Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 18
42 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 íþróttir Þór Þ. komst í úrslit í 1. deild - og mætir KFÍ Þór frá Þorlákshöfn og Körfuknattleiksfélag ísafjarðar munu leika til úrslita í 1. deild karla í körfuknattleik. Þetta varö ijóst í gærkvöldi eftir að Þórsarar höfðu sigrað Snæfell í þriðja leik liðanna en leikið var i Stykkishólmi. Loka- tölur urðu 86-87 fyrir Þór eftir 47-48 í leikhléi. Þórsarar tryggðu sér sigur- inn á síðustu sekúndu leiksins og leika í fyrsta skipti til úrslita í 1. deildinni og liðið á I fyrsta skipti möguleika á að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Tapi Þórsarar í baráttunni við KFÍ um efsta sæti 1. deildar leika Þórsarar gegn Skagamönnum um laust sæti í úrvalsdeildinni. Dómararnir fastir í Kerl- ingarskarði Leikurinn hófst ekki fyrr en um hálftíu í gærkvöldi þar sem dómarar leiksins lentu í vand- ræðum á leiðinni. Festu þeir bU sinn i snjóskafli í Kerlingar- skarði og þurftu heimamenn að aöstoða þá tU byggða. Formaður Körfuknattleiks- deildar SnæfeUs bauð dómurun- um far með sér í öUugri jeppa- biffeið frá Reykjavík og vestur og aftur heim að leik loknum. Þórsarar buðu þeim gráklæddu einnig far báðar leiðir. Þeir af-. þökkuðu góð boð þar sem þeir töldu leikinn mjög mikilvægan. -SK Stjörnumenn í rútu Stjörnumenn verða með rútu- ferð fyrir stuðningsmenn sína sem hafa í hyggju að fara á leik- inn gegn Aftureldingu í Mos- fellsbænum í kvöld. Þeir sem ætla að slást með í fór mæti við félagsheimilið kl. 18.45. Barist um Richards Arsenal og Manchester United berjast nú um að fá vamarmanninn Dean Richards til liðs viö sig og Ueiri félög hafa sett sig í stellingar. Bæði Arsenal og United þurfa að endumýja vamar- menn sína fyrir næsta tímabU. Vitað er að Steve Bruce leggur skóna á hilluna í liði United og hjá Arsenal er varnarlínan öll komin á fertugsaldurinn Baia í ársbann? Portúgalski landsliðsmark- vörðurinn og leikmaður Porto, Victor Baia, á yfir höfði sér 12 mánaða keppnisbann fyrir að slá varaforseta Campomairense í andlitið eftir leik liðanna um síðustu helgi. Þetta getur þýtt að hann missi af Evrópukeppni lands- liða á Englandi í sumar. Trappatoni til baka? ítalski knattspyrnuþjáifarinn Giovanna Trappatoni, sem rek- inn var frá Cagliari fyrir nokkm, er reiðubúinn að snúa aftur til Þýskalands og gerast þjálfari hjá þýsku liði. „Mér leið mjög vel hjá Bayern og ég gæti vel hugsað mér að taka við því liði aftur ef Otto Rehagel fær reisupass- ann,“ sagði Trappatoni við Gazzetta della Sport I gær. I>V Úrslitakeppni kvenna í körfuknattleik: Veronica Cook, leikmaður Keflvíkinga, hefur ekki enn tapað leik á íslandi „Þurfum að vinna til að ná titlinum" - segir Veronica Cook. Keflavík mætir Blikum „Það skiptir ekki máli við hverjar við leikum við fyrst, viö þurfum að vinna til þess að ná í íslandsmeistaratitilinn," sagði Veronica Cook, leikmaður KeUavíkur. KeUavík hefur gengið allt í haginn frá því að Veronica kom til liðsins skömmu fyrir áramót. Liðið hefur ekki tapað leik frá þeim tíma og unnið bæði bikarkeppnina og deUdar- bikarinn. „Ef viö höldum áfram að leika okkar leik getum við unn- ið alla, alveg sama hverjir and- stæðingarnir eru. Við erum sterkar í vörninni og tökum mikið af fráköstum og ef við verðum þolinmóðar í sóknar- leiknum þá á allt að ganga upp.“ Við hræðumst ekkert „Ég óttast Breiðabliksliðið ekki. Þær eru ágætar og Betsy er góð skytta en ef við leikum fasta og góða vörn eigum við að vinna. Við erum ekkert hrædd- ar við þær, ekki frekar en nokkurt annað lið. Gæði körfuknattleiksins hér eru minni heldur en i Banda- ríkjunum. Hér fæ ég að gera allt sem mig langar til, eða það sem liðið langar til, en gæðin eru minni en úti. Það er verið að stofna NBA- deild fyrir konur í Bandaríkj- unum og ég vona að ég fái möguleika á að spreyta mig þar,“ sagði Veronica Cook. Keflavík mætir Breiðabliki í Keflavík í kvöld og hefst leikur- inn ki. 20. -ih „Ef viö Ijúkum þessu í tveimur þá er ég til“ - segir Majenica Rupe. KR leikur gegn Grindavík „Ég er alltaf jafn spennt fyrir úrslitakeppni, alveg sama hvar ég er að leika. Liðin eru mjög jöfn og það lið sem hefur heppnina með sér stendur uppi sem sigurvegari," sagði Majen- ica Rupe, leikmaður KR. Majenica, sem er uppruna- lega frá Michigan, kom hingað til lands frá Lúxemborg en áður lék hún með liði í Venes- úela. „Mér skilst að flestir veðji á að Grindavik vinni leikinn á morgun (i dag) en ég er ekki á sama máli. Ég held að nú sé komið að okkur. Þær hafa unnið okkur tvívegis í deildar- keppninni en þá vorum við ekki að leika okkar bestu leiki. Það býr mikið í liðinu „KR sýndi það gegn Breiða- bliki um síðustu helgi að það býr mikið í því. Þá var ég veð- urteppt á Akureyri og stelpur sem ekki hafa fengið mikið að spila í vetur sýndu að þeim er vel treystandi í úrslitakeppni. í KR eru margir leikmenn sem geta skorað mikið. Það verður hinum liðunum erfitt. Ég á von á því að leikurinn gegn Grindavík verði mjög jafn, þriggja tU fjögurra stiga munur. Ég hef ekki leikið í Grindavík enn þá en það skipt- ir mig ekki miklu máli hvort ég er á heimavelli eða á útivelli. í sannleika sagt held ég að við eigum eftir að lenda í þrem- ur leikjum, en ef við náum að ljúka þessum í tveimur þá er ég til,“ sagði Majenica. -ih Majenica Rupe, leikmaður KR, er hæsti leikmaður úrslitakeppninnar. Betsy Harris, leikmaður Breiðabliks, stefnir á NBA-deildina næsta vetur. „Verðum að vera mjög grimmar í vörninni" - segir Betsy Harris í Breiðabliki sem mætir Keflavík „Við þurfum að bæta leik okkar, sérstaklega varnarleik- inn og fráköstin," segir Betsy Harris, leikmaður með íslands- meisturum Breiðabliks. Betsy kom til Breiðabliks sl. haust í stað Penni Peppas sem nú leikur með Grindavík. „Við byrjuðum mótið mjög vel en síðan höfum við verið óheppnar með meiðsli og veik- indi. Núna er Hanna Kjartans- dóttir t.d. ekkert með vegna veikinda og það munar um minna. Þá eru nokkrar tæpar vegna meiðsla." Keppnin hefur harðnað „Mér finnst mótið hafa breyst mikið frá því í haust þegar við byrjuðum. Liðin hafa styrkst mikið, fleiri lið hafa fengið erlenda leikmenn og gæði leiksins hefur aukist mik- ið í vetur Ég hlakka til leiksins á morg- un (í dag). Við verðum að vera grimmar í varnarleiknum og þolinmóðar í sókninni og þá getum við hætt að hafa áhyggj- ur af Keflavík en þær þurfa að hafa áhyggjur af okkur." Betsy hefur verið að leika mjög vel með Breiðabliksliðinu 1 vetur en ætlar hún að vera áfram hér á landi næsta vetur? „Ég veit það ekki. Það er verið að stofna NBA-deild fyrir konur í Bandaríkjunum og ég ætla að reyna að komast þar að. Ef það tekst þá eru miklir pen- ingar í boði. En ef ekki verður neitt af því þá er aldrei að vita hvað ég geri. Það hefur verið gott að vera hér og góð reynsla 'fyrir mig,“ sagði Betsy. Rútuferðir verða á vegum Breiðabliks til Keflavíkur frá íþróttahúsinu Smára kl. 19. -ih „Möguleikar okkar eru eins og hinna liðanna“ - segir Penni Peppas, leikmaöur Grindvíkinga „Þessi úrslitakeppni verður ekki auðveld fyrir neitt af þeim fjórum liðum sem leika í und- anúrslitunum. Þetta eru mjög jöfn lið sem hafa verið að reyta stig hvert af öðru í deildar- keppninni," segir Penni Peppas, leikmaður Grinda- víkur. „KR er með mjög gott lið og það lið sem hefur meiri sigur- vilja vinnur á morgun (i dag). Lykilatriði fyrir okkur er varn- arleikurinn. Vörnin vinnur leiki. Fyrr eða síðar kemur að því að maður skorar, það er ekkert að því að vinna leiki 1-0 svo fremi sem leikurinn vinnst. Á meðan maður fær ekki á sig stig getur maður ekki tapað.“ Jafnir möguleikar Penni Peppas er að leika sitt annað tímabil á íslandi. Hún lék með Breiðabliki í fyrra og var einn besti leikmaður deild- arinnar. Hvað finnst henni um framfarir í deildinni? „Ég ætla ekki að taká neitt frá hinum leikmönnunum. Deildin var mjög sterk í fyrra en ég held að hún sé sterkari í ár. Ekki aðeins vegna þess að núna eru hér fleiri erlendir leikmenn heldur einnig vegna þess að íslensku leikmönnun- um hefur farið mikið fram. Möguleikar Grindavíkur til aö vinna eru eins og hinna lið- anna. Við eigum fjórðungs- möguleika. í fyrra voru allir búnir að bóka sigur Keflavíkur en Breiðablik, sem ég lék með, sýndi þeim fram á að það eiga öll lið jafna möguleika." Leikur Grindavíkur gegn KR hefst kl. 20 í Grindavík. -ih Penni Peppas, leikmaður Grindavíkur, er að leika í annað sinn í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.