Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Síða 28
36 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 Ellert á eftir að ákveða sig. Framboð til forseta „Það að Davíð fer ekki fram kann að breyta stöðunni eitt- hvað. Sannleikurinn er sá að ég var búinn að gefa þetta frá mér. En það kann að fara svo að ég velti framboði fyrir mér upp á nýtt.“ Ellert B. Schram í Tímanum. Davíð hætti við framboð „Ég tel að Davíð hefði átt að fara fram, hann hefði náð góðu Ummæli fylgi alls konar fólks og hefði náð kjöri sem forseti." Össur Skarphéðinsson í Tímanum. Endurkoma Magic Johnson „Það er ekki eins og við ætlum að stunda kynlíf án varna við Magic á gólfinu, við ætlum bara að spila körfubolta svo það hlýt- ur að vera í lagi.“ Charles Barkley í Times. Evrópusambandið „Og þegar íslendingar ganga í Evrópusambandið verður þeim vísað úr því eftir tíu ár. Þeir þola allt nema þrasið í íslending- um.“ Guðmundur Andri Thorsson í Alþýðu- blaölnu. Deila um vegagerð í Borgarfirði „Það er langt siðan þessi deila hætti að snúast um vegstæðið. Hún snýst um menn.“ Jón Kjartansson bóndi í Tímanum. Nafnabreytingar Það er þekkt fyrirbæri meðal fræga fólksins að breyta nöfnum sínum til þess að auka á frama- líkurnar. Fjölmargir þeir sem hafa breytt nöfnum sínum voru skírðir afar tyrfnum og óþægi- legum nöfnum sem erfitt er að bera fram og gripu því til þess ráðs að fá sér nýtt nafn sem gæti auðveldlega fests í huga fólks. Meðal þeirra sem hafa tekið upp ný nöfn em: Brigitte Bardot (Camille Javal), David Bowie (David Robert Jones), Nicholas Cage (Nicholas Coppola), Susan Sarandon (Susan Tomaling), Donna Summer (LaDonna Andr- ea Gaines) og Stevie Wonder (Steveland Morris Hardaway). Blessuð veröldin Ekta nöfn Margir af þeim sem náð hafa heimsfrægð í skemmtanabrans- anum hafa svo þjál nöfn að erfitt er að ímynda sér að þeir hafi í raun verið skírðir þessum nöfn- um. Hér eru nokkur dæmi um leikara sem hafa aldrei séð ástæðu til að breyta skírnar- nafni sínu: Kris Kristofferson, Clint Eastwood, Olivia de HavO- land, Dustin Hoffman, Gina Lollabrigida, Elvis Presley, Marianne Faithful, Marlon Brando, Humphrey Bogart, Dolly Parton og Errol Flynn. Léttskýjað norðanlands í dag verður suðaustangola og léttskýjað um norðanvert landið en austankaldi og skýjað sunnanlands. Vaxandi suðaustan- og austanátt er líður á morguninn, stinningskaldi og rigning með suður- og austur- Veðrið í dag ströndinni síðdegis en heldur hæg- ari og skýjað með köflum annars staöar. Hiti verður á bilinu 3-12 stig. Um 500 km suður af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 998 mb lægð en skammt norðvestur af írlandi er 1000 mb lægðamiðja sem hreyfíst norðvestur. 1035 mb hæð er yfir Skandinavíu. Sólarlag í Reykjavík: 20:53 Sólarupprás á morgun: 06.02 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.41 Árdegisflóð á morgun: 02.23 Veðrið kl. 6 í dag: Akureyri léttskýjaó -0 Akurnes úrkoma i grennd 5 Bolungarvík léttskýjað -0 Egilsstaöir skýjaö 3 Keflavíkurflugv. skýjaó 4 Kirkjubkl. alskýjaó 5 Raufarhöfn þokumóöa 1 Reykjavík skýjað 5 Stúrhöföi úrkoma í grennd 5 Helsinki léttskýjaö -3 Kaupmannah. skýjað -1 Ósló heiöskírt -0 Stokkhólmur skýjaö -0 Þórshöfn léttskýjað 5 Amsterdam skýjað 1 Chicago heiöskírt 19 Frankfurt alskýjað 2 Glasgow rigning 5 Hamborg léttskýjaó -2 London rigning og súld 7 Los Angeles léttskýjað 15 Lúxemborg súld 5 París þokumóða 8 Róm þokumóöa 11 Mallorca þokumóða 7 New York alskýjað 16 Nice skýjað 11 Orlando heiöskírt 13 Vín þokumóða 9 Washington léttskýjaó 12 Winnipeg léttskýjaó -6 Ólafur Þór Gunnarsson landsliðsmarkvörður: Að koma liðinu til Frakklands „Við töpuðum fyrsta leiknum á mótinu á Ítalíu fyrir Sviss, 2-1, en ég geri ráð fyrir að æfingaleikur sem við spiluðum gegn Þjóðverj- um fyrir mótið hafi setið nokkuð í okkur í leiknum við Sviss. Æf- ingaleikurinn gegn Þjóðverjum fór 1-1 sem við töldum góða niður- stöðu gegn svo sterku liði og því létum við ekki hugfallast þó við heföum tapað fyrsta leiknum á mótinu. Maður dagsins Það má miklu fremur segja að tapið hafi þjappað okkur saman og við byrjuðum að spiia eins og lið en ekki einstaklingar eftir það. Liðinu gekk vel og náði sigri í mótinu með því að vinna alla leik- ina sem eftir voru,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður U-18 ára landsliðsins í knattspyrnu. Ólafur stóð sig frábærlega og var kosinn maður mótsins að því loknu. Ólafur Þór Gunnarsson. „Næsta verkefni U-18 liðsins er að keppa við íra í 16 liða úrslitum í Evrópukeppninni. Ef við vinnum írana erum við komnir í 8 liða úr- slitin sem verða í Frakklandi í sumar. Það væri toppurinn ef það tækist. írarnir eru sterkir en ný- lokið mót virðist benda til þess að eitthvað búi í okkar liöi og leikur- inn gæti farið á hvorn veginn sem er. Það ríkir almenn ánægja með framlag þjálfarans, Guðna Kjart- anssonar, að vonum, enda er liðið að gera góða hluti undir hans stjóm. Ég hef alla mína tíð leikið með ÍR og er uppalinn á þeim vígstöðv- um. ÍR-ingar eru með aðstöðu í Breiðholtinu og liðið hefur undan- farin 10 ár verið í 2. deild i meist- araflokki, en við ÍR-ingar litum björtum augum á framtíðina. Ail- ur frítími minn fer í knattspym- una og námið hjá mér og ég hef lít- inn tíma til að sinna öðrum mál- um. Maður er enn þá svo ungur og meira að segja ólofaður þessa stundina. Ég er í stærðfræðideild í Versló. Það er verið að athuga hvort möguleiki er á að komast að á viðskiptabraut í Bandaríkjunum að loknu náminu í Versló og reyna að fá styrk út á fótboitann," sagði Ólafur. Myndgátan Steingeit ÍÐTOKOMS' HANN ALLTAF- FAStAN (jrAN D YRA.fjf Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði Dos Pilas heldur lokatónleika í Rosenbergkjallaranum. Lokatónleikar Strákarnir í hijómsveitinni Dos Pilas, sem starfað hafa sam- an um árabil, hafa ákveðið að leysa upp sveitina. En áður en af því veröur verða haldnir Samkomur lokatónleikar fyrir unnendur sveitarinnar í Rosenbergkjallar- anum. Þeir fyrri verða í kvöld en þeir síðari á laugardagskvöldið. Unnendum sveitarinnar er bent á að þetta er síðasta tækifærið til að fylgjast með þeim sveinum á sviði. Söngklúbburinn Uppsigling Söngklúbburinn Uppsigling ætlar að koma saman við stór- markaðinn Samkaup í Reykja- nesbæ í kvöld kl. 20.30. Þar verða sungin saman ýmis sönglög og dægurlög við undirleik á gítara, ásláttarhljóðfæri og bassa þegar það á við. Bridge Svíar og Kanadamenn áttust við í undanúrslitaleik á síðustu heims- meistarakeppni um Bermúdaskál- ina. Svíarnir Bennet og Wirgren bjuggust við að græða á þessu spili í leiknum, en þeir höfðu doblað Eric Kokish og Joe Silver í tveggja spaða samningi á hættunni og sett tvo nið- ur (500). Bennett og Wirgren áttu eftir að verða fyrir vonbrigðum, því sagnir voru þeim óhagstæðar á hinu borðinu. Norður gjafari og AV á hættu: * KDG8543 KG9 -f 74 * 10 * ?2 * AD76 ♦ KG 4 ÁD754 ♦ -- * 842 * D10953 * KG986 4 A1076 » 1053 •f Á862 4 32 Noröur Austur Suður Vestur Molson Morath Baran Bjerreg. 1G pass pass 2* 34 dobl pass 4* pass pass dobl p/h Markland Molson opnaði á 15-17 punkta grandi með frekar óvenju- lega skiptingu og Bjerregaard kom inn á tveimur spöðum. Þegar Mol- son tók þá djörfu ákvörðun að segja 3 lauf virtist hann vera í vondum málum eftir dobl Moraths. En Bjer- regaard kom til bjargar og tók þá vægast sagt undarlegu ákvörðun að stökkva í 4 spaða. Boris Baran gat doblað þann samning með góðri samvisku og vörnin gaf enga mis- kunn. Molson fann besta útspilið, tígulkóng, og síðan kom tígull á ás og Baran gerði vel í því að spOa næst hjartatíunni. Molson tók tvo slagi á hjarta, laufás og spilaði síð- an áfram hjarta. Sagnhafl spilaði spaðagosa, Baran drap á ás, spilaði tígli sem sagnhafi trompaði lágt og norður yfirtrompaði. Spaðatían var enn slagur svo spilið fór 1400 niður og Kanadamennirnir græddu 14 impa. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.