Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996
Útlönd
Samkynhneigður vinnur
forræðismál
Dómari í Los Angeles úrskurð-
aði að 46 ára gamall samkyn-
hneigður maður fengi forræði yfir
lítillega vangefinni stúlku en
hann er hvorki líffræðilegur né
félagslegur faðir hennar. Maður-
inn hafði alið stúlkuna upp frá
fæðingu. Hann og móðirin höfðu
gert óformlegt samkomulag um að
hann æli hana upp eftir að þau
slitu samvistum á sínum tíma.
Dómarinn staðfesti fyrri dóm í
sömu veru en honum hafði verið
hafnað fyrir áfrýjunardómstóli.
Samkvæmt úrskurðinum fær
móðirin eingöngu að hringja í
dóttur sína einu sinni í viku. Lög-
menn mannsins sögðu að það
væri skaðlegt fyrir stúlkuna að
vera hjá móður sinni og maður-
inn væri best til þess fallinn að
sjá henni farborða. Reuter
1—
Húsbréf Innlausnarverð
húsbréfa í
1. ílokki 1991
3. flokki 1991
1. ílokki 1992
2. flokki 1992
1. flokki 1993
3. flokki 1993
1. flokki 1994
1. flokki 1995
Innlausnardagur 15. april 1996
l.flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.584.706 kr.
100.000 kr. 158.471 kr.
10.000 kr. 15.847 kr.
3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð:
1.000.000 kr. 1.410.083 kr.
500.000 kr. 705.042 kr.
100.000 kr. 141.008 kr.
10.000 kr. 14.101 kr.
1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.944.107 kr.
1.000.000 kr. 1.388.821 kr.
100.000 kr. 138.882 kr.
10.000 kr. 13.888 kr.
2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.835.129 kr.
1.000.000 kr. 1.367.026 kr.
100.000 kr. 136.703 kr.
10.000 kr. 13.670 kr.
s 1. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
e 5.000.000 kr. 6.294.799 kr.
í 1.000.000 kr. 1.258.960 kr.
100.000 kr. 125.896 kr.
10.000 kr. 12.590 kr.
3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.861.788 kr.
1.000.000 kr. 1.172.358 kr.
100.000 kr. 117.236 kr.
10.000 kr. 11.724 kr.
1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.752.855 kr.
1.000.000 kr. 1.150.571 kr.
100.000 kr. 115.057 kr.
10.000 kr. 11.506 kr.
1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.423.843 kr.
1.000.000 kr. 1.084.769 kr.
100.000 kr. 108.477 kr.
10.000 kr. 10.848 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
r£h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT U • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900
I>V
Brian Jenkins, frambjóðandi breska Verkamannaflokksins í Staffordskíri, fær kossa frá eiginkonunni Joan og dótt-
urinni Caroline eftir að hann vann yfirburðasigur í aukakosningum þar í gær og fékk helmingi fleiri atkvæði en fram-
bjóðandi íhaldsflokksins. Símamynd Reuter
Breski íhaldsflokkurinn tapaði stórt í aukakosningum í gær:
Þingmeirihlutinn
kominn í eitt sæti
- frambjóðandi Verkamannaflokksins fékk helmingi fleiri atkvæði
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, og íhaldsflokkur hans
biðu herfilegan ósigur í aukakosn-
ingum tii breska þingsins í Stafford-
skíri í miðhluta Englands í gær og
er þingmeirihluti flokksins nú að-
eins eitt sæti.
Brian Jenkins, frambjóðandi
Verkamannaflokksins, fékk ríflega
26 þúsund atkvæði, tvöfalt meira en
Jimmy James, frambjóðandi íhalds-
flokksins. í þingkosningunum 1992
sigruðu íhaldsmenn með rúmlega
sjö þúsund atkvæða mun. Breska
sjónvarpinu BBC reiknaðist svo tU
að Verkamannaflokkurinn hefði
bætt hlut sinn um 22 prósent.
„Þetta er yfirburðasigur. Það er
sögulegt afrek að bæta hlut sinn um
22 prósent," sagði Anthony King,
prófessor í stjórnsýslufræðum við
háskólann í Essex.
„Þetta eru stórkostleg úrslit,“
sagði Tony Blair, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, í viðtali við BBC
frá Washington þar sem hann mun
m.a. hitta BUl Clinton Bandarikja-
forseta síðar i vikunni.
Með þessum ósigri íhaldsflokks-
ins vakna enn á ný efasemdir um að
Major geti setið á forsætisráðherra-
stólnum þar til kjörtímabilið renn-
ur út í maí 1997 af því að dauði enn
eins þingmanns íhaldsflokksins
mundi gera meirihluta flokksins í
þinginu að engu. Major neyddist þá
Þjóðernissinninn Zhírínovskí:
Beitir börnum í
kosningabaráttu
Þjóðernissinninn Vladimír
Zhírínovskí hefur nú tekið tU þess
ráðs að beita börnum í baráttunni
fyrir forsetakosningarnar í srnnar.
Hefur hann stofnað barnahreyflngu
undir nafninu Ungir fálkar. Á þriðja
tug barna voru á skrifstofu Zhírínov-
skis þegar hann tUkynnti um stofnun
hreyfingarinnar. Voru sum þeirra
klædd í bláa skyrtu, með svart bindi
og míníútgáfu af húfu eins og þeirri
sem Zhírínovski ber gjarnan á höfði.
Úðuðu þau í sig kökum og sælgæti og
virtust ekki vita almennnilega hvað
væri á seyði.
Zhírínovskí er töluvert á eftir
keppinautum sinum í skoðanakönn-
unum en neitar því alfarið að stofnun
ungra fálka hafi nokkuð með kosn-
ingabaráttuna að gera. Reyndar sagði
hann hugmyndina fengna frá unglið-
um kommúnista en hans hreyfing
væri mun betri.
Zhírínovskí lék á als oddi með
börnunum, gaf þeim köku, kosning-
amyndband og barmmerki með mynd
Vladimír Zhírínovskí.
af sjálfum sér. Hann bað bömin að
passa sig á að falla ekki í hendur njó-
snara erlendra ríkja eða lenda í því
að senda unga hermenn til Tsjetsjen-
íu þegar þau væru orðin fullorðin.
Zhírínovskí sagði að ungir fálkar
mundu fyrst og fremst reka sumar-
búðir og tryggja börnum örugga ferð
út í lífið. Reuter
til að boða til þingkosninga.
„Þetta eru slæm úrslit fyrir okk-
ur. Ég neita því ekki,“ sagði Steph-
en Dorrell heilbrigðisráðherra.
Hann bætti þó við að íhaldsflokkur-
inn hefði nú áöur tapað i aukakosn-
ingum en síðan unnið í almennum
þingkosningum.
íhaldsflokkurinn nýtur nú þrjátíu
prósentustigum minna fylgis en
Verkamannaflokkurinn, ef marka
má skoðanakannanir, vegna óá-
nægju almennings með svikin lof-
orð um skattalækkanir og vegna
ýmissa hneykslismála sem hafa
skekið flokkinn. Major og hans
menn hafa ekki sigrað i aukakosn-
ingum frá árinu 1989. Reuter
Stuttar fréttir
Ferja aftur til hafnar
Farþegaferja sem strandaði
skammt undan höfninni í Ramsgate
á Englandi í gærkvöld komst aftur á
flot eftir þrjá tíma og sigldi til hafn-
ar.
Andreotti með bófunum
Giulio
Andreotti, fyrr-
um forsætis-
ráðherra Ital-
íu, kom iyrir
rétt með mafíu-
bófum í gær tO
að svara til
saka fyrir
ákæru um að
hann hefði tyrirskipað morðið á
blaðamanni.
Áfram við völd
Stjórnarflokkurinn I Suöur-
Kóreu virðist ætla að sitja áfram viö
völd þótt hann hafi glataö þingmeiri-
hluta sínúm í kosningum i gær.
Tveir gáfust upp
Tveir félagar úr öfgahópnum Frí-
mönnum, sem lögreglan í Montana
hefur setiö um í nokkurn tima,
gáfust upp í gær. Reuter