Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 Fréttir Sævar Ciesielski undirbýr að kæra Hallvarð Einvarðsson til dómsmálaráðuneytisins: Hallvarður ábyrgur fyrir harðræöinu sem við lentum í - segir Sævar og telur það mál óháð því hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp að nýju „Hallvarður Einvarðsson stjórn- aði allri rannsókn málsins og hann ber ábyrgð á harðræðinu sem við lentum í. Ég er að undirbúa kæru á hendur Hallvarði til dómsmálaráðu- neytisins þar sem ég krefst þess að þáttur hans verði rannsakaður," ségir Sævar Ciesielski, einn sak- bominga í Geirfinns- og Guðmund- armálum, í samtali við DV. Sævar segist vinna að kærunni upp á eigin spýtur enda komi hún hugsanlegri upptöku Geirfinns- og Guðmundarmála ekki beinlínis við. Hallvarður var saksóknari þegar þessi sögufrægu mál voru rannsök- uð fyrir rúmum tveimur áratugum en hann er nú ríkissaksóknari. Sævar segir að síðustu daga og vikur hafi komið fram í fjölmiðlum vitnisburðir um hvaða aðferðum var beitt til að knýja fram játningar hjá sakborningunum í Geirfinns- og Guðmundarmálum. Vísar hann þar til að föngunum var haldið í ein- angrun mánuðum saman og oft haldið vakandi svo sólarhringum skipti. Þá hafa komið fram fullyrð- ingar um líkamlegt ofbeldi. „Fangaprestur og fangaverðir hafa vitnað um að þarna var ekki allt með felldu og það er allt sem bendir til að lög hafl verið brotin á okkur. Hallvarður lagði á ráðin um rannsóknina og þar á meðal um harðræðið sem við vorum beitt. Ég Formaður Ungmennafélags Fljótamanna: Kom grátandi heim eftir átakan legan orðastað Nýkjörin stjórn Ungmennafélags Fljótamanna mun á morgun taka fyr- ir mál Trausta Sveinssonar á Bjam- argili og kaup hans á 9 milljóna króna snjótroðara sem hann gerði nýlega upp á sitt eindæmi og án fé- lagslegrar heimildar. Eins og fram kom í DV i gær krafðist aðalfundur þess um helgina að Trausti skilaði 4 milljónum króna sem hann varði í nýja troðarann af fjármunum sem fólk í sveitinni hafði safnað. Guðný Lára Petersen, formaður félagsins, sagði við DV í gær að lög- fræðingur yrði fenginn til að inn- heimta féð en einnig kæmi til greina að bjóða Trausta að kaupa 4 milljóna króna hlut skíðadeildar fé- lagsins í troðaranum. Þórði Ragnarssyni, eiginmanni Guðnýjar, var mjög brugðið þegar kona hans kom heim frá Bjarnargili á mánudag. Hann sagði við DV að hún hefði farið þangað þeirra er- inda að færa konu Trausta afrit af fundargerð aðalfundarins: „Ágæt kona Trausta hringdi hingað og óskaði eftir að fá ljósrit af fundargerðinni," sagði Þórður. „Guðný tók því vel og til að verða við óskinni ók hún með fundargerð- ina heim að Bjarnargili. Hún af- henti konunni síðan fundargerðina en þá birtist Trausti eins og naut í flagi,“ segir Þórður. Hann segir að maðurinn hafi ausið yfir konu sína svívirðingum: „Þegar Trausti er að persónugera Guðnýju fyrir allt hið vonda þá er ég óhress,“ sagði hann. Gunnar Ingimarsson, formaður UMSS, sagði aðspurður við DV að hann hefði farið á aðalfundinn í Fljótum til þess m.a. að leggja línur um hvernig framfylgja ætti lögum og reglugerðum ÍSÍ og UMFÍ. Gunnar sagði augljóst að félagslega heimild hafi þurft til að kaupa snjótroðara. -Ótt Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að nýbyggingu í Rimahverfi í Grafarvogi f gær. Eldur logaði í plasti og tjörupappa og af þvf varð mikill reykur. Frá- rennslisrör bráðnaði og tjón varð töluvert. Vel gekk að slökkva. DV-mynd S Uppsögn leikhúsráðs LR á samningi við nýráðinn leikhússtjóra: Það er óþarfi að ráða leikhús- stjóra því hér eru þeir 70 - segir Viðar Eggertsson við DV um brottreksturinn „Það er augljóst að hagsmunir listarinnar eru ekki í fyrirrúmi heldur ráða hagsmunir einstaklinga meiru. Það virðist vera óþarfi að ráða leikhússtjóra því hér eru þeir 70. Mér sýnist að þeir ætli að greiða atkvæði um það á félagsfundum hvað gera eigi í leikhúsinu. Ekki veit ég hvaða leikhús getur starfað þannig. Ég hef farið í einu og öllu eftir þeim starfssamningi sém við mig var gerður og starfað eftir lög- um og reglum félagsins," sagði Við- ar Eggertsson í samtali við DV eftir að meirihluti leikhúsráðs Leikfé- lags Reykjavíkur samþykkti á fúndi í gær að segja upp ráðningarsamn- ingivið hann sem leikhússtjóra í Borgarleik- húsinu fyrir næsta leikár. Uppsögn Við- ars tekur gildi nú þegar. Viðar sagði framhaldið óljóst af sinni hálfu. Hann myndi kanna lagalegan rétt sinn en hann hefði meiri áhyggjur af leiklistinni og stöðu Leikfélags Reykjavíkur og Borgar- leikhússins. „Það skiptir leiklistina miklu Viöar Eggertsson. Þú getur svarað þessari spurningu meö því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jJ Nei _2j r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Á að kalla forsvarsmenn ríkisbanka og sjóða til ábyrgðar ______vegna útlánataps?______ máli hvernig félagið hefur fellt grímuna og sýnt. sitt rétta andlit sem þröngur hagsmunahópur. Það er ófært að reka leikhús þannig í nútímaskilningi. Það eina sem ég harma er að ég hef unnið baki brotnu við að undirbúa glæsilegt leikár næsta vetur og laða til mína fjölda góðra listamanna til að leggja þar hönd á plóg,“ sagði Viðar. Samningur við borgina í hættu Fulltrúi Reykjavíkurborgar í ráð- inu, Örnólfur Thorsson, var andvíg- ur uppsögninni og lagði fram sér bókun. í henni kemur m.a. fram að svo gæti farið að samningur borgar- innar við Leikfélag Reykjavíkur um rekstur Borgarleikhússins verði endurskoðaður. Þeir sem sam- þykktu uppsögn voru fulltrúar stjórnar leikfélagsins, þeir Sigurður Karlsson, sem tók við formennsku í ráðinu af Kjartani Ragnarssyni, Þorsteinn Gunnarsson og Kristján Franklín Magnús, sem tók sæti Sig- rúnar Eddu Björnsdóttur. „Ég óttast að hér séu hagsmunir einstakra félagsmanna í Leikfélagi Reykjavíkur látnir vega þyngra en hagsmunir þess listræna starfs sem ætlaður er vettvangur í Borgarleik- húsi með tilstyrk Reykjavíkurborg- ar. Þessi gjörningur hlýtur að hafa áhrif á þá endurskoðun samkomu- lags Reykjavikurborgar og Leikfé- lags Reykjavíkur frá 1992 sem nú stendur yfir,“ segir Ömólfur m.a. í bókun sinni. Eftir brottrekstur Viðars ríkir fullkomin óvissa um þá starfsmenn og leikara sem hann hafði fastráðið til leikhússins. Gildir það um Sig- rúnu Valbergsdóttur aðstoðarleik- hússtjóra, Bjarna Jónsson, listræn- an ráðunaut leikhússtjóra, Álfrúnu G. Guðrúnardóttur markaðsstjóra og leikarana Benedikt Erlingsson, Þórhall Gunnarsson, Kjartan Guð- jónsson, Kristján Franklín Magnús, Bjöm Inga Hilmarsson, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdótfiu', Maríu Elling- sen og Rósu Guðnýju Þórsdóttur. Sömu sögu er að segja um þær upp- sagnir leikara sem Viðar hafði feng- ið samþykki fyrir i leikhúsráði, þ.e. samningum við Guðmund Ólafsson, Eggert Þorleifsson, Árna Pétur Guð- jónsson, Felix Bergsson, Ara Matthíasson og Jóhönnu Jónas. At- hygli vekur staða Kristjáns Frank- líns leikara innan leikhússins en hann samþykkir uppsögn á þeim manni sem hafði ráðið hann í fasta stöðu hjá LR! Ekki náðist í formann leikhús- ráðs, Sigurð Karlsson, eftir fundinn í gær en ráðið kemur næst saman til fundar í fyrramálið. ætla nú að biðja um að þáttur hans verði rannsakaður,“ segir Sævar. DV bar fyrirætlanir Sævars und- ir Hallvarð Einvarðsson ríkissak- sóknara en hann vildi ekkert um þær segja. -GK Stuttar fréttir Miöstöð í miðbænum Borgarráð samþykkti í gær að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verði í Miðbæjarskólanum. Sjálf- stæðismenn mótmæltu vinnu- brögðum meirihlutans í málinu. Jafnrétti í nafngift Heimilt verður að kenna sig við bæði móöur og foður en ekki aðeins annað hvort, verði sam- þykktar breytingar sem allsherj- arnefnd leggur til á frumvarpi á mannanöfn. RÚV greindi frá þessu. Skeljungur í sápuna Olíufélagið Skeljungur hefur keypt meirihlutaeign Nathans Olsen hf. í sápugerðinni Frigg. Starfsemi Friggjar veröur óbreytt fyrst um sinn. AB gjaldþrota Stærstu lánardrottnar hafa krafist gjaldþrots hjá Almenna bókafélaginu. Samkvæmt Mbl. er félagið endanlega hætt starfsemi. 250 milljaröa velta Heildarvelta í verslun á síð- asta ári var nálægt 250 milljörð- um króna. Þetta kom fram í Við- skiptablaðinu. Glitnir í góöum máium Eignarleigufyrirtækið Glitnir hagnaðist um 105 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er mun betri afkoma en árið áður, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Konur úr kirkjunni Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Tímans hefur nærri sjötta hver kona á höfuðborgar- svæðinu hugleitt úrsögn úr þjóð- kirkjunni. Meiri kvóta Meirihluti þingmanna vill auka þorskkvótann, samkvæmt skoðanakönnun sjómannablaðs- ins Víkings. Stöð 2 greindi frá þessu. Öryggi barna Lögreglan á Suðui-vesturlandi mun næstu daga fylgjast sérstak- lega með öryggi bama í bílum. Samkvæmt Tímanum sjást ung böm enn í framsætum. . Augiýsingaherferö Átak hefst í dag í sölu lamba- kjöts vestanhafs með auglýsinga- herferð í stórblaðinu New York Times. Þetta kom fram í Mbl. Söluaukning Verðmæti söluafurða Iceland Seafood, dótturfyrirtækis ís- lenskra sjávarafurða í Bretlandi, jókst um 35% á síðasta ári, sam- kvæmt frétt Mbl. Mótmæli til þingmanna Kennarar viö Kvennaskólann í Reykjavík hafa sent ályktun til þingmanna þar skerðingum á réttindum ríkisstarfsmanna er harðlega mótmælt. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.