Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Side 18
18 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 Fréttir HERRAR munið Valentínusardaginn, 14 febrúar. Þú færð undirfötin hennar hjá okkur. Fæðingarheimilið er enn einu sinni á vergangi i kerfinu: Ljósmæður vilja nyta samn ing við Tryggingastofnun Fæðingarheimilið er nú enn einu sinni komið á vergang í kerflnu og virðast á þessari stundu litlar líkur á því að nokkru sinni eigi eftir að hefjast þar starfsemi í sama anda og áður var, meö fæðingum og sængur- Leikkonan Demi Moore í Nærmynd (Extreme Close-Up) í kvöld kl. 18:05 nýja vinnufataverslun að Grensásuegi 1G. Erum með mikið úrval af vinnufatnaöi frá danska fyrirtækinu Egro og einnig allar gerðir af hnífum frá Vangedal. opnunartilboð! VANGEDAL Grensásvegi 16 * Reykjavík * Sími 568 5577 legu. Allar líkur benda til þess að Fæðingarheimilið verði lokað út þetta ár enda getur Kvennadeild Landspítalans ekki opnað það aftur nema til komi aukafjárveiting eða hugsanlega einkarekstur ljós- mæðra. Forstjóri Ríkisspítala hefur staðfest það. Það er þó enn langt í land með að framtíð Fæðingarheim- ilisins verði ákveðin. Ljósmæður hafa lýst yfir áhuga sínum á að taka rekstur Fæðingar- heimilisins í sínar hendur og hittist hópur þeirra í næstu viku til að ákveða hvort þær hefji markvissa baráttu fyrir því að fæðingarheimili verði rekið í húsnæðinu við Þorf- innsgötu í Reykjavík. Ljósmæðurn- ar hafa rætt við Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra og Karl Steinar Guðnason, forstjóra Trygg- ingastofnunar ríkisins, TR, og er hugmyndin sú að reyna að sveigja samning ljósmæðra við Trygginga- stofnun rikisins um greiðslur fyrir fæðingarhjálp og.mæðraþjónustu að þeim hugmyndum. Ljósmæðurnar fengju þannig greitt fyrir að taka á móti börnum á Fæöingarheimilinu. „Við höfum haft hugmyndir um að aðlaga þennan samning þannig að ljósmæður fengju greitt gegnum Tryggingastofnun en gætu tekið á móti bömum á litlum fæðingar- heimilum. Þetta er allt i lausu lofti enn þá og bara hugmynd sem við komum með af því að okkur þykir miður að Fæðingarheimilið skuli Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir leggjast niður,“ segir Helga Gott- freðsdóttir ljósmóðir. Spurningin er hvar þjónustan er keypt „Ef Ríkisspítalar hafa ekki efni á að gera þetta þá er ekki hægt að velta þessu yflr á Tryggingastofnun. Við eigum að skoða þetta í þessu samhengi. Þetta er spuming um hvar við viljum kaupa þjónustu. Ég held að ég hafi sagt þeim það en þær eru alltaf velkomnar til viðræðu," segir Karl Steinar Guðnason og út- skýrir málið þannig að eini mögu- leikinn á að hægt sé að reka Fæð- ingarheimilið felist í því að sýna fram á að það dragi úr greiðslum til Kvennadeildar Landspítalans. í samtali við Ástþóru Kristins- dóttur, formann Ljósmæðrafélags íslands, kom fram að félagið styddi baráttu fyrir starfsemi Fæðingar- heimilisins. Allar Ifkur benda til þess að Fæðingarheimilið verði lokað út þetta ár enda getur Kvennadeild Landspítalans ekki opnað það aftur nema til komi auka- fjárveiting eða hugsanlega einkarekstur Ijósmæðra. Margar hugmyndir til umræðu Margar hugmyndir um framtíð Fæðingarheimilisins hafa verið viðraðar innan Ríkisspítala. Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Ríkisspítala, hefur margsagt i íjölmiðlum undan- farið að hún hafl áhuga á að reka þar sjúkrahótel fyrir konur utan af landi með börn á vökudeild auk þess sem hægt væri að flytja MFS- tilraunastarfsemina af Kvennadeild Landspítalans í húsnæði Fæðingar- heimilisins, þ.e. sex ljósmæður sinna 200 konum í mæðraeftirliti, fæðingu og heima en konumar fara snemma heim eftir fæðingu á Land- spítalanum. Þá em ótaldar fjölmarg- ar aðrar hugmyndir sem hafa verið í umræðunni undanfarin ár. Framtíð Fæðingarheimilisins vefst fyrir embættismönnum og ekki bætir úr skák að flestallar til- lögur era háðar samþykki borgar- innar. Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítala, lýsti yfir nýlega að nærtækast væri að skila heimilinu. í samningi borgar- yfirvalda og rikisins um Fæðingar- heimilið er nefnilega ákvæði um rekstur hússins og þó borgarstjóri hafi lýst yfir að hún sé reiðubúin til viðræðna þá hefur stefna borgarinn- ar og forystunnar úr Kvennalistan- um verið Ijós. Fæðingaheimilið skuli vera í rekstri. Fæðingarheimilið var rekið í sex mánuði á síðasta ári eftir að gerðar voru á því endurbætur fyrir margar milljónir króna. Stym hefur staðið um heimilið í mörg ár og hefur því tvisvar verið lokað eftir dýrar end- urbætur. Það má því segja að Fæð- ingarheimilið hafi verið vandræða- barn í heilbrigðiskerfmu. Reynt að minnka yfir- vinnu flugumferðarstjóra „Starfsmannahaldiö í flugturn- inum á Keflavíkui-flugveOi er í skoðun eins og er á öörum stöðum á landinu. Það er vegna nýs kjara- samnings við flugumferðarstjóra og hluti hans er að ná fram hag- ræðingu. Meöal þess sem er í skoðun er að fækka vöktum og að fæmi menn verði á einstökum vöktum. í orlofi og veikindum væri hægt að nota þá sem gegna afleysingum í stað þess að kaupa yfirvinnu," sagði Pétur Guð- mundsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV. Nú standa yfir viðræður miOi yfirmanna flugumferðarþjónust- unnar og flugumferðarstjóra um hvemig hægt sé að ná fram hag- ræðingu í þjónustunni. Flugum- ferðarstjórar hafa kvartað yfir of mikiOi yfirvinnu og unnið er aö því að reyna að míhnka hana. „Það er verið að skoða þetta en á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja um hvort flugumferðar- stjórar verða fyrir tekjumissi eða ekki,“ sagði Pétur. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.