Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996
Spurningin
Hvað sástu síðast í bíói?
Lilja Dögg Bjarnadóttir nemi:
man það ekki.
Þórður Sigurðsson stýrimaður:
Ábyggilega Waterworld.
Páll Viggósson nemi: Heat.
Ljósbrá Baldursdóttir nemi: Ap-
pollo 13. Hún var ágæt.
Lesendur
Viturleg ákvörðun
forsætisráðherra
R.L. skrifar:
Flestir hugsandi menn munu
telja ákvörðun forsætisráðherra, að
fara ekki í framboð til forseta Is-
lands, bæði viturlega og heillavæn-
lega fyrir land og þjóð. Það hefði
verið mikið feilspor hjá forsætisráð-
herra að etja kappi við þrjá eða
fleiri frambjóðendur í embætti for-
seta. Ekki síst þar sem vitað er að
stjórnmálamaður á ekki upp á pall-
borðið í þetta embætti, a.m.k. ekki
að þessu sinni.
Tekið skal undir með forsætisráð-
herra að ekki þarf stjórnmálamaður
að vera óæskílegri á Bessastaði en
hver annar þjóðfélagsþegn. Staðan
er einfaldlega sú að þjóðin er ekki
tilbúin að taka við manni beint úr
stjómmálaerjunum í þetta embætti.
Stjórnmálamaður verður að hafa
staðið utan þeirrar baráttu um ein-
hvern tíma. Það átti t.d. við um Ás-
geir Ásgeirsson og naut hann þeirr-
ar stöðu sinnar í kosningunni.
Þannig má líta á framboð Guðrúnar
Agnarsdóttur sem hefur staðið utan
stjómmálanna um alllcmgt skeið.
Hið sama verður ekki sagt um Ólaf
Ragnar Grímsson sem kemur beint
úr eldlínunni.
Ég tel mig geta séð fyrir að héðan
af verði baráttan um forsetaembæt-
tið á milli kvennanna tveggja sem
báðar bera sama nafnið. Þetta með
nöfnin kynni svo að verða einhverj-
um fátíðum kjörklefagesti til að
mislíta og kjósa þá konuna sem
hann hugðist láta liggja mUli hluta.
En stjórnmálamaður er ekki ofar-
lega í hugskoti þorra landsmanna
að þessu sinni. Svo mikið er víst.
Sé staðreyndin hins vegar sú að
landsmenn séu búnir að kúvenda
svo í forsetamálum að þeim sé nokk
sama hver fer í þetta embætti, þar
með taldir stjórnmálamenn, þá þarf
að mínu mati að vinda bráðan bug
að því að finna enn einn kandidat-
inn sem tUtækur er að etja kappi
við fyrrverandi formann Alþýðu-
bandalagsins beint. - Það verður
varla liðið á landsvísu að stjórn-
málamaður úr eldlínunni, tUtölu-
lega nýbúinn að farga dálæti sínu á
hinu ógurlega Sovétskipulagi, renni
beint af augum inn í forsetaembætt-
ið með það eitt að leiðarljósi að
„koma íslandi á heimskortið" eins
og fyrrverandi formaður Alþýðu-
bandalagsins orðaði það svo skil-
merkilega að aUir sáu glitta í far-
miðann í annarri hendi og dagpen-
inga í hinni.
Vinda þarf bráðan bug að því að finna enn einn frambjóðandann til að etja kappi við fyrrverandi formann Alþýðu-
bandalagsins beint - segir m.a. í bréfinu.
Við styðjum framboðið
Árni Einarsson skrifar:
Nú eru menn farnir að skrifa
undir og styðja frambjóðendur til
forseta opinberlega. Þannig birtist
heil síða í Morgunblaðinu með
nöfnum þekktra sem óþekktra borg-
ara ásamt óskum um gleðilega
páska. Já, við undirrituð styðjum
framboðið... Og hér sannast gjarnan
hið fornkveðna, að oft má af vinun-
um sjá hver maðurinn er.
Þarna voru útgerðarmenn og sjó-
menn, læknar og lögfræðingar, leik-
arar og rithöfundar, bændur og ráð-
gjafar. Fleiri en einri og fleiri en
tveir af hverri tegund.
Ég sá hins vegar ekki nema eina
flugfreyju, einn dósent, einn ljós-
myndara, einn sóknarprest og einn
fyrrverandi veitingamann. Þrír þeir
síðustu gætu þó komið sér vel í
fleiri eintökum, þegar líða tekur á
kosningabaráttuna. Ljósmyndir t.d.
verða seint úreltar í svona baráttu
og blessunar þarf sífellt að njóta
ásamt miklum og góðum veitingum
þegar drífa þarf fólk á kosningamið-
stöðvar.
Það er sem sé einn frambjóðand-
inn sem hefur tekið á sig rögg og
býður landsmönnum að sjá, svart á
hvítu, hverjir það eru sem styðja
við bakið á honum. Og það með
páskakveðjum. En hvað með aUa
hina sem ætla að styðja þennan
frambjóðanda? Verða þeir ekki
undrandi þegar þeir sjá þennan
nafnalista í Morgunblaðinu og
þeirra sjálfra hvergi getið?
Ég sé þó fram á mikla lestrartíð
hjá okkar þjóð. Héðan af verður
ekki undan því vikist að birta öll
nöfn þeirra sem styðja hvern fram-
bjóðanda fyrir sig og geta starfsheit-
is þeirra og búsetu. Og vei þeim
sem birtir ekki nöfn allra stuðnings-
manna sinna. Ég er hins vegar því
marki brenndur að ég styð alla fram
komna frambjóðendur og vil ekki
gera upp á milli þeirra. Ég mun því
senda mitt nafn til allra frambjóð-
endanna en kýs engan þeirra af
sömu ástæðu.
Rafmagnsvagnar í umferðina
Jónsson skrifar:
Margir hafa líklega fagnað því að
loks ætlaðí Reykjavíkurborg að
ganga á undan með góðu fordæmi
og nýta eitthvað af umframrafmagn-
inu með þvl að láta kanna notkun
rafmagnsvagna hjá SVR, á Lauga-
vegi og Hverfisgötu til að byrja með.
En það koma samt upp efasemdir.
Talað er um einhvem „hleðslubún-
að“ sem kostaði 5-6 milljónir og
settur upp inni við Kirkjusand og á
Hlemmi! - Jú, hér átti að fara nota
rafhlöður senr entust í u.þ.b. tvö ár
og þá kæmi upp vandamál með að
flytja þær út til förgunar ásamt öll-
um þeim kostnaði sem því fylgdi.
ILl§HiH)í\ þjónusla
allan
í síma
i kl. 14 og 16
Rafmagnsvagnar eru ekki lengur tilraunaframkvæmd í borgum nágranna-
landanna heldur vel þekkt og vinsæl samgöngubót.
Ég er orðlaus. Veit ekki borgar-
stjórn Reykjavíkur að vítt og breitt
um heiminn eru rafmagnsvagnar
eða bUar sem nota rafmagn frá
streng í loftlínu með fram eða yfir
akleiðunum? í borgum eins og Ósló,
Kaupmannahöfn, Genf, og öðrum
borgum í Sviss. Og víðar og víðar,
og talin mikil bót frá venjulegum al-
menningsvögnum, án tilheyrandi
mengunar og hávaöa. Hvaðan koma
þá hugmyndir um batterísvagna?
Engar krár fyrir
hádegi
Kristinn Sigurösson skrifar:
Ég veit ótal dæmi þess að þeir
sem hafa verið við skál kvöldið
áður og vaknað hafa rykaðir
fara beint á krá fyrir hádegi og
fyUirnð heldur áfram. Ótal for-
eldrar, afar og ömmur, systur
eða bræður líða vítiskvalir
vegna þess að allt þetta bitnar á
ættingjum því þótt menn séu
vinnandi duga laun ekki til og
oft dettur því vinnudagm: úr.
Það leysir ekki vandann að
krárnar séu lokaöar, t.d. til kl.
16, en gæti dregið úr honum. Er
ekki ráð að reyna þetta? Og í
engu tUviki ætti að opna krár
fyrir hádegi.
Lágmarkslaun og
verðbólga
Sigurbjörn skrifar:
Ef menn vilja vekja liðna tíð
með verðbólgu og vandræðum,
þá er þetta stórvirkasta leiðin að
því marki, segir framkvæmda-
stjóri VSÍ í blaðaviðtali alveg ný-
lega um þá hugmynd eins þing-
manns okkar um að lögbinda
lágmarkslaun. Er þá virkilega
svo komið að láglaunastefnan
verði að halda veUi tU að koma í
veg fyrir verðbólgu á íslandi? Og
svo er þetta með 16 ára krakk-
ana, að þeir fái ekki vinnu ef lág-
markslaun verði lögbundin t.d.
við 80. þús. krónur. Mætti nú
ekki hafa sérstakan launataxta
fyrir aldurshópinn 16-18 ára og
þá eitthvað lægri, segjum 60 þús-
und krónur eða svo? Eða eru
menn alveg staðnaðir í stuðn-
ingnum við láglaunataxtana?
Næsti
borgarstjóri?
H.S.Á. skrifar:
Hver verður næsti borgar-
stjóri? Er nokkuð úr vegi að
spyrja svo þegar ekki er um ann-
að rætt en álögur á okkur borg-
arbúa, skuldir borgarinnar og
vandamál sem nú hrannast upp í
borgarrekstrinum? Nú segjast
sjálfstæðismenn ætla aö afnema
holræsagjaldið sem þýðir á miUi
10-30 þúsund króna skattalækk-
un á hverja fjölskyldu. Á næsta
ári verður farið að bjóða fram
borgarstjóraefni af háifu minni-
hlutans í borgarstjóm og því
ætti að gera könnun á því hvort
einhver nýr kostur er vænlegri
en annar I þessum efrium.
„Enn ein stöðin“
lömuð
Dísa Sig. hringdi:
Síðasta útsending Sjónvarps á
„Enn einni stöðinni" var ekki
boðleg. Ekki bara vegna seink-
unar þáttarins heldur var efnið
svo yfirgengUega klént að það
stóðst ekki væntingar manna í
þetta sinn. Og Enn ein stöðin
hefur verið að dala að undan-
fömu. Nú er svo komið að
Spaugstofumenn eru ekki lengur
eftirsóttir sem grínistar í svona
þætti. „Stöðin“ er því lömuö og
virðist ekki geta náð sér upp aft-
ur. Það er eins og einhver ósýni-
leg hönd hafi verið lögð á annars
ágætt skopskyn þessara manna í
undanfornum þáttum.
Gerum allt fyrir
Kínverjana
Sæmundur hringdi:
Nú er varaforseti kínverska
þingsins í heimsókn hér á landi
i boði forseta Alþingis. Hvaða
heimild hefur Aiþingi til að
bjóða þessum Kínverjum þótt al-
þingisforseti hafi farið að ganga
á Kínamúrnum? Umfram allt,
geriö vel við Kínverjana, þeir
geta átt eftir að taka vel á móti
fleiri íslendingum. Og hlúa vel
aö sendiráði okkar í Kína sem er
svo mikilvægt fyrir útflutning
okkar til Kína! Já, gerum allt
fyrir Kínverjana.