Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 36
10.2/96
19 20 24
26 27
Vinningar Fjðldi vinninga Vinningsupphæð
1. S qfS 5.065.580
2.4qfS+ m/4 303.620
3. iqfs 218 9.610
4.3qfS 7.867 620
Laugardagur
10.2/96
@®(§>
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MANUDAGUR 12. FEBRUAR 1996
Eyvindur vopni
strandaði
Togarinn Eyvindur vopni tók niðri
á skeri í innsiglingunni á Vopnafirði
á fostudagskvöldið. Togarinn var á
leið á veiðar. Hann losnaði af sjáifs-
■—-ááðum og var siglt til hafnar á ný.
Leki kom að lensidælusvelg en
hann tókst að þétta til bráðabirgða
áður en haldið var í slipp á Akur-
eyri í gærmorgun þar sem skemmd-
ir verða kannaðar í dag. -GK
Aukin þjónusta
Framvegis á mánudögum mun
DV auka þjónustu sína við þá les-
endur sem vilja fylgjast ítarlega
með veðurfarinu. Upplýsingarnar
hér að neðan eiga við Faxaflóasvæð-
iö og gilda fyrir næstu fjóra daga.
Samhliða verður áfram birt spákort
fyrir daginn í dag sem og morgundag-
inn. Þær spár gilda fyrir landið allt.
Veðurá
Faxaflóasvæði
næstu viku
- samkv. tölum frá Veöurstofu íslands -
Hitastig
Vindhraði
35 m/» Stig 12
30 10
25 1
8
20 jg
15 6
sv
10 NA i
5 / sv vsv
SA 2
0 12.feb 13.feb 14.feb lö.feb 16.feb I
Úrkoma- é 12 tíma biil
' /•$* /
25 mm, '‘fts''
20 -
15
10
■ 111
12.feb 13.feb 14.feb 15.febl6.feb
ER EKKI HÆGT AD
FÁ FRÍTT FAR MEÐ
RUSSUNUM?
Rússneskur togari fastur á Patreksfiröi síðan á Þorláksmessu:
Selja fisk
vinnsluhnífa og
fá frítt í sund
- samningar ekki
Rússneskur togari hefur legið
við bryggju á Patreksfirði síðan á
Þorláksmessu, eða í tæpa tvo
mánuði. Útgerðarfyrirtækið ístog
á Patreksfirði leigði skipið af
rússneskri útgerð en samningar
runnu út um síðustu mánaðamót.
Ekki náðust samningar um
áframhaldandi leigu, að sögn
Helga Auðunssonar hjá ístogi, og
fer skipið væntanlega til Rúss-
lands í þessari viku. Helgi sagði
að von væri á öðru skipi frá
Rússlandi innan mánaðar og mun
það fara til veiða í Flæmska hatt-
inum.
tekist við útgerðina og
Um 20 Rússar eru í áhöfn skips-
ins sem legið hefur við festar síð-
an um jól. Patreksfirðingar hafa
tekið skipverjunum opnum örm-
um og átt við þá töluverð við-
skipti. Þannig hafa eigendur
Lödu-bíla losað sig „drossíurnar"
og varahluti úr þeim. Framboðið
af Lödum hefur hins vegar ekki
verið mikið. Helgi sagði skipstjór-
ann hafa beðið sig að útvega 30
Lödur áður en áhöfnin færi frá
staðnum en erfitt yrði að verða
við þeirri ósk. Einn skipverja hef-
ur selt Patreksfirðingum töluvert
magn af fiskvinnsluhnífum, hag-
skipið á leið burt
anlega smíðuðum, en lítið fram-
boð hefur verið á söluvöru í fljót-
andi formi. Þá hafa Rússarnir
fengið frítt í sund hjá Patreksfirð-
ingum.
Togarinn fór nokkra túra fyrir
ístog á síðasta ári og voru sett
flskfleitartæki og vinnslulína í
skipið fyrir um 20 milljónir
króna. Að sögn Helga vill rúss-
neska útgerðin kaupa þessi tæki
en samningar um slíkt hafa ekki
tekist og munu varla takast úr
þessu.
-bjb
íslendingar með útþrá fjölmenntu í nýju ferðaskrifstofuna Plúsferðir í Faxafeni en þegar ferðaskrifstofan verður opn-
uð klukkan 9 í dag hefst sala á ódýrum flugferðum til Danmerkur og Glasgow. Alls standa til boða 100 flugmiðar,
fram og til baka, á 9.900 krónur á hvorn stað. Um er að ræða 50 miða til Billund í Danmörku í sumar og 50 miða til
Glasgow nú í febrúar og mars. Hver einstaklingur getur að hámarki keypt 4 miða. DV-mynd S
L O K I
Veðrið á morgun:
Léttskýjað
og þurrt
A morgun verður hæg breyti-
leg átt, víða léttskýjaö og þurrt.
Frost verður 0 til 10 stig.
Veðrið í dag
er á bls. 44
Skartgripum
fyrir hálfa
milljón stoliö
Skartgripum fyrir hálfa milljón
króna var stolið úr versluninni Úr
og skart í Glæsibæ aðfaranótt
sunnudagsins. Lás á hurð var snú-
inn í sundur og verðmæti tekin úr
skúffum við innganginn. Viðvörun-
arbjalla er í versluninni en enginn
heyrði í henni.
Maður, sem kom til að gera við í
annarri verslun í Glæsibæ, uppgöt-
vaði innbrotið í gær. Lét hann lög-
reglu vita en rannsókn á innbrotinu
hefur enn engan árangur borið.
-GK
Berserksgangur í rútu:
Sorglegur
endir
ágóðri
skemmtun
- segir einn farþeganna
„Þetta var sorglegur endir á góðri
skemmtun. Það hafði allt gengiö
eins og i sögu fram að þessu,“ segir
Björn Garðarsson á Djúpavogi en
hann var einn þeirra flmm sem
urðu fyrir höggum ölvaðs manns á
leið heim af þorrablóti í Álftafirði í
gærmorgun.
Björn sagði í gærkveldi að hann
væri enn mjög aumur en maðurinn
náði að slá hann tvisvar. Hann sagð-
ist lítið geta borðað og hann fer í
læknisskoðun í dag eins og aðrir
sem lentu í barsmíðunum.
Lögreglan á Fáskrúðsfirði yfir-
heyrði fólk vegna þessa atviks í
gær. Engin skýring fannst á hvers
vegna maðurinn lét hendur skipta í
rútunni. Árásin var tilefnislaus og
fyrirvaralaus.
Barsmíðarnar hófust eftir að
maðurinn var vakinn en hann hafði
sofið alla heimleiðina. Varð hann
óður «g réðst á hvern sem fyrir
varð. Þar á meðal var fullorðið fólk
og einn maður á áttræðisaldri.
Hjörtur Ásgeirsson, bílstjóri rú-
tunnar, greip til þess ráðs að koma
sem flestum út eftir að maðurinn
varð óður. Hann ók síðan niður á
höfn og fékk þar hjálp skipverja á
Sunnutindi við að yfirbuga mann-
inn.
„Ég veit ekki hvernig hefði farið
ef þeir á Sunnutindi hefðu ekki
bjargað málunum," sagði Hjörtur
við DV í gær.
Óði maðurinn var handjárnaður
og honum ekið til móts við lögreglu-
bíl frá Fáskrúðsfirði. Honum var
sleppt eftir yfirheyrslur í gær enda
taldist málið upplýst. Hans bíða þó
kærur fyrir líkamsárásir.
-GK
rofverktakar
r a f k ó p
samvirki
Skemmuvegi 30 - 200 Kóp.
Sími 5544566
w
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
Fjölskylduhlaðboró