Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 Fréttir Róbert Melax gaf sér vart tíma til þess að sitja fyrir svo Ijósmyndari DV gæti fest hann á filmu í Lyfju í gær. Apótek- ið er hið fyrsta sem opnað er eftir að lögum um sölu lyfja var breytt og þar var mikið að gera í gær. DV-mynd GVA Lyijaverslunin Lyija opnaöi í gær: Ortroð var a fýrsta degi - Róbert Melax ánægður með viðtökurnar „Það er greinilegt að neytendur kunna að meta það þegar boðið er upp á lyf á lægra verði og ég er him- inlifandi yfir þeim viðtökum sem við höfum fengið hérna í dag. Hér hefur verið örtröð frá því að við opnuðum og þótt ég hafi vitaskuld gert mér vonir um að menn kynnu að meta það sem við erum að gera þá þorði ég ekki að gera mér vonir um þetta,“ segir Róbert Melax, ann- ar eigenda Lyfju, nýrrar lyfjabúðar sem opnuð var i Lágmúla í gær, fyrst sinnar tegundar eftir að ný lög tóku gildi, í frjálsræðisátt, varðandi sölu á lyfjum. Róbert Melax og Ingi Guðjónsson eru eigendur Lyfju. Þegar DV leit inn í apótekið síðla dags í gær var mikið að gera og Ró- bert þakkaði fyrir að fá að setjast niður og pústa augnablik. „Við höfum starfað sem lyfjafræð- ingar í tíu ár og nú þegar búið er að auka frelsi í lyfjasölu fannst okkur kjörið að fara inn á þennan markað og reyna okkur. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort framhald verður á þessari góðu aðsókn og að neytend- ur standi með okkur.“ Róbert segist ekki óttast sam- keppnina á markaðnum þótt hún sé hörð. Hann segir mörg apótek vissu- lega vera á markaðnum en bendir á að 40 prósent af lyfjamarkaðnum sé á eins og hálfs kílómetra radíus frá honum. „Við höfum þá sérstöðu að við er- um með meira úrval af vörum og hér verður hjúkrunarfræðingur með aðstöðu til þess að veita ráð- leggingar í sambandi við hjúkrunar- vörur og ýmsar sérvörur,’ sjúkra- sokka, stóma- og þvaglekavörur og þessi þjónusta er ný í apóteki á ís- landi. Hjá LyQu vinnur einn lyfjafræð- ingur og allt í allt um tíu starfs- menn. Hún er til húsa að Lágmúla 5 og þar er opið frá 9 á morgnana til 10 á kvöldin, alla daga vikunnar. -sv Ráðstefna um flknisjúkdóma á Hótel Sögu: Mun meiri aðsókn en gert var ráð fyrir Evrópuráðstefna um fíknisjúk- dóma, EuroCAD/96, European Con- ference on Additctive Disease, stend- ur nú yfir á Hótel Sögu. Hún hófst 10. apríl og stendur til 13. apríl, þetta í þriðja sinn sem hún er haldin. Meginviðfangsefhi ráðstefnunnar að þessu sinni er Addiction: A Fam- ily Affair, Fíkn - mál allrar fjöl- skyldunar. Ráðstefnan er að sögn forsvars- manna hennar mikUvægt forvama- verkefni og einstakt tækifæri til að kynna sér það sem efst er á baugi varðandi alkóhólisma og aðra fíkni- sjúkdóma. Markmið ráðstefnunnar eru að vekja áhuga og skUning á alkóhól- isma og annarri efnafíkn sem sjálf- stæðum sjúkdómi er þurfi sérhæfða meðferð, að auka skilning á þeirri meðferð við áfengis- og vímu- efnafíkn sem byggist á bindindi og 12 spora leið AA-samtakanna og annarra sjálfshjálparhópa, að stuðla að vísindalegum rannsóknum á fíknisjúkdómum og að skapa vett- vang fyrir umræður um meðferð og forvarnir. ísland var valið vettvangur ráð- stefnunnar að hluta vegna þess ein- Sveinn Rúnar Hauksson, skipu- leggjandi ráðstefnunnar, segir að 250 manns frá 15 löndum sitji ráð- stefnuna og áhuginn sé mikill. DV-mynd S stæða árangurs sem náðst hefur hér á landi í þessum málum, ekki síst með starfi ríkisspítalanna og SÁÁ. Ráðstefnan er á þverfaglegum grunni og höfðar tU aUra sem vinna á einn eða annan hátt að forvörnum og lausn áfengis- og vímuefnavanda. Fyrirlesarar úr fremstu röð fræðimanna á sviði fíknisjúkdóma, rannsókna, meðferðar og forvarna eru á ráðstefnunni. Má þar nefna Claudiu Black Ph.D frá Bandaríkj- unum sem hlotið hefur alþjóðavið- urkenningu fyrir brautryðjenda- starf varðandi börn og fjölskyldur sem orðið hafa fyrir barðinu á alkó- hólisma og öðrum fíknisjúkdómum. íslendingarnir Þórarinn Tyrfings- son, formaður SÁÁ, Páll Biering hjúkrunarfræðingur, Guðni Stef- ánsson ráðgjafi, Óttar Guðmunds- son geðlæknir og Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur eru einnig meðal fyrirlesara. Sveinn Rúnar Hauksson, skipu- leggjandi ráðstefnunnar sagði í sam- tali við DV í gær að hann væri mjög ánægður með ráðstefnuna til þessa. Aðsóknin hefði verið mun meiri en gert var ráð fyrir en um 250 manns frá 15 löndum sitja hana. í gær flutti meðal annars Óttar Guðmundsson fyrirlestur um meðferð sem miðað- ist við fjölskylduna. Þá sagði Sveinn Rúnar að ánægjulegt væri hve margir hjúkrunarfræðingar, eða 30-40 talsins, sætu ráðstefnuna og greinilegt væri að áhuginn væri gíf- urlegur. -ÞK Magnesíumverksmiöja á Reykjanesi: Raforkunotkun mundi þrefaldast á svæðinu DV, Suðurnesjum: „Megináherslan hefur verið lögð á verkefni sem snúa að rekstri og hlutverki fyrirtækisins, það er að virkja jarðhita í Svartsengi og ann- ars staðar á Reykjanesi þar sem hægkvæmt þykir. Önnur nýting á jarðgufu og heitu grunnvatni má kalla markaðsöflun fyrirtækisins, einkum í Ijósi þess að við blasir að orkusala minnkar frekar á næstu árum,“ sagði Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja, á aðal- fundi fyrirtækisins á dögunum. Hann segir að langsamlega viða- mesta verkefnið nú sé athugunin á möguleikum magnesíumverk- smiðju. Með henni mundi raforku- notkunin að minnsta kosti þrefald- ast á svæðinu. Sala gufu gæti farið í 7-900 þúsund tonn á ári sem sam- svarar 30 kg/sek. sem er um það bil tvær háhitaholur af öflugustu gerð í stöðugri vinnslu. „Takist að stofnsetja slíka verk- smiðju verður það ómæld lyftistöng fyrir svæðið og hitaveitan mun halda áfram að vinna að eflingu at- vinnulífs á Reykjanesinu," sagði Júlíus. Eins og skýrt hefur verið frá í DV var íslenska magnesíumfélagið hf. stofnað tO að kanna hvort hag- kvæmt er að vinna léttmálminn magnesíum á Reykjanesi. Hlutafé er 60 milljónir króna og hluthafar eru Hitaveita Suðurnesja, Byggðastofn- un og Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar. Félagið er í nánu samstarfi við erlend fyrir- tæki í þremur löndum, Amalgamet í Kanada, Preussag í Þýskalandi og Consortium Magni í Rússlandi. -ÆMK Sluppu með skrekkinn Umferðarslys varð við Laxá í Kjós um páskana, þegar ökumaður missti stjórn á fólksbíl, sem valt og kastaðist út í skurð. Þetta leit illa út en fimm ungmenni, sem voru í bílnum, sluppu með skrekkinn. Meiðsli þeirra reynd- ust ekki aivarleg. DV-mynd K Tígri, lukkudýr Krakkaklúbbs DV, hefur heimsótt Kringluna síðustu daga og heilsað upp á smáfólkið. Smásagnakeppni 12 ára og yngri: Tígri í Kringlunni Krakkaklúbbur DV stendur fyrir smásagnakeppni um þessar mundir í samstarfi við Umferðarráð og lög- regluna. Samkeppnin er fyrir alla krakka 12 ára og yngri. Yfirskrift samkeppninnar að þessu sinni er Tígri i umferðinni. Tígri er lukku- dýr Krakkaklúbbs DV og er ætlunin að fá krakka til að skrifa sögur um ævintýri Tígra í umferðinni. Hann er um þessar mundir að læra um- ferðarreglurnar og hann getur lent í ýmsu ef hann fer ekki varlega í um- ferðinni. Sögur eru nú þegar farnar að berast og hægt er að nálgast þátt- tökugögn í Tígrahorninu í Kringl- unni i dag og á morgun. Einnig er hægt að skila inn sögum á sama stað. Tígri kemur í heimsókn í Kringluna í dag, fóstudag, kl. 17.00 og á morgun, laugardag, kl. 12.00 og kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.