Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 Stuttar fréttir Út um neyðarútganga 110 farþegar voru látnir fara út um neyðarútganga flugvélar í Östersund í Svíþjóð eftir aö reykur kom frá hreyfli vélarinnar skömmu fyrir flug- tak. Margrét hjá Mandela Nelson Mandela heiðraði í gær Margréti Danadrottningu fyrir veitt- an stuðning í baráttunni gegn kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunni. Major Þingmaður íhaldsflokksins hótar úrsögn reki Major ekki tvo ráðherra vegna vopnasöl- unnar til íraks. Þar með yrði meirihluti íhaldsins tveir menn. 88 ára fíkniefnasali Lögreglan í Hong Kong handtók 88 ára gamlan mann fyrir fíkniefnasölu. Lögreglan fann 45 kíló af morfíni sem gera átti heróín úr. Hóta Peres lífláti Zhia Walden, dóttir Shimon Peres, segir að hún og faöir sinn hafi fengið líflátshótanir bæði fyrir og eftir morð- ið á Rabin. Jarðskjálfti í Frakklandi Hús og vegir skemmdust í jarð- skjálfta í S-Frakklandi aðfaranótt sunnudags. Skjálftinn mældist 5,6 á Richterskvarða. Reuter i klipu Útlönd________________pv Tímamótasamkomulag milli deiluaðila í Bosníu Richard Holbrooke, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, og Susanna Agnelli, utanríkisráðherra Ítalíu, ræða við Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, Franjo Tudjman, forseta Króatíu, og Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, í upphafi neyðarfundarins í Róm um helgina. Símamynd Reuter Timamótasamkomulag náðist í Róm í gær er forsetar Bosníu, Króa- tíu og Serbíu samþykktu að fram- fylgja Daytonfriðarsamkomulaginu um Bosníu. Forsetarnir höfðu verið kallaðir á neyðarfund í Róm um helgina þar sem svo virtist sem frið- arsamkomulagið væri i hættu. Stærsta ógnunin við friðarsam- komulagið þótti þegar yfirmenn hers Bosníu-Serba hættu samskipt- um við friðarsveitir NATO í hefnd- arskyni vegna handtöku serbneskra liðsforingja sem koma áttu fyrir rétt vegna stríðsglæpa. Forsetarnir þrír samþykktu að taka upp á ný samskipti sín á milli og við NATO. Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, tókst að fá Banda- ríkjamenn til að lofa því að byrjað yrði að aflétta viðskiptaþvingunum af Serbum. Forsetarnir lýstu sig samþykka því að framfylgt yrði áætlun um að Serbar hverfi frá völdum í fimm út- hverfum Sarajevo, höfuðborgar Bosníu, eigi síðar en 20. mars. Bosn- íu-Serbar hafa óttast hefndaraðgerð- ir þegar fyrrum fjandmenn þeirra fá yfirráðin á ný vegna þriggja og hálfs árs umsáturs Serba og drápa á 10 þúsund borgarbúum. Loforðið um samvinnu við alþjóð- lega stríðsglæpadómstólinn i Haag var endurnýjað í Róm. Samkomulag varð um að stríðsglæpamenn yrðu aðeins handteknir ef fyrir lægi ákæra frá dómstólnum. í Róm náðist einnig samkomulag milli Króata og múslíma í Mostar um að borgin yrði sameinuð á ný innan tveggja daga.- Borgarstjórar beggja aðila voru kallaðir til Rómar ásamt aðaleftirlitsmanni Evrópu- sambandsins í Mostar, Hans Koschnick, til þess að leysa deiluna um borgina sem hefur ógnað öllum friðarviðræðunum. Richard Holbrooke, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði erfið- asta málið á dagskrá í gær hafa ver- ið lausn deilunnar um Mostar. „Menn greindi jafnvel á um hvor aðilinn ætti að hafa umsjón með framhaldsskólanum. Mér er sagt að þetta sé fallegur framhaldsskóli en ég held ekki að hann sé svo mikil- vægur að allt landið fari á annan endann hans vegna. Bosníu-Króatar og múslímar háðu blóðuga baráttu um yfirráðin yfir Mostar 1993. í upphafi árs 1994 samþykktu báðir aðilar að hætta bardögum og að Evrópusambandið aðstoðaði við að sameina borgina á ný. Skærur og manndráp í upphafi þessa árs ollu hins vegar mikilli spennu milli aðila. Reuter TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA W__________ TIL 24 MANADA Nýr GSM-sími frá MibaMsM Við kynnum nýjan og öflugan GSM-síma fró Mitsubishi, MT-20, með 30 ríma rofhlöðu í bið - 65 mín. í stöðugri nofkun, klukku, 10 númera enduivali, innbyggðri símaskró, stillingu ó hringingu, skammvoli; hraðhleðslu, upptöku og'afspilun ó allt að 20 sek. skilaboðum, ósamf fjölmörgu fleiro og þyngdin er aðeins 175 gr. Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er nú í algleymingi og dansinn dunar allar nætur. Baráttuhópar gegn alnæmi hafa gefið þátttakendum milljónir af verjum og settur hefur verið upp fyrsti sjálfsalinn í Brasilíu sem selur verjur. _______________________________ Símamynd Reuter Forkosningarnar í New Hampshire: Dole leiðir naumlega Niðurstöður þrennra nýrra skoð- anakannana í gær sýndu að Bob Dole, forseti öldungadeildar Banda- ríkjaþings, leiðir naumlega í slag repúblikana fyrir forkosningamar í New Hampshire á þriðjudaginn. Margir telja forkosningarnar í þessu fylki þær mikilvægustu í kapphlaupinu um útnefningu stóru flokkanna fyrir forsetakosningam- ar. Síðustu þrjá áratugina hefur enginn hlotið útnefningu meðal repúblikana án þess að hann hafi fyrst farið með sigur af hólmi i New Hampshire. Samkvæmt skoðanakönnunum hlýtur Dole 25 prósent atkvæða, dálkahöfundurinn og stjórnmála- skýrandinn Pat Buchanan 21-22 prósent, fyrrum ríkisstjórinn Lam- ar Alexander tæplega 20 prósent og milljónamæringurinn Steve Forbes Bob Dole leiðir enn í slagnum fyrir forkosningarnar í New Hampshire. 12 prosent. Dole lýsti því yfir fyrr í vikunni að sá sem bæri sigur úr býtum í New Hampshire hlyti sennilega út- nefningu. Ef til vill á Dole eftir að sjá eftir þessum orðum sínum. Óvíst þykir hversu mikið hann græðir á því í New Hampshire að einn af helstu keppinautum hans, öldunga- deildarþingmaðurinn Phil Gramm, lýsti yfir stuðningi við hann á fréttamannafundi í gærkvöld. Gramm, sem hafði lýst því yfir að Dole væri of hófsamur til að verða keppinautur Bills Clintons forseta, dró sig úr forsetaslagnum á mið- vikudaginn í síðustu viku. Gramm átti ekki marga stuðningsmenn vísa í New Hampshire en þar sem slag- urinn er svo harður munar reyndar um hvert atkvæði. Reuter'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.