Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Qupperneq 23
JjV LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 skák 23 Torfl Leósson, 17 ára gamall nem- andi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð, sigraði glæsilega á skákþingi Reykjavíkur sem lauk í byrjun mán- aðarins. Torfi skaut 91 keppanda aftur fyrir sig og mörgum reyndum köppum þar á meðal. Sigur hans kom á óvart en Torfi virðist hafa tekið skjótum framforum, eins og títt er um unga menn. Torfi hlaut 9,5 vinninga af 11 mögulegum og slapp taplaus frá mótinu. Einar K. Einarsson, Páll Agnar Þórarinsson og Bergsteinn Einarsson voru þeir einu sem héldu jafntefli gegn honum en átta lágu í valnum: Jónas Jónasson, Björn Þorfinnsson, Sverrir Norðíjörð, Bragi Halldórsson, Júlíus Friðjóns- son, Sigurður Daði Sigfússon, Sæv- ar Bjarnason og Hrannar Baldurs- son. Þetta er fyrsta „alvörumótið“ þar Skák Jón L. Ámason sem Torfi býr einn að efsta sætinu en áreiðanlega ekki það síðasta. Torfi hefur stundað nám í fram- haldsdeild Skákskóla íslands frá upphafi og hefur sýnt skáklistinni mikla ræktarsemi sem nú er að skila árangri. Þekking Torfa á skák- fræðum ristir dýpra en margra jafn- aldra hans, sem sumir hafa faÚið í þá gryfju að tefla of mikið á kostnað bóklegrar menntar. í eftirfarandi skák teflir Torfi byrjunina frumlega en nýtir sér síð- an kenningar hugsuðarins Arons Nimzowitsch á skemmtilega hátt. Mistök andstæðingsins kosta peð og eftir það gefur Torfi engin grið. Skák í stíl Nimzowitsch, eða Bents Larsens, þar sem herfræðin heppn- ast fullkomnlega og frumleikinn svífur yfir vötnunum. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Torfi Leósson Indversk vörn. 1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. d4 c5 4. d5 f5!? Þetta sést ekki á hverjum degi. Svartur skiptir yfir í eins konar blöndu af Benóní-vörn og hollenskri vöm. 5. g3 Bxc3!? 6. bxc3 d6. Og nú eru fram komin ákveðin einkenni Nimzo-indverskrar varnar (1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4). Svart- ur gefur biskup sinn gegn því að riðla peðastöðu hvíts í anda Nimzowitsch. 7. Rh3 Da5 8. Dd3? Staðsetning drottningarinnar reynist ekki vel. Betra er 8. Db3. 8. - Rd7 9. Bf4? Sést yfir snjallt svar svarts. Betra er 9. f4, því að riddaranum verður að halda frá e5. 9. - h6! 10. Bg2 g5 11. Bcl. Fórnin 11. Bxg5? er vindhögg vegna millileiksins 11. - Re5 o.s.frv. 11. - Re5 12. Dc2 Rxc4. Svartur hefur uppskorið ríkulega en skákin er auðvitað ekki búin. 13. 0-0 Rf6 14. f4 g4 15. RÍ2 Bd7 16. Hbl 0-0-0 17. Db3 Rb6 18. Rdl c4 19. Db2. Endatafl með peði minna eftir 19. Db4 er skiljanlega ekki að skapi hvíts en engu að síður var þetta eini raunhæfi kosturinn. 19. - Rfxd5 20. Re3 Bc6! 21. Rxd5 Rxd5 22. Bd2 Dc5+ 23. Hf2 e5 24. fxe5 dxe5 25. e4 fxe4 26. Bxe4 HdfB 27. Bel. 27. - Rf4! 28. gxf4 Bxe4 29. Db4 Dc7. Nú er engin ástæða til að skipta upp á drottningum. Kóngsstaða hvíts er afar hæpin. 30. Hdl exf4 31. Hd4 Bd3 32. Bd2 f3 33. Bxh6. Flýtir fyrir endalokunum en 33. Hxg4 Hhg8 34. Hxg8 Hxg8+ 35. Khl Dg7 36. Dc5+ Kb8 37. Bf4+ Ka8 38. Bg3 Dxc3 er einnig vonlaust. 33. - He8 34. Bd2 g3. - Og hvítur gafst upp. Staða efstu manna á skákþinginu var þessi: 1. Torfi Leósson 9,5 v. 2. Sigurður Daði Sigfússon 9 v. 3. -4. Áskell Örn Kárason og Berg- steinn Einarsson 8,5 v. 5.-7. Ögmundur Kristinsson, Kristján Eðvarðsson og Sævar Bjamason 8 v. 8.-9. Páll Agnar Þórarinsson og Ólafur B. Þórsson 7,5 v. 10.-18. Júlíus Friðjónsson, Bjöm Þorfinnsson, Einar Hjalti Jensson, Hrannar Baldursson, Bragi Hall- dórsson, Arnar E. Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, James Burden og Jóhann H. Ragnarsson 7 v. o.s.frv. Hraðskákmeistari Reykjavlkur varð Ólafur B. Þórsson. Kasparov og tölvan Tölvuforritið „Deep Blue“ frá IBM, eða Tölvan dimmbláa, sem svo hefur verið nefrid í fjölmiölum, virð- ist vera verðugur andstæðingur Garrí Kasparovs. Eftir fjórar skákir af sex í einvígi þeirra í Fíladelfíu er staðan jöfn, 2-2. Einvígið hefur vak- ið mikla athygli um allan heim, enda geta bæði skák- og tölvuáhuga- menn fylgst með leikjunum beint á Intemetinu. Tölvan vann fyrstu skákina og þá var strax sýnt að Garrí yrði að hafa sig allan við. Honum tókst þó að jafna metin í 2. skákinni eftir langt endatafl og tveimur síðustu skákum hefur lyktað með jafntefli. Skoðum fyrstu skákina, sem er glettilega vel tefld af tölvunnar hálfu. Garrí tapar a.m.k. ekki svona, allt að því mótspyrnulaust, á hverjum degi. Hvítt: Deep Blue Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. Be2 e6 7. h3 Bh5 8. 0-0 Rc6 9. Be3 cxd4 10. cxd4 Bb4 11. a3 Ba5 12. Rc3 Dd6 13. Rb5. í þriðju skákinni breytti tölvan út af með 13. Re5 en hafði ekki árang- ur sem erfiði. 13. - De7 14. Re5 Bxe2 15. Dxe2 0-0?! Betra er 15. - a6 og taflið virðist í jafnvægi. 16. Hacl Hac8? Betra er 16. - Hfc8. 17. Bg5! Bb6. Ef 17. - Hfd8 18. BxfB DxfB 19. 11 # A A A A 4l Af A & A W A A A A s s ABCDEFGH Rxc6 Hxc6 20. Hxc6 bxc6 21. Rxa7 og svartur er í vondum máluni. 18. Bxf6 gxf6. 111 nauðsyn. Ef 18. - DxfB 19. Rd7 o.s.frv. 19. Rc4 Hfd8 20. Rxb6 axb6 21. Hfdl f5 22. De3 Df6 23. d5! Hxd5 24. Hxd5 exd5 25. b3! Vel leikið. Svarta peðastaðan er í molum og eitthvað hlýtur að falla. 25. - Kh8 26. Dxb6 Hg8 27. Dc5 d4 28. Rd6 f4 29. Rxb7 Re5 30. Dd5 f3 31. g3 Rd3 32. Hc7 He8 33. Rd6 Hel+ 34. Kh2 Rxf2 35. Rxf7+ Kg7. Ef 35. - Dxf7 36. Dxd4+ og virinur. 36. Rg5+ Kh6 37. Hxh7. - Og Kasparov gafst upp. Ef 37. - Kg6 38. Dg8+ Kf5 er 39. Rxf3 einfalt og gott, með vinningsstöðu. -JLÁ BLÖNDUNARTÆKI FRÁ TEKA í MIKLU ÚRVALI Einnar handar, fyrir handiaug, með botnventli og lyftitappa. Einnarhandar fyrir eldhúsvask. Tveggja handa, fyrir baðkar, með handsturtu og barka. Tveggja handa, fyrir eldhúsvask. Einnar handar, fyrir baðkar, með handsturtu og barka. Tveggja handa, fyrir handlaug, með botn- ventli og lyftitappa. - tryggi SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) SÍMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD.-FÖSTUD. 9-18 LAUGARDAGA 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.