Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Fréttir . Kortafyrirtækin keppast um hylli tilvonandi stúdenta: Ósiðlegt að lokka börn- in með peningagjöfum - segir Gunnlaugur Sigmundsson sem undirbýr frumvarp sem bannar ábyrgð vegna kreditkorta „Mér finnst þetta óskemmtilegir viöskiptahættir hjá kortafyrirtækj- unum aö lokka böm inn með pen- ingagjöfum og senda þau síðan inn á pabba og mömmu og láta þau skrifa upp á 400 þúsund kall. Þetta er hreint og beint ósiðlegt," sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, þing- maður Framsóknarflokksins, í sam- tali við DV en hann hefur fengið heimild þingflokksins til að flytja þingsályktunartillögu eða lagafrum- varp þess efnis að banna bönkum og kortafyrirtækjum að krefjast ábyrgða vegna útgáfu kreditkorta. Gunnlaugur sagði að hann hefði áformað um nokkurn tíma að leggja málið fyrir Alþingi en sett það í full- an gang eftir að kortafyrirtækin fóru að bjóða tilvonandi stúdentum og háskólanemendum ýmis fríðindi ef þeir tækju kreditkort. Boðið er upp á styrki til útskriftarferðarinn- ar og stofngjald og árgjald af kortun- um er fellt niður. Dæmi eru um að tilvonandi stúdent fái allt að 12 þús- und krónur frá kortafyrirtæki. Talið er að greiðslukortamarkaður- inn sé mettaður meðal 30 ára og eldri og því séu kortafyrirtækin far- in að einbeita sér að unga fólkinu á tvítugs- og þrítugsaldri. Gunnlaugur sagðist nýlega hafa kynnst málinu af eigin raun. „Eitt minna barna er að útskrif- ast i vor og fékk tilboð um 10 þús- und króna ferðastyrk. Síðan fór unglingurinn í banka en var sendur til baka til pabba og mömmu til að láta þau skrifa undir 400 þúsund króna ábyrgð. Ég hef það sem reglu að skrifa ekki upp á neitt hjá einum eða neinum en viö prófuöum að láta unglinginn fara til baka með beiðni Gunnlaugur M. Sigmundsson, þing- maður Framsóknarflokksins. um 100 þúsund króna ábyrgð. Bank- inn hafnaði því alfarið," sagði Gunnlaugur. Fjölskyldur settar í vanda Gunnlaugur sagðist vera það vel í sveit settur að hann gæti lent í ábyrgð en fjölmargar fjölskyldur mættu ekki við því að lenda í 400 þúsund króna ábyrgð. „Samt eru kortafyrirtækin að setja fjölskyldurnar í þennan vanda. Mér er einnig ljóst að almennt í þjóðfélaginu eru ábyrgðir á greiðslukortum búnar að skapa mikla óhamingju í fjölmörgum fjöl- skyldum." Við áformað þingmál sagðist Gunnlaugur hafa Bandaríkin í huga en þar er ábyrgð vegna greiðslu- korta víðast bönnuð. Bankar og kortafyrirtæki ákveða að veita kort eftir greiðslusögu viðkomandi og byggja ekki á ábyrgðum ættingja. „Þegar tæknin er þannig að yfir- gnæfandi fjöldi kortafærslna fer um posavélar þá er ekkert vandamál að stöðva kortin með því að setja ákveðna heimild. í Bandaríkjunum hafa háskólastúdentar t.d. mjög lága úttektarheimild." Gunnlaugur sagði þetta snúast fyrst og fremst um siðferði kortafyr- irtækjanna. Þótt það væri ekki sam- anburðarhæft minnti hann á þann orðróm að dópsalar færu út í skól- ana og byrjuðu á því að gefa ung- lingum dóp. Kortafyrirtækin byrj- uðu hins vegar á því að gefa ung- lingum peninga ef þeir samþykktu „að verða áskrifendur af því að byrja að eyða.“ -bjb Framkvæmdastjóri Kreditkorta hf. um „tryggingabannið ‘ ‘: Framsókn mun ekki stóðva þessa þróun - kostar alltaf sitt að ná til sín nýjum viðskiptavinum „Ég hef ekki trú á því að Fram- sóknarflokkurinn muni stöðva þessa þróun. Þegar verið er að bjóða ungu fólki til viðskipta sem hefur enga viðskiptareynslu neins staðar er ekkert óeðlilegt að beðið sé um tryggingar og meðmæli þeirra sem þekkja það best, það 'er foreldranna. Þetta hefur tíðkast hvort heldur um er að ræða kort eða víxla,“ sagði Gunnar Bæringsson, framkvæmda- stjóri Kreditkorta hf„ um áform Gunnlaugs Sigmundssonar fram- sóknarþingmanns sem hefur fengið heimild þingflokksins til að flytja þingsályktunartillögu eða lagafrum- varp sem miðar að því að bönkum og kortafyrirtækjum verði bannað að krefjast ábyrgða vegna útgáfu kreditkorta. „Viðskiptareynsla krakka um tvítugt er ekki mikil og varðandi tryggingatöku sé ég því ekkert óeðlilegt við að slíkt sé gert,“ sagði Gunnar. „Þetta eru nýir viðskiptavinir sem eru að koma inn á markaðinn. Þar eru ýmis gylliboð í gangi til skamms tíma. Sem dæmi má nefna aö þegar verið er að ferma krakka hafa verið ýmis boð hjá bönkum, einhver þúsund hafa til dæmis ver- ið gefin inn á bankabók. í viðskiptum kostar sitt að ná í viðskiptavini og það er hægt að fara ýmsar leiðir í því sambandi. Þó ver- ið sé að tala um 12 þúsund krónur að verðgildi er ekki verið að tala um að þetta sé hrein peningagjöf. Krakkarnir þurfa að vinna fyrir þessu að vissu marki og við að kaupa þjónustu af þeim, t.d. ef verið er að gefa út blöð,“ sagði Gunnar Bæringsson. -Ótt Herinn hvetur til númeraskipta - enn unnin skemmdarverk Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi við Bárugötu síðdegis í gær eftir að til átaka kom þar innandyra milli húsráðanda og óboðins gests þar. Húsráðandi meiddist lítils hátt- ar og var þvi fluttur á slysadeild. Við leit innandyra fannst á annan tug gramma af hassi og voru við- komandi teknir til yfirheyrslu. -pp Skemmdir voru unnar á nokkrum einkabílum varnarliðs- manna og lítilli rútu sem þeir höfðu til umráða þar sem bílarnir stóðu á plani við Alþingishúsið í Reykjavík á föstudagskvöld og aðfaranótt laug- ardags. Skorið var á dekk bilanna en ekki er vitað til þess að farið hafi verið inn í bílana og stolið úr þeim. Nokkuð hefur borið á skemmdar- verkum á bUum varnarliösmanna þar sem þeim hefur veriö lagt á þessum slóðum en þá má þekkja af gulum númeraplötum. Nú hefur herinn hins vegar hvatt eigendur bíla á vallarsvæðinu til að skipta um númer og fá sér sams konar númer og eru á bUum íslendinga og boðist til að taka þátt í kostnaði sem fylgir breytingunum. Þetta er m.a. gert tU að koma í veg fyrir að slík skemmdarverk eigi sér stað í fram- tíðinni. -pp Húsráflandi hlaut minni háttar meiðsl eftir að maflur réðst inn á heimili hans og veitti honum áverka. Við leit í íbúð- inni fannst á annan tug gramma af hassi. DV-mynd S Húsbrot og áverkar á húsráðanda - hass fannst við leit í húsinu Samkeppni um hylli unga fólksins: Skotgrafar- hernaður bak við tjöldin - segir Einar S. Einarsson hjá VISA „Varðandi ábyrgðimar þá eru það bankarnir sem krefjast þeirra en ekki við. Þetta fer yfirleitt eftir því hvemig viðkomandi stendur gagnvart sínum banka eða spari- sjóði. Vegna þeirrar sérkennUegu samkeppni um að fá unga fólkiö í viðskipti þá höfum við gengið treg- ir í taumi tU þess slags og viljað láta þetta þróast eðlilega. Eftir að keppinautur vor hefur iðkað þaö undanfarin þrjú ár að bjóða unga fólkinu viðskipti þá emm við farn- ir að svara þessu með fuUum þunga," sagöi Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA-ísland, við DV vegna gagnrýni Gunnlaugs Sigmundssonar þingmanns. Einar sagði að VISA-ísland byði unga fólkinu önnur tilboð en keppinauturinn, Kreditkort hf. I stað þess að feUa niður stofngjöld og árgjöld styrkti VISA-ísland fjár- öUunarstarf nemendanna og veitti þeim aukafríðindi. „Ég viðurkenni að þetta er ekki að minu skapi. Þetta er skotgrafar- hernaður og gert á bak við tjöldin, ekki fyrir opnum tjöldum eins og vera ber í viðskiptum. Þarna er verið að pukrast," sagði Einar. -bjb Eignatjón í árekstrahrinu Éljahraglanda gerði á Akureyri í gærdag með þeim aOeiðingum að þrír árekstrar urðu á skömm- um tíma. í einu tUvikanna lentu þrír bílar saman og þurfti að flytja þá aUa af vettvangi með dráttarbíl. Slys urðu ekki á fólki i árekstrunum. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.