Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 30
42 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 Afmæli Til hamingju með afmælið 12. febrúar 90 ára Bóthildur Benediktsdóttir, Arnarvatni 2, Skútustaðahreppi. 85 ára Margrét Lúðvíksdóttir, Hjallaseli 21, Reykjavík. Ólafur Þórðarson, Álfheimum 46, Reykjavík. Kjartan Magnússon, Mógili 1, Svalbarðsstrandarhreppi. 80 ára Guðlaug Sveinsdóttir, Klausturhólum 2, Skaftárhreppi. Sigtryggur Sveinbjörnsson, Einilundi 2d, Akureyri. 75 ára Gísli Símonarson, Hjarðarhaga 44, Reykjavík. 70 ára Hafsteinn Þorvaldsson, Freyjugötu 47, Reykjavík. Haukur Þorvaldsson, Freyjugötu 47, Reykjavík. 60 ára Eiður Baldur Sigþórsson, Langholti 29, Akureyri. 50 ára Áslaug Kristín Pálsdóttir, Hringbraut 15, Hafnarfirði. Sigurþór Guðmundsson, Sjávarflöt 4, Stykkishólmsbæ. Guðbjöm Magnússon, Leiðhömrum 26, Reykjavík. Edda Tryggvadóttir, Dalbraut 10, Dalabyggð. Jóhann Skarphéðinsson, Lyngbergi 39a, Hafharfirði. Sigurður Hafliðason, Fossvegi 29, Siglufirði. Þóra Reimarsdóttir, Kleppsvegi 70, Reykjavík. Viðar Sæmundsson, Smyrlahrauni 17, Hafnarfirði. Bryndís Stefánsdóttir, Framnesvegi 7, Reykjavík. Sigurður O. Jónasson, Hraunbæ 102g, Reykjavík. Steingrímur Þorvaldsson, Sævargörðum 11, Seltjamarnesi. 40 ára Jón Jóhannsson, Aðalgötu 8, Blönduósi. Ásgeir Rafhsson, Svarfhóli, Borgarbyggð. Gunnlaugur E. Ragnarsson, Svínaskálahlíö 1, Eskifirði. Þórður Högnason, Urðarvegi 78, ísafirði. Ingigerður Torfadóttir, Fagrahjalla 64, Kópavogi. Sveinn Ævar Stefánsson, Keilusíðu 5e, Akureyri. Árni Sveinsson, Næfurási 15, Reykjavík. Magga Kristín J. Björasdóttir, Lerkilundi 25, Akureyri. Jóna Rún Gunnarsdóttir, Álftamýri 14, Reykjavík. Halldóra Rannveig Þórðardóttir, Grenibyggð 23, Mosfellsbæ. Soffía Káradóttir, Sogavegi 220, Reykjavík. Kristján Sigurðsson, Ásholti 40, Reykjavík. Rósa Héðinsdóttir Ragnhildur Rósa Héðinsdóttir snyrtifræðingur, Arnarhrauni 46, Hafnarfirði, er fimmtug í dag. Starfsferill Rósa fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún stundaði nám í Flensborgarskóla og við Snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur og útskrifaðist sem snyrtifræðingur 1968. Þá hefur hún sótt fjölda námskeiða er lúta að hennar starfi, hér heima og er- lendis. Rósa starfaði við snyrtivöru- deild Hafnarfj arðarapóteks 1973-81, vann síðan á snyrtistofum og við snyrtivöruverslanir í Reykjavík og Hafnarfirði en starfar nú á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði. Rósa sat í stjóm Félags snyrtifræðinga í nokkur ár, var einn af stofnendum kvennadeildar FH og hefur auk þess setið í hin- um ýmsu stjórnum FH í sextán ár, lengst af í aðalstjórn, starfrækti fé- lagsheimili FH- inga í fimm ár, ásamt kvennadeild FH, hefur setið áfengisvarnarnefnd og situr nú í öldrunarnefnd Hafnarfjarðarbæjar fyrir Alþýðuflokkinn. Fjölskylda Rósa giftist 26.2. 1966 Gils Stef- ánssyni, f. 5.2. 1945, húsasmið og nú vaktstjóra við Landspítalann. Hann er sonur Stefáns G. Krist- jánssonar, kjötiðnaðarmanns í Hafnarfirði og Reykjavík, og k.h., Bjargar Gísladóttur húsmóður en hún lést 1972. Börn Rósu og Gils eru Björg Gilsdóttir, f. 29.6. 1963, húsmóðir í Hafnarfirði og fyrrv. landsliðsmað- ur i handbolta, gift Guðmundi Karlssyni kaupmanni og íslands- meistara í sleggjukasti, og eiga þau þrjú böm; Héðinn Gilsson, f. 27.9. 1968, nemi í tölvufræði og fyrrv. landsliðsmaður í handbolta, kvæntur Maríu Þorvarðardóttur verslunarmanni; Helga Kristín Gilsdóttir, f. 12.6. 1972, húsmóðir i Hafnarfirði og fyrrv. landsliðsmað- ur í handbolta, gift Guðlaugi Bald- urssyni kennara og eiga þau eina dóttur; Sigrún Gilsdóttir, f. 16.10. 1982, nemi í foreldrahúsum. Alsystkini Rósu em Birna Héð- insdóttir, f. 12.8. 1942, verslunar- maður í Bandaríkjunum; Magnús Már Héðinsson, f. 8. 1949, d. 22.2. 1955; Karl Sigurðsson, f. 15.6. 1951, vélvirki við Járnblendiverksmiðj- una á Grundartanga, búsettur á Akranesi; Örn Sigurðsson, f. 19.11. 1952, lögfræðingur, búsettur í Hafnarfirði; Ingibjörg Ögmunds- dóttir, f. 2.5. 1955, fulltrúi við ís- Rósa Héðinsdóttir. landsbanka í Hafnarfirði. Foreldrar Rósu voru Héðinn Vilhjálmsson, f. 19.9. 1914, d. 26.1. 1995, loftskeytamaður, og Helga Kristín Magnúsdóttir, f. 21.2. 1924, húsmóðir í Hafnarfirði. Rósa og Gils ætla að taka á móti gestum í Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, fóstudaginn 16.2. nk. frá kl. 20.00-22.00. Arnbjörn Sigurbergsson Arnbjörn Sigurbergsson. Arnbjörn Sigurbergsson vél- stjóri, Hornafirði, verður sextugur 21. febrúar. Starfsferill Arnbjörn er fæddur á Svínafelli í Nesjum og ólst þar upp. Hann var i Bændaskólanum að Hólum 1952-54 og útskrifaðist sem bú- fræðingur. Arnbjörn lauk einka- flugmannsprófi 1988. Að loknu námi 1954-56 vann Arnbjörn í búskapnum heima ásamt akstri og mokstri á malar- og byggingarefni. Hann var í raf- línuflokki Sigurðar Sigfússonar 1956-58, í línuflokki Guðmundar Sæmundssonar 1958-59 en 1960 tóku Arnbjörn og þáverandi eigin- kona hans ásamt Gísla við búi í Svínafelli. Áratug síðar hættu þau búskap og fluttu að Árnanesi. Þá fór Arnbjöm í byggingarvinnu hjá Guðmundi Jónssyni og síðan til RARIK sem verkstjóri og var með raflínuflokk 1971-76 en fór þá illa í baki. Hann var áfram hjá fyrir- tækinu næstu tvö árin við ýmsa smíðavinnu, viðgerðir og véla- vörslu. Eftir það starfaði hann í járnsmíði í Vélsmiðju Hornafjarð- ar og svo aftur við smíðavinnu á Stokksnesi. Undanfarin ár hefur Arnbjörn mest starfað sjálfstætt. Fjölskylda Arnbjörn kvæntist 27.10. 1960 Arnbjörgu Maríu Sveinsdóttur, f. 25.10. 1942, þau slitu samvistum 1988. Foreldrar hennar: Sveinn Nikódemusson og Pálmey H. Har- aldsdóttir, þau bjuggu á Sauðár- króki en eru bæði látin. Börn Ambjörns og Arnbjargar: Sigurbergur, f. 28.10.1960, verka- og hestamaður á Hornafirði; Har- aldur Sveinn, f 19.7. 1962, flugmað- ur og flugvirki í Kanada, maki Marie Ann Arnbjörnsson, f. 12.7. 1964, þau eiga tvær dætur, Dönu Marie, f. 9.4.1991, og Heiðu Lynn, f. 19.9. 1994; Jóhanna Valgerður, f. 6.4. 1965, ljósmyndari á Hornafirði, maki Brooks Arthur Hood, f. 13.3. 1968, sonur Jóhönnu Valgerðar er Arnbjörn Þórberg Kristjánsson, f. 4.2. 1980; Bjarki Þór, f. 10.5. 1968, vélstjóri á Hornafirði, maki Svala Brynja Þrastardóttir, f. 27.6. 1965, danskennari, dóttir þeirra er Iris María, f. 2.12. 1988. Systkini Arnbjörns: Sigurjón, f. 28.3. 1931; Árni, f. 5.9. 1932; Gísli, f. 19.5. 1934; Guðmundur, f. 23.10. 1937; Sigurbjörg, f. 11.7. 1940; Val- gerður, f. 9.7. 1941; Jónas Björgvin, f. 31.8. 1943, d. 16.4. 1991; Gróa Rannveig, f. 7.8. 1944; Sigríður Ingibjörg, f. 6.9. 1947. Foreldrar Arnbjörns: Sigurberg- ur Árnason, f. 9.12. 1899, d. 10.6. 1983, og Þóra Guðmundsdóttir, f. 24.9. 1908. Arnbjörn tekur á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu á Horfnafirði laugardaginn 17. febrúar frá kl. 16. Gunnar Hvammdal Sigurðsson Gunnar Hvammdal Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu ís- lands, Meistaravöllum 15, Reykja- vik, er sjötugur í dag. Starfsferill Gunnar er fæddur í Reykjavík en ólst upp að Efsta-Hvammi í Dýrafirði. Hann var við nám i Héraðsskólanum á Núpi í Dýra- firði 1941-43 og undirbúningsnám fyrir menntaskóla hjá séra Eiríki J. Eiríkssyni á Núpi í Dýrafirði 1943-44. Gunnar lauk gagnfræða- prófi frá MA 1944 og stúdentsprófi frá MR 1948. Hann er cand. phil. frá HÍ 1949 og BA frá veðurfræði- deild Kalifomíuháskóla 1953. Árið 1954 sótti Gunnar námskeið í há- loftaathugunum Gunnar starfaði í vöruafgreiðslu Skipaútgerðar ríkisins í öllum frí- tímum 1941^48, á Veðurstofu is- lands 1948-49, var veðurfræðingur á Flugveðurstofu íslands 1953-79 og á spádeild Veðurstofu íslands frá 1979. Gunnar sat í stjórn Dýrfirðinga- félagsins um tveggja ára skeið. Fjölskylda Gunnar kvæntist 11.2. 1956 Ástríði Magnúsdóttur, f. 6.6. 1931. Foreldrar hennar: Magnús Elías Ásmundsson, fisksali í Reykjavík, og Þóra Sigurbjörg Þórðardóttir, húsmóðir. Dætur Gunnars og Ástríðar: Guðrún Ingibjörg, f. 1.9. 1955, hús- móðir í Orlando í Bandaríkjunum, gift Willie Jenkins, þau eiga fimm börn; Helga, f. 5.6. 1957, húsmóðir í Sacramento í Bandaríkjunum, gift Val Bracey, þau eiga tvö börn; Ásta Kristín, f. 17.7. 1961, hjúkrun- arfræðingur og flugfreyja, gift Oddi Björnssyni, tónlistarmanni og kennara, þau eiga tvö börn. Hálfbróðir Gunnars, samfeðra: Agnar, f. 30.1. 1920, d. 11.4. 1993, flugumferðarstjóri í Reykjavík. Foreldrar Gunnars: Sigurður Skúlason, f. 27.12. 1893, d. 13.12. 1933, stórkaupmaður í Reykjavik, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 21.10. 1895, d. 5.9. 1983, verkakona, lengst af búsett við Snorrabraut. Fósturforeldrar Gunnars: Finnbogi Benónýsson, f. 26.8. 1861, d. 9.9. 1942, bóndi, og Ástríður Júlíanna Einarsdóttir, f. 17.7. 1860, d. 14.5. 1956, húsfreyja. Gunnar Hvammdal Sigurðsson. Ætt Sigurður var sonur Skúla Jóns- sonar, b. á Ytra-Vatni í Efribyggð í Lýtingsstaðahreppi, og Hólmfríðar Guðrúnar Benediktsdóttur, Reykjavík. Ingibjörg var dóttir Guðmundar Hjaltasonar, bakara á ísafirði og seinna í Bandaríkjunum, og Þor- valdínu Rósu Einarsdóttur. Salaleiga Höfum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði HÓTbl f£TM) 5687111 Jóhanna B. Guðmundsdóttir Jóhanna Björk Guðmundsdóttir skrifstofumaður, Selnesi 36, Breið- dalsvik, er fertug í dag. Fjölskylda Jóhanna er fædd á Höskulds- stöðum og ólst þar upp. Maður Jóhönnu er Hjörtur Þór Ágústsson, f. 13.11. 1952, vélamað- ur. Foreldrar hans: Jóhann Ágúst Gunnarsson, látinn, bóndi og síðar verkamaður, og Sigurbjörg Einars- dóttir, þau bjuggu á Breiðdalsvík og þar býr Sigurbjörg enn. Synir Jóhönnu og Hjartar: Atli Vilhelm, f. 18.2 1974, vélstjóri, og Kjartan Ottó, f. 28.8. 1979, nemi. Þeir eru báðir búsettir í foreldra- húsum. Jóhanna á átta systkini. Foreldrar Jóhönnu: Guðmundur Jónsson, f. 11.12. 1917, fyrrv. bóndi, og Málfríður Hrólfsdóttir, f. 24.6. 1925. Þau bjuggu á Höskulds- stöðum en eru nú búsett á Mið- vangi 22 á Egilsstöðum. Jóhanna verður með heitt á könnunni á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.