Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Side 28
52 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 önn Hefur Páll Pétursson fætur úr gúmmíi? Fætur úr gúmmíi „Félagsmálaráðherra hefur bersýnilega fætur úr gúmmíi." Össur Skarphéðinsson, á Alþingi. Léleg myndlist „Mikil myndlist nær aldrei til almennings. En eins léleg og ís- lensk myndlist er þá er ég hissa á að hún skuli ekki ná til al- mennings." Guðbergur Bergsson, í Alþýðublaðinu. Börn á beit með rollum „Hrikalegt að horfa upp á smá- Ummæli börn hreinlega á beit með rollum á öskuhaugum.“ Ásgelr Þór Árnason um ástand í írak, á rás 2. Ekki endalaus heppni „Meistaraheppnin verður ekki endalaust með KA.“ Valdimar Grímsson, þjálfari Selfoss, í Morgunblaðinu. Ef og ef „Það er alltaf hægt að segja ef og ef.“ Jón Arnar Magnússon tugþrautar- kappi, i' Morgunblaðinu. Tom Cruise, móðlr hans og þrjár systur hafa öll þjáðst af lesblindu. Frægt fólk haldið lesblindu Lesblinda eða dyslexía hefur þjáð marga og það er ekki langt síðan fariö var að greina lesblindu hjá bömum. Margt frægt fólk hefur þjáðst af sjúkdómi þess- um. Hinn þekkti leikari Tom Cruise hefur þjáðst af dyslexíu og ekki bara hann í fjöl- skyldu hans heldur einnig móðir hans og þrjár systur. Þetta hafði mikil áhrif á hann meðan hann var í skóla og því ein- beitti hann sér að íþróttum, en meiðsli gerðu það að verkum að hann varð að snúa sér að öðru og varð leiklistin fyrir valinu. Hershöfðinginn frægi George S. Patton átti alltaf erfitt með að greina stafi og það tók hann fimm ár að komast í gegnum Blessuð veröldin herskólann í West Point. Einu sinni sagði hann: „Ég á í erfiðleikum með a, b og... hvað heitir nú annars hinn stafurinn." Leikkonan Cher hætti í skóla strax eftir barnaskólann. Hún lærði ekki að lesa fyrr en hún var orðin átján ára gömul og hún var orðin þijátíu ára þegar sjúkdómurinn var skilgreindur hjá henni. Cher segist enn eiga i erfíðleikum með lestur og að hringja í rétt númer. Dóttir hennar, Chastity, er einnig haldin dyslexíu. Af öðru frægu fólki sem les- blinda hefur hrjáð má nefha H.C. Andersen, Richard Chamberlain, Greg Louganis, Nel- son Rockefeller og Lee Harvey Oswald.-Það var ekki fyrr en eftir dauða hans að sérfræð- ingar greindu að hann hefði verið haldin les- blindu. Snjó- og slydduél í dag veröur sunnan stinn- ingskaldi framan af degi en síðan suðaustlæg átt, allhvöss suðvestan til en hægari annars staðar. Um landið sunnan- og vestanvert verða Veðrið í dag snjó- og slydduél en léttskýjað norð- anlands í dag. í kvöld og nótt verð- ur suðaustan stinningskaldi eða aH- hvasst um aHt land og slydda eða rigning austan til en skýjað um landið vestanvert. Hiti verður á bil- inu 0 tU 5 stig, hlýjast austan tU. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan stinningskaldi fram að hádegi en gengur í allhvassa suðaustanátt síð- degis. Snjó- eða slydduél. Austan stinningskaldi eða aUhvasst og skýj- að í kvöld og nótt. Hiti 0 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.24. Sólarupprás á morgun: 7.49. Síðdegisflóð f Reykjavík: 25.14. Árdegisflóð á morgun: 1.14. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 06 í dag: Akureyri léttskýjað 1 Akurnes haglél á síð. kls. 2 Bergsstaðir skýjaö 1 Bolungarvík snjóél á síö.kls. 1 Egilsstaöir skýjað 3 Keflavíkurflugv. snjóél 0 Kirkjubkl. léttskýjað 0 Raufarhöfn heiðskýrt 2 Reykjavík haglél á síð.kls. 1 Stórhöfði snjóél á síö.kls. 1 Helsinki heiöskýrt -7 Kaupmannah. snjók. á siö.kls. -2 Ósló skýjað -4 Stokkhólmur léttskýjað -4 Þórshöfn rigning 3 Amsterdam þokumóða -4 Barcelona þokumóöa 7 Chicago heióskírt 2 Frankfurt léttskýjað -5 Glasgow mistur -1 Hamborg skýjað -4 London alskýjað -1 Los Angeles skýjaó 13 Lúxemborg þokumóða -7 París skýjað -3 Róm hálfskýjaö 10 Mallorca þokumóöa 4 New York heióskírt 3 Nice léttskýjaö 6 Nuuk snjókoma -17 Orlando heióskírt 7 Vin . snjókoma -1 Washington heiðskírt 2 Winnipeg þokumóða 1 Nína Björg Magnúsdóttir, íslandsmeistari í fimleikum: Valin í landsliðið ellefu ára „Ég er búin að vera í fimleikum síðan ég var sex ára gömul, eða í eUefu ár, og aldrei stoppað nema þegar meiðsl hafa komið í veg fyr- ir æfingar en ég æfi sex daga vik- unnar, fjóra tU fimm tíma virka daga og aUan laugardaginn,“ segir nýkrýndur íslandsmeistari í fim- leikum kvenna, Nína Björg Magn- úsdóttir úr Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. Nína er búiri að vera í fremstu röð fimleikakvenna i mörg ár þótt hún sé aðeins að verða sautján ára: „Ég var eUefu ára þegar ég komst í landsliðið og fór þá mína fyrstu keppnisferð til úUanda. ís- Maður dagsins landsmeistari varð ég fyrst 1992 en var meidd 1993 og gat ekki verið með, vann síðan titilinn aftur 1994, aftur meidd 1995, en vinn svo núna.“ Eins og sjá má af upptalning- unni hafa meiðsl hrjáð Nínu: „Daginn fyrir íslandsmótið 1993 fótbrotnaði ég á æfingu og í fyrra sleit ég liðbönd snemma árs en byrjaði samt að keppa á íslands- Nína Björg Magnúsdóttir. mótinu, fór úr gifsinu tveimur vik- um fyrir mótið. Ósjálfrátt hlífði ég hægri fætinum og það hefur kannski orsakað það að ég fót- brotnaði á vinstra fæti strax í byrjun mótsins þannig að ég gat í raun ekkert æft í fyrra.“ Nína sagðist hafa æft mjög vel fyrir mótið en vissi að keppnin yrði jöfn og hörð: „Ég var viss um að ég myndi lenda i einu af þrem- ur efstu sætunum, en við erum jafnar, sérstaklega ég og Elva Rut, sem einnig er í Björk. Það er mikið um að vera á næst- unni hjá Nínu Björgu og má segja að hún verði að keppa fram á vor: „Ég er að fara á fóstudaginn með landsliðinu tU írlands, svo taka við innanfélagsmót helgi eftir helgi, þá kemur Norðurlandamót og siðan Evrópumót." Nína Björg hóf að æfa fimleika sex ára gömul og síðan hefur hver fiölskyldumeðlimurinn af öðrum annaðhvort farið að æfa fimleika eða starfa fyrir fimleikaíþróttina: „Systir mín, Eva, sem er eUefu ára, er komin í B-landsliðið og Fjóla systir mín, sem er sex ára, er byrjuð að æfa og er mjög efnUeg. Svo er móðir.mín formaður Bjark- ar.“ Eins og gefur að skilja taka fim- leikarnir mikinn tíma og er það áhugamál númer eitt, tvö og þrjú, en Nína Björg er einnig á fýrsta ári í Flensborg þannig að það er lítiU tími aflögu fyrir annað. í framtíðinni hefur hún áhuga á að prófa þolfimi og minnka þá fim- leikana: „Ég er búin að vera svo lengi I fimleikunum og finnst kom- inn timi til að prófa eitthvað nýtt og þolfimin er áhugaverð íþrótt sem er í mikilli uppsveiilu.“ Úrslitakeppnin í 1. og 2. deild Nú stendur úrslitakeppnin í handbolta og körfubolta sem hæst og eru liðin smám saman að týna tölunni. í kvöld er keppt í hand- boltanum hjá körlum bæði í 1. og 2. deild og kvenfólkið leikur í körfu- bolta. í 1. deUd handboltans leika Grótta og Valur á Seltjarnarnesi. Valur þurfti að hafa mikið fyrir sigri á Gróttu í fyrsta leiknum og íþróttir liðið verður ekki auðsigrað á heimaveUi. Stjarnan vann Aftur- eldingu nokkuð örugglega í fyrsta leiknum en Afturelding er sterk á heimaveUi og verður ekki auðveld bráö fyrir Stjörnuna. í 2. deUd stendur Fram best að vígi með að vinna sér sæti í 1. deUd. í kvöld leikur Fram við Þór og fer leikur- inn fram á Akureyri. FyUch- á heimaleik gegn ÍH og HK á heima- leik gegn Breiðabliki. í úrslitakeppninni hjá konunum í körfubolta leika í kvöld Kefiavík og UBK og leika keflvísku stúlk- umar á heimaveUi. í Grindavík mætast Grindvíkingar og KR-ing- ar. AUir leikir kvöldsins hefiast kl. 20.00. Norræn grafík Farandsýning á grafíkverkum eftir norræna listamenn stendur nú yfir í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Sýningin er lánuð frá listlánadeUd Norræna hússins Einn listamaður frá hverju Norður- landanna á verk á sýningunni, þeir eru: Lisa Andrén, Svíþjóð, Aka Hoegh, Grænlandi, Janus Kamban, Færeyj- um, Pentti Kaskipuro, Finnlandi, Sýningar Anne-Lise Knoff, Noregi, PaUe Niel- sen, Danmörku, og Tryggvi Ólafsson, íslandi. Sýningin stendur tU 17. mars og er opið frá 16-18 virka daga og 15-18 um helgar. Bridge Venjulegast þegar spilaður er tví- menningur er mikið um að sömu tölur sjáist í samanburðinum. En öUu sjaldgæfara er að engin tala i samanburðinum sé eins. Það gerðist þó hjá Bridgefélagi Barðstrendinga í barómeterkeppni sem hófst mánu- daginn 11. mars. Þar spUa 26 pör og því er hvert spil, spUað á 13 borð- um. í spili 17 gerðist það að engin tala var eins í samanburðinum!. Skipting spUanna er nokkuð viUt og því ekki óeðlUegt að margar niður- stöður sjáist, en þó ekki þrettán eins og reyndin var. Allt spilið var þannig, norður gjafari og enginn á hættu: Myndgátan Lausn á gátu nr. 1466: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. * D109862 V K743 ♦ Á9 ♦ G * G3 * ÁG986 * K64 * 652 * 74 D2 ♦ D5 * ÁD108743 Grandsamningur sást hvergi á spilin en flestir hugsanlegir lita- samningar. Samningarnir voru sem hér segir; 4 spaðar í norður þrjá nið- ur (-150), 3 hjörtu dobluð í vestur slétt staðin (-530), 2 spaðar í norður slétt staðnir (110), 4 hjörtu í vestur staðin með yfirslag (-450), 3 hjörtu í vestur slétt staðin (-140), 3 spaðar í norður sem fóru einn niður (-50), 4 tíglar í austur tvo niður (100), 3 tígl- ar í austur slétt staðnir (-110), 4 spaðar í norður slétt staðnir (420), 5 tíglar í austur doblaðir þrjá niður (500), 3 lauf í norður staðin með yf- irslag (130), 3 hjörtu í vestur sem fóru einn niður (50) og 4 spaðar í norður sem fóru tvo niður (-100). Dálkahöfundur man ekki tU þess að hafa séð tilvik sem þetta áður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.