Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1996, Blaðsíða 24
48 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996 Sviðsljós DV Roseanne fær skaðabætur . Sjónvarpsstjörnunni Rose- apne Barr og fyrrum eigin- manni hennar, Tom Arnold, hafa verið dæmdar skaðabætur vegna samningsrofs fyrirtækis nokkurs sem ætlaöi að taka að sér að dreifa tískufatnaði hjón- anna fyrrverandi. Fatnaðurinn, eins og þau Roseanne og Tom sjálf, er að sjálfsögðu í yfirstærð. Hjúin fá um fimmtíu milljónir króna í sinn hlut. Mailer stjórnar sonarskrifum Ríthöfundurinn Norman Mailer ætlar að reyna fyrir sér við leikstjóm kvikmyndar eina ferðina enn, þrátt fyrir að fyrsta mynd hans, Harðir naglar dansa ekki, hafi nú ekki þótt merkileg. í þetta sinn ætlar hann að stjórna handriti eftir son sinn og annan mann og mun myndin Qalla um ungan boxara sem býr sig undir fyrsta alvöru-bardag- ann, með allri þeirri sálarangist sem því fylgir að þurfa að standa sig. Bondstúlka horf- ir á eftir konum Hollenska feguröardísin Famke Janssen, sem fékk hárin til að rísa á mörgum karlinum þegar hún með sínum fögru lærum kramdi óvini sína til bana í nýju Bond-myndinni Gullauga þar sem hún leikur rúss- neska njósnarann Xeniu Onatopp, vildi miklu heldur vera karl en kona. Famke gengur meira að segja svo langt að viðurkenna að sér finnist gaman að horfa á eftir kvenfólki til að mæla út og vega og meta kroppa þess. Það eru einkum brjóstin sem vekja áhuga Famke. Þá finnst henni gaman að koma með athugasemdir um það sem hún sér, rétt eins og mörgum karlinum, og hún beitir gjaman tungutaki karlmanna við iðju þessa: „Vá, rosalegar túttur er hún með þessi.“ En það er fleira karlalegt, ef svo má að orði komast, í fari þessarar gullfallegu og afar kvenlegu konu sem Famke Janssen er. Hún viður- kennir að hún hafi alltaf verið dálít- ið villt og að hún stundi yfirleitt bara íþróttir með körlum til að fá verðuga keppni. En þótt hún hafi dálæti á því að horfa á konur er Famke ekki þar með að gera lítið úr vel þjálfuðum íþróttakonum. Famke Janssen Bondpía. Leikararnir John Travolta og Sandra Bullock fagna hér eftir að hafa verið valin leikarar ársins á ráðstefnu kvikmyndahúsaeigenda á vesturströnd Bandaríkj- anna sem haldin var í Las Vegas nýverið. Sandra getur verið ánægð með árið sem leið en hún varð einnig efst á blaði í vinsældakosningu meðal almenings á dögunum. Símamynd Reuter Aukabla5 um Mibvikudaginn 20. mars mun aukablað um lífsstíl fylgja DV. Efni blaðsins verðnr með fjölbreyttara sniði en venjnlega. Meðal efnis má nefna dans, nærföt og náttföt, skíðantbíínað, fótboltaferðir erlendis, förðun, hárgreiðslu, tískustrauma í endurbótum lieim- ila og heilsuhótel. Þeir sem áhuga hafa^ á að koma efni í blaðið hafi samband við Evu Magniísdóttur, ritstjórn DV, í síma 550-5812. Auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við Arnar H. Ottesen, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5723. Vinsatnlegast athugið ab síbasti skiladagur auglýsinga er fimmtudaginn 14. tnars. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. Lengi lifir í gömlum glæðum: Karen elskar Jack enn Þótt liðin séu rúm fimm ár frá því þokkadísin Karen Mayo- Chandler, sem er af írsku bergi brotin, sleit sam- bandi sinu og stórleikarans Jacks Nicholsons, er ekki laust við að hún eigi enn pláss fyrir gamla elskhugann i hjarta sér, manninn sem getur sjar- merað hverja unga stúlkuna á fætur annarri upp úr skónum með úlfabrosi sinu og bogadregnum augabrúnum. „Við hittiunst í partíi og Jack fór ekkert i felur með það sem fyrir hon- um vakti,“ segir Karen þegar hún rifj- ar upp þá gömlu góðu daga. „Það stóð aldrei til að þetta entist í fjögur ár en ég skemmti mér stórkost- lega með Jack. Ég vissi þó að ég yrði að segja honum upp fyrr eða síðar, ef ég ætláði mér að eignast einhvern tímann trúan maka. Ég kaus að gera það áður en það varð um seinan en ég elska hann alltaf." Karen passaði sig þó á því að eign- ast ekki barn til minningar um sam- veruna með Jack, eins og nokkrar konur hafa lent í, þar á meðal danska fyrirsætan fyrrverandi, Winnie Hol- mann. Karen hefur leikið í nokkrum kvik- myndum að undanfórnu, svo sem Sli- ver, Hard to Die og Enchanted Island, en hún nýtti sér þó aldrei vinfengið við Jack í eiginhagsmunaskyni. Sönn fyrirmynd annarra ungra stúlkna. Karen leitar að traustum maka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.