Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Side 8
8
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996
Stuttar fréttir
Utlönd
Tvö sprengjutilræöi
Tvær sprengjur sprungu í höf-
uðborg Alsír. Urðu þær 17
manns að bana og særðu 93.
Vijja ekki burt
Rúandískir flóttamenn í flótta-
mannabúðum í Saír segjast ætla
að vera þar um kyrrt af ótta við
ógnaröld heima fyrir. Hlýða þeir
engu þrýstingi stjómvalda í Saír
um að snúa aftur heim.
Hörö gagnrýni á John Major í kjölfar sprengjutilræöis írska lýðveldishersins:
Óttast að friðarviðræður
hafi runnið út í sandinn
Boðar kosningar
Simon Per-
es, forsætis-
ráðherra ísra-
els, sagðist
mundu boða
til kosninga
eins fljótt og
lög leyfðu. Bú-
ist er viö að
þær verði síð-
ari hluta maí.
Björgun mistókst
Björgunarmönnum í Japan
mistókst að komast inn í umferð-
argöng sem féllu saman. Óttast
er um líf 20 manna sem lokaðir
eru inni í göngunum.
Wiesenthal kærir ekki
Nasistaveiðarinn Simon Wi-
esenthal ætlar ekki að kæra
framleiðendur sjónvarpsþáttar
þar sem hann var sakaður um
ónákvæm vinnubrögð og um að
upphefja sjálfan sig.
Afganar teknir af Iffi
Tveir Afganar, sem voru
fundnir sekir um morð, voru
teknir af lífi um helgina. Fram-
kvæmdu ættingjar fórnarlamba
þeirra aftökuna með riffli.
Páfi gagnrýnir
Allt að ein
milljón
manna hlýddi
á síðustu
ræðu Jóhann-
esar Páls páfa
á ferð hans
um Suður-
Ameríku. Þá
var hann
staddur í Caracas í Venesúela og
gagnrýndi spillingu stjórnvalda
harðlega. Reuter
.ss»
Amerísk gæda
framleiðsla
White-Westinghouse
• 75 - 450 lítrar
• Stillanlegur vatnshiti
• Tveir hitastillar
• Tvö element
• Glerungshúð að innan
• Öryggisventill
• Einstefnulokar
• Frí heimsending í Rvk.
og nágrenni
VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR
ÁRA.
RAFVORUR
ÁRMÚLI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411
Eftir sprenginguna sem skók
Dockland-fjármálahverfið í London
á föstudagskvöld réðist John
Burton, forsætisráðherra írlands,
harkalega á John Major, forsætis-
ráðherra Breta, fyrir þá fyrirætlan
hans að ætla að efna til kosninga á
Norður-Irlandi. Burton sagði að
kosningar mundu ekki leysa þann
mikla vanda sem menn stæðu
frammi fyrir í friðarviðræðunum
um Norður-írland heldur mundu
þær þvert á móti verka eins og olía
á eld ofbeldisins.
Viðbrögð stjórnvalda á írlandi og
í Bretlandi í kjölfar sprengingarinn-
ar, sem batt enda á 17 mánaða
vopnahlé á Norður-írlandi, þóttu
benda til ótta um að viðræðurnar
um frið á Norður-írlandi væru end-
anlega farnar út um þúfur. Við
samningamönnum blasti það eitt að
byrja margra ára vinnu á ný frá
grunni. Major hélt neyðarfund með
nokkrum helstu ráðherum sínum í
gærkvöldi til að ræða framhald
friðarviðræðnanna.
Tveir menn létust í sprenging-
unni á föstudagskvöld og yfir eitt
hundrað særðust. Þá urðu gríðar-
legar skemmdir á byggingum en
talið er að tjónið nemi samtals milli
5 og 10 milljörðum króna. írski lýð-
veldisherinn, IRA, lýsti fljótlega
ábyrgð á hendur sér.
Talið er að hugmyndin um kosn-
ingar á Norður-írlandi hcifi verið
ein af orsökum þess að írski lýð-
veldisherinn rauf vopnahléð sem
komið var á í september 1994.
Einnig óþolinmæði í þeirra röðum.
í yfirlýsingu frá IRA sagði að
ástæöa tilræðisins væri sú að eng-
inn árangur hefði orðið af friðarvið-
ræðunum og að Bretar hefðu ekki
fallist á að allir hlutaðeigandi aðilar
settust að samningaborðinu.
Sprengutilræði IRA var harðlega
fordæmt um heim allan um helgina.
En það var ekki aðeins Burton sem
gagnrýndi Major. í leiðurum heims-
pressunnar mátti lesa að hann hefði
teflt á tæpasta vað í samskiptum
sínum við írska skæruliða, veðjað á
Tony Sharp slasaðist illa í sprengingunni í London á föstudagskvöld. Hann hlaut þrefalt nefbrot og svöðusár á lík-
amann. Stóra myndin sýnir framhlið einnar byggingarinnar í Dockland-hverfinu en tjónið þar nemur tugum milljarða
króna. Símamyndir Reuter
að þeir mundu ekki grípa til vopna
á ný og sýnt óraunsæi með því að
neita þeim um aðgang að viðræðun-
um nema þeir létu vopn sín af
hendi.
í gærkvöldi höfðu engin viðbrögð
við gagnrýninni borist frá skrifstofu
Majors. Major hafði áður sagt að
engar viðræður yrðu teknar upp við
Sinn Fein fyrr en menn þar á bæ
hefðu fordæmt sprengjutilræðið.
Burton taldi hins vegar fásinnu og
tímaeyðslu að bíða eftir slíkri for-
dæmingu, nær væri að einbeita sér
að viðræðunum á ný. Burton sagði
þó að írska ríkisstjórnin mundi
ekki hefja viðræður við Sinn Fein,
stjómmálaarm IRA, fyrr en vopna-
hléð yrði aftur virt.
Adams traustur í sessi
Talsmaður Sinn Fein sagði að
friðarviðræðurnar hefðu hrunið.
Hann sagðist reiðubúinn að sann-
færa herskáa meðlimi IRA um að
það væru til árangursrlkari leiðir
en ofbeldi en meðlimir Sinn Fein
gætu ekki staðiö í slíku einir síns
liðs.
Efasemdir komu fram um stöðu
Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, í
kjölfar sprengingarinnar. Sú um-
ræða varð tilefni yfirlýsingar frá
Sinn Fein sem sagði að Gerry Ad-
ams væri traustur í sessi sem leið-
togi stjórnmálaarmsins og ekki
væri von á klofningi í þeirra röðum.
Lögreglan í London sagði að
sprengjan sem sprakk á fóstudags-
kvöld hefði verið um hálft tonn og
verið komið fyrir inni í vöruflutn-
ingabíl. Talsmaður sérdeildar lög-
reglunnar í London sagði í gær að
Bretar gætu búist við öðru
sprengjutilræði cif hálfu IRA
hvenær sem væri og hvar sem væri.
Hvatti hann almenning til að vera á
varðbergi gagnvart grunsamlegum
mannaferðum.
Reuter
Fyrsta eldraun forsetakandídata repúblikana í dag:
Dole spáð mestu fylgi
meðal trúaðra í lowa
Bob Dole er spáð sigri í forvali repúblikana í dag. Símamynd Reuter
Öldungadeildarþingmanninum
Bob Dole er spáð sigri í forvali
repúblikana fyrir forsetakosning-
amar sem fram fer í Iowa-ríki í dag.
Samkvæmt tveimur skoðanakönn-
unum, sem birtar voru um helgina,
hafði Dole tryggt sér fylgi 28 pró-
senta þeirra sem þátt taka í forval-
inu en kosið er á 2.148 lokuðum
flokksfundum í rikinu. Hefur Dole
12 prósentustiga forskot á helsta
keppinaut sinn í Iowa, hægrimann-
inn Pat Buchanan, sem þykir þó
hafa sótt í sig veðrið með baráttu-
málum sínum um siðferðileg gildi
og efnahagslega einangrunarstefnu.
En skammt á hæla Buchanans
koma milljarðamæringurinn Steve
Forbes og Alexander Lamar, fyrrum
ríkisstjóri Tennessee.
Þrátt fyrir úrslit skoðanakannana
þykir ekkert öruggt þar sem um
þriðjungur kjósenda í Iowa er
strangtrúaðir mótmælendur eða
íhaldssamir kaþólikkar. Trúarleið-
togar hafa ekki tekið af skarið og
hvatt söfnuði sína til að fylkja sér
um einn frambjóðanda umfram
annan.
Togstreita er meðal trúaðra repú-
blikana um hvort þeir eigi að láta
skynsemina eða hjartað ráða í kjör-
klefanum. í dag sögðust margir
þeirra ætla í kirkju og biðja til guðs
um leiðsögn.
Dole reyndi að sjá fyrir þessu og
fékk leiðtoga nokkurra safnaða til
að vinna fyrir sig. Engu að síður
gætir töluverðrar tortryggni í garð
Doles sem þykir of mikill raunsæis-
maður og tilleiðanlegur til að gera
hrossakaupasamninga um viðkvæm
mál eins og fóstureyðingar.
Á meðan níu frambjóðendur
repúblikana börðust um atkvæði
sinna flokksmanna naut Bill Clint-
on dagsins í Iowa, snæddi hádegis-
verð með fórnarlömbum flóðanna
og lék á als oddi. Enginn hefur boð-
ið sig fram gegn honum sem forseta-
efni demókrata.
Reuter
Holbrooke
bjartsýnn
á árangur
Richard Holbrooke, sendifull-
trúi Bandaríkjanna í Bosníu,
sagði við brottför sína frá Sara-
jevo í gær að þrátt fyrir merki
um bresti í Dayton-samkomulag-
inu um frið í Bosníu undanfarið
hefði hann tryggt í viðræðum
við stríðandi aðila að undan-
tekningarlaust yrði staðið við
skilmála þess.
Rikisstjórnin í Bosníu lét fjóra
Serba, sem verið hafa í haldi
vegna meintra stríðsglæpa,
lausa úr haldi í gær en heldur að
minnsta kosti fjórum föngnum.
Bosníuserbar tilkynntu skömmu
síðar að þeir mundu á ný taka
upp samband við NATO og vest-
ræna sendimenn en ekki stjóm-
ina í Bosníu.
Karl og Díana
fá nægan tíma
Talsmaður Buckinghamhallar
hefur vísað á bug fréttum þess
efnis að Karl ríkisarfi og Díana
prinsessa væru undir þrýstingi
af hálfu Elísabetar drottningar
að ljúka skilnaði sínum fyrir lok
mars, svo að hann skyggði ekki
á 70 ára afmæli hennar í aprfl.
Sagði hann þau hafa nægan tíma
til að ganga frá sínum málum.
Reuter