Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1996, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 5 Fréttir ## Sérfræöingar um Hvalfj arðargöngin: Oryggi í fyrirrúmi og lítil engin skjálftahætta - litlar líkur sagðar á jarðhræringum næstu 50 árin sem Sú hönnun Hvalfjarðarganga sem snýr að eldvörnum er byggð á norskum reglum og stöðlum eins og mælt er fyrir um í samningi Spalar hf. og samgönguráðuneytisins. Norskir og breskir sérfræðingar gerðu úttekt á öryggismálunum, bæði eldvörnum og sjálfum umferð- arþættinum. Ef miðað er við norska staðla verða öryggismál í Hvalfjarð- argöngum betur tryggð en almennt gerist í göngum með álíka umferð og þar er gert ráð fyrir. Ef miðað er við reynslu Norð- manna og áhætta metin út frá for- sendum í sambærilegum samgöngu- mannvirkjum erlendis má gera ráð fyrir að bíll stöðvist í göngunum vegna bilunar einu sinni á hverjum tveimur mánuðum, einnig að fólk meiðist í óhappi í göngunum einu sinni á sex árum og að kvikni í bíl í göngunum einu sinni á 8 til 9 ára fresti. Þá er átt við smávægilegan eld í einkabíl sem bílstjóri slekkur sjálfur. Halldór Blöndal samgönguráð- herra segir að farið verði eftir þeim almennu reglum sem í gildi eru þeg- ar öryggismál eru annars vegar og að sýslumanni viðkomandi svæðis beri að fylgja eftir þeim óhöppum sem upp kunna að koma. Félagsmálaráöherra: Kennarar og skólastjórar ekki vanhæfir Félagsmálaráðherra hefur sent frá sér álit þar sem fram kemur að kennarar og skólastjórar eru al- mennt ekki vanhæfir til setu í sveit- arstjórnum eftir yfirfærslu grunn- skólans til sveitarfélaganna 1. ágúst frekar en aðrir starfsmenn sveitar- félaga vegna starfstengslanna einna. Álit ráðherra er svar við fyrirspurn frá Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Félagsmálaráðuneytið telur eðli- legt að sveitarstjórnir leitist við að skipa ekki starfandi kennara í skólanefndir þar sem líklegt er að þeir hafi hagsmuna að gæta við úr- lausn margra mála í skólanefnd. í álitinu segir einnig að skólastjórar og aðrir skólastjórnendur verði ekki kjörgengir í skólanefndir eftir 1. ágúst. Að auki geta skólastjórar og kennarar verið vanhæfir þegar ein- stök mál sem varða grunnskólann eða starfsmenn hans eru til umfjöll- unar í sveitarstjórn. ______________________-GHS Stórt fall Bjarkar DV, Akranesi: Það fór ekki eins og breskir popp- sérfræðingar höfðu spáð að Hypper- ballad, nýja lagið hennar Bjarkar Guðmundsdóttur, myndi hækka á smáplötulistanum. Lagið var í 8. sæti í síðustu viku en féll niður í 28. sæti á listanum sem var birtur um helgina. Sérfræðingarnir telja að barsmíð Bjarkar á breskri blaðakonu í Bang- kok hafi haft þessi áhrif. Plata Bjarkar, Post, hækkaði hins vegar um eitt sæti - fór úr 38. sæti í það 37. -DÓ Beint samband við slökkvilið I göngunum verður komið fyrir 40 öflugum viftum til að hreinsa mengun frá bílum. Neyðarsímar verða með 500 metra millibili, i út- skotum sem eru nægilega stór til að hægt sé að snúa við flutningabílum. Sólarhringsvakt verður í gjaldskýli við norðurenda ganganna og þaðan verður beint simasamband við slökkvilið. Slökkvitæki verða með 250 metra millibili og slökkviliðið fær sjálf- krafa boð úr göngunum ef slökkvi- tæki er tekið af sínum stað. Vörnum verður haldið í hámarki og t.d. reynt að passa að ekki verði straum- ur olíubíla eða annarra bíla með hættuleg efni í gegnum göngin. Inn- an við 10 mínútur tekur fyrir slökkviliðið á Akranesi að koma á vettvang þar sem göngin munu koma upp í Innri-Akraneshreppi. Slökkvibíll er einnig á Grundar- tanga og Kjalarnesi, auk þess sem Slökkvilið Reykjavíkur er ekki langt undan. Skjálftar afar ólíklegir Það er álit sérfræðinga að afar ólíklegt sé að jarðskjálftar valdi al- varlegum skemmdum í Hvalfjarðar göngum. Þessi ályktun er meðal annars dregin af reynslu erlendis eftir stóra jarðskjálfta sem riðið hafa yfir undanfarin ár. Einnig er um að ræða niðurstöður Páls Hall- dórssonar jarðeðlisfræðings og norskra sérfræðinga. Páll telur nær engar líkur á miklum jarðhræring- um næstu 50 árin sem raskað gætu rekstri Hvalfjarðarganga. Að mati Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands eru göngin ein hag- kvæmasta stórframkvæmd í sam- göngumálum á Islandi. Stofnunin áætlar að þjóðhagslegur ávinningur af þeim verði um 7 milljarðar króna, þar af sé ávinningur neyt- enda um 4,5 milljarðar. -brh This announcement appears as a matter of record only. FJÖLMIÐLUN HF THE ICELANDIC BROADCASTING CORPORATION INC. DM 53,000,000 Term Loan Arranged by: Chase Investment Bank Limited Provided by: The Chase Manhattan Bank, N.A. The MitsubishiTrust & Banking Corporation NM Rothschild & Sons Limited MeesPierson N.V. Búnaðarbanki íslands Sparisjóðabanki íslands HF FacilityAgentand Security Trustee: The Chase Manhattan Bank, N.A. February1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.