Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Fréttir Frumvarpið um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins: Virðist sott i mestu mistaka- smiðju heimsins - segir Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB „Þaö er alveg augljóst á þessu frum- varpi og hugsuninni að baki því að það er sótt í mestu mistakasmiðju heims í þessum efnum sem er á Nýja-Sjálandi. Fjármálaráðherra virðist hafa fariö að ráðum nýsjálenska sérfræðingsins í starfsmannastefnu og einkavæðingu sem boðið var hingað til lands í vetur. Sá sérfræðingur ráðlagði það á stórum fundi, sem haldinn var með honum á Hótel Loftleiöum, að ef menn ætluðu að gera breytingar í niðurskurðarátt og í niðurskurði á kjörum og réttindum vinnandi fólks ættu menn að keyra það í gegn í einu vetfangi með miklum hraða og alveg án samráðs við hags- munaaðila og án þess að hirða hið minnsta um mótmæli. Slíkt ættu menn bara að hrista af sér. Og þannig var unnið með þessi frumvarpsdrög. Það var ekkert samráð haft um samningu þeirra. En aíleiðingar þessa á Nýja-Sjá- landi voru skelfilegar og menn eru enn að súpa seyðiö af þeim þar. Nú eru verkalýðsforingjar og stjórnmálamenn víðs vegar úr heiminum sendir til Nýja-Sjálands til að læra hvernig á ekki að gera hlutina," segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, um frum- varpsdrög fjármálaráðherra um rétt- indi og skyldur starfsmanna rikisins. Hann segist því telja að fjármálaráð- herra og ríkisstjórnin séu á miklum viiligötum ef þau halda að þetta gangi hér á landi án þess að setja allt í upp- nám, eins og raunar hefur komið á dag- inn. Hann segir að sú tilraun sem gerð var í þessum efnum og öðrum niður- skurði í Nýja-Sjálandi séu mestu mis- tök sinnar tegundar í heiminum. „Þegar það sem gert var í Nýja-Sjál- andi er skoöað kemur í ljós að það er mesta mistakasmiðja heimsins. Ef menn ætla að sækja ráðleggingar í þessa mistakasmiðju frjálshyggjunnar á Nýja-Sjálandi þá eru ráðamenn á viliigötum," segir Ögmundur Jónasson. -S.dór Afsláttur af öllum AEG vörum í verslun okkar í 10 daga! íbráiantia'Hitaplötur Einnig afsláttur af: Emile Henry leirvörum (20%) • Brabantia eldhúsvörum, strauborS ofl. (20%) • Ismet heimilistæki allt að 30% BRÆÐURNIR f brabantia Þeir skipta mörgum tugum, japönsku sérfræðingarnir sem nú fylgjast með loðnulöndun allt frá Raufarhöfn til Reykjaness - fylgjast með fitumagni loðn- unnar, hrognafyllingu og útliti allt frá stærstu loðnustöðunum til hinna minnstu. Á Djúpavogi er Japaninn Onasaki, hann fylgist með og metur loðn- una sem Emma Ásgeirsdóttir er að meðhöndla og sá japanski var mjög ánægður með gæðin. DV-mynd HEB Lélegur mark- aður ffyrir loðnuhrogn Markaðurinn fyrir loðnuhrogn er dapur í ár, að mati framleiðenda. fs- lendingar hafi framleitt allt of mik- ið af hrognum í fyrra og eftirspurn- in hafi verið minni en framboðið. í ár hafi svo áhuginn verið minni og menn jafnframt verið að framleiða á lægra verði. „Markaðshorfur fyrir frysta loðnu eru hins vegar mjög góðar og tekjurnar eru meiri en nokkurn tíma fyrr,“ segir Sighvatur Bjarna- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum. „Það hefur orðið hækkun á loðnu- verði á milli ára en hækkunin er misjöfn eftir afurðaflokkum. Bræðsluverðið er um 20 prósentum hærra en í fyrra. Þar er greiðslan 5000 til 5500 krónur á tonnið. Fyrir frystinguna er tvenns konar verð í gildi, 32 krónur á kílóið fyrir stóra loðnu, sem er 5 króna hækkun frá síðasta ári, og 17 krónur fyrir milli- stóra og smáa loðnu sem er lækkun um 1 krónu,“ segir Sighvatur. Hann segir kaupendur mjöls ög lýsis hafa borgað betur í ár en í fyrra en þó virðist sem verið sé að þrengja að lýsinu. „Þetta sveiflast eftir framboði og eftirspurn og sveiflurnar eru frá degi til dags. Lýsið hefur lækkað verulega. Verð- ið er komið í 440 dollara tonnið en var 555 þegar hæst var fyrir jól.“ Af frystu loðnunni fer stærsti og besti hlutinn til Japans. Hluti loðn- unnar fer til Taívans. Þegar hrogna- fyllingin var sem minnst var loðnan seld óflokkuð til Rússlands. Helsti markaðurinn fyrir mjöl og lýsi er í Evrópu. -IBS Byggja sumarbústað úr torfi, grjóti og rekaviði: Tími til kominn að breyta sumarbústaða- menningunni hérna - segir Guðjón Kristinsson skrúðgarðyrkjumaður „Við erum í startholunum núna, við höfum fengið land í landi Ásgarðs í Grímsnesi. Veggirnir eiga aö vera hlaðnir úr grjóti og vegna þess aö þetta er á jarðskjálftasvæði verður hluti þeirra hlaðinn úr klömbru. Þetta verður byggt eins og Hvalseyjar- kirkja á Grænlandi," sagði Guð- jón Kristinsson skrúðgarðyrkju- maður sem býr á Sólheimum í Grímsnesi ásamt konu sinni sem vinnur þar. Guðjón og Benjamín, bróðir hans, sem báðir eru frá Dröngum á Ströndum, ætla að byggja sum- arbústað fyrir sig í Grímsnesinu úr torfi, rekaviði og grjóti. Þeir eru að hefjast handa um þetta leyti. „Við reiknum með að verða svona þrjár vikur að hlaða vegg- ina úr grjótinu. Veggimir verða þiljaðir innan með rekaviði frá Háareka hf. á Ströndum og park- et á gólfinu verður einnig þaðan. Það verður klæðning I loftinu, síðan torf ofan á, grasrótin á því snýr niður að klæðningunni, síð- an kemur mold á milli og svo torf þar ofan á með grasrótina upp. Frost þarf að fara úr jörðu til að hægt sé að ná torfinu," sagði hann. Guðjón sagði að annaðhvort gerðu þeir fokhelt í vor eða lykju viö bygginguna fyrir vorið ef torf- ið næðist. „Ég reikna meö að hópur Strandamanna hjálpi til við bygg- inguna. Mér finnst tími til kom- inn að breyta sumarbústaða- menningunni héma. Það er menningarsögulegt afrek að vinna úr þessum fátæklegu jarð- efnum sem við höfúm héma á landinu. Ég legg metnaö í að vinna úr þeim. Mér finnst þessi menning hafa verið sniögengin," sagði Guðjón. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.