Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 41 íþróttir Eydís best í Keflavík DV, Keflavik: Sundkonan snjalla Eydís Kon- ráðsdóttir var á dögunura kjörin íþróttamaður Keflavíkur fyrir árið 1995 og um leið sundmaður ársins á ársfundi íþrótta- og ung- mennafélagsins í Keflavík. Haukur Ingi Guðnason var kjör- inn knattspyrnumaður ársins, Eiríkur Gunnarsson var kjörinn badmintonmaður ársins, Eiríkur Snorrason handboltamaður árs- ins, Anna María Sveinsdóttir körfuboltamaður ársins, Reynir Þór Reynisson var kjörinn skot- maður ársins og Halldóra Þor- valdsdóttir var útnefnd fimleik- maður ársins. Á sama fundi var Gísla Jó- hannssyni dómara afhent starfs- merki UMFÍfyrir gott starf í þágu hreyfingarinnar. -ÆMK Floro rekinn frá Albacete Benitio Floro, fyrrum þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, var í gær rekinn frá störfúm sem þjálfari spænska lcedeildar liðsins Albacete. Lið- inu hefur vegnað illa á keppnis- tímabilinu og er sem stendur í 19. sæti deildarinnar. Jensen lánaður til Bröndby Danski miðvallarleikmaður- inn John Jensen hefur verið lán- aður frá Arsenál til síns gamla félags I Danmörku, Bröndby. Jensen, semr keyptur var tfl Arsenal fyrir 2,1 milljón punda í kjölfariö á góðri frammistöðu hans með Dönum í EM 1992, hef- ur ekki tekist að vinna sér sæti i byrjunarliði Arsenal síðan Bruce Rioch tók við stjóminni á Highbury. Janet örugg til Atlanta Bandaríska sunddrottningin Janet Evans tryggði sér um helg- ina rétt til að keppa á ólympíu- leikunum í Atlanta í sumar. Evans tók um síðustu helgi þátt í úrtökumótinu. Hún sigraði í 400 metra skriðsundi og varð önnur í 800 metra skriðsundi. Evans, sem er 24 ára gömul og á heimsmetin í 400, 800 og 1500 metra skriðsundi, stefnir í að bæta fleiri gullverðlaunum í safn sitt en á leikunum 1988 og 1992 vann hún fern gullverðlaun. Jason næst markahæstur Jason Ólafsson er næstmarka- hæsti leikmaðurinn í ítölsku 1. deildinni í handknattleik. Jason skoraði 10 mörk fyrir Brixen þegar liðið lagði Teramo um síð- ustu helgi og Brixen er í þriðja sæti deildarinnar. Jason, sem gerði eins árs samning við Brixen, hefur leikið mjög vel í vetur og líklegt er að forráða- menn félagsins geri honum tfl- boð áður en langt um líður. Golfferö til Skotlands Úrval-Útsýn stendur fyrir golfferð til Skotlands 4.-8. apríl. Flogiö verður tfl Glasgow og gist á 4 stjömu Westerwood Hotel. Leikið verður á golfvelli sem Severanio Ballesteros hannaði, en það er frábær 18 holu vöUur. Lágmarksfjöldi í þessa ferð er 20 manns og hámark 28 manns. Allar nánari upplýsingar gefur golfdeOd Úrvals-Útsýnar í síma 569 9300. Knattspyrnutímabilið að hefjast: Fyrstu leikir deildabikars- ins á morgun Keppnistímabil knattspymu- manna hefst annað kvöld, fyrr en nokkru sinni áður. Þá fara fram tveir fyrstu leikirnir í hinni nýju deildabikarkeppni karla en síðan verða sex leikir tO viðbótar á föstu- dagskvöldið, sex á laugardaginn og átta á sunnudaginn. Tvö 1. deOdar liðanna hefja leik- inn þvi Stjaman mætir 3. deUdar- liði Ægis á sandgrasveUinum í Kópavogi og Keflvíkingar leika við 2. deUdar lið Leiknis úr Reykjavík á gervigrasveUi Leiknismanna í Efra- Breiðholti. Báðir leikirnir heíjast klukkan 20.30. AUs taka 34 lið þátt í keppninni og leika í sex riðlum. TU upprifjun- ar em þeir þannig skipaðir: A-riðill: ÍA, Stjaman, Skalla- grímur, Selfoss, Ægir, BÍ. B-riðill: Valur, FH, Völsúngur, Dalvík. C-riðiU: ÍBV, KA, ÍR, HK, Hauk- ar, TindastóU. D-riðill: Leiftur, Fylkir, Þróttur R., Þróttur N., Höttur, Léttir. E-riðiU: Grindavík, Fram, Vík- ingur R., Víðir, Grótta, Sindri. F-riðiU: Keflavík, Breiðablik, Þór Ak.., Leiknir R.., Reynir S., KS. Leikin er einfold umferð í riðlun- um, nema hvað tvöfold umferð er í B-riðli vegna þess að þar em fjögur lið. Tvö efstu liðin í hveijum riðli komast í úrslitakeppnina sem hefst 1. maí en úrslitaleikurinn fer fram 16. maí. Riðlakeppni deOdabikarsins er að mestu leyti spiluð um helgar en ekkert verður leikið frá 1. til 10. apr- 0 þar sem mörg lið verða erlendis um það leyti. ÍA og ÍBV byrja ekki að spOa í bikamum fyrr en 29. mars þar sem bæði lið eru að fara á al- þjóðlegt mót á Kýpur. Mótið er haldið samkvæmt öUum lögum og reglum KSl. Leikmenn fara í bann eftir þrjú gul spjöld eða eitt rautt og í tveggja leikja bann fyrir fimm gul spjöld. Heimilt er að nota aUa fimm vara- mennina en hins vegar verða aUir að .vera löglegir með viðkomandi fé- lagi. Ekki er heimUt að nota erlenda leikmenn sem eru tU reynslu hjá fé- laginu nema gengið sé frá félaga- skiptum þeirra. -VS Besta sundfólkið keppir í Eyjum - innanhússmeistaramótið um helgina Um næstu helgi fer fram innan- hússmeistaramót íslands í sundi í Vestmannaeyjum. Þetta verður í áttunda sinn sem innanhússmótið fer fram í Eyjum. Gaman verður að sjá hvemig sundmönnum reiðir af í Eyjum en margir eru sammála um að hún sé besta keppnislaug lands- ins. Laugin er saltblönduð sem ger- ir það að verkum að sundfólkið er léttara í vatninu. Keppendur verða 119 frá 16 félög- um. Að vanda mætir allt sterkasta sundfólk landsins og koma meðal annrs þeir Logi Jes Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson frá Bandaríkj- unum þar sem þeir eru við nám og æfingar. Þar hafa þeir félagar æft undir handleiðslu þjálfara í fremstu röð. Búast má við hörkukeppni þeirra í milli í 50 og 100 metra skrið- sundi. Eydís Konráðsdóttir og bróðir hennar Magnús mæta að sjálfsögðu einnig tO leiks og verður gaman að fylgjast með baráttu Magnúsar við Árnar Frey í skrið-, flug- og fjór- sundi. Eydís mun keppa í fimm greinum á mótinu og kæmi satt best að segja ekki á óvart þótt hún hyggi nálægt metum eða jafnvel setti einhver. í mótslok verður tilkynnt besta og efnOegasta sundfólk mótsins í kvenna- og karlaflokki og gefur Vinnslustöðin verðlaunin en Flug- leiðir veita verðlaun þeim einstakl- ingum úr kvenna- og karlaflokki sem eru stigahæst samanlagt í tveimur sundgreinum samkvæmt alþjóðastigatöflu. -JKS Litli bikarinn lagður niður - nýtt vormót stofnað í staðinn Litla bikarkeppnin, vormót knatt- spýmufjgjaga úr nágrenni Reykja- ,víkur sem fram hefur farið sam- fleytt síðan 1969, hefur verið lögð niður. í staðinn er verið að koma á nýrri keppni, Pepsi-mótinu, með þátttöku 1. og 2. deildar liða af svæðinu. Þátttökuliðin verða sex eða átta.. Keflavík, ÍA, Stjarnan, Breiðablik og FH hafa tilkynnt þátttöku en beð- ið er eftir svörum frá ÍBV og Grindavík. Verði bæði liðin með verður einu félagi til viðbótar boðin þátttaka, annars verða liðin sex. Mótið hefst væntanlega um miðjan aprO. -VS Eyjamenn í undankeppni - spila um aö komast í forkeppni UEFA-bikarsins Eyjamenn þurfa að hefja keppni í UEFA-bikarnum i knattspyrnu strax i júlí í sumar. Þátttökuliðum í keppninni fjölgar sífeflt og nú þarf að leika sérstaka undankeppni til að komast í forkeppnina. ÍBV fer í þessa undankeppni en Skagamenn, sem einnig eru með í UEFA-bikamum, sleppa við hana og fara í forkeppnina í ágúst. Liðin sem komast i gegnum hana leika í 1. umferðinni í september. Þetta gæti reynst mjög hagstætt fyrir Eyjamenn. Ef þeir ná að sigra mótherja sína í undankeppninni eru þeir öruggir með tæpar 9 mOlj- ónir króna í greiðslur frá UEFA fyr- ir að leika í tveimur umferðum í keppninni. KR-ingar taka þátt í Evrópu- keppni bikarhafa og forkeppnin þar hefst í ágúst eins og áður. Keflvíkingar verða með í Inter- Toto keppninni og leika þar fjóra leiki í júní og júlí. -VS Rögnvaldur Erlingsson segir að góðar einkunnir hafi ekki dugað til að komast til Atlanta. DV TXST Stefán og Rögnvaldur dæma ekki á ólympíuleikunum: Hrikalega svekktir með þessa niðurstöðu Stefán Amaldsson og Rögnvaldur Erlingsson, sem um árabO hafa ver- ið besta dómarapar landsins í hand- knattleik, munu ekki dæma á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar eins og búist var við. „Við erum náttúrulega hrikalega svekktir yfir þessari niðurstöðu. Maður verður að líta svo á að við séum ekki nógu góðir í faginu en innst í hjartanu vO ég ekki samþykkja það. Við vorum mjög vongóðir um að komast á ólympíu- leikana og héldum að það væri að- eins formsatriði. Við höfum verið að fá góðar einkunnir fyrir frammi- stöðu okkar en það virðist ekki hafa dugað t0,“ sagði Rögnvaldur Er- lingsson í samtali við DV í gær. Búinn að skila inn milliríkjaskírteininu Rögnvaldur hefur verið mifli- ríkjadómari í 11 ár en hefur nú dæmt sinn síðasta leik á alþjóðleg- um vettvangi. „Ég er þegar búinn að skOa inn mOliríkjaskírteininu. Ég var ákveð- inn í að hætta þessu eftir árið og ólympíuleikarnir áttu að verða lokahnykkurinn. Þetta var orðið ansi þreytandi. MikiU tími fór í þetta og maður var eiginlega alveg búinn að fá nóg. Ég hef samt hugs- að mér að dæma áfram hér heima svona á meðan maður hefur gaman af þessu,“ sagði Rögnvaldur enn fremur. 12 dómarapör munu dæma á ólympíuleikunum. Níu þeirra koma frá Evrópu, eitt frá Afríku, eitt frá Asíu og eitt frá Ameríku. -GH Iþróttir áfram að gera það gott í Bandaríkjunum. Guðrún setti tvö ný met - á bandaríska háskólameistaramótinu Guörún Arnardóttir setti tvö íslandsmet á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina og náði mjög góðum ár- angri. í undanúrslitum í 55 metra grindahlaupi bætti hún íslandsmetið þegar hún kom í mark á 7,63 sekúndum. I úrslitahlaupinu leit út fyr- ir að hún myndi bæta metið en rak sig í eina grindina og hrasaði. Hún kom í mark á 7,71 sekúndu og varð í 7. sæti. Daginn eftir hljóp hún í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á 200 metra braut og bætti íslandsmetiö þegar hún kom í mark á 53,35 sekúndum og varð í 4. sæti. Guðrún keppir fyrir háskólann í Georgíu og varð hann í 2. sæti í stigakeppninni með 34 stig. Af þeim hlaut Guðrún 7 stig og varð næst stigahæst í liðinu. -GH Þeir voru að vonum kátir, Haukarnir, eftir sigurinn á erkifjendunum í Kaplakrika í gærkvöldi. Bjarni Frostason og Petr Baumruk fagna á stóru myndinni og Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, á þeirri minni. Hægra megin reynir Hans Guðmundsson að stöðva Halldór Ingólfsson en þeir tókust oft á í leiknum. DV-myndir Brynjar Gauti FH-Haukar Spennutryllir - tvíframlengd dramatík þegar Haukar unnu FH í Krikanum (13-10) (24-24) (28-28) 30-31 0-1, 4-2, 5-3, 5-5, 9-5, 11-7, 12-8, (13-10), 15-12, 15-16,16-16, 16-19, 19-19, 21-20, 22-23, 23-24, (24-24), 26-24, 26-27, 27-28, (28-28), 28-29, 29-30, 29-31, 30-31. Mörk FH: Hans Guðmundsson 8/2, Guðjón Ámason 6, Sigurjón Sigurðs- son 5/3, Gunnar Beinteinsson 4, Hálf- dán Þórðarson 3, Héðinn Gilsson 2, Sigurður Sveinsson 2/1. Varin skot: Magnús Ámason 11/1, Jónas Stefánsson 4. Mörk Hauka: Jón Freyr EgUsson 7, Gústaf Bjamason 6/1, Haiidór Ingólfs- son 6/1, Aron Kristjánsson 4, Þorkell Magnússon 3, Gunnar Gunnarsson 3/1, Óskar Kristjánsson 2. Varin skot: Bjami Frostason 15/3. Brottvisanir: FH 14 mín., Haukar 14 mín. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, yfirvegaðir og ör- uggir í mjög eríiöum leik, þrátt fyrir stöku mistök. Áhorfendur: Um 1.700. Maður leiksins: Jón Freyr Egils- son, Haukiun. Það tók á þriðja klukkutíma að út- kljá einhvern mesta spennuleik sem sést hefur í íslenskum handbolta um árabil — slag FH og Hauka í Kaplakrika í gærkvöldi. Eftir tvær framlengingar höfðu Haukar betur, 30-31, og Hafnar- fjarðarliðin þurfa því að mætast í odda- leik í Strandgötunni á fóstudagskvöld- ið. Þar verður allt lagt undir og miðað við átök manna á milli í gærkvöldi telja eflaust einliveijir leikmannanna að þeir eigi óuppgerðar sakir í þeim slag. Andrúmsloftið var kynngimagnað í Krikanum í gærkvöldi. Staðan hélst 24-24 síðustu tvær mínúturnar í venju- legum leiktíma og Halldór Ingólfsson bjargaði Háukum þegar hann braut á Sigurjóni Sigurðssyni í hraðaupp- hlaupi 4 sekúndum fyrir leikslok. HaU- dór slapp með venjulega brottvísun en Guðmundur Karlsson, þjálfari FH, fékk hins vegar rauða spjaldið fyrir mót- mæli. í fyrri framlengingunni jöfnuðu FH- ingar úr vítakasti, 28-28, þegar 45 sek- úndur voru eftir. í lok þeirrar síðari tókst FH-ingum síðan ekki að nýta sér að vera tveimur mönnum fleiri síðustu 11 sekúndurnar og Haukarnir fögnuðu gífurlega. „FH hafði heppnina með sér í fyrsta leiknum og við vorum kannski dálitið heppnir í kvöld. Þetta eru gífurlega jöfn lið en ákaflega ólík. Þeir eru reyndari og geysilega klókir þótt við búum líka yfir talsverðri reynslu. Við neituðum að fara strax í sumarfrí og knúðum fram oddaleikinn og það verð- ur hart barist i Strandgötunni," sagði ^Haukamaðurinn Aron Kristjánsson við DV eftir leikinn. „Þetta var rosalega súrt því mér fannst við vera að spila betur en þeir. Á meðan við réðum ferðinni og spiluð- um af þolinmæði vorum við með und- irtökin. Um leið og við fórum út úr því fórum við að fá á okkur hraðaupphlaup og þeir refsuðu okkur strax. Sigurinn gat lent hvoru megin sem var og það verður gaman í þriðja leiknum," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH. Frábær nýting hornamanna, þar sem Jón Freyr Egilsson var fremstur í flokki, gerði útslagið hjá Haukum, ásamt gífurlegri baráttu. Haukar gerðu 20 mörk úr hornunum og af lín- unni. Hjá FH voru áherslur allt aðrar, langskot og gegnumbrot gáfu 18 mörk. Hans Guðmundsson var besti maður liðsins, lykilmaður í sókn og vörn.-VS Körfubolti - úrslitakeppnin: Okkur dauð- langaði áfram - Keflavík vann KR og mætir Njarðvík DV, Suðurnesjum: „Það var fyrst og fremst löngunin sem gerði útslagið hjá okkur. Við erum með marga menn sem vita hvað úrslitakeppni er og okkur dauðlangaði að komast áfram. Við viljum ekki vera aftur áhorfendur að úrslitaleikjunum," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Kefl- víkinga, eftir sigur á KR, 83-77, í hörkuspennandi oddaleik liðanna í Keflavík í gærkvöldi. Keflvíkingar eru þar með komnir í undanúrslitin og mæta þar ná- grönnum sínum, íslandsmeisturum Njarðvíkur. Fyrsti leikur liðanna verður í Njarðvík annað kvöld. „Við lékum af mikilli skynsemi í sókninni, sýndum þolinmæði og gott skotval. Það skipti gríðarlega miklu máli að halda Jonathan Bow í fjórum stigum í fyrri hálfleik,“ sagði Jón Kr. Keflvíkingar eru í góðum málum með Jón Kr. sem leikstjórnanda. Hann lék á tíma eins og táningur. Guðjón Skúlason var sterkur í fyrri hálfleik og skoraði þá 20 stig. Manchester City krækti sér í dýr- mætt stig á útivelli í gærkvöldi með þvi að gera jafntefli, 1-1, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Ruud Gullit kom Chelsea yfir en Nigel Clough jafnaði fyrir City sem komst stigi upp fyrir Wimbledon og í 16. sæti deildarinn- ar. Sunderland er aðeins stigi á eftir Dwight Stewart var ekki í byrjunar liði Keflvíkinga en kom inn á eftir átta mínútur. Hann hirti mikilvæg fráköst en er frekar seinn að snúa sér í sókninni. Davíð Grissom og Al- bert Óskarsson voru sterkir, Davíð sérstaklega á lokakaflanum. Hermann Hauksson spilaði best í liði KR-inga. Ósvaldur Knudsen var sterkur og Óskar Kristjánsson harð- ur í varnarleiknum þar sem hann gaf ekki þumlung eftir. Bow átti erfitt uppdráttar í leiknum og mun- ar um minna. „Heimavöllurinn gerði útslagið í þessari hrinu og með Guðjón í stuði og Jón Kr. sem leikstjómanda til að dreifa spilinu á þessar stjörnur eru þeir með frábært lið. Þegar aðrir eru í hlutverki leikstjórnanda eru þeir ekki eins sterkir. Við vorum alltaf undir og hittnin hjá Guðjóni sló okkur líka nokkuð út af laginu. Ég tel að vörnin hafi brugðist að þessu sinni. Við skoruðum eðlilega en erum vanir að fá færri stig á okk- ur en þetta,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR-inga. Derby við topp 1. deildar eftir sigur á Þorvaldi Örlygssyni og félögum i gærkvöldi. Úrslitin í 1. deild: Birmingham-Huddersfield........2-0 Cr. Palace-Tranmere............2-1 Grimsby-Wolves ................3-0 Oldham-Sunderland .............1-2 Port Vale-Stoke................1-0 W.B.A-Watford..................4-4 -vs NBA í nótt: Sigurganga Utah Jazz stöðvuð Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Utah Jazz í nótt. LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir Portland en Lakers hefur unnið 21 af síðustu 26 leikjum liðsins. Úrslitin í nótt: New Jersey-Phoenix .........88-98 Philadelphia-Toronto .....118-110 Atlanta-Utah ..............115-89 Dallas-Miami .............118-125 Denver-Orlando.............110-93 LA Lakers-Portland ........99-105 Golden State-San Antonio . . 98-106 Sigur Atlanta var mjög sann- færandi en þar fór Mookie Bla- ylock 23 stig fy'rir Atlanta og var iðinn í þriggja stiga skoruninni. Karl Malone skoraði 29 stig fyrir Utah. Orlando var tekið í bakaríið í Denver en aldrei var spurning um hvorum meginn sigurinn myndi lenda. Bryant Stith skor- aði 23 stig fyrir Atlanta og Ant- onio McDyess 19. Nick Anderson og Penny Hardaway skoruðu 21 stig hvor fyrir Orlando. Alonzo Mourning fór á kost- um fyrir Miami Heat gegn Dallas en Miami hefur unnið níu leiki í röð í viðureignunum gegn Dallas. Mourning skoraði 40 stig í leiknum. Phoenix, sem hafði tapað þremur leikjum í röð, vann góð- an útisigur í New Jersey. Charles Barkley skoraði 20 stig fyrir Phoenix. Vern Fleming skoraði 21 stig fyrir New Jersey. David Robinson skoraði 28 stig fyrir San Antonio gegn Golden State. Arvydas Sabonis skoraði 23 fyrir Portland sem vann sinn þriðja leik í röð. -JHKS -ÆMK City náði dýrmætu stigi Keflavík-KR (43-34) 83-77 3-4,10-8, 10-12,17-17, 24-17, 31-21, 31-25, 37-29, (43-34), 47-34, 51-50, 66-57, 70-64, 79-72, 83-77. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 27, Falur Harðarson 16, Jón Kr. Gíslason 14, Davíð Grissom 11, Dwight Stewart 8, Albert Óskarsson 4, Sigurður Ingimundarson 3. Stig KR: Hermarm Hauksson 25, Ósvaldur Knudsen 20, Lár- us Ámason 13, Jonathan Bow 12, Ingvar Ormarsson 4, Óskar Kristjánsson 3. Fráköst: Keflavík 30, KR 26. Flest fráköst Keflavíkur: Stewart 9, Davíð 8. Flest fráköst KR: Hermann 8, Bow 7. Flestar stoðsendingar Keflavikur. Falur 6, Davíö 5. Flestar stoðsendingar KR: Lárus 8, Ósvaldur 4. Varin skot: Stewart 1, Guðjón 1, Davíð 1 - Óskar 1, Lárus 1, Ósvaldur 1. 3ja stiga körfur: Keflavík 10 (53%), KR 10 (33%). Vítanýting: Keflavík 19/13 (68%), KR 18/11 (61%). Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Bender, dæmdu vel á köflum'en slæmu kaflamir voru of margir. Áhorfendur: Um 700. Menn leiksins: Jón Kr. Gíslason og Guöjón Skúlason, Keflavík. íþróttir eru einnig á bls. 42 j kvöld Handbolti karla - 8-liða úrslitin: Grótta-Valur....................................20.00 Afturelding-Stjarnan............................20.00 Selfoss-KA .....................................20.00 2. deild - úrslitakeppnin: HK-Breiöablik ..................................20.00 Fylkir-ÍH ......................................20.00 Þór-Fram .......................................20.00 Körfubolti kvenna - undanúrslit: Keflavík-Breiöablik ............................20.00 Grindavík-KR....................................20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.