Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996
Spurningin
Hve há mánaðarlaun þarf
fimm manna fjölskylda að
hafa til að lifa sæmilegu lífi?
Sigurður Sigurðsson atvinnu-
laus: Þrjú hundruð þúsund.
Bjarki Long, vinnur í Húsasmiðj-
unni: Svona tvö hundruð og fimm-
tíu þúsund.
Björn Þór Jóhannsson mat-
reiðslumaður: Svona tvö hundruð
og fimmtíu þúsund allavega.
Sigríður Hafdís Benediktsdóttír
þjónn: Tvö hundruð og fimmtíu til
þrjú hundruð þúsund.
Hlíf . Hreinsdóttir húsmóðir:
Svona tvö hundruð þúsund.
Guðrún Jóhannsdóttir húsmóðir:
Tvö hundruð og fimmtíu til þrjú
hundruð þúsund.
Lesendur
Heilbrigðiskerfi
á brauðfótum
Sýnum samstöðu í verki og eflum heilbrigðisþjónustuna, segir í bréfinu.
Jón Ríkharðsson skrifar:
Það eru mjög alvarleg tíðindi að
berast okkur um heilbrigðiskerfið.
Þjóðinni ber að halda utan um
þessa nauðsynlegustu þjónustu og
gera allt sem í hennar valdi stendur
til að við getum lifað öruggu lífi í
þessu landi. Náungakærleikurinn
er sterkur hér eins og fram kom í
hörmungunum á Vestfjörðum sem
gleymast ekki. Nú er líka þörf á
samstöðu., Að þessu sinni til að
bjarga heilbrigðiskerfinu.
Það er líka um miklar kvalir sam-
borgaranna að ræða vegna fjár-
skorts og það er líka óviðunandi
ástand. Við vitum ekki hver verður
næstur, ég eða þú, lesandi góður,
sem verðum næstu fórnarlömb
ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu
eða þurfum að horfa upp á börnin
okkar 1 þeirri aðstöðu að ekkert er
hægt að gera sökum fjárskorts.
Peningaleysi í þjóðfélaginu er
ástæðan, segja stjórnmálamenn. Við
sem erum hugsandi fólk erum hætt
að trúa þeim. Þeir bulla á Alþingi.
Það er oft ágæt skemmtun að hlusta
á þá, en gagnlegt er það ekki.
Það voru til peningar til að kaupa
dýra jeppa og aðra ráðherrabíla og
greiða þeim fríðindi í ýmsu formi.
Borga þeim 40 þúsund krónur skatt-
frjálsar á mánuði er þjóðin kom þó
í veg fyrir. Sem betur fer. Þetta
finnst þeim ekkert en að veita fé til
samborgaranna í gegnum heil-
brigðiskerfið, það er aftur annað.
Sennilega vegna þess að þeir eru
sjálfir við góða heilsu.
Við skulum nú hætta að hlusta á
þá, greyin. Þeir eru ekki vandanum
vaxnir og því þurfum við, sem telj-
um okkur vita betur, að grípa til
okkar ráða. Ég vil nú byrja á því að
skora á íjármálamenn og þá sem
einhvern afgang hafa að efna til
samstarfs heilbrigðisþjónustunni til
handa. Þetta er hægt því það eru
sannarlega til peningar í þessu þjóð-
félagi. Sýnum samstöðu í verki og
eflum heilbrigðisþjónustuna, öll eig-
um við ættingja, börn og ellilífeyris-
þega. Og svo getum við sjálf þurft á
kostnaðarsamri meðferð að halda.
Áskorun til biskups íslands
Bernharð Steingrímsson skrifar:
Ég skora hér með á biskupinn
yfir íslandi, og krefst þess jafnframt
sem meðlimur í íslensku þjóðkirkj-
unni, að hann hreinsi nafn sitt af
ákærum kvennanna, sem í umræð-
unni hafa verið, með því að sverja
við helga bók, í votta viðurvist, að
hafa hvorki áreitt þær né sært
blygðunarkennd þeirra eða annarra
kvenna í sinni preststíð.
Ef biskupinn er trúaður maður,
sem ég vona, þá mun hann fremur
vilja skömmina og segja af sér held-
ur en sverja rangan eið og uppskera
útskúfun Jesú Krists að eilifu.
Hægt er að ljúka þessu ömurlega
máli á hálftíma, ef biskupinn treyst-
ir sér til að sverja áburð kvennanna
af sér, og um leið að tyrirgefa þeim
opinberlega, og þá mun kristið fólk
í landinu trúa honum og treysta
áfram.
Brynjólfur biskup, sá mæti mað-
ur, neyddi sína nánustu til að sverja
eið þegar heiður og æra var í húfi,
svo slíkt er ekkert nýtt í kirkjunni,
og enginn of góður til að gera þegar
jafn mikið liggur við og að hreinsa
æru og mannorð biskups.
Slík málalok ættu einnig að vera
fullnægjandi fyrir konurnar, því að
sverji hann rangt, sem aðeins þær
munu vita að sönnu, þá hafa þær
náð sér nóg niðri á honum með því
að koma honum endanlega frá víti
til vítis. - Það er trúlega stærri refs-
ing en þær ætluðu honum í upphafi.
Vegið að fyrrverandi forsetum
K.T. skrifar:
Ógeðfellt hefur verið að fylgjast
með tilteknum forsetaframbjóðanda
og áróðurssveitar hennar undanfar-
ið. Hefur hún farið mikinn og itrek-
að sagt að þjóðin vilji ekki að stjórn-
málamenn bjóði sig fram til emb-
ættis forseta íslands. Hefur á henni
verið að skilja að illa hafi reynst að
hafa fyrrverandi stjórnmálamenn
sem forseta.
Hér er illa vegið að látnum þjóð-
höfðingjum. Tæpan helming lýð-
veldistímans hafa íslendingar treyst
fyrrum stjórnmálamönnum sínum
til setu í forsetaembætti og eru það
ný tíðindi að þeim hafi reynst það
illa. Sveinn Björnsson sat á þingi
áður en hann var kjörinn forseti,
bæði af alþingi og þjóðinni, og naut
mikillar virðingar.
Ásgéir Ásgeirsson sat ekki ein-
Forsetarnir Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson. - Gegndu báðir þing-
mennsku áður en þeir hlutu kosningu til embættis.
ungis á þingi heldur gegndi ráð-
herraembættum. Ásgeir hafði verið
umdeildur forsætisráðherra en að
loknu kjöri hans sameinaðist þjóðin
að baki honum. Og í þá daga var
stjórnmálabaráttan miklu harðari
en í dag. Ásgeir ríkti svo sem forseti
í 16 ár við stigvaxandi vinsældir og
virðingu þjóðar sinnar.
Stjórnmálamönnum úr öllum
flokkum bar enda saman um að
ómetanleg heföi verið innsýn forset-
ans í störf þings og ríkisstjóma.
Hún hefði auðeldað forseta öll störf
en ekki skyggt á hlutleysi hans,
enda vita fáir betur en þeir sem set-
ið hafa á þingi og í ríkisstjórnum
hversu mikilvægt er að forseti gæti
hlutleysis í stjórnarstörfum.
Það er því mikill misskilningur
að hætta felist í því að forseti ís-
lands hafi fyrr á ævinni starfað að
stjórnmálum. Þvert á móti er það
mikill kostur og leitt að tilteknjr að-
ilar hafí, til að reyna að útiloka
sterka mótframbjóðendur og vera
sem lengst einir í umræðunni, tekið
upp á því að óvirða minningu lát-
inna forseta íslands með því að gefa
í skyn að embættistíð þeirra sé eitt-
hvert víti til að varast. En sumum
finnst tilgangurinn helga öll meðul.
DV
Þar er mesta
bruðlið
PáU Sigurðsson skrifar:
Sífellt er ráðist á heilbrigðis-
ráðherra vegna kostnaðar við
heilbrigðismál. Staðreyndin er
sú að hér er eitt besta heilbrigð-
iskerfi í heimi og við viljum
halda því. Það vantar um einn
milljarð sem hægt er að taka af
öðrum Iiðum fjárlaga - eins og
t.d. utanríkisráðuneytinu. Þar er
eitthvert mesta bruðlið. Starf-
semin kostar tæpa tvo milljarða
og hefur kostnaður aukist á
nokkrum árum um hálfan millj-
arð. Ábyrgðina á þessari aukn-
ingu ber utanríkisráðherra.
Verkalýðs-
pólitíkin
S.P. skrifar:
Nú er lag að hætta að láta fólk
greiða skylduaðild að verkalýðs-
félögum. Með því er hægt að láta
fólk fá nokkur hundruð milljón-
ir. Það á líka að banna söfnun í
verkfaUssjóði eins og t.d. -gerist
hjá kennurum. Þar eru tugir
milljóna til að bæta kjör kennara
strax og skapa frið í skólum.
Samkvæmt fréttum eru lífeyris-
sjóðir að fjárfesta í erlendu at-
vinnulífi á meðan atvinnuleysi
er í landinu, vegna þess að fjár-
magn til uppbyggingar vantar í
atvinnulífið. Fyrir hverja eru þá
þessir lífeyrissjóðir?
Lands-
stjórnin
Sveinn Einarsson hringdi:
„Hvernig fmnst þér landinu
vera stjórnað?“ var spurt í DV 4.
mars sl. - Nokkrir svöruðu,
„bara vel“, múrari svaraði
„ágætlega". Ég var ekki sam-
mála, og hefði svarað „mjög
illa“. Það virðist vera kreppa í
þessu landi, alls staðar verið að
skera niður (nema á Alþingi). í
heilbrigðiskerfinu, trygginga-
kerfinu, laun með þvi lægsta
sem gerist I Evrópu, atvinnu-
leysi, landílótti og margt fleira
mætti tína til. Ég vil benda þessu
fólki, sem er svona ánægt með
ástandið, á að lesa leiðara DV
miðvikudaginn 6. mars. Þar
dregur ritstjóri blaðsins fram
nokkur atriði sem gætu orðið til
þess að þetta fólk fari að hugsa.
Reykjavíkur-
flugvöllur
P.K.Á. skrifar:
Nú er það staðfest opinberlega
að Reykjavíkurflugvöllur upp-
fyllir ekki skilyrði Alþjóðaflug-
málastofnunar um öryggi á flug-
völlum. En hvað ætla flugmála-
yfirvöld að gera - eða þá sam-
gönguráðherra? Láta flugvélar
halda áfram að fljúga og lenda á
flugvellinum? Öryggisleysið á
nefnflega lika við flug i innan-
landsflugi. Allt flug tekur til skU-
yrða Alþjóðaflugmálastofnunar.
- Flugfarþegar vUja ekki nota
flugvöll sem vanbúinn er að
flestu leyti. ReykjavíkurflugvöU-
ur verður aldrei lagfærður svo
fulnægjandi sé.
Svein Einars-
son fyrir
forseta
Helga Kristjánsdóttir skrifar:
Ég er ekki ein um að vera
hlynnt því að þess verði farið á
leit við Svein Einarsson, fyrrv.
þjóðleikhússtjóra, að gefa kost á
sér til forsetaframboðs. Hann er
kurteis maður, vel menntur og
víðlesinn, auk þess að vera þjóð-
kunnur af störfum sínum. En
mörgum finnst sem tími sé tU
kominn að fá fleiri en tvo fram-
bjóðendur til forseta íslands.