Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 32
LtTTt til mtiuís ið yinO^; Vinningstölur 12.3/96 19)(20)(29) KIN S LO *=c FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, gieiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 Togararallið: Vestfjarða- torfan á sín- um stað Togararallið stendur nú yfir og sagði Ólafur Karvel Pálsson leiðang- ursstjóri að aíli hefði verið frekar tregur víðast hvar, þó hvað bestur á austursvæðinu norður undir Langa- nesi. Hann býst við að rallinu ljúki eftir viku til 10 daga. Ólafur Karvel segir að afli virðist svipaöur og var í rallinu í fyrra en þá eins og nú hafi verið talað mjög um stórar göngur og mikinn fisk. „Það er kannski enn meira talað um fiskmagnið núna en það hefur reynst svipað og þá og torfan fyrir vestan er enn á sínum stað og allt það,“ sagði Ólafur Karvel. -SÁ Lágheiðin opnuð: Einstakt á þessum tíma Lágheiðin milli Ólafsfjarðar og Fljóta í Skagafírði var opnuð í gær. Það tók Vegagerðina fáar klukku- stundir að ryöja veginn, fyrirstaða að einhverju marki var aðeins á tveimur stöðum. Að sögn lögregl- unnar í Ólafsfirði er þetta einstakt. Heiðin sé yfirleitt lokuð alfan vetur- inn og ekki opnuð fyrr en langt lið- ið á sumar._________-bjb Séra Bjarni Karlsson: Biskupi ber að víkja „Ég hef sagt það áður og endurtek að ég tel siðferðislega rétt af biskupi að hann víki frá,“ segir séra Bjarni Karlsson í Vestmannaeyjum nú í morgun. Prestur sem rætt var við í morgun segir að þrýstingur aukist mjög á biskup að víkja. Bréf hans til presta marki því tímamót. Þar játar hann á sig alvarlegt trúnaðarbrot og . . -feggur mál sín í fyrsta sinn i hend- ur þeirra, sagði prestur sem DV ræddi við í morgun. Ekki náðist í Ólaf Skúlason biskup. -SÁ Björk með tvær á topp 40 DV, Akranesi: Þegar listi yflr 40 mest seldu plö- turnar í Bretlandi í gær var birtur kom í ljós að tvær stærri plötur Bjarkar Guðmundsdóttur voru báð- ar á listanum. Debut komst í 36. sæti listans og Post er í 26. sæti en var í síöustu viku í 24. sæti. Smá- platan með laginu Hyperballad 1 ''''Romst ekki inn á topp 40 aðra vik- una í röð. -DÓ L O K I r- Dísarfellið, nýlegt skip Samskipa, lenti í brotsjó á Færeyjabanka: Átta gámar fóru fyrir borð í miklu óveðri - milljónatjón Qögurra fyrirtækja - viðvörun send sjófarendum Dísarfellið, nýlegt og stórt skip í eigu Samskipa, fékk á sig brotsjó um 270 sjómílur suðaustur af land- inu þar sem það var á heimleið úr áætlunarsiglingu í fyrrinótt. Þegar brotið gekk yftr skipið tók út alls 8 gáma úr farmi skipsins, fjóra lestaða og fjóra tóma. „Það var bandbijálað veður á þessum slóðum og þótt gámarnir hati verið kyrfilega fastir stenst ekkert veðurham eins og þennan. Þetta hafsvæði er eitt það erfiðasta í öllum heiminum," sagði Kjartan Ásmundsson hjá tjónadeild Sam- skipa við DV í morgun. Hann sagði að fimm 40 feta gámar og þrír 20 feta gámar hefðu farið í sjó- inn og að fjögur fyrirtæki hefðu átt vörur sem í þeim voru. Nokkr- ir gámanna voru frystigámar. „Það varð óhapp hjá okkur. Ég get þó ekki farið nánar út í það fyrr en við höfum gefið skýrslu,“ sagði Kristinn Aadnegard, skip- stjóri á flutningaskipinu Dísar- felli, í samtali við DV í nótt. Sjó- próf verða haldin vegna óhappsins i Reykjavík í dag. Kjartan hjá, tjónadeildinni kvaðst aðspurður um tjónið lítið geta sagt um það í tölum að svo stöddu en neitaði því að það hlypi á tugum milljóna króna. Hann sagði ekki tímabært að upplýsa hvað hefði verið í gámunum sem fóru í sjóinn en sagði þó að ekki hefði verið um búslóðir að ræða. Fyrirtækin og viðskiptavinir þeirra sem áttu vörur í gámunum verða fyrir tjóni vegna þess að nú þarf að endurpanta ýmsar vörur og mun því verða veruleg töf á að þær fáist afgreiddar á ný. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar í morgun hafa Nesradíó, Hornafjarðarradíó og Thorshavnradíó í Færeyjum sent út viðvaranir til sjófarenda vegna gámanna sem enn eru taldir geta flotið ofansjávar. Engin hættuleg efhi eru í gámunum, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunn- ar. -sv/-Ótt Dísarfellið, eitt skipa Samskipa, fékk á sig brotsjó á Færeyjabanka í fyrrinótt. Átta gáma tók út af skipinu við brotið og fjórir þeirra voru lestaðir með vörum fjögurra fyrirtækja. Ljóst er að um milljóna tjón er að ræða. Engar sjáanlegar skemmdir eru á skipinu en sjópróf fara fram í Fteykjavík í dag. DV-mynd S Tvö ný frumvörp um vinnumiðlanir og atvinnuleysistryggingar: Viljum afnema iðjuleysisbætur - segir Hjálmar Árnason alþingismaður „Varðandi atvinnuleysisbætur gerum við ráð fyrir að fólk fái ekki bætur nema í 3 ár en þó þannig að ef menn fá vinnu á tímabilinu en missa hana aftur, þá lengist bóta- tímabilið sem því nemur. Þeir sem eru atvinnulausir í 3 ár komast aft- ur inn í 12 mánuði ef þeir hafa unn- ið í 6 mánuði. Þetta á að vera inn- byggð hvatning til þess að fólk vinni. Ef menn vinna ekkert í 3 ár verður það hlutverk svæðismiðlana að leiða það á annan stað í kerfinu eftir bótum. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður er fyrir þá sem eru á vinnumarkaði. Við leggjum áherslu á að fólk sé ekki á iðjuleysisbótum heldur taki þá vinnu sem er fundin fyrir það,“ sagði Hjálmar Árnason alþingismaður í samtali við DV. Hann er formaður nefndar sem er að vinna tvö fnunvörp fyrir félags- málaráðherra um vinnumiðlanir og atvinnuleysistryggingar. Hitt frumvarpið er um atvinnum- iðlanir, sem hafa fyrst og fremst haldið uppi atvinnuleysisskrán- ingu. Gert er ráð fyrir sjálfstæðri stofnun á vegum ríkisins undir stjórn atvinnulífsins. Síðan verða svæðisvinnumiðlanir víða um land undir yfirstjórn heimamanna sem eiga að vera í tölvutengdu sambandi við atvinnufyrirtækin i landinu að sögn Hjálmars Árnasonar. -S.dór Veðrið á morgun: Rignir ffyrir austan Á morgun er gert ráö fyrjr suðaustan stinningskalda eða allhvössúm vindi. Á Austur- landi má reikna með rigningu eða slyddu og síðar einnig sunnanlands. Um landið norð- vestan- og vestnavert verður úrkomulítið. Hiti verður 0 til 6 stig, hlýjast á Norður- og Norð- austurlandi. Veðrið í dag er á bls. 52 Brottrekstur Viðars: Kom mér í opna skjöldu - segir Ingibjörg Sólrún „Það er búið að kippa fótunum undan þeirri vinnu sem unnin var í samstarfi borgarinnar og Leikfélags Reykjavíkur um endurskipulagningu Borgarleikhússins. Uppsögnin kom mér algjörlega í opna skjöldu. Ég hélt satt að segja að málin væru að komast á lygnan sjó,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri við DV um brottrekstur Viðars Eggerts- sonar leikhússtjóra frá Leikfélagi Reykjavíkur. Sjá nánar á bls. 2. -bjb RAFMOTORAR Pottbeti Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 T Súpa og salatbar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.