Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 15 Menningarstefna Morgunblaðsins Morgunblaðið er stórt og vold- ugt blað sem telur sig gegna mikil- vægu hlutverki í þágu íslenskrar menningar. Það birtir t.d. sérstak- an menningarkálf vikulega - sem er meira en hægt er að segja um DV - og hefur á snærum sínum „menningarritstjóra" sem ritstýr- ir þessu sérblaði og annast dagleg- ar listafréttir blaðsins. Ritstjóri þessi, Agnes Bragadótt- ir, mun að vísu ekki hafa aflað sér sérstakrar menntunar á sviði nokkurrar listgreinar. En Morg- unblaðið þarf ekki að hafa áhyggj- ur af svoleiðis smámunum. Risar eins og Morgunblaðið setja sér nefnilega eigin lög og taka það að vonum afar óstinnt upp ef ein- hverjir utanhússmenn dirfast að fmna að einhverju hjá þeim. Bjóst við ritdómi Það er nú reyndar svo, alveg burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á gagnsemi þessa fréttaflutnings eða listgagnrýni blaðsins yfirleitt, að þar er að finna dálítið slæmar gloppur. Ég skal nefna lítið dæmi. Skömmu fyrir síðustu jól birtist í Andvara, tímariti Þjóðvinafélagsins, löng ritgerð eftir mig um einn af helstu merkismönnum íslenskrar lista- sögu, Þorstein Ö. Stephensen leik- ara. Ritgerðin, sem er byggð á ítar- legri heimildakönnun, allnánum kynnum af manninum sjálfum og viðtölum við marga gamla sam- verkamenn hans, er fyrsta tilraun- in til að bregða upp heildarmynd af þessum mikla listamanni og brautryðjanda. Ég bjóst að sjálf- sögðu við ritdómi um hana í Morgunblaðinu. Það er nefnilega um fræðimenn eins og listamenn að þeir vilja gjaman fá viðbrögð og málefnalega gagnrýni um verk sín. Furðuleg „stefna“ Nú líður og bíður og heyrist Kjallarinn Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi hvorki hósti né stuna úr Morgun- •blaðshöllinni þó að listafréttir og misgáfulegar hugleiðingar blaða- manna flæði þar fram daglega og vikulega. Þegar ég fer að spyrjast fyrir eru mér heldur betur sögð tíðindin: Morgunblaðið sé nefni- lega hætt að birta ritdóma um tímarit, eins og það gerði þó til skamms tíma. Mér var satt að segja öllum lokið þegar ég heyrði þetta og var reyndar einnig bent á að frammistaða DV væri þama engu betri. Þar sem DV hefur ekki lengur sérstakan menningarrit- stjóra veit ég ekki hvem ég á að spyrja þar, nema ef vera kynni rit- stjórann sjálfan, Jónas Kristjáns- son. Agnes Bragadóttir, menning- arritstjóri Morgunblaðsins, er hins vegar ábyrg fyrir þessari furðulegu „stefnu", að vanrækja kerfisbundið einn mikilvægasta þátt íslenskrar útgáfu og hún skuldar bæði mér og öðmm list- unnendum, sem lesum blað henn- ar, skýringar. Og svo Víkverji í Morgunblaðinu birtist daglega lítill nafnlaus dálkur sem heitir Víkverji. Þessi dálkur var á mið- vikudaginn var helgaður ákveðn- um ummælum sem ég lét falla í kjaflaragrein hér í DV fyrir viku. Þó að slíkir nafnleysingjar séu auðvitað ekki svara verðir get ég ekki orða bundist þegar ég les þá staðhæfingu í morgunblaði allra landsmanna, setta fram á ábyrgð ritstjóra þess, að það sé ekki hlut- verk listgagnrýnenda að vinna að þroska þeirra listamanna sem þeir eru að fjalla um. Þetta skýrir kannski sitthvað í stefnu blaðsins, t.d. val þess á leiklistargagn- rýnendum síðustu ár og jafnvel áratugi. Nú get ég auðvitað ekki búist við því að önnur eins stór- veldi og ritstjórar Morgunblaðsins láti svo lítið að útskýra hvaða menntunar- eða hæfniskröfur þeir hafa þar haft til viðmiðunar. Hins vegar þætti mér og örugglega fleir- um gaman ef reyndustu og virt- ustu listdómarar blaðsins, þeir Jón Ásgeirsson og Bragi Ásgeirs- son, sem hafa aldrei verið feimnir við að ræða opinberlega hlutverk gagnrýnenda, lýstu því hvernig fyrrgreind staðhæfing Víkverja horfir við þeim. Jón Viðar Jónsson Víkveiji skiifar.., JÓN Viðar Jónsson, leiklistar- gagnrýnandi Dagsljóss Sjón- varpsins, ritar í fyrradag kjallara- grein í DV; þar sem hann segir m.a.: „Frá því að ég tók að mér fyrir röskum tveimur árum að gagnrýna leiklist í Dagsljósi Sjón- varpsins hef ég lagt áherslu á að aðalleikhús Akureyrar sæti þar við sama borð og atvinnuleikhús höfuð- borgarinnar og Sjónvarpið sendi mig á allar helstu frumsýningar þess. Auðvitað hefur þetta haft í för með sér nokkurn aukakostnað fyrir fjölmiðilinn, en sá kostnaður Knfnr—lllnt-ni—nnriA f „linrt nfí-ir nf VIÐ þessi orð gagnrýnan er hægt að gera ýmsai hugasemdir. Leiklistargagnrýn ur Morgunblaðsins sem gagn atvinnuleikhúsin skiptast á ur fara norður til Akureyrar, til að fjalla um frumsýningar LA. hafa þeir gert yfirstandandi le Morgunblaðið sendir gagnrýne sína norður sama dag og aðala fer fram, svo þeir hafi a.m.k tvær sýningar, þegar þeir skrif verkið eftir frumsýningu. Mor blaðið lítur ekki á útlagðan kos vegna þessa sem „nokkum a kngtnaiV1 pins ncr gacmrvniir „Þó að slíkir nafnleysingjar séu auðvitað ekki svara verðir get ég ekki orða bundist,“ segir greinarhöfundur m.a. og vitnar í Víkverja Mbl. sl. miðvlkudag. „Agnes Bragadóttir, menningarritstjóri Morgunblaösins, er hins vegar ábyrg fyrir ■þessari furöulegu „stefnu“, að vanrækja kerfisbundið einn mikilvægasta þátt ís- lenskrar útgáfu...“ Röskva - fylking sem framkvæmir Röskva hefur á undanfömum árum sýnt að henni fylgir mikil framkvæmdagleði sem skilar sér í þýðingarmiklum málum. Má þar nefna Nýsköpunarsjóð sem hefur aukið möguleika stúdenta til rann- sókna og vakið mikla athygli utan Háskólans. Og Röskva lætur ekki deigan síga. Fyrir þessar kosning- ar kynnum við í Röskvu tólf mál sem við ætlum að framkvæma á næstu tólf mánuðum. Bætt kennsla Jafnrétti til náms er grundvafl- aratriði í heilbrigðu þjóðfélagi og frumforsenda þess er að Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna sinni sínu hlutverki á sem bestan hátt. Röskva hefur haft skýra stefnu hvað varðar Lánasjóðinn og er sú barátta sem hún hefur sýnt fyrir hönd stúdenta að skila sér þessa dagana með endurskoðun laga um LÍN. Áhersla verður lögð á að lög- in taki gildi fyrir næsta skólaár og aö í breytingunum felist lækkuð endurgreiðslubyrði, samtíma- greiðslur og aukið svigrúm til að skila tilskilinni námsfrcunvindu. Slíkar breytingar eru raunhæfar og myndu gera líf lánþega bæri- legra en nú er. Bætt kennsla er eitthváð sem skiptir alla stúdenta máli og ætlar Röskva að stuöla að því með kennslumálaráðstefnu sem haldin verður á haustmisseri í samvinnu við skrifstofu kennslusviðs og Námsráðgjöf HÍ. Ætlunin er að hún verði síðan haldin á tveggja ára fresti. Á þessari ráðstefnu Kjallarinn Linda Blöndal í 1. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs verður grundvöflur fýrir upplýs- inga- og ráðgjafarþjónustu fyrir kennara athugaður en slík þjón- usta myndi koma bæði kennurum og nemendum vel. Nemendur í Há- skóla íslands hafa mikið um nám sitt að segja og aukin samvinna milli stúdenta, kennara og skólaýf- irvalda myndi styrkja skólann og gera skólakerfið skilvirkara. Starfsþjálfun Röskva hefur barist fýrir að Þjóðarbókhlaða verði lengur opin. Viðræður um það eru hafnar og eru likur á að svefntími bókanna verði styttur og þær fái að vera lengur á fótum á kvöldin og um helgar. Þetta mál er mjög mikil- vægtþví að aðgangur að bókasafni er ein meginforsenda menntunar á háskólastigi. Tillaga Röskvu um að 50 stúd- entar yrðu ráðnir sem aðstoðar- menn kennara var samþykkt í Há- skólaráði og kemst það kerfi í gagnið næsta haust. Næsta mark- mið Röskvu er að þrefalda tölu að- stoðarmanna þannig að á næsta ári yrðu 150 stúdentar ráðnir. Við Röskva ætlar að koma á fót tungumálamiðlun að erlendri fyr- irmynd en hún myndi, auk þess að kenna fólki ný tungumál, auka til muna samskipti íslenskra og út- lendra stúdenta. Við ætlum að beita okkur fyrir því aö komið verði upp prentþjón- ustu í Bóksölu stúdenta. Slík prentþjónusta myndi gera nem- endum auðveldara að prenta út verkefnin sín. „Röskva ætlar að koma á fót tungumála- miðlun að erlendri fyrirmynd en hún myndi, auk þess að kenna fólki ný tungu- mál, auka til muna samskipti íslenskra og erlendra stúdenta." ætlum að efla Nýsköpunarsjóð enn frekar með því að auka framlög fyrirtækja án þess að framlög rík- isins og Reykjavikurborgar lækki. Starfsþjálfun háskólastúdenta í Evrópu er kostur sem margir munu nýta sér en Röskva ætlar að beita sér fyrir kynningu á Leónar- dó-áætluninni sem er nú þegar í gangi á meginlandi Evrópu. Hug- myndin er að Atvinnumiðlun námsmanna yrði eins konar milli- gönguaðili sem útvegaði stúdent- um störf hér á landi og í útlönd- um. Við ætlum líka að setja At- vinnumiðlunina á alnetið og greiða þannig aðgang námsmanna að þeirri góðu þjónustu sem þar er veitt. í framhaldi af vel heppnuðum flatbökutilboðum í Odda ætlum við líka að bjóða stúdentum upp á heitan mat í hádeginu, til að byrja með einu sinni til tvisvar í viku. Röskva hefur staðið vörð um hagsmuni stúdenta og komið fjölda mála i framkvæmd sem stuðlað hafa að bættu lífi innan og utan Háskóla íslands. Við ætlum að halda þvi áfram. Röskva hefur sýnt að hún er fylking sem fram- kvæmir. Stúdentar! Takið málefnalega afstöðu þegar þið gangið að kjör- borðinu og munið að þið uppsker- ið eins og þið sáið. Linda Blöndal Með og á móti Finnur Svein- björnsson, fram- kvæmdastjóri Sam- bands íslenskra viðskiptabanka Vaxtahækkun bankanna Rétt mat hjá Seðlabanka „Færa má ýmis rök fyrir vaxtahækk- unum banka og sparisjóða það sem af er árinu: Hækk- un markaðs- vaxta, slaka lausafjárstöðu banka og sparisjóða, gjaldeyrisút- streymi sem rekja má til aukins innflutnings, ferðalaga til útlanda og endur- greiðslu erlendra skulda, horfur um hærri verðbólgu á þessu ári en hinu síðasta og mikla auglýs- ingaherferð ríkissjóðs í tengsl- um við nýlega innlausn spari- skírteina. Allir þessir þættir hafa áhrif á vextina. Þeir vega hins vegar misþungt í vaxtaá- kvörðunum hjá einstökum bönk- um og sparisjóðum þannig að erfitt er að fullyröa að einhver ein ástæða sé ráðandi þegar litið er á bankakerfið í heild. Það er hins vegar rétt að rifja upp að undir lok síðasta árs fór að gæta aukinnar bjartsýni með þjóðinni um batnandi hag vegna ákvörðunar um stækkun álvers- ins og væntinga um frekari stór- iðjuframkvæmdir. Á þessum tíma gerðu ýmis þenslueinkenni vart við sig. Að mínu áliti mat Seðlabankinn aðstæður réttilega þannig að nauðsynlegt væri að hægja ferðina og beitti sér fyrir vaxtahækkun. Áhrifa hennar ásamt áhrifum af öörum þáttum sem ég gat um hefur síðan verið að gæta í vaxtahækkunum banka og sparisjóða." Ríkissjóður er sísvangur „Ég er á móti því að bankastjórar hækki vexti. Orðið vaxta- hækkun felur næstum handaflið í sér, einhver hækk- ar vextina. Vaxtahækkun er slæm fyrir þá sem skulda, fólk Ragnar Önundar- son, bankastjóri ís- landsbanka ekki sist ungt Umræðan er reyndar eins og það séu bara útlánsvextir sem hækka og vaxtahækkunin komi í hlut banka og sparisjóða. Inn- lánshliðin er varla nefnd. Vand- séð er þó hvemig bankar geta stundað útlán ef fólk fær betri ávöxtunarkjör annars staðar og hættir að leggja sparifé sitt í banka. Ég er á móti handafli. Vextimir eiga ekki að ganga skrykkjótt, hvorki upp né niður. Að banka- stjórar séu að breyta vöxtum er gamaldags. Nú er kominn nothæf- ur markaður með verðbréf, ekki síst ríkisverðbréf. Þar myndast traust vaxtaviðmiðun. Vextir rík- isverðbréfa eru grunnvextimir. Ég legg til að vextimir fljóti með markaðnum. En ríkisverðbréfin hafa gefið háa vexti, því ríkissjóð- ur er sísvangur. Þar liggur hund- urinn kannski grafinn. Umbótum verður að halda áfram á fjármagnsmarkaðnum. Draga má úr kostnaði með sam- mna. Tækifæri til slíks skapast þegar lánastofnunum ríkisins verður breytt I hlutafélög. Það getur lækkað útlánsvexti og hækkað innlánsvexti." Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjómar er: dvritstíacentrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.