelo og texta úr ævintýrum Stikilsberja-Finns eftir Mark Twain. Talsmaður EFF sagði að bandaríska þingið væri að breyta Internetinu úr brunni menningar- legra, félagslegra og vísindalegra upplýsinga í lestrarhorn fyrir börn. Fylgismenn laganna segja þau sett svo börn geti ekki nálgast gróft klám á Internetinu eins og raunin sé í dag. En andstæðingar laganna segja þau jafnast á við ritskoðun og að það sé á ábyrgð foreldra að tak- marka aðgang barna að „ósiðlegu" efni. Ómögulegt muni reynast að framfylgja lögunum þar sem Inter- netið sé alþjóðlegt fyrirbæri og geti ekki fallið undir stjórn eins ríkis. Mannréttindahópar hafa hafið málsókn gegn bandaríska þinginu í von um að lögin verði afturkölluð og tveir öldungadeildarþingmenn hafa kynnt frumvarp sem ógilda lögin. Annar þingmannanna lokaði heimasíðu sinni um helgina. Reuter BBBBMBgagEaeasiBgaBa I \METRÓ 15-50% afsláttur vörurttfur A li A, Parket, 1. gæðaflokkur Quick-Step parket, 1. gæðaflokkur - gólfdúkar - gólfteppi - filtteppi - stök teppi - baðmottur - dyramottur - gúmmímottur blöndunartæki A hreinlætistæki - baðkör - sturtubotnar ýmsar gjafavörur málning veggfóðursborðar flísar, úti og inni ísskápar þvottavélar frystikistur Opið öll kvöld og allar helgar Síðustu .'*\METRO Reykjavík Málarinn, Skeifunni 8 sími 581 3500 V -WMETRÖ Reylqavík Hallarmúla 4 sími 553 3331 >\ Reykjavík Lynghálsi 10 sími 567 5600 ÍWMETRO > Akureyri Furuvöllum 1 sími 461 2785/2780 iWMETRO í Akranesi Stillholti 16 sími 431 1799 ■HMnMi 4WMETR0 ísafirði Mjallargötu 1 sími 456 4644 S?Wl«MSBBSgWgBBIB8RMM8HgB8BHBBagSI - sama sjónvarpstækið - sitthvort útlitið- Við vorum að fá takmarkað magn af 28" Kolster litsjónvarps- tækjum, þar sem þú getur valið um tvo möguleikaá útliti - með sömu eiginleikum! TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: • Black Line - Svartur myndlampi • 40 w Nicam Stereo Surround hljómgæði • Islenskt textavarp • 40 stöðva minni • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun • Svefnrofi 15-120 mín. • Allar aðgerðir birtast á skjá • Persónulegt minni á lit, birtu og hljóði • 2 Scart-tengi • Heyrnartólstengi • Tengi fyrir auka hátalara 28 [llás]önvárp - Black Line - Svartur myndlampi - Nicam Stereo Surround hljómgæði ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 69.900 STGR. SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.