Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 45 Nokkrir aðstandenda dagskrár- innar um Galdra-Lott. DV-mynd S Galdra- Loftur Listaklúbbur Leikhúskjall- arans mun í kvöld standa fyrir menningarkvöldi um Galdra- Loft. Jón Viðar Jónsson, leik- húsfræðingur og gagnrýnandi, segir frá sviðssögu leikritsins Galdra-Lofts eftir Jóhann Sigur- jónsson og kenningum sínum um túlkun þess á sviði. Leikin verður upptaka með túlkun Lárusar Pálssonar á Galdra- Lofti irá árinu 1947. Gunnar Eyj- Sýitingar ólfsson leikur atriði úr leikrit- inu og undir leik Gunnars verð- ur flutt brot úr upptöku á tón- verkinu Galdra-Lofti eftir Jón Leifs úr kvikmyndinni Tár úr steini og mun Hjálmar H. Ragn- arsson segja frá tilurð tónverks- ins. Páll Baldvin Baldvinsson leik- stjóri segir frá skáldinu og sýn sinni á Galdra-Loft en hann leik- stýrði Óskinni, leikgerð sinni á Galdra- Lofti. Leikaramir Bene- dikt Erlingsson og Margrét Vil- hjálmsdóttir leika atriði úr Óskinni. Að dagskrá lokinni verða umræður. Signý Pálsdótt- ir kynnir og stýrir umræðum. • Áhrif krabba- meinsvald- andi málma á bandvefs- frumur Dr. Stefanía Þorgeirsdóttir mun halda fýrirlestur á vegum Líffræðifélag íslands í kvöld kl. 20.30 í Odda, stofu 101. Samkomur Kristniboð í Suður- Eþíópíu í kvöld mun Guðlaugur Gísla- son ræða um kristniboð í Suður- Eþíópíu í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20.30. Hugleiðingu flytur Birna Jónsdóttir. Þýska í ferðaþjónustu I kvöld hefst námskeið hjá Fullorðinsfræðslunni í al- mennri þýsku fyrir ferðaþjón- ustu, hótel og veitingahús, ferðaskrifstofur og flgiri. Árselsrokk Styrktartónleikar útvarps- stöövarinnar Þrumunnar verða haldnir í Árseli á morgun kl. 19.30 og standa tfl miðnættis. Kaffi Reykjavík: Ingi Gunnar og Eyj ólfur Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson skemmta á Kaffi Reykjavfk i kvöld. Sá vinsæli skemmtistaður Kafíi Reykjavík er í fornfrægu og gömlu húsi í hjarta Reykjavíkur. Á hverju kvöldi er haldið uppi merki lifandi tónlistar og um helgar er þar dansað við undirleik hljómsveita. Um síðustu helgi lék þar hljómsveitin Hunang. í gær- kvöldi var það aftur á móti tónlist á rólegum nótum hjá þeim félög- um Inga Gunnari Jóhannssyni og Eyjólfi Kristjánssyni og þeir verða aftur gestum til skemmtun- ar í kvöld. Skemmtanir Þeir Ingi Gunnar og Eyjólfur eiga að baki langt samstaif sem þó hefur verið meö hléum. Þeir hafa verið meðlimir hljómsveitar- innar Hálft í hvoru í mörg ár og hafa auk þess komið fram tveir saman við hin ýmsu tækifæri. Meðal annars hafa þeir samið og flutt lög í undankeppni Eurovision, svo að eitthvað sé nefnt. Það er mikiö jafnræði meö þeim, báðir syngja þeir og báðir eru þeir með gítar að vopni. Þess má að lokum geta að Bítlavinafé- lagið mun halda tónleika á Kaffi Reykjavík á miðvikudags- og fimmtudagskvöld en Eyjólfur Kristjánsson er einn af meðlimum þeirrar hljómsveitar. Göngu- og skokkleiðir í Elliðaárdalnum Elliðaárdalurinn er eitt fallegasta og besta útivistarsvæði Reykvík- inga. Þrátt fyrir að stórar umferðar- götur og heúu íbúðahverfin séu allt í kring er engu líkara en að komið sé út í sveit þegar farið er inn í dal- inn þar sem Elliðaámar renna með fram skóglendi og göngustígum. Elliðaárdalurinn er mjög vinsæll af fólki sem gengur sér til heilsu- auka og af hlaupurum og skokkur- um. Eftir að Árbæjarlaugin var opn- uð vom kortlagðar göngu- og hlaupaleiðir og þar sem stutt er í Breiðholtslaugina var kortlagt frá Umliverfi henni niður í dalinn en stutt er nið- ur í Víðidal frá Breiðholtslauginni. Um er að ræða fjórar vegalengdir sem hér eru sýndar til hliðar og ættu því allir að geta fundið eitt- hvaö við sitt hæfi. Mjög vinsælt er orðið að hlauparar og skokkarar byrji frá sundlaugum i höfuðborginni og em þessar tvær sundlaugar kjörinn vettvangur fyrir slíkt. Fyrir þá hlaupara sem lengra em komnir er hægt að taka Víðidalinn með og fara þá yfir nýju brúna og aðeins upp í Breiðholtshverfið og koma síðan í dalinn aftur niður með kirkjunni. Á sumrin er einnig kjörið fyrir þá sem hlaupa frá þessum laugum og vilja fara lengri leið að fara I kringum El- liðavatn en það er eitthvað i kring- um þrettán kílómetra hringur frá Árbæjarlaug. María Lea og Ólafur eignast tvíbura Tvíburarnir á myndinni eru drengur og stúlka, sem fæddust á fæðingardeild Landspítalans 3. jan- úar. Stúlkan fæddist kl. 8.55 og var Barn dagsins hún 2400 grömm að þyngd og 48 sentímetra löng. Drengurinn fædd- ist kl. 9.04 og var 3000 grömm að þyngd og 49,5 sentímetra langur. Foreldrar þeirra eru María Lea Guðjónsdóttir og Ólafur Bergþórs- son og eru þetta fyrstu böm þeirra. Stéfano Dionis í titilhlutverkinu. Farinelli Háskólabíó hóf um helgina sýningar á verðlaunamyndinni Farinelli, en hún var tilnefnd til óskarsverðlauna í fyrra. Myndin fjallar um stórbrotið lífshlaup einnar skæmstu stjömu átjándu aldarinnar, söngvarann Farin- elli, sem hét réttu nafni Carlo Broschi, en hann var geldingur. Manndómsfórnin var færð á alt- ari tónlistarinnar og uppskeran var tær og eilíf englarödd. Hann var hafinn upp til efstu hæða og var fastagestur við helstu kon- ungshirðir Evrópu og náði einnig miklrnn alþýðuvinsæld- um. Bróðir Farinelli, Riccardo Broschi samdi tónlistina sem hann flutti. Samstarf þeirra var þó ekki einskorðað við tónlistina því auk hennar deildu þeir bróð- urlega á milli sín flestu sem frægðin færði þeim, þar með Kvikmyndir talið kvenfólkið. Tónskáldið Hándel falaðist eftir rödd Farin- ellis og skapaði það ósætti milli bræðranna, en Riccardo fanns tilvist sinni ógnað af Hándel, sem var mun þekktara tónskáld, endaði það með aðskilnaði bræðranna. Leikstjóri er Gérard Corbiau, en með aðalhlutverkin fara Stéfano Dionisi, Enrico La Verso og Jeroen Krabbe. Nýjar myndir Háskólabíó: Farinelli Laugarásbíó: Skólaferðalagið Saga-bió: Dumbo-aðgerðin Bíóhöllin: Eftthvað til að tala um Bíóborgin: Heat Regnboginn: Fjögur herbegi Stjörnubíó: Körfubolta- dagbækurnar Gengið io. repruar laao Eininn Kaup Sala Tollm Dollar 66,160 Pund 101,890 Kan. dollar 47,890 Dönsk kr. 11,6480 Norsk kr. 10,3110 Sænsk kr. 9,5550 Fi. mark 14,4150 Fra. franki 13,0810 Belg. franki 2,1897 Sviss. franki 55,1800 Holl. gyllini 40,1900 Þýskt mark 45,0500 ít. lira 0,04174 Aust. sch. 6,4020 Port. escudo 0,4331 Spá. peseti 0,5344 Jap. yen 0,62450 irskt pund 104,810 SDR 96,82000 ECU 82,6400 66,500 67,300þþ 102,410 101,150þþ 48,190 48,820þþ 11,7100 11,6830þ 10,3670 10,3150þ 9,6070 9,5980þ 14,5000 14,7830þ 13,1560 I3,1390þ 2,2029 2,1985þ 55,4800 55,5000þ 40,4300 40,3500þ 45,2800 45,1900þ 0,04200 0,04194 6,4410 6,4290þ 0,4357 0,4343þ 0,5378 0,5328þ 0,62820 0,63150 105,460 104,990þþ 97,40000 97,83000 83,1400 82,6300þ Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan Lárétt: 1 úldnar, 7 risi, 9 kerald, 10 mann, 11 tró, 23 frá, 15 spik, 17 dropi, 19 viðvíkjandi, 20 sónn, 22 hengilmæn- ur. Lóðrétt: 1 skvamp, 2 sterk, 3 mundar, 4 dula, 5 ilma, 6 hrædd, 8 synjun, 12 gufu, 14 frjáls, 16 tæki, 18 púka, 21 eyða. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 ljósta, 8 auðna, 9 ká, 10 glaumur, 11 slóð, 13 dró, 15 au, 16 veiks, 19 friður, 21 átta, 22 már. Lóðrétt: 1 lagsa, 2 jullur, 3 óða, 4 snuð, 5 tamdi, 6 akur, 7 sár, 12 óvit, 14 ósar, 17 eða, 18 krá, 19 fá, 20 um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.