Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 9 DV Sjö ára stúlka fórst í heimsmetstilraun á flugvél: Leyfið bornum að fljúga ef þau vilja - sagði „Vissulega vil ég að öll bömin mín deyi hamingjusöm, þó ég kysi að það gerðist ekki við sjö ára ald- ur. En leyfið börnum að fljúga ef þau vilja það. Þetta hafði ekkert með aldur hennar að gera, það var greinilega eitthvað að,“ sagði móðir hinar sjö ára Jessicu Dubroffs sem fórst þegar flugél hennar hrapaði stuttu eftir flugtak í Wyoming-ríki í gærdag. Jessica hafði einsett sér að verða yngsti flugmaður sem flygi þvert yfir Bandarikin og til baka. Jessica var að hefja annan kafla flugs síns, samtals um 11 þúsund kílómetra leið, þegar flugvél hennar hrapaði til jarðar í íbúðahverfi í bænum Cheyenne. Faðir hennar og flugkennari fórust einnig í slysinu. Litlu munaði að vélin lenti á íbúðar- húsi en brot úr flakinu dreifðust yfir stórt svæði. Slæmt veður var, rigning og rok, þegar vélin fór í loft- ið. Áhugaflugmaður, sem varð vitni að slysinu, sagði að vélin hefði virst ætla aftur til flugvallarins en hún hafi látið illa að stjórn eins og væri móðir hennar Jessica Dubroff. hún ofhlaðin. Jessica hafði byrjað að fara í flug- tíma sex ára gömul og hafði um 40 flugtima og 50 lendingar og flugtök að baki. Fjölskylda hennar ítrekaði að Jessica mundi stýra vélini alia slysið leið en flugkennarinn gripi einung- is inn í í neyðartilvikum. Ekki er vitað með vissu hver stýrði vélinni þegar slysið varð. Jessica var ekki hærri en svo að sessu þurfti í flug- mannssætið svo hún sæi út og sér- smíðaðar álstengur svo hún næði á pedala í gólfinu. Yfírmaður handarískra flugmála fyrirskipaði strax endurskoðun á reglum varðandi aldurstakmörk þeirra sem stjórna flugvélum. Form- lega bar flugkennarinn ábyrgð á fluginu og var Jessica skilgreind sem farþegi. Samkvæmt lögum fær enginn flugpróf nema hann hafi náð 16 ára aldri en það er síðan undir flugstjóranum komið hvort hann treystir öðrum til að stýra vélinni, óháð aldri. Metið sem Jessica reyndi að slá var sett af níu ára dreng 1988. Heimsmetabók Guinness hefur til- kynnt að hætt hafi verið við verð- launaflokk fyrir yngstu flugmenn- ina af ótta við að hvetja til áhættu- samra flugferða. Reuter Stúlkur sem líkjast Marilyn heitinni Monroe gera sig til á Timestorgi í New York en þar var unnið að gerð auglýsing- ar fyrir bandarískan kexframleiðanda. Símamynd Reuter ísraelar gerðu loftárásir á Hizbollah í Líbanon: Skæruliðar hóta óvæntum árásum Sextán fórust í bruna á flugvelli í Diisseldorf Enn er ekki ljóst hvað olli bnm- anum sem varð að minnsta kosti sextán manns að bana í flugstöð- inni í Dússeldorf í Þýskalandi í gær. „Neistaflug frá verkfærum kann að hafa valdið eldsvoðanum," sagði Hans-Júrgen Leinweber, talsmaður slökkviliðsins í Dússeldorf. Allt bendir til að eldurinn hafi komið upp þegar verið var að gera við í blómabúð í þeim hluta flug- stöðvarinnar þar sem farþegar koma inn. Yfirvöld hafa útilokað að um íkveikjuárás hafi verið að ræða. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í margar klukkustundir. Að sögn þýskrar sjónvarpsstöðvar er þetta mesta óhapp sem orðið hefur á þýskum flugvelli. Hinir látnu voru þýskir, franskir, breskir og ítalskir. Reuter ísraelsmenn létu að þvi liggja í gær að þeir kynnu að gera nýjar loftárásir á Beirút, höfuðborg Lí- banons, ef Hizbollah-skæruliðar gerðu fleiri árásir á ísrael. Mikil spenna ríkir nú í Líbanon eftir árásirnar í gær og hétu skæru- liðarnir, sem fylgja stjómvöldum í íran að málum, að þeir mundu hefna þeirra, ekki aðeins með árás- um á norðurhluta Israels, heldur mundu þeir koma Símoni Peres, for- sætisráðherra ísraels, í opna skjöldu með árásum sínum á óvænta staði. „Ef þeir vilja að Beirút verði eins og Kiryat Shmona, verður hún eins og Kiryat Shmona," sagði Ori Orr, aðstoðarvarnarmálaráðherra ísra- els, sem á sínum tíma stjómaði her- sveitum við víglínuna á landamær- um Líbanons. Hann var þar að vísa í norður-ísraelska bæinn sem skæruliðar léku illa í árásum á þriðjudag. ísraelski herinn réðst m.a. með þyrlum sinum á úthverfi sítamú- slíma í Beirút en það var fyrsta árás ísraela á höfuðborg Líbanons í fjórt- án ár. Yfirmaður norðurdeildar ísra- elska hersins sagði líklegt að árás- irnar mundu standa í nokkra daga. Orr sagði að ef líbönsk stjórnvöld og bandamenn þeirra, Sýrlendingar, hefðu ekki hemil á starfsemi Hiz- bollah skæruliðanna væri uppbygg- ingunni í landinu eftir margra ára borgarastríð stefnt í voða. Reuter Útlönd Dole mætti ekki að jarðarfor Bandaríski blökkuleiðtoginn Jesse Jackson veittist að Bob Dole, væntanlegum forsetafram- bjóðanda Repúblikanaflokksins, í gær og sagði hann hafa móðgað blökkumenn með því að vera ekki við útför Rons Browns viðskipta- ráðherra á miðvikudag. Dole var ekki einn um að sýna sig ekki því allir leiðtogar repúblikana í þinginu voru fjar- verandi. Brown, sem var blökkumaður, fórst í flugslysi í Króatíu fyrir páska á leiö heim ffá Bosníu. Reuter Til sölu þessi gleryfirbygging sem staðsett er að Laugavegi 70 (sett upp sem tilraunaverkefni). Þetta eru tvær einingar, hvor um sig 8 m að lengd, breidd 2,30 m. Einfalt í uppsetningu. Upplýsingarí símum 552-4910 og 552-4930. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 10. útdráttur 4. flokki 1994 - 3. útdráttur 2. flokki 1995 - 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.