Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Fréttir íslenskur flugvirki starfaði hjá Birgenair: Fariö var eftir ströngum reglum íslenskur flugvirki starfaði hjá tyrkneska flugfélaginu Birgenair sumarið 1989 en eins og flestum ætti að vera kunnugt fórst Boeing 757 vél félagsins undan ströndum Dóm- iníska lýðveldisins fyrir skemmstu með þeim afleiðingum að 189 manns létust. Getgátur hafa verið uppi um að eðlilegu eftirliti og viðhaldi vél- arinnar hafi ekki verið sinnt sem skyldi en ekkert hefur þó enn kom- ið í ljós í þeim efnum vegna mis- vísandi upplýsinga um slysið og að- draganda þess. Flugvirkinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, er ósáttur við þá umfjöllun sem verið hefur um tyrkneska flugfélagið Birgenair eftir slysið. Hann segir að félagið hafi farið eftir ströngum reglum eins og önnur flugfélög sem hafi leyfi til farþegaflutninga. Metnaðarfullur eigandi „Birgenair sérhæfir sig í leiguflugi og það hefur mikið verið í pílagrímsflugi til Mekka og Jeddah í Sádi-Arabíu. Þegar ég starfaöi hjá félaginu var það tiltölulega nýstofn- að og eigandinn, Birgen, var metn- aðarfullur og ákveðinn maður sem vildi gera hlutina vel. Fyrst leigði hann vélíir til flutninganna en síðar keypti hann DC-8 vélar. Nú er félag- ið með að ninnsta kosti 2 Boeing- vélar. Þegar ég var hjá þeim hafði það aðsetur á Orly-flugvellinum í París en þeir flugu einmitt mikið fyrir Frakka, á milli Parísar og tyrknesku borganna Istanbul og Ismír.“ Hann segir að hjá Birgenair hafi verið farið eftir ströngum reglum flugmálayfirvalda, t.d. hafi verið mikið flogiö til Þýskalands og Frakklands þar sem mjög miklar kröfur eru gerðar um öryggi og eft- irlit, samkvæmt JAR-reglunum sem gilda í Evrópu (Joint Aviation Reg- ulation). Birgenair hafi gert við- haldssamning viö þýska fyrirtækið LTU. Umræ'ða á lágu plani „Eins og hjá öðrum nýjum flugfé- lögum var byrjendabragur á starf- seminni í upphafi. En eigandinn hafði mikinn metnað fyrir hönd flugfélagsins og hjá honum starfaði hæft starfslið, t.d. þýskir flugvirkj- ar. Ég flaug með vélum félagsins í að minnsta kosti yfir 200 tíma sem flugvirki. Það kom aldrei neitt upp og mér leið afskaplega vel um borð í vélunum. Ég kynntist öllum áhöfn- um og starfsmönnum og þetta var samhentur hópur. Ég_hef ekki enn komist að því hverjir það voru úr starfsliðinu sem fórust með vélinni við Dóminíska lýðveldið. Það er erfitt að fá upplýs- ingar um þetta hræðilega slys og mér frnnst sú umræða sem sprottin er um það á afar lágu plani,“ segir flugvirkinn. -BRH Dagvistunarfulltrúi Stúdentaráös: Námsmenn flýja úr Kópavogi - flykkjast í bæinn, segir formaður bæjarráðs Margar barnafjölskyldur hafa ákveðið að flytja úr Kópavogi til Reykjavíkur vegna þess að það get- ur verið samtals allt að 324 þúsund- um króna dýrara á ári fyrir náms- menn með eitt bam aö búa í Kópa- vogi en Reykjavík ef báðir foreldr- amir eru í námi og bamið í 9,5 tíma á leikskóla eða hjá dagmóður. í samtali við Stúdentablaðið ný- lega segir Ingi Þór Ágústsson, dag- vistunarfulltrúi Stúdentaráðs, að yfir 20 fjölskyldur hafi haft sam- band við sig og kvartað yfir háum leikskólagjöldum í Kópavogi. Ástæðuna kveður hann þá að stúd- entar fái ekki afslátt af leikskóla- gjöldum í bænum auk þess sem bæj- aryfirvöld í Kópavogi greiði ekki húsaleigubætur. „Viö bjóðum allt ungt fólk vel- komið í Kópavog. Þjónusta í bænum er mjög góð og hefur verið það góð og þá skiptir ekki máli með pólitísk- an lit þeim sem em við stjómvöl- inn. Við bjóðum upp á mjög gott skólakerfi, leikskólakerfi og íþrótta- aðstöðu. Ég rek til föðurhúsanna þær fullyrðingar að ungt fólk sé ekki að flytja í Kópavog. Það er að flykkjast hingað ungt fólk og fólk á öllum aldri,“ segir Gunnar L Birgis- son, formaður bæjarráðs í Kópa- vogi. Gunnar segir að bæjaryfírvöld í Kópavogi telji húsaleigubætumar óréttlátar með tilliti til þeirra sem ekki ættu rétt á þeim. Þá sé þetta spuming um hvemig fjármunum sé ráðstafað. Bærinn vilji frekar setja peningana, sem hin sveitarfélögin setja í húsaleigubætur, í það að út- vega leikskólapláss, bjóða upp á mannsæmandi skóla og götur. -GHS Mannflótti úr Kópavogi 40.000 kr. 30.000 20.000 10.000 0 -10.000 -20.000 úsaleigubætur Lelkskólagjald Húsaleiga Dæmi: Foreldrar eru bæði í námi við Háskóla íslands og bamið er í leikskóla eða hjá dagmóður í 9 1/2 tíma á dag. Mismunur er 27.000 kr. á mán. eða 324.000 kr. á ári. ■ Reykjavík ■ Kópavogur Dagfari Enginn verður óbarinn biskup Það er ekki tekið út með sifjandi sældinni að vera biskup. Sérstak- lega ef maður er búinn að vera léngi biskup. Séra Ólafúr Skúlason hefur fengið að reyna það. Hann hefur undanfamar vikur reynt að bera klæði á vopnin í Langholts- kirkjudeilunni og hefur ekkert fengiö nema skammir fyrir. Nú síð- ast er hann sagður vanhæfur til að kveða upp úrskurð í málinu að því að hann hefur haft afskipti af því áöur en hann kveður upp úrskurð- inn. Það er sem sagt lagt biskupn- um til lasts að hann reyndi sættir og fór að blanda sér í deilu innan kirkjunnar! Ætlast menn þar á bæ til þess að biskupinn yfir íslandi láti sem sér komi ekki við þegar heil sókn logar í illdeilum? Kannski á bisk- upinn yfir íslandi að blessa söfnuð- inn og þakka honum þá athygli sem beinst hefur að kirkjustarfinu - á meðan séra Flóki deilir við Jón organista og öfugt. Á biskupinn að svífa ofar mannlegum samskiptum og fylgjast með þeim kryt og rifr- ildum sem syndugir menn í söfnuð- unum efna til eins og honum komi það ekki við hvort messuhald leggst af eða ekki? En ef biskupinn yfir íslandi er vanhæfur til að eiga síðasta orðið í kirkjunnar málum, er þá ekki næsta skrefið að afnema þá vit- leysu innan kirkjunnar að bisk- upinn komi í kirkjur, prédiki og hafi yfirleitt nokkrar skoðanir um sjálfan Drottin? Er hann ekki van- hæfur til að hafa skoðanir á trú- málum af því að hann hefur fjallað um þau áður? Verður ekki að stöðva biskup í vanhæfni hans til að boða guðstrúna, af þeirri ein- földu ástæðu að maðurinn hefur haft skoðanir á guðstrúnni sem kunna að vera öðruvísi skoðanir heldur en klerkar og sóknarböm hafa? En það er ekki bara þetta sem angrar biskupinn þessa dagana. Kona nokkur hefur rifjað upp sautján ára gamalt mál um meinta kynferðislega áreitni biskupsins við sig þegar hann var óbreyttur prestur í Bústaðasókn. Prestar sem fengu málið til meðferðar á sínum tíma em sakaðir um að hafa þagað yfir því. Prestamir em sem sagt orðnir skúrkar fyrir þá sök að hafa ekki viljað dæma sér Ólaf á galdra- brennu vegna þess að hann hafi snert konu! Eða öllu réttara fyrir að vilja ekki segja frá því aö kona hafi sagt að séra Ólafur hafi komið við sig. Nú liggur raunar ekkert fyrir um það hvort séra Ólafur hafi snert konuna eða áreitt hana enda em tæplega tveir áratugir frá því að þessi atburður á að hafa átt sér stað. Á séra Ólafúr að muna hvort hann snerti konuna og þá hvemig hann snerti hana, eftir allan þenn- an tíma? Hver man hvenær hann snerti konu og hvenær hann snerti ekki konu tuttugu árum eftir að hann á að hafa snert konu eða ekki snert konu? Þar að auki má skilja snertingar á marga vegu og kannski hefur presturinn Ólafur strokið konunni um vangann af trúarlegri mildi eða tekið um herðar henni í huggunar- skyni. Er það kynferöisleg áreitni? Er það tilraun til nauðgunar? Um þetta snýst heldur ekki mál- ið heldur hitt að biskupinn yfir ís- landi stendur allt í einu frammi fyrir því að muna hvað hann gerði fyrir sautján árum, ef hann vill halda hempunni, af því einhverri konu dettur í hug að rifja upp að prestar hafi ekki tekið mark á henni fyrir hálfum öðrum áratug þegar hún sagði að séra Ólafur heföi farið á fjömrnar við sig. Einhver önnur kona heföi hugsan- lega orðið upp með sér af því að sjálf- ur biskupinn sýndi henni áhuga en í staðinn er gerð tilraun til að svipta biskupinn ærunni og mannorðinu af því að hann getur ekki sannað að hann hafi ekki sýnt konunni kynferð- islega áreitni. Það verðm- enginn óbarinn biskup. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.