Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 50
5« afmæli LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 DV Halldóra Jónsdóttir Halldóra Jónsdóttir útgeröar- maður, Ljósheimum 16, Reykjavík, verður fertug á morgun. Starfsferill Halldóra fæddist á ísafirði en flutti tvegggja ára til Reykjavíkur og ólst þar upp i Vogahverfinu hjá móður sinni og fósturföður, Héðni Hjartarsyni. Halldóra stundaði gagnfræða- skólanám við Vogaskólann en fór síðan á unglingsárunum vestur á ísafjörð þar sem hún var hjá frænda sínum og konu hans, Reyni Torfasyni og Gígju Tómasdóttur. Eftir að Halldóra kynntist eigin- manni sínum flutti hún á Flateyri 1977. Þar stundaði hún húsmóður- störf en síðan jafnframt ræstingar við Grunnskólann og pósthúsið á Flateyri og var bankastarfsmaður í Sparisjóði Önundarfjarðar 1990-94 er þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Fjölskylda Eiginmaður Halldóru er Reynir Traustason, f. 18.11. 1953, frétta- stjóri við DV og skipstjóri. Hann er sonur Jóns Trausta Sigurjónsson- ar, sem lést 1978, starfsmanns við Kaupafélag Önundarfjarðar, og k. h., Sigríðar Sigursteinsdóttur, um- boðsmanns íslandsflugs á Flateyri. Börn Halldóru og Reynis eru Ró- bert Reynisson, f. 26.7. 1974, sjó- maður á Flateyri; Hrefna Sigríður Reynisdóttir, f. 27.9. 1977, starfar í Skelvinnslunni á Flateyri; Jón Trausti Reynisson, f. 11.4. 1980, nemi við Vogaskóla; Símon Örn Reynisson, f. 6.4. 1988. Albróðir Halldóru er Símon Jó- hann Jónsson, f. 26.3. 1953, stýrim- aður á Örfirisey RE, búsettur í Reykjavík. Hálfsystur Halldóru, sammæðra, eru Margrét Héðinsdóttir, f. 17.8. 1960, starfsmaður við álverið í Straumsvík, búsett í Reykjavík; Ásrún Guðríður Héðinsdóttir, f. 15.1. 1969, búsett í Reykjavík. Hálfsystur Halldóru, samfeðra, eru Jórunn Helena Jónsdóttir, f. 31.7. 1965, nemi við Samvinnuhá- skólann á Bifröst og húsmóðir í Borgarnesi; Jóna Rakel Jónsdóttir, f. 20.8. 1966, húsmóðir á Hólmavík; Linda Jónsdóttir, f. 10.2. 1972, fisk- vinnslukona á ísafirði. Foreldrar Halldóru: Jón Kr. Sím- onarson, f. 6.11. 1930, skipstjóri á ísafirði, og Hrefna M. Hallgríms- dóttir, f. 24.4.1934, d. 17.7.1992, hús- móðir. Ætt Bróðir Jóns er Jóhann, skip- stjóri á ísafirði. Jón er sonur Sím- onar, sjómanns á ísafirði og síðar vagnstjóra í New York, Jóhanns- sonar, Símonarsonar, b. á Stað í Grunnavík, Eldjárnssonar, b. í Hlöðuvík í Sléttuhreppi, Sigurðs- sonar. Móðir Eldjárns var Anna Barna-Snorradóttir, b. á Höfn í Sléttuhreppi, Einarssonar. Móðir Jóhanns var Sigríður, systir Þóru, langömmu Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Sigríður var dóttir Rós- inkrans, b. á Svarthamri, bróður Sigurðar, afa Jóns Baldvinssonar, fyrsta formanns Alþýðuflokksins, og langafa Ingigerðar, móður Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra. Rósinkrans var sonur Haf- liða, b. í Kálfavík, bróður Jóhann- esar, langafa Hannibals Valdimar- sonar. Hafliði var sonur Guðmund- ar sterka Sigurðssonar, forfoður Ólafs Þ. Þórðarsonar og Sverris Hermannssonar. Móðir Símonar yngri var Matthildur Björnsdóttir, b. í Miðhúsum við Breiðafjörð. Móðir Jóns var Guðrún María, systir Haralds, skipstjóra og for- manns Skipstjóra- og stýrimannfé- lagsins Bylgjunnar. Guðrún María 7 Halldóra Jónsdóttir. var dóttir Guðmundar, pósts á ísa- firði, Jónssonar. Hrefna var dóttir Hallgríms, lengi vinnumanns í Ósi í Bolungar- vík, Jónssonar og Halldóru Hjálm- arsdóttur. Móðurbróðir Halldóru var Pétur, afi Helga Ágústssonar sendiherra. Halldóra og Reynir verða að heiman á afmælisdaginn. lil hamingju með afmælið 17. febrúar 85 ára 50 ára Lárus Scheving Ólafsson, Dalbraut 27, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, i Torfnesi Hlíf, þjónustud., ísafirði. \ 80 ára_________________________ Kristinn Hóseasson, Ofanleiti 17, Reykjavík. 75 ára Anna Bjömsdóttir, Laugarvegi 30, Siglufiröi. Pálína Þórólfsdóttir, Finnbogastöðum, Árneshreppi. Jóhann Eyþórsson, Sléttuvegi 17, Reykjavík. 70 ára___________________ * HaUa Sigurðardóttir, Miðstræti 8 a, Neskaupstað. Eyvindur Árnason, Hegranesi 11, Garðabæ. 60 ára i Berghreinn Guðni Þorsteinsson, Dalseli 34, Reykjavík. Þórður Mart- einsson, Suðurbraut 12, Hafnarfirði. Hólmfriöur Snæbjörnsdóttir, Eiðistorgi 17, Seltjarnamesi. Guðmundur Ágústsson, Stangarholti 7, Reykjavík. Halldóra Karlsdóttir, Klettavík 11, Borgarnesi. Hildur Helgadóttir, Aðalstræti 80, Akureyri. Margrét Kristjánsdóttir, Brekkulæk 4, Reykjavík. Friðrik Magnússon, Holtsbúð 31, Garöabæ. Unnur G. Jónsdóttir, Háhæð 9, Garðabæ. Sigríður Ágústsdóttir, Mánagötu 29, Grindavík. 40 ára Axel Thorarensen, Höfðahlíð 5, Akureyri. Sigurður Júlíusson, Úthlíð 11, Reykjavík. Þóra Skúladóttir, Hafþórsstöðum, Borgarbyggð. Gróa Hreinsdóttir, Njarðvíkurbraut 33, Njarðvík. Margrét Jónsdóttir, Dalaiandi 8, Reykjavík. Jón Jóel ögmundsson, Valbraut 1, Gerðahreppi. Erla Halldórsdóttir, Hólmgarði 37, Reykjavík. Guðbjörg H. Sigursteinsdóttir, Túngötu 25, Vestmannaeyjum. Júlíana Brynja Erlendsdóttir, Laugarásvegi 25, Reykjavík. Hans Kristjánsson, Björk, Garðabæ. Kristján Kristjánsson, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Sigurþór Hallbjörnsson, Grettisgötu 2, Reykjavík. Margrét Katrín Jónsdóttir, Heiðargerði 108, Reykjavík. Konráð Hinriksson, Brekkubraut 9, Keflavík. Þarfnast Afríka þín? Vilt þú skipta máli og skilja eftir þig spor? Vilt þú nota reynslu þína? Vilt þú nýta krafta þina og gáfur í starfi sem gagnast íbúum Afríku? Komdu þá sem sjálfboðaliði í barnastarf þróunarhjálpar Þjóðar til þjóðar í Mósambík eða Angóla. Verkefni þín verða til dæmis þessi: Stofna barnaklúbba. Kenna fólki að nota hreint drykkjarvatn. Kenna hvernig forðast má alnæmi og malaríu. Fræða um næringu og hreinlæti. Þú tekur þátt í 12 mánaða ferli: 5 mánaða lýðskólanámskeiði í fjölþjóðlegum félagsskap á Den rejsende Hojskole í Danmörku: 6 mánaða starf í Afríku; mánaðar nám og fræðsla í Evróþu. Þú getur byrjað 4. maí eða 4. nóvember. Starfið er launalaust en þú færð frítt húsnæði og fæði og vasapeninga í Afríku. Mögulegt er að fá styrk að hluta í tengslum við skólann í Danmörku. Við höldum upplýsingafund í Reykjavík 9. mars. Skrifaðu okkur eða sendu heimilisfangið í símbréfi og við sendum þér nánari upplýsingar. Den resjende Hojskole, EU-IS- Postbox 131, 2630 Tastrup, Denmark. Bréfsími: +45 43 99 59 82. , Eyvindur Amason Eyvindur Árnason plastiðnaðar- maður, Hegranesi 11, Garðabæ, er sjötugur í dag. Starfsferill Eyvindur fæddist að Bifröst í Vestmannaeyjum. Hann flutti um fermingaraldur með fjölskyldu sinni að Klöpp á Seltjarnarnesi 1940, lauk gagnfræðaprófi í Reykja- vík og vélstjóranámskeiði 1945. Fjölskylda Eyvindar byggði frystihús í Kópavoginum sem hún vann við, festi síðan kaup á hol- steinagerð 1955 og bætti loks plast- vinnslu við. Var fyrirtækið nefnd Vibro hf. en þar starfaði Eyvindur til 1989. Þá var fyrirtækið selt en húsnæðið leigt. Eyvindur og kona hans keyptu húsið Díla í Kópavogi 1949, byggðu síðan hús við Löngubrekku í Kópa- vogi þar sem þau bjuggu til 1978 en byggðu þá og fluttu í Garðabæinn þar sem þau hafa átt heima síðan. Eyvindur hefur verið félagi í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar í nokk- ur ár. Fjölskylda Eyvindur kvæntist 8.10. 1948 Margréti Gestsdóttur, f. 15.6. 1929, húsmóður. Hún er dóttir Gests Árnasonar frá Ólafsfirði og Kristj- önu Einarsdóttur. Börn Eyvindar og Margrétar eru Árni Eyvindsson, f. 16.2. 1949, plas- tiðnaðarmaður í Garðabæ, og eru börn hans Eyvindur, f. 26.12. 1968, tölvufræðingur í New York, og Fjóla Valdís, f. 16.9. 1974; Páll Ey- vindsson, f. 4.7. 1951, flugstjóri hjá Cargolux, kvæntur Helgu Rögnu Ármannsdóttur íþróttakennara og eru börn þeirra Björg Ragnheiður, f. 17.3. 1977, Ármann Jakob, f. 28.1. 1980, og Sverrir, f. 5.4. 1981; Krist- jana Eyvindsdóttir, f. 8.8.1953, hús- móðir í Garðabæ, gift Sigurði Hólm Guðbjartssyni lagerstjóra og eru börn þeirra Guðbjörn Þór, f. 19.1. 1974, Margrét, f. 17.1. 1975 og Tinna María, f. 20.9. 1981; María Le Tarouilly, f. 5.9.1954, starfsmaður á lögfræðistofu, búsett á Jersey, Eng- landi og er dóttir hennar Lisa Marie, f. 17.9. 1980; Hannes Ey- vindsson, f. 30.7. 1957, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Eddu Vig- fúsdóttur húsmóður og eru synir þeirra Atli Þór, f. 25.12. 1979, Birk- ir, f. 2.4. 1982, og Þorfinnur, f. 26.10. 1990. Foreldrar Eyvindar: Árni S. Eyvindur Árnason. Böðvarsson, rakarameistari og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, og María Wilhelmína Heilmann Eyvindardóttir húsmóðir. Eyvindur verður að heiman á af- mælisdaginn. Erlendur Björnsson Erlendur Björnsson, prentari og verkstjóri hjá Gutenberg hf., Hjallaseli 20, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Erlendur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesinu. Hann hóf prentnám í Félags- prentsmiðjunni 1962 og lauk sveinsprófi 1966. Erlendur starfaði í Prensmiðju Jóns Helgasonar frá 1966 og þar til hún var seld Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg 1973, hóf þá störf hjá Gutenberg og hefur verið verk- stjóri þar frá 1974. Fjölskylda Erlendur kvæntist 7.11. 1970 Að- alheiði Jónsdóttur, f. 29.1. 1948, tannsmið. Hún er dóttir Jóns B. Hjálmarssonar, prentsmiðjustjóra í Reykjavík, og Laufeyjar Karlsdótt- ur húsmóður. Börn Erlends og Aðalheiðar eru Laufey, f. 6.12.1972; íþróttakennari; Björn, f. 21.1. 1975, nemi. Systkini Erlends eru Jón Þórar- inn Björnsson, f. 2.4.1936, yfirkenn- ari og organisti í Borgarnesi; Garð- ar Haraldur, f. 26.7. 1941, tækni- fræðingur í Danmörku; Björn, f. 14.6. 1938, lögreglumaður í Kefia- vík; Erla, f. 18.6. 1944, kennari í Reykjavík. Foreldrar Erlends voru Björn Jónsson, f. 14.6. 1904, d. 8.6. 1995, framkvæmdastjóri Byggingarsam- vinnufélags ríkisstaifsmanna, og HOdur Pálsdóttir, f. 11.8. 1905, d. 9.7. 1993, ljósmóðir. Erlendur tekur á móti gestum í sal Karlakórsins Þrasta, Flata- hrauni 21, Hafnarfirði, í dag, laug- ardaginn 17.2., eftir kl. 20.00. Erlendur Björnsson. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.