Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUK 12. APRÍL 1996
7
DV Sandkorn
Fréttir
Tapaðir sauðir
Svokallaö bisk-
upsmál og þær
deilur sem orð-
íð hafa innan
þjóðkirkjunnar
hafa tröllriðið
landslýö að
undanförnu.
Hver íslending-
urinn á fætur
öðrum hefur
sagt sig úr
þjóðkirkjunni
ogspurning
hvort hún
heyri ekki sögunni til þegar haldið
verður upp á 1000 ára afmæli
kristnitökunnar árið 2000. Félagar í
öörum trúfélögum kætast og mun
eftirfarandi vísa hafa fæðst hjá ása-
trúarmanni:
Loftið kjafthátts kúlnahríð
klýfur, sundiung skapast
meðan hirðar heyja stríð
hundruö sauða tapast.
Kýrskýr lögfræði
í Viðskiptablaö-
inu mátti ný-
lega lesa ágæta
sögu um
spænskan lög-
fræðing og son
hans. Sonurinn
var að útskrif-
ast úr mennta-
skóla og fékk
aö fylgjast með
störfum fóður
sins til að sjá
hvort Iögfr æðin
heillaöi hann.
Á fyrsta degi kom verkamaður til
lögfræðingsins sem átti i deilum við
erfíngja búgarðs um eignarhald á
kúm sem hann hafði annast. Taldi
verkamaðurinn sig eiga rétt á kún-
um. Lögfræðingurinn sagðist taka
málið að sér og engar áhyggjur
þyrfti að hafa af kúnum. Skömmu
seinna kom erfingi búgarðsins og
sagöist eiga í deilum við verka-
manninn um eignarhald á kúnum.
Lögfræðingurinn sagðist taka að sér
máliö fyrir erfmgjann og engar
áhyggjur þyrfti að hafa af kúnum.
Þegar maðurinn var farinn kom
sonur lögfræðingsins, sagðist ekki
vita mikið um lögfræði en kýrnar
hefðu skapað siöferðilegt vandamál
fyrir þá feðga. Lögfræðingurinn
sváraði að bragði: „Hafðu engar
áhyggjur. Við munum eignast kým-
ar.“
í himnaríki
Við höldum
okkur við Gull-
mola Viðskipta-
blaðsins. Þar
segir af ungu
og ástfóngnu
pari sem lést i
hörmulegu bíl-
slysi skömmu
fýrir giftingu.
Þau fóru til
himnaríkis,
hittu Lykla-
Pétur og báðu
um giftingu.
Lykla-Pétur samþykkti bónina en
bað þau að bíða mn stund. Þau biðu
i 100 ár þar til Lykla-Pétur kom og
sagði að þau gætu nú gifst, sem þau
og gerðu. Eftir 30 ára samlífl
komust hjónin að þeirri niðurstöðu
að þau gætu ekki eytt eilíföinni
saman og báðu Lykla- Pétur um
skilnað. Lykla-Pétur brást illa við
og sagði: „Gerið þið ykkur grein
fyrir þvi að það tók mig 100 ár að
ná í prest hingað upp tU að gifta
ykkur. Mér tekst aldrei að útvega
lögfræðing."
Langholts-
kirkjudeilan
hefur teygt
anga sina víðar
i þjóðfélaginu
en marga grun-
ar. Kunningi
Sandkomsrit-
ara kom með
umslag, merkt
kór Langholts-
kirkju, sem var
utan um boðs-
bréf á tónléika.
í sjálfu sér
ósköp venjulegt umslag en kunningi
vor vakti athygli á póststimplinum
og frímerkinu. Stimpillinn var dag-
settur sama dag og Bolli Gústafsson
kvað upp úrskurð sinn í Langholts-
kirkjudeilunni. Ekki nóg með það
heldur prýddi frímerkið mynd af
Laufási þar sem Bolli þjónaði lengi
áður en hann gerðist vígslubiskup á
Hólum. Skemmtileg tilviijun, eða
hvað?
Tilviljun?
Umsjón: Björn Jóhann Björnsson
Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands:
Lögin munu þvælast fyrir
gerð næstu kjarasamninga
„Ráðherramir höfnuðu því að
draga frumvörpin umdeildu tn baka.
Þeir áréttuðu og bentu á að þeirra og
Alþingis væri valdið. Við hentum
þeim þá á að við myndum að sjálf-
sögðu ekki taka það af þeim. Hins
vegar sögðum við að ef mál færu
fram eins og nú horfir og þeirra ósk-
ir standa til með þessi frumvörp
væru allar líkur á því að ekki næðist
árangur af nefndarstarfi félagsmála-
ráðuneytisins eins og til stóð. Þvert
á móti myndu þessi lög þvælast fyr-
ir við gerð kjarasamninganna um
næstu áramót. Þau myndu taka upp
mikinn tima sem ella yrði notaður
til að finna lausn i kjaradeilunrii.
Það væri auðvitað hið versta mál,“
sagði Benedikt Davíðsson, forseti
ASÍ, eftir fund verkalýðsforingja og
ráðherra í gær.
Benedikt sagði að ráðherrarnir
hefðu sagst vilja afgreiða frumvörp-
in um starfskjaralögin annars vegar
og stéttarfélög og vinnudeilur hins
vegar á vorþinginu. Aftur á móti
hefðu þeir sagst tilbúnir að taka við
öllum ábendingum og líklegir til að
taka tillit til þess sem launþegahreyf-
ingin legði mesta áherslu á og væri
innan þess ramma sem lýst væri í
aðfaraorðum að frumvörpunum.
„Þetta sættum við okkur ekki við.
Til þess að geta komið að málinu er
krafa okkar sú að við fáum að semja
um megin atriðin við gagnaðOa okk-
ar án þess að yfir okkur hangi svipa
um lagasetningu. Við höfum oft bent
á að þau atriði sem vega hvað þyngst
í frumvarpinu um stéttarfélög og
vinnudeOur eru þau atriði sem í
áfangaskýrslunni til félagsmálaráð-
herra eru næstum órædd í starfs-
hópnum. Hvað þá úti í hreyfingunni
hjá okkur. Það er því alveg morgun-
ljóst að sú umræða klárast ekki áður
en vorþinginu lýkur. Þess vegna vilj-
um við að hætt verði við að afgreiða
frumvörpin á vorþinginu og að sest
verði niður og samið um þessi mál,“
sagði Benedikt Davíðsson.
-S.dór
Nýjar
DV, Búöardal:
í byrjun nóvember 1995 var byrj-
að á byggingu tveggja félagslegra
íbúða við Stekkjarhvamm í Búðar-
dal og er þeim nú lokið nema frá-
gangi utanhúss og lóðar. íbúðirnar
eru 87 m2 hvor og kosta rúmlega 7
milljónir króna.
íbúðimar voru teknar í notkun
15. mars og 1. aprO. Trésmiðja Guð-
mundar Friðrikssonar í Grundar-
firði annaðist smíði húsanna og
gekk það verk fljótt og vel fyrir sig.
Að sögn Kristins Jónssonar, for-
manns húsnæðisnefndar Dalabyggð-
ar, er allnokkur eftirspum eftir
íbúðum sem þessum og fyrirhugar
húsnæðisnefndin byggingu tveggja
íbúða til viðbótar á þessu ári. -MB
Kristinn Jónsson afhendir Stein-
unni Jóhannsdóttur lykla að nýju
íbúðinni. DV-myndir Melkorka
Úthafsveiðiskip:
Ekki fá
öll skip
að leita
hafnar
- nema í neyðartilfellum
Það eru skip frá Grænlandi, Fær-
eyjum, Evrópusambandinu, Noregi,
PóUandi og Rússlandi sem mega
leita hér eftir þjónustu eða landa
afla sínum á íslandi.
Ef Rússar mótmæla samkomulag-
inu um skiptingu heddaraflans,
eins og þeir hafa haft á orði, verður
tekin afstaða td þess í ráðuneytinu
hvort rússnesk skip mega leita
hingað eftir þjónustu. -S.dór
DANMÖRK
Verð frá kr.
hvora leið
með flug-
vallaskatti
r ■■ Sala: Wihlborg Rejser, Danmörk 1
s. 00-45-3888-4214
L Fax 00-45-3888 4215 - Á
íbúðir í Búöardal
Félagslegu íbúðirnar við Stekkjarhvamm.
"3 Rannsóknaráð íslands
Rannsóknastofnun
byggingariönaðarins
cjíÍjb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
Húseigendur - Húsbyggjendur!
Laugardaginn 13. apríl nk. halda Húsnæðisstofnun ríkisins, Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins og Rannsóknaráð íslands kynningarfund í Ársal Hótel Sögu kl. 13.30-17.00.
Fundurinn er ætlaður bæði almennum húseigendum og fagmönnum. Á staðnum veita
sérfræðingar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins ráðgjöf um byggingaraðferðir,
viðgerðir og viðhald og sérfræðingar Húsnæðisstofnunar veita upplýsingar um fjármögnun
og lánafyrirgreiðslu. Einnig verða haldin erindi og rannsóknaverkefni verða kynnt í
sýningarbásum og starfsemi stofnananna kynnt.
ERINDI:
Kl. 13.30 Viðhaldsþörf mannvirkja á íslandi. Gilda erlendar viðmiðanir?
Björn Marteinsson, verkfrceðingur og arkitekt.
Kl. 14.00 Loftræstar útveggjaklæðningar á hús. Örugg lausn?
Jón Sigurjónsson, verkfrœðingur
Kl. 14.30 Múr-einangrunarkerfi til utanhússklæðninga. Uppbygging og reynsla: - Sementsbundin kerfi
- Akrylbundin kerfi
Björn Marteinsson, verkfrœðingur og arkitekt
Kl. 15.00 Viðhald og viðgerðir steyptra húsa
Helgi Hauksson, verkfrœðingur
Kl. 15.30 Nýjar aðferðir við sprunguviðgerðir
Rögnvaldur Gíslason, verkfrœðingur
Kl. 16.00 Ný viðhorf í húsalögnum, vatnstjónavamir
Einar Þorsteinsson, tœknifrœðingur
Kl. 16.30 Málun húsa - ending
Rögnvaldur Gíslason, verkfrœðingur
RÁÐGJÖF: Húsbyggingatækni - hljóðtækni - lagnir - málning - steinsteypa - byggingarkostnaður - lánafyrirgreiðsla - o.fl.