Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 Fréttir pv Opinberir starfsmenn stofna sameiginlega aðgerðanefnd: Stefnir í alvarleg átök ef keyra á frumvörpin í gegn - segja Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK, og Eiríkur Jónsson, formaður KÍ „Auðvitaö stefnir í alvarleg átök ef ríkisstjórnin ætlar að keyra frumvörpin óbreytt í gegn. Það seg- ir sig alveg sjálft. Þetta er miklu al- varlegri aðför að kjörum okkar en ég hef upplifað hingað til og hef ég þó verið mörg ár í starfl fyrir Hið íslenska kennarafélag. En maður veröur að hafa borð fyrir báru i yfirlýsingum því við erum með kjarasamning út þetta ár. Þó hljóta menn að velta því fyrir sér hvort og þá hvenær forsendur kjarasamn- inga eru brostnar. Sú skerðing sem boðuð er á lífeyrisrétti kennara snertir auðvitað kjarasamningana. Allur umbúnaður um okkar ráðn- ingarkjör, eins og hann er í lögun- um um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, er hluti af kjarapakkanum. Og lífeyriskjörin voru notuð hér áður fyrr til að rétt- læta lakari laun og því eru þau hluti af kjarapakkanum," sagði Elna K. Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, í samtali við DV. Nú virðist stefna í átök vegna frumvarpa ríkisstjórnarinnar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og kennara vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaga. Elna segir að allt kjarasamningaum- hverfi opinberra starfsmanna fari á flot viö áform ríkisstjórnarinnar um skerðingu á réttindum fólks. „Ég held að lífeyrisrétturinn sé kennurum svo heilagur að þeir séu tilbúnir að ganga mjög langt til að verja hann. Ég hygg að þeir taki undir með forystumönnum sínum um að þessi fyrirhugaða réttinda- skerðing muni kasta okkur til baka um áratugi. Ég tel að fólk sé að Elna K. Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags. DV-mynd GS vakna tU meðvitundar um þetta þessa dagana. Ég sé fyrir mér mik- inn óróa og átök og mótmæli þegar það rennur upp fyrir venjulegu fólki í þjónustu hins opinbera hvað er að gerast. Það mun sjá að það er alvara á ferðum," sagði Elna K. Jónsdóttir. „Ég útiloka ekki að það geti ver- ið átök í aðsigi haldi ríkisstjómin fast viö stefnu sína í þessum mál- um,“ sagði Eirikur Jónsson, for- maður Kennarasambands íslands, í samtali við DV í gær. Hann sagði að næstu dagar færu í það hjá forystumönnum BSRB, BHMR og kennarafélögunum að halda fundi og upplýsa félaga sína um hvað þau frumvörp snúast ná- kvæmlega sem ríkisstjórnin er að leggja fram um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. -S.dór Nýtt leikrit Cartwrights: Heims- frum- sýning í Borgar- leikhúsinu - á undan West End í London Nú er ljóst að um heimsfrum- sýningu verður að ræða í Borg- arleikhúsinu í sumar þegar nýtt leikrit eftir Jim Cartwright, Sto- ne free, verður frumsýnt á stóra sviðinu. Til stóð að heimsfrum- sýningin yrði í West End í London í vor en þar verður verkið ekki sýnt fyrr en i lok júlí. Þetta verða að teljast ánægju- leg og stór tíðindi fyrir íslenskt leikhúslíf þar sem Cartwright er eitt vinsælasta nútímaleikskáld Evrópu um þessar mundir. Þrjú leikrit eftir hann hafa verið sýnd hér á landi fram að þessu og öll fyrir troðfullu húsi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóö- leikhúsinu og Leikfélagi Akur- eyrar. Þetta eru Stræti, BarPar og Taktu lagið Lóa. Leikstjóri verður Magnús Geir Þórðarson sem unnið hefur í náinni samvinnu viö Cartwright að undirbúningi verksins. Hann vann að forsýn- ingum á verkinu í Englandi í fyrra ásamt höfundinum. Tón- listarstjórn verður í höndum Jóns Ólafssonar. Stone Free er dramatískt gamanleikrit þar sem brugðið er upp svipmynd- um af mannlífi á rokkhátíð. Tónlist sjöunda áratugarins er gert hátt undir höfði enda er tit- ill verksins vísun í samnefnt lag eftir Jimi Hendrix. -bjb Haröar deilur um breytingu Pósts og síma í hlutafélag: Sauður í sauðar- gæru og skeggjúði - uppnefndu Össur Skarphéðinsson og Halldór Blöndal hvor annan Stuttar fréttir Þegar í upphafi 1. umræðu á Al- þingi um stjórnarfrumvarp um stofnun hlutafélags um rekstur Pósts og síma hófst karp og stóryrði voru látin fjúka. Össur Skarphéð- insson kallaði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra „sauð í sauðargæru" og Halldór kallaði Össur „skeggjúða“ í lok deilu þeirra um réttindi starfsfólks Pósts og síma við breytinguna. Það var samgönguráðherra sem mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Hann sagði ástæðuna fyrir því að frumvarpið væri flutt vera þá að gera Pósti og síma auðveldara að starfa og taka ákvarðanir i harðri samkeppni örrar þróunar í fjar- Teppa í Bakka- selsbrekkunni Hjálparsveit var kölluð út í gærkveldi til að geiða úr umferð- arteppu sem myndaðist í Bakkaseisbrekkunni á Öxnadals- heiði. Laust fyrir átta barst hjálparbeiðni þaðan en þá voru nokkrir bílar fastir í brekkunni og m.a. stóð vörubíll þar þvers- um. Blindbylur var á heiðinni í gær og olli það vegfarendum erf- iðleikum. Færð var erfið víða norðanlands í gærkveldi vegna skafrennings en þó er óvíða mik- ill snjór. -GK Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jJ Nel zj ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 Á biskup íslands að segja af sér? skiptatækni. Ráðherra sagði að tryggt væri að aðeins yrði til eitt hlutabréf og það yrði í eigi ríkisins. Það væri sinn vilji að Póstur og sími hf. yrði ekki selt og alla vega ekki án samþykkis Alþingis. Guðni Ágústsson stjórnarþing- maður sagðist ekki sjá tilganginn með því að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Hann sagðist ekki gera sig ánægðan með svar samgöngu- ráðherra. Össur Skarphéðinsson gerði að umræðuefni réttindi starfsfólks Pósts og síma við breytinguna. Minnti hann á nýfallinn hæstarétt- ardóm um biðlaunarétt starfsmanns Síldarverksmiðju ríkisins þegar því fyrirtæki var breytt í hlutafélag og síðan selt. Starfsmaðurinn vann málið, fékk dæmd biðlaun því starf hjá hlutafélagi væri ekki þaö sama og hjá ríkinu. Um þetta deilu Össur og Halldór Blöndal og varð þeim nokkuð heitt í hamsi og notuðu þeir stór orð. Ragnar Arnalds gagnrýndi ýmis- legt í frumvarpinu og ekki síst það að breyta fyrirtækinu í hlutafélag, sagði ýmis önnur form kom til greina. Magnús Stefánsson tók undir það sjónarmið að fleiri form en hlutafé- lagaformið kæmi til greina. Síðdegis í gær var á annan tug þingmanna á mælendaskrá. -S.dór Lögreglan kom til hjálpar í gær þegar lítið barn lokaðist inni í bíl við Tjörn- ina. Barnið gat ekki opnað sjálft innan frá og því varð að „plokka" upp lás- inn. DV-mynd S Vill taka upp aftur Fangaprestur vill að Guð- mundar- og Geirfinnsmál verði tekin upp að nýju því sakbomingar hafi verið beitt- ir harðræði. Stöð 2 greindi frá. Ekki kvóti á lax ESB setur ekki kvóta á lax frá Noregi en gefur engin lof- orð um kærur fyrir undirboð. Sjónvarpið sagði frá. Taka ekki viö skólanum? Borgarstjóri segir að sveit- arfélögin geti ekki tekið við rekstri grimnskólans ef kenn- arar verða með lausa samn- inga. Sjónvarpið greindi frá. Virkja fyrir 15 miiyaröa? V irkj unarframkvæmdir Landsvirkjunar næstu árin kosta 15 milljarða, skv. Stöð 2. Próf í 4. og 7. bekk Samræmd próf í íslensku og stærðfræði verða i fyrsta sinn lögð fyrh' 4. og 7. bekk grunnskólans í haust. RÚV greindi frá. Ábyrgöargjald hækkar Áhyrgðargjald á raögreiðs- lusamninga hjá Visa-íslandi hækkar á næstunni. Stór- kaupmenn mótmæla. RÚV sagði frá. Gervitungli skotiö upp Jarðstöö verður sett upp á Héraði. Gervitungli verður skotið á loft og því beint inn á réttar brautir í geimnum, skv. Stöð 2. -GHS Vetrarleiðangur Hafrannsóknastofnunar: Almennt gott árferði í sjónum í Austur-íslandsstraumi djúpt Árferði í sjónum allt í kringum landið er almennt gott samkvæmt heildarniðurstöðum vetrarleiðang- urs rannsóknaskipsins Bjama Sæ- mundssonar. Skipið var í leiðangri 5. til 20. febrúar. Sjávarhiti úti fyrir Suður- og Vesturlandi var 5 til 7 stig, sem er í góðu meðallagi, en seltan var frem- ur lág eins og undanfarin ár. Áhrifa hlýja sjávarins gætti í vetur einnig fyrir Norðurlandi, allt frá Kögri að Langanesi, með 3 til 5 stiga hita. Er það mikil breyting frá því sem var veturinn og vorið 1995 þegar ískald- ur svalsjór og pólsjór ríkti á norður- og austurmiðum í meira mæli en áður hafði mælst. Fyrir Austurlandi var hitastig í vetur einnig hátt eða 2 til 3 stig. , norður og austur af landinu hitastig í vetur einnig tiltölule hátt, 0 til 2 stig, en seltan aftur lá Gefur það vísbendingu um að lo kuldi geti enn kælt sjóinn. Ástand er á mörkum þess að geti frosifi frosthörkum. Hafishætta úr þeii átt virðist þó mjög ósennileg úr þ sem komið er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.