Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Page 2
2 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 Fréttir Ömurleg vist í heilt ár í íbúö yfir eiturlyíjabæli við Laugaveginn: Verð að vígbúast til að halda pakkinu úti - segir Þorvaldur Ottósson sem lenti á slysadeild „Ég verö bókstaflega aö vígbúast hér í húsinu. Ég er búinn að setja skrúfbolta í gegnum dyrastafinn og plast í gluggana til að halda pakk- inu úti,“ segir Þorvaldur Ottósson, íbúi í húsi við Laugaveginn, í sam- tali við DV. Aðfaranótt sunnudagsins voru allar rúður í k;allara hússins brotn- ar vegna illdeilna sem upphófust milli fólks sem var í samkvæmi inni í húsinu og manns sem ekki fékk að koma inn. Lögreglan kom á staðinn og skakkaði leikinn eins og oft áður. Atvikið nú um helgina segir Þor- valdur að sé dæmigert fyrir ástand- ið á húsinu. Hann býr á efri hæð en í kjallaranum er leigjandi sem er skjólstæðingur félagsmálastofnun- ar. Hjá honum er oft gestkvæmt og segir Þorvaldur að vart falli úr kvöld svo að ekki sé þar háreysti og læti í gestum sem ýmist eru inni eða úti. „Það er hreinasta helvíti að búa við þetta og allar tilraunir tU að losna við ófögnuðinn virðast von- lausar. Lögreglan kemur og hreins- ar út úr bælinu þegar allt keyrir úr hófi en svo hefjast sömu lætin að nýju,“ segir Þorvaldur. Hann hefur klagað um 30 sinnum tU lögreglunn- ar á einu ári. Eigandi íbúðarinnar leigir hana félagsmálastofnun. Eigandinn viU ekki leggja í þann kostnað sem því fylgir að bera leigjandann út og íbú- ar í húsinu geta lítið aðhafst annað en að leggja fram kvartanir. Árang- ur af þeim hefur þó enginn orðið tU þessa. „Það virðist sem ekkert haldi þeim úti sem ætla sér í samkvæmi hér í kjallaranum. Þeir brjóta sér leið inn og nú um helgina tókst mér að hrinda einum öfugum út um þvottahússgluggann. Hann náði þó að sparka í höfuðiö á mér áður þannig að ég varð að fara á slysa- deild og láta sauma mig,“ segir Þor- valdur. Utan við húsið liggja brot úr hús- gögnum sem einu sinni hafa verið í kjaUaraíbúðinni. Er þetta timbur notaö tU að brjóta rúður þegar gest- ir vUja komast inn. Þorvaldur segist þess fuUviss að í íbúðinni sé eitur- lyfja neytt enda vitni fjölmargar sprautur um það. Á baklóðinni hefst fólk einnig við í skúr og þar er ástandið svipað. Óboðnir géstir brjóta rúður til að komast inn eða nota staut til að brjóta upp útidyrahurðina. „Ég veit ekki hvað ég á að gera tU að fá frið. Samkvæmunum i kjaUar- anum fylgir endalaus hávaði og læti allar nætur og það virðist sem ekk- ert sé hægt að gera,“ segir Þorvald- ur. Lögreglan segir að undanfarið hafi verið mikið ónæði af íbúum í kjallaranum og oft hafi þurft að hafa afskipti af fólki þar. í síðustu viku var t.d. tvívegis „hreinsað út“ úr íbúðinni. -GK eftir slagsmál við óboðinn gest Þorvaldur Ottósson segir að í heilt ár hafi ekki verið friður í húsinu sem hann býr í við Laugaveginn. Um helgina voru t.d. allar rúður í kjallaranum brotnar af manni sem vildi ólmur komast í samkvæmi. DV-mynd ÞÖK Páll Óskar með hálsríg eftir árekstur: Mjög gott að lenda í þessu slysi - slapp ómeiddur en bíllinn gjörónýtur „Sem betur fer urðu engin slys á fólki en bíllinn minn er gjörónýtur. Ég er bara með smáhálsríg. Ég við- urkenni fúslega að þetta gerðist vegna hamagangsins í mér. Ég þurfti að flýta mér út á flugvöll," sagði söngvarinn Páll Óskar Hjálm- týsson í samtali við DV í gær en á föstudaginn lenti hann í árekstri á Kvikmyndin um ævi og störf Jóns Leifs, Tár úr steini, eftir Hilm- ar Oddsson var af áhorfendum kvik- myndahátíðarinnar í Gautaborg um helgina valin besta norræna mynd- in. Þetta var í fyrsta sinri sem kvik- myndin var sýnd á stórri kvik- myndahátíð á erlendum vettvangi. Þetta voru stærstu verðlaun hátíð- arinnar en sérstök dómnefnd valdi sænska heimildarmynd bestu myndina. Ekki náðist í Hilmar í Gautaborg en Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld Suðurlandsvegi við Rauðavam. Hann var einn á ferð í sínum bíl og ökumað- ur og farþegar í hinum bílnum sluppu einnig ómeiddir. Páll Óskar þurfti að aflýsa tónleikum á Sauðárkróki á fóstudagskvöldið þar sem hann komst ekki í flugvélina í tæka tíð. Páll Óskar sagði að þetta væri í fyrsta sinn á ævinni sem hann lenti og einn handritshöfunda myndar- innar, sagði í samtali við DV að verðlaunin í Gautaborg kæmu sér vel. „Þetta er það besta sem getur komið fyrir myndina á Norðurlönd- um, hvað varðar sölu og kynningu. Verðlaunin hjálpa okkur að koma myndinni að í stórum keppnum, eins og t.d. í Cannes. íslenskar kvik- myndir hafa verið sýndar áður í Cannes en ekki í keppninni sjálfri,“ sagði Hjálmar. í umferðaróhappi. Hann hefði hins vegar ekkert orðið skelkaður. „Ég vil segja það að mér fannst mjög gott að lenda í þessu bílslysi. Maður er búinn að vera eitthvað „down“ i janúar og febrúar og mér fannst þetta mjög hressandi. Maður þakkar guði fyrir að allt fór vel, bæði hjá mér og fólkinu í hinum Tólf ára drengur hlaut alvarleg innvortis meiðsl þegar hann renndi sér á skíðum á stein utan brautar í Skálafelli í gær. Fékk hann steininn í kviðinn. Þyrla sótti drenginn og flutti hann á Sjúkrahús Reykjavík- ur. Þyrlan hafði skömmu áður verið kölluð út vegna skíðagöngumanns sem fékk hjartaáfall í Hveradölum. Var maðurinn látinn þegar fyrstu bílnum. Mér er nákvæmlega sama um þennan bíl minn. Hann má fara á haugana. Ég ætla að fara á þriðju- daginn og kaupa mér einhvem æðis- legan blásanseraðan poppstjörnubíl og vera ekki með neina Mözdu-stæla. Þessir japönsku bílar verða bara að smjöri ef þeir lenda í einhverju svona,“ sagði Páll Óskar. -bjb björgunarmenn komu á staðinn og var því þyrlunni snúið í Skálafell. Erilsamt hefur verið fyrir sjúkra- flutingamenn í skíðalöndunum við Reykjavík um helgina enda fjöl- mennt í brekkunum. Tvær ferðir voru farnar eftir slösuðu fólki í Blá- fjöll og Skálafell á laugardaginn. í Bláfjöllum hafði ung stúlka fallið úr lyftu og hlaut hún meiðsl á baki. -GK Stuttar fréttir Solana að koma Javier Solana, nýr fram- kvæmdastjóri NATO, er væntan- legur til íslands í opinbera heim- sókn nk. miðvikudagskvöld og stendur hún til síðdegis á fimmtudag. Solana mun funda með Davíð, Halldóri og utanríkis- nefnd. Snýst um peninga Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óp- erusöngkona og eiginkona Jóns Stefánssonar organista, segir í viðtali viö tímaritið Nýtt líf, sem kemur út í dag, að deilan i Lang- holtskirkju snúist fyrst og fremst um peninga. Kristinn Jens efstur Kristinn Jens Sigurþórsson, prestur á Þingeyri, fékk 39,5% at- kvæða í prestskosningu í Saur- bæjarprestakalli um helgina. Þar sem Kristinn náði ekki meira en helmingsfylgi telst kosningin ólögmæt en Kristinn verður væntanlega skipaður í embættið af biskupi. DNA-rannsóknir hér Bogi Nilsson, rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, segir tíma- bært að ákveða að DNA-rann- sóknir fari fram hér á landi. Rík- issjónvarpið greindi frá þessu. Óánægðir sjómenn Loðnusjómenn eru óánægðir með verð fyrir frysta loðnu. Sam- kvæmt frétt RÚV telja sumir þeirra hagkvæmara að landa öUu í bræðslu. -bjb Tveir á slysadeild Tveir menn fóru á slysadeild eftir harða aftanákeyslu í Kópa- vogi í gærdag. Mennirnir kvört- uðu undan eymslum í hálsi en ekki var vitað hve alvarleg þau vont. Áreksturinn varð skammt norðan viö Gjána og er óhappið rakið til þess að annar ökumað- urinn blindaðist í sólinni. -GK -bjb 904-1600 Hvort viltu brú eða göng undir Hvalfjörð? Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jJ Nel 2] Tár úr steini verðlaunuð í Gautaborg: Hjálpar okkur að koma myndinni í stóra keppni - segir Hjálmar H. Ragnarsson Tólf ára gamall drengur var í gær fluttur með þyrlu á sjúkrahús eftir að hann hafði slasast alvarlega í skíðabrekkunum í Skálafelli. DV-mynd S Skíðalöndin: Slasaðist alvar- lega innvortis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.