Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 27 íslenska óperan meö Galdra-Loft á Listahátíð: Síöasta verkefni óperunnar á árinu - 53 milljóna framlag verður uppurið Óperan Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson, sem frumsýnd verður á Listahá- tíð í sumar, er síðasta verkefni íslensku óperunnar á þessu ári. DV-mynd GS I>V Tvær nýjar Úrvalsbækur Tvær nýjar Úrvalsbækur eru komnar á markað. Önnur nefriist Brotin ör (Broken arrow) en sam- nefnd kvikmynd er einmitt sýnd um þessar mundir í Háskólabíói og Regnboganum. Hin bókin nefnist Sinnaskipti, Summer Surrender á ffummálinu, og er eftir Lyndu Kay Carpenter. Ingóifur P. Steinsson hannaöi bókarkápumar. Brotin ör er eftir Jeff Rovin eftir kvik- myndahandriti Graham Yost. Kvikmyndin kemur frá 21th Century Fox en framleiðandi er Mark Gordon í samvinnu við WCG Entertainment. Leikstjóri er John Woo og aðalleikarar eru John Travolta og Christian Slater. Hér er á ferðinni mikil spennusaga sem segir frá herflugvél sem týnist með tvær kjarnasprengjur; Enginn nema flugmennirnir veit hvað er að gerast. Báðir skjóta sér út úr flug- vélinni og sleppa heilir á húfi. En í huga annars jjeirra er þetta aðeins fyrsti áfanginn í mun viðameiri og banvænni áætlun. Hann svífst einskis til að hafa yfirráðin yfir „brotnu örvunum" en svo nefnast týndar kjarnasprengjur á dulmáli bandaríska hersins. Ragnar Hauks- son þýðir bókina sem fyrst var gef- in út í Bandaríkjunum i febrúar sl. og hefur ásamt myndinni hlotið mjög góðar viðtökur. Sinnaskipti er rómantísk saga úr villta vestrinu. Þýð- endur eru .Elín Margrét Hjelm og Rósa Anna Björgvinsdótt- ir. Segir þar af Sunnu St. Clair sem er á leið út í óvissuna til að finna heitmann sinn en eyðimörk Kalifomíu kemur henni á óvart. Chase McCain verð- ur samferðamaður hennar, þvert móti vUja sínum, og ferð þeirra yfir eyðimörkina verður þeim báðum þraut og gleði í senn. -bjb Fyrirlestur um barnabókmenntir Dr. Jean Webb, lektor við Worcester CoUege of Higher Ed- ucation í Bretlandi, heldur opinn fyrirlestur um barnabókmenntir í Odda á morgun kl. 14 í boði félags- vísindadeildar Háskóla íslands. Fyrirlestri hennar verður fléttað inn í málstofu um börn og bækur sem deildin og Bamabókaráðið, íslandsdeUd IBBY, munu standa fyrir þennan dag. Dr. Webb hefur einkum fengist við aö rannsaka hvernig texti í barnabókum virðist í fljótu bragði vera sakleysislegur en er á sama tíma hlaðinn séreinkennum um- hverfis og menningar. -bjb Óperan Galdra-Loftur, sem frum- sýnd verður á Listahátíð í Reykja- vík í sumar, verður síðasta verkefni íslensku óperunnar á þessu ári. Þar sem fjárframlag þessa árs, um 53 milljónir af fjárlögum, verður uppurið verður næsta ópera ekki sett upp fyrr en um áramót en ís- lenska óperan hefur yfirleitt náð að sýna eina óperu að hausti. Fyrir tveimur árum kom upp svipuð staða nema hvað þá þurfti að loka óperunni á miðju ári vegna fjár- skorts og segja upp fostum starfs- mönnum. Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, framkvæmdastjóri íslensku óper- unnar, sagði í samtali við DV að ekki yrði gripið nú til neinna upp- sagna þeirra sjö starfsmanna sem starfa hjá óperunni en allt listafólk er lausráðið í hvert verkefni. Mikið umleikis í vetur „Það hefur verið mikið umleikis hjá okkur í vetur. Við höfum verið með Carmina Burana, Madama Butterfly og Hans og Grétu. Galdra- Loftur er því fjórða verkefnið á ár- inu. Hún kemur í staðinn fyrir þá sýningu sem að öðrum kosti hefði komið upp í haust. Vonandi náum við að sýna Galdra-Loft nokkrum sinnum í haust. Einnig er verið að ræða þann möguleika að hópur komi hér inn með leiksýningu, í samvinnu við okkur. Óperuupp- færsla verður síðan öðru hvoru megin við áramótin, annaðhvort jólasýning eða janúar-, febrúarsýn- ing,“ sagði Ólöf Kolbrún. Eins og áður sagði eru sjö stöðu- gildi hjá íslensku óperunni. Ólöf Kolbrún er framkvæmdastjóri og Garðar Cortes óperustjóri. Þetta eru hvort tveggja hálfar stöður. Síðan eru nokkrar stöður á skrifstofu. Þá hafa í vetur verið tvær stöður leik- stjóra og búningahönnuðar. Samn- ingar við þá renna út í júní og sagði Ólöf ekki liggja fyrir hvort auglýst yrði eftir þeim stöðum fyrir næsta starfsár. Beint framlag hins opinbera til ís- lensku óperunnar er 48 milljónir á núgildandi fjárlögum. Síðan koma 5 milljónir sem framlag á móti 5 millj- ónum sem óperan þarf að safna sjálf. Með Galdra-Lofti, sem áætlað er að kosti um 19 milljónir í upp- færslu, verður fjármagn ársins uppurið. Nokkur draumastykki „Það hefur ekkert verið ákveðið um óperur næsta starfsárs. Við von- umst til að geta sett upp stóra sýn- ingu sem ekki hefur verið áður hjá okkur en við höfum farið yfir nán- ast allan þennann vinsældaskala í óperubókmenntunum. Ýmislegt hef- ur verið í umræðunni, m.a. óper- urnar Peter Grimes eftir Benjamin Britten, Turandot eftir Puccini og Faust eftir Gounod. Þetta eru stykki sem okkur dreymir um að setja upp, hvenær sem við komumst í það,“ sagði Ólöf Kolbrún við DV. -bjb Hamingjurán á Smíða- verkstæðinu Æfingar eru vel á veg komnar á næsta verki sem Þjóðleikhúsið tek- ur til sýningar á Smíðaverkstæð- inu, söngleik sem nefnist Ham- ingjuránið. Höfundur er Bengt Ahl- fors, einn fremsti revíu- og gaman- leikjahöfund Norðurlanda, og heitir það á frummálinu Stulen lycka. Fyr- irhugað er að frumsýna Ham- ingjuránið í maíbyrjun. Leikendur i Hamingjuráninu eru Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Bergur Þór Ingólfs- son og FIosi Ólafsson. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir og Þórarinn Eldjárn þýðir verkið. Höfundur leikmyndar er Axel H. Jóhannesson, Þórunn E. Sveinsdóttir hannar búninga, Ijósa- hönnuður er Bjöm Bergsteinn Guð- mundsson og tónlistarstjóri Jóhann G. Jóhannsson. -bjb Leikendur í Hamingjuráni á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Menning Rósa og Lína langsokkur. Heimsókn til Línu langsokks Barnaleikritið vinsæla, Lína langsokkur, hefur verið til sýninga hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgar- leikhúsinu frá því í september. Að- eins 3 sýningar eru eftir og sunnu- daginn 28. aprU nk. verður síðasta sýningin með Linu. Morgunblaðið stóð fyrir Litaleik um Linu langsokk og sendu rúmlega 300 börn myndir tU blaðsins. Fyrstu verðlaun fékk Rósa Hauksdóttir og bauð Lína henni ásamt fjölskyldu í leUchúsið. Eftir sýningu kom Rósa baksviðs tU að heUsa upp á Linu og var meðfylgjandi mynd þá tekin. Ljós til að mála nóttina Mál og menn- ing hefur sent frá sér ljóðabók- ina Ljós tU að mála nóttina eftir Óskar Árna Óskars- son. Þetta er fimmta bók höf- undar með frumsömdum ljóðum en sú fyrsta kom út árið 1986. Ljós tU mála nóttina skiptist í þrjá hluta, tveir þeirra samanstanda af sjálfstæðum ljóðum en sá þriðji er ljóðaflokkurinn Vegamyndir. Ein- kenni þessarar bókar er sérstakt nostur við hið smágerða í lífinu og spurt um hvað sé stórt og hvað smátt. Fýrsta Ijóðabók Inga Steinars Sólskin nefn- ist fyrsta ljóða- bók Inga Stein- ars Gunnlaugs- sonar, skóla- stjóra á Akra- nesi, sem kom- in er út hjá Hörpuútgáf- unni. Ingi Steinar er þó enginn nýgræðingur á skáldabekk. Hann er kunnur í.hópi hagyrðinga og hefur um árabU feng- ist við ljóðagerð og hverskonar kveðskap. Bókin skiptist i fjóra flokka og ljósmynd á kápu er eftir Guðjón Guðmundsson. Sautjánda Ijóða- bók Matthíasar Hörpuútgáf- an hefur sent frá sér bókina Vötn þín og vængur eftir Matthías Jo- hannessen. Þetta er sautj- ánda ljóðabók Matthíasar en fyrsta kom út fyrir 38 árum. Hér er á ferðinni ein stærsta og veigamesta ljóðabók Matthíasar og sú bók sem sýnir einna best helstu yrkisefni hans og listræn tök. Bókin skiptist í átta flokka og kápumynd er eftir RAX. VOTNWN OGVÆNGllR Fyrirlestur felldur niður Af óviðráðaiUegum orsökum hef- ur fyrirlestur Eduardo Souto Moura, sem halda átti í Norræna húsinu mánudaginn 15. aprU næst- komandi, verið feUdur niður. Þetta átti að vera síðasti fyrirlesturinn í röð 8 fyrirlestra sem Arkitektafélag íslands, Norræna húsið og Kjarvals- staðir hafa staöið fyrir í vetur. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.