Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Side 56
X Gríska flutningaskipið: Rispur á botninum Athugun á botni gríska flutninga- _skipsins Anakan hefur leitt í ljós að rispur eru á botninum og bendir því flest til að skipið hafi tekið niðri í botni Eskifjarðar eins og sjónarvott- ur hefur borið. Kafað var niður að skipinu í Nes- kaupstað. Sjópróf hafa farið fram síðustu daga en útgerð loðnubátsins Alberts GK ætlar að gera kröfu um björgunarlaun eftir aðstoð við flutn- ingaskipið í nauðum fyrr í mánuð- inum. Minni háttar skemmdir urðu þá á Alberti. -GK Vatnsberinn situr í Höfn Mál Þórhallar Ölvers Gunnlaugs- - sonar, fyrrum framkvæmdastjóra Vatnsberans, er enn óafgreitt hjá dómsyfirvöldum í Kaupmannahöfn. Þórhallur situr enn í gæsluvarð- haldi ytra en varðhald yfir honum rennur út í næstu viku. Tafir hafa orðið við framsal á Þórhalli vegna pappírsvinnu hjá Dönum. -GK Aili riki sækir að Síldar- vinnslunni Hörð keppni ríkir milli Síld- arvinnslunar í Neskaupstað og Hraðfrystihússins á Eskifirði, fyrir- tækis Aðalsteins Jónssonar eða Alla ríka, um toppsætið í loðnulöndum á vertíðinni. Síldarvinnslan hafði í gær vinn- inginn en aðeins munaði 67 tonn- um. í Neskaupstað höfðu 35.736 tonn borist á land en 35.669 tonn á Eski- firði. Tæp 30 þúsund tonn höfðu borist að landi á Seyðisfirði sem er í þriðja sætinu. -GK rafverktakar r a f k ó p samvirki Skemmuvegi 30 - 200 Kóp. Sími 5544566 Sími 533 2000 Ókeypis heimsending ÞAÐ ER EKKERT SLOR AÐ VERA RÍKUR! FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 Fíkniefnasmyglari aðstoðaði við að koma upp um „samstarfsmann“ sinn: Leyfði lögreglu að setja upptökubúnað í íbúðina - fékk vægari dóm fyrir vikið en hinn var sakfelldur þrátt fyrir neitun hans Tveir karlmenn, Engilbert Run- ólfsson, 31 árs, og Gunnar Valdi- marsson, 34 ára, hafa í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmdir i 2íi árs og 2 ára fangelsi fyrir að hafa staðið saman að því að fjár- magna og flytja inn 313 grömm af amfetamíni í október 1994. Engil: bert neitaði ávallt sakargiftum en Gunnar féllst á að upplýsa málið með flkniefnalögreglunni. Þannig heimilaði hann lögreglu að koma fyrir upptökubúnaði á heimili sínu eftir að hann kom sjálfur tfl landsins með efnin og áður en EngObert var handtekinn. Gunnar fékk því vægari refsingu en ella. Dómurinn tók hins vegar til þess að Engilbert væri „fullorðinn mað- ur“ sem ekki hefði látið af afbrot- um þrátt fyrir eldri fikniefnadóm og „bæri það vott um styrkan og beittan brotavOja hans“. Þetta var því virt honum til refsihækkunar. Upphaf málsins var að ToOgæsl- an á Keflavíkurflugvelli fann 313 grömm af amfetamíni á Gunnari er hann kom tO landsins. Hann benti strax á að þeir EngObert, sem átti að koma til landsins dag- inn eftir, væru saman um að fjár- magna kaupin og flytja efnin inn. Gunnar féUst síðan á að láta koma upptökubúnaði fyrir í íbúð sinni áður en EngObert vitjaði „pakk- ans“ hjá honum. Taka átti upp samtöl og mynda það sem fram fór. Gunnar sagði að þegar Engil- bert kom heim tO hans og hann ætlaði aö afhenda honum pakkann hefði hann leitað að upptökutækj- um á sér - hann hefði „grunað eitthvað" því pakkinn sem lögregl- an hafði útbúið heföi litið öðruvísi út en sá sem Engilbert hafði sjálf- ur útbúið er þeir voru báðir ytra. EngObert tók ekki við pakkanum og fór út en þá var hann handtek- inn. Svo fór hins vegar að upptaka lögreglunnar brást. Dómurinn taldi framburð Gunn- ars frá upphafi stöðugan og trú- verðugan og byggði mikið á hon- um við sakfellingu Engilberts. Einnig var stuðst við framburð vitnis sem sagði að Engilbert hefði fengið sig til að fylgjast með hvort Gunnar hefði verið handtekinn er hann kom til landsins, gögn með símanúmeri í HoOandi þar sem efnin voru keypt, leðurhanska sem notaðir voru við að pakka inn efnunum og fleira. í niðurstöðu Guðjóns Marteins- sonar héraðsdómara kemur fram að styrkleiki efnisins sem menn- irnir stóðu saman að því að flytja inn í hagnaðarskyni væri mikifl og hættueiginleikar eöiisins í sam- ræmi við það. Brotin þóttu stór- fefld. -Ótt Seðlabankastjorar og raðherrar rikisstjornarinnar hittust í gær tii að þrýsta á viðskiptabankana að lækka vexti og má sjá þá Davíð Oddsson forsætisráðherra og Steingrím Hermannsson seðlabankastjóra í vangaveltum sínum. Eftir vaxtahækkun viðskiptabankanna nýlega reið Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra á vaðið í síðustu viku og taldi for- sendur vera til þess að lækka vexti fremur en að hækka þá. Hinn 21. febrúar kemur svo í Ijós hvort eitthvað gerist í þá áttina. DV-mynd BG 29 ára Hafnfirðingur: Ákærður fyrir tilraun til manndráps Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 29 ára Hafnfirðingi fyrir tilraun til manndráps og hús- brot með því að hafa ruðst heimild- arlaust inn á heimili íbúa við Strandgötu í Hafnarfirði, farið inn í svefnherbergi og skorið svöðusár á háls húsráðanda snemma að morgni nýársdags síðastliðins. Hér er um að ræða líkamsárás sem engar viðhlítandi skýringar hafa ver- ið gefnar á. Árásarmaðurinn og fórn- arlambið þekktust ekki. Sá fyrr- nefndi hefur á hinn bóginn sagt við yfirheyrslur að hann hafi átt eitthvað sökótt við annan mann sem var bú- settur úti á landi. Þær sakir áttu að hafa verið „viðskiptalegs eðlis“ sam- kvæmt upplýsingum RLR í gær. Maðurinn kann því ekki skýring- ar á því hvers vegna hann fór inn til mannsins sem svaf við hlið konu sinnar, settist klofvega yfir hann og skar fyrirvaralaust á háls honum. Maöurinn var fluttur í skyndi á slysadeild og lifði árásina af. -Ótt Suðvestlæg átt og hlýnandi veður Á sunnudag verður fremur hæg breytileg eða norðlæg átt og víða bjartviðri, einkum vestanlands. Erost verður 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudaginn verður suðvestlæg átt og hlýnandi veður, þykknar upp vestanlands, bjartviðri um austanvert landið. Veðrið í dag er á bls. 61

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.