Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 5 DV Fréttir Helga, Sigrún og Unnur stóðu sig vel í maraþon-náminu. Sólarhrings- lota í námi DV, Hvammstanga: Frá hádegi fimmtudagins 8. febrú- ar til hádegis á föstudag - eða í 24 klukkustundir - unnu nemendur 10. bekkjar skólans á Hvammstanga látlaust í skólabókum sínum. Tilef- nið var tvíþætt, annars vegar undir- búningur fyrir samræmd próf og hins vegar fjáröflun fyrir vorferð bekkjarins. Nemendur seldu áheit meðal bæj- arbúa og gekk söfnunin vel - hátt á annað hundrað þúsund króna safn- aðist í ferðasjóðinn. Að sögn Arn- gríms Viðars Ásgeirssonar, umsjón- arkennara bekkjarins, er stefnt að ferðalagi út fyrir landsteinana. Heimsækja á eitthvert Norðurland- anna í byrjun maí. -ST Hópur fólks, sem hefur kynnst gegnum Internetið, fór saman í bíó á dögun- um. DV-mynd TJ Fjörutíu manns í irc-bíó „Við höfum verið að tala mikið saman á Internetinu og höfum sum hist áður en aldrei svona mörg í einu. Þetta kallast irc-bíó þegar við förum svona saman, það hafa líka verið haldin irc-partí,“ sagði Erling Valur Ingason, einn úr 40 manna hópi sem hefur kynnst gegnum Int- ernetið, í samtali viö DV. Flestir eru á aldrinum 14 til 20 ára. Hópurinn fór saman í Háskólabíó fyrir nokkru. „Ég hef verið með Internetið í eitt og hálft ár og er búinn að tala við þetta fólk gegnum það en ég er að sjá mikið af því í fyrsta sinn núna og það er alveg frábært. Maður hefði aldrei getað ímyndað sér hvernig það lítur út. Þetta er mjög spennandi,“ sagði hann. -ÞK Sveitarfélögin á Suðurnesjum: Sameiginlegur kostnaður lækkar DV; Suðurnesjum: „Nefndin setti sér í upphafí það meginmarkmið að heildarkostnaður sveitarfélaganna myndi ekki hækka frá fyrra ári. Með þessari tillögu að fjárhagsáætlun hefur tekist að ná því markmiði,“ sagði Guðjón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum, við DV. Fjárhagsnefnd SSS hefur sent sveitarfélögunum á Suðurnesjum skiptingu kostnaðar þeirra vegna fjárhagsáætlana í sambandi við stofnanir sem þau reka sameigin- lega 1996. Heildarkostnaður verður tæpar 148 millj. króna í ár en var 152 milljónir í fyrra. Kostnáðurinn hefur farið lækkandi milli ára. 1993 var hann 162 milljónir og 163 millj- ónir 1994. Skipting kostnaðar í ár milli sveitarfélaganna er sá að Reykja- nesbær greiðir 104,7 milljónir, Grindavík 13,8 milljónir, Gerða- hreppur 11,4 milljónir, Sandgerði 10,7 milljónir og Vatnsleysustrand- arhreppur 7 milljónir. ÆMK Yfirfærsla grunnskólans í uppnámi: Kennarar bíða eftir ríkisstjórnarfundi segir formaöur HÍK „Ef ríkisstjórnin heldur fast við þetta og menn flytja grunnskólann 1. ágúst þá gerist það í fullkominni ósátt við kennara. Öll áform um að flytja kjarasamninga grunnskóla- kennara verða fokin út í veður og vind og þar með teljum við að kjara- samningar séu lausir 1. ágúst. Það myndi einfaldlega þýða að huga þyrfti að samningastarfi fljótt. Þetta riðlar stöðunni algjörlega og ég get ekki ímyndað mér að sveitarfélögin séu hrifin af því að fá grunnskólann í uppnámi til sín og kennarana mjög óánægða," segir Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, HÍK. Kennarafélögin hafa ákveðið að draga sig út úr samstarfi um flutn- ing grunnskólans til sveitarfélaga vegna óánægju með frumvörp ríkis- stjórnarinnar um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna, um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins og um samskiptareglur á vinnumark- aði. Elna Katrín segir að kennarar hafi vissulega vitað af því að frum- vörp væru í undirbúningi en engan hafi órað fyrir því að þær „breyting- ar yrðu einvörðungu og algjörlega til skerðingar á öllum réttindum." Elna Katrín segir að lög og kjara- samningar hangi saman. I síðustu samningum hafi samninganefnd ríkisins lagt kapp á að samið yrði til ársloka 1996 og þess vegna finnist kennurum ekki „stórmannlegt“ að koma fram með þessar breytingatil- lögur á miðju samningstímabili. Staðan hefði verið önnur ef kjara- samningar hefðu verið lausir því að þá gætu kennarar hugsanlega sótt í kjarasamningum það sem hefði far- ið forgörðum. Forsvarsmenn kennara ræddu við fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra á föstudag og segir Elna Katrín að kennarar bíði eftir því hvaö komi fram á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag. -GHS TEG:LEXUS millistíf hörð Twin 97x190,5 kr. 63.240,- 60.670,- TwinXL 97x203 68.270,- 65.010,- Full 135X190,5 73.970,- 72.130,- FullXL 135x203 77.160,- 75.530,- Queen 152x203 84.970,- 83.490,- Cal.king 183x203 117.920,- 113.390,- King 193x203 117.920,- 113.390,- fvíest selda ameríska dýnaná íslandi TEG: T.ELITE mjúk millistíf hörð Twin 97x190,5 kr. 80.510,- 73.970,- 67.580,- TwinXL 97x203 85.550,- 79.010,- 72.160,- Full 135x190,5 91.250,- 83.870,- 76.580,- FullXL 135x203 96.280,- 88.900,- 81.160,- Queen 152x203 101.810,- 93.760,- 85.680,- Cal.king 183x203 136.880,-128.150,-117.190,- King 193x203 136.880,-128.150,-117.190,- HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöföi 20-112 Rvík - S:587 1199 TEG: TRANQILITY millistíf Twin 97x190,5 kr. 52.610,- TwinXL 97x203 57.520,- Fuli 135x190,5 60.820,- FullXL 135x203 65.850,- Queen 152x203 71.790,- Cal.king 183x203 94.710,- King 193x203 94.710,- TEG: AZTEC millistíf Twin 97x190,5 kr. 48.640,- TwinXL 97x203 53.680,- Full 135x190,5 57.200,- FullXL 135x203 62.230,- Queen 152x203 67.260,- Cal.king 183x203 89.070,- King 193x203 89.070,- ÞAO ER SVO EINFALT Ai W® ER DÝNAN SEIJ SKIPTffi HÁU Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. 65 ára reynsla við dýnuframleiðslu hefur kennt SERTA heilmikið um það hvernig dýna verður fullkomin. SERTA dýnan sameinar frábær þægindi, góðan stuðning og langa endingu. Við eigum Serta dýnurnar alltaf til á lager og þeim fylgir allt að 20 ára ábyrgð. ' öll dýnuverð miðast við dýnur á ramma TEG: EURO hörð Twin 97x190,5 kr. 42.100,- TwinXL 97x203 47.130,- Full 135x190,5 50.490,- FullXL 135x203 55.520,- Queen 152x203 58.370,- Cal.king 183x203 86.220,- King 193x203 86.220,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.