Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Spurningin Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er fiskur, ýsa. Sigurrós Hreiðarsdóttir nudd- fræðingur: Pasta. Marín Jónasdóttir, náms- og starfsráðgjafi: Pitsa. Ragney Guðbjartsdóttir hár- snyrtir: Hamborgarhryggur. Jón Grétar Magnússon: Rauð- spretta og skata. Ellen Margrethe Jensdóttir nemi: Þig langar ekki að vita það. Lesendur Lækkandi lodnu- verð til sjómanna - skref í rétta átt Loðnunni landað. - Sjómenn grípa ekki til aðgerða, vilja forðast umræðuna um skiptaprósentuna, segir m.a. í bréfinu. Þorsteinn Gunnarsson skrifar: Skipin eru að fylla sig, segir í fréttum af loðnuvertíðinni. Allt er það gott og lofar góðu fyrir þjóðar- búið. En nú eru komin til skjalanna fleiri störf en fiskveiðar og jafn mik- ilvæg sem þjóna þjóðarbúinu og út- gjöldum þess. Þess verður þó langt að bíða að fiskveiðar leggist af hér við land á hinum gjöfulu miðum. Það eru þó ekki nema um 10% þjóð- arinnar sem vinna við sjávarútveg hér á landi. Fólkið vill ekki í fisk- inn. Það er kannski engin furða því þar eru ekki mikil uppgrip nema fyrir sjómennina og útgerðarmenn- ina. Þetta eru einu aðilamir sem í raun hafa verulega gott upp úr fisk- veiðum hér við land. En aftur að loðnuvertíðinni. - Fréttir hafa verið tíðar undanfarna daga um bullandi óánægja meðal sjómanna vegna verðsins á loðn- unni, einkum á loðnu til frystingar. Sjómenn segjast vera búnir að kvarta til einhvers apparatsins, mig minnir nefndar sem sér um fisk- verðsákvörðun, en það gerist bara ekkert. Sjómenn bera fyrir sig ein- hverja en óstaðfesta verðhækkun á loðnu til Japana og svo að japanska jenið hafi hækkað frá síðustu loðnu- vertíð. Það skal ekki gerast að afurða- verð héðan hækki á erlendum markaði án þess að ótal hendur komi til að grípa gæsina. Það sama gerist í dag með loðnuna. Sjómenn hafa hótað að „grípa til aðgerða" en ekki látið verða af því. „Ætli þeir láti ekki tuðið nægja“ segir einn skipstjórinn í fréttaviðtali. Og lík- lega mun þar við sitja. Ég hef hins vegar grun um að sjó- menn vilji ekki endilega fá um- ræðu, einmitt núna, um hve mikið þeir hafa yfirleitt upp úr krafsinu i sinn hlut. Það er vitað að alltof stór hlutur aflaverðmætis úr sjó fer í laun til sjómanna. Ég minnist frétt- ar þegar skip eitt kom til hafnar í einum af útgerðarstöðum Vestfjarða seint á sl. ári. Skipið hafði aflað fyr- ir um 100 milljónir króna og 26 milljónir fóru beint til áhafnarinn- ar. Það er skref í rétta átt þegar skilaverð til sjómanna lækkar. Það þarf að leiðrétta aflaskiptaprósent- una svo að fiskvinnslan, rekstúr hennar og annað fólk við vinnsluna í landi fái réttan sinn hlut. Og er- lend verðhækkun skili sér í þjóðar- búið. Skripaleikur í flugmálum Ásbjörn skrifar: Við íslendingar gerum okkur að at- hlægi með þvi að einstakir ráða- menn þjóðarinnar eru að gefa yfir- lýsingar um ástand flugvéla Hingað og þangað um heiminn og taka und- ir það sem kalla mætti atvinnuróg frá einni ferðaskrifstofunni hér. Flugslys gera ekki boð á undan sér. Það þarf þó enginn að segja manni að flugmenn, hvað þá reyndir flug- stjórar, fari í flug án þess að full- vissa sig um að öryggisatriði flug- farsins séu í lagi. Þess vegna er það eins og hvert annað rugl aö banna einhveiju flugfélagi að fljúga hingað þótt láðst hafi að geta um hvaða teg- und flugvélar hafi verið notuð í ein- hverju tilteknu flugi. Ég veit ekki betur en t.d. Flugleiðir og önnur ís- lensk félög hafi leigt og keypt flug- sæti hjá óteljandi flugfélögum um heim allan án þess að ráðamenn hér kæmu þar nærri. Það sem okkur íslendinga vantar í flugsamgöngum er aðeins eitt; sam- keppni. Og það á öllum flugleiðum frá íslandi en þó einkum til Amer- íku. Nú er það komið fram að ferða- skrifstofan Úrval-Útsýn leitar reglu- lega tilboða hjá erlendum flugfélög- um til samanburðar við það er býðst hjá Flugleiðum hf. Niðurstað- an? Hægt er að fá ódýrari fargjöld á hvern farþega, allt að 8 þús. kr., með því að taka lægstu tilboðum og það með stórum breiðþotum. Það ',,henti“ bara ekki íslendingum, mæti ekki lágmarkskröfum farþega um þægindi og öryggi! - Hvílíkt endemis rugl og vitfírringsháttur. Bjóða allir þessir erlendu aðilar þá úreltar og ónýtar flugvélar? Mér er spjurn. Evrópa að verða jaðarsvæði? Brynjar skrifar: Hún skyldi þó ekki eiga eftir að rætast spá heimspekingsins Pierre Rousseau í bókinni Framtíð manns og heims, um ofsetna Evr- ópu, sem hann nefndi gjarnan „lít- inn skanka á vestursíðu skessunn- ar Asíu? - En nýlega mátti lesa i fréttum einskonar vamaðarorð frá ráðstefnu í Davos í Sviss, þar sem margir helstu forráðamenn stjórn- mála- og viðskiptalífs heimsins báru saman bækur sínar um stöðu mála í heiminum. Þeir höfðu sérstaklega áhyggjur af stöðu Evrópu gagnvart umheimin- um. Stjómmálamenn í Evrópu Evrópa, lítið annað en smá skanki á vestursíðu skessunnar Asíu? þjónusta allan sólarhringinn 550 5000 milli kl. 14 og 16 væru uppteknir að alls kyns aukaat- riðum á sama tíma og samkeppnis- staða áifunnar versnaði sífellt. Og þeir sögðu sem svo: Evrópa er að staðna á meðan umheimurinn er að vaxa. Vandinn er alls staðar sá sami, hvort sem væri í Frakklandi, Þýskalandi Svíþjóð eða á íslandi. Ég, fyrir mitt leyti, er sammála þessum mönnum og það ættu ráða- menn hér á landi líka að geta verið. Þeir ættu a.m.k. að hafa verulegar áhyggjur af því að ísland dragist inn í þá erfiðleika sem framundan eru í Evrópu, sem líklega verður einskonar jaðarsvæði þar sem vaxt- arbrodda efnahagslífs heimsins gæt- ir lítt eða ekki. Ráðamönnum og embættismönnum hér á ekki að líð- ast að láta einkahagsmuni ganga fyrir, t.d. í formi ferðalaga, starfs- ráðninga náinna skyldmenna eða kunningja við ýmsar' stofnanir tengdum stjórnsýslu Evrópusam- runans. - Málið er allt orðið stórt, en um leið alvarlegt hvað okkur ís- leninga varðar. DV Vaxtalækkunar- krafan Birgir hringdi: Nú fjasa menn um að bank- arnir eigi að lækka vextina á ný. Menn eiga þá eingöngu við út- lánsvextina. Skuldaramir eru í meirihluta. Einstaklingar og at- vinnufyrirtæki skulda ótæpi- lega. En hvað með sparifjáreig- endur? Dettur mönnum í hug að innstæðufé aukist í bönkum aukist ef vextir lækka að nýju? Hefur viðskiptaráðherra og hafa aðrir spekingar, t.d. í Seðlabank- anum, athugað þennan þáttinn? Ég held að vaxtahækkanirnar nú síðast séu afleiðingar þenslu- einkenna sem hrjá þjóðfélagið og spamaður sé eina von okkar. Sparifjáraukning og vaxtalækk- un fer ekki saman, það vita allir. Málakunnátta forsetaefnis Bjöm Sigurðsson skrifar: Fyrir nokkru hlustaði ég á út- varpsviðtal við þá einu konu sem hefur gefið kost á sér sem forsetaefni og jafnframt eina frambjóðandann sem enn hefur komið fram og tekið er mark á. Konan, Guðrún Pétursdóttir, sem er annars mjög frambærileg og lífleg f framkomu, hafði verið kynnt sem góð tungumálamann- eskja.. Gott og vel, það er ekki verra. í viðtalinu kom þó í ljós að hún talaði ekki nema þessi tungumál sem flestir læra og tala nú orðið: ensku, dönsku eða eitthvert Norðurlandamálanna. Þýskukunnáttu var ekki hampað og hún sagðist ekki geta haldið uppi samræðum á frönsku. Hvar var þá öll málakunnáttan? Sallafínir skyndiréttir Ragnar skrifar: Ég notfærði mér í stuttan tíma ýmislegt sem hér er á boðstólum á markaði skyndibita og rétta. Bæði á veitingastöðunum og eins í verslunum, þ.e. réttir sem maður tekur með sér heim og ýmist hitar upp eða notar einföld áhöld til eldunar; pönnu eða þess háttar. Af öllu þessu samanlögðu gef ég skyndibitaréttunum „1944 - fyrir sjálfstæða íslendinga“ bestu einkunnina. Þetta eru vel matreiddir réttir, vandaðir í frá- gangi og mjög bragðgóðir. Ekki síst sjávarréttasúpan sem er hreint lostæti. Hún er enda ekki fáanleg nema stundum því hún selst fyrst upp. Langholts- kirkjudeilan Soffía hringdi: Manni finnst nú nóg komið af greinargerðum, skýrslum og lög- fræðilegum nefndarálitum um deiluna í Langholtssöfnuði. Deil- an er orðin eitt sjónarspil og þar eru helstu trúðarnir biskup, sóknarformaðurinn, söngstjór- inn landsfrægi, konan hans og lögmenn allra deiluaðila. Ég held að presturinn sjálfur, séra Flóki, standi upp úr þessum farsa, einn og óstuddur. Þökkum fyrir okkur? Magnús Einarsson hringdi: Ég var að hlusta á hádegis- fréttir Bylgjunnar sem ávallt áður. Mér finnst þessi þakkar- gjörð, sem stundum er veriö að flytja, óþolandi. I dag, fimmtu- daginn 15. 2., sagði fréttaþulur, Elín Hirst, þetta í lokin: Við þökkum fyrir okkur. - Hvað var hún að þakka? Hefði getað sagt sem svo: Þökkum áheymina, eða þakka þeim sem hlýddu. - Aldrei skyldi talað óhugsað í útvarp. Svo einfalt er það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.