Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skritstotur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ævikvöld kvótakerfisins Veiðar smábáta falla undir heildarstjórn þorskveiða í kvótakerfinu, þegar Alþingi hefur samþykkt smábáta- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar með hefur kvótakerfið náð tökum á því meginhlutverki sínu að hafa hemil á heildarveiði þorsks í fiskveiðilögsögunni. Kvótakerfið er gallagripur, svo sem margoft hefur komið fram í umræðu undanfarinna ára. Það hefur hlið- arverkanir eins og flest skipulag að ofan, framleiðir ný vandamál í stað þeirra, sem það leysir. En sem kerfi fær- ist það þó nær innri fullkomnum með frumvarpinu. Sjávarútvegsráðherra samdi við smábátaeigendur um, að þeir héldu þeim þorskveiðihlut, sem þeir hafa náð á síðustu árum. Sá hlutur er mun meiri en hann var fyrir fimm árum. Þessi samningur endurspeglast í frumvarp- inu, sem gefur smábátunum 20% heildaraflans. Þessi 20% eru 45.000 tonn á þessu fiskveiðiári, sem er svipað og smábátaaflinn hefur verið undanfarin fimm ár. Fiskveiðiárið 1991-1992 var smábátaaflinn 47.700 tonn. Þannig taka smábátamenn engan þátt í þeim samdrætti, sem orðið hefur í þorskveiðum á tímabilinu. Fyrir fimm árum var heildarafli þorsks 333.000 tonn, en verður væntanleg 165.000 tonn á þessu fiskveiðiári. Með því að halda óbreyttu þorskaflamagni hefur smábá- taflotanum þvi tekizt að auka hlutdeild sína í minnkandi heildarafla úr 14% í 21% á fimm ára tímabilinu. Smábátamenn eru að vonum ánægðir með þessa nið- urstöðu, en útgerðarmenn og togarasjómenn óánægðir. Hinir síðamefndu segjast hafa tekið á sig allan samdrátt undanfarinna fimm ára og sé nú refsað með því að fá ekki að sama skapi aðild að árangri samdráttarins. Þeir síðamefndu segja enn fremur, að smábátamenn séu verðlaunaðir fyrir að fara ekki eftir fyrri reglum og hafa með frekjunni komizt úr 14% í 21%. Ekki beri að verðlauna þá fyrir þetta, heldur færa hlut þeirra aftur niður í fyrri hlutdeild, 14% eða enn minna. Stórútgerðarmenn njóta ekki samúðar kjósenda í kveinstöfum sínum. Þeir hafa áratugum saman verið stimplaðir í þjóðarvitundinni sem grátkerlingar og upp á síðkastið einnig sem sægreifar, er hafi sölsað svo undir sig þjóðareignina, að hún gangi þar í erfðir. Smábátamenn hafa einmitt notað þá áhrifamiklu rök- semd, að samningurinn og frumvarpið fresti því, að svo- kallaðir ofursægreifar eignist allan kvótann við ísland. Þessi röksemd fer betur í þjóðina en grátur sægreifa út af minnkuðu tangarhaldi sínu á þjóðareigninni. Af þessu tilefni skal ítrekað enn einu sinni, að nauð- synlegt er að leggja niður kvótakerfið hið bráðasta og taka upp útboð veiðileyfa til að tryggja, að sem mestur hluti veiðanna falli í hlut hagkvæmustu útgerðarinnar, og til að tryggja, að þjóðin eigi sjálf auðlindina. Ef hins vegar er litið afinarkað á smábátafrumvarpið, sem liggur fyrir Alþingi, verður að líta svo á, að hinir óvinsælu sægreifar hafi nokkuð til síns máls. Til dæmis væri hægt að fara bil beggja og láta smábátana hafa 35.000-40.000 tonn í stað 45.000 tonna. Með frumvarpinu hefur ríkisstjórnin að undirlagi sjávarútvegsráðherra hins vegar lagzt á sveif með smá- bátamönnum gegn stórútgerðum og togarasjómönnum. Þingflokkar stjómarinnar hafa samþykkt þessa leið, sem einnig nýtur stuðnings í röðum stjórnarandstöðunnar. Burtséð frá þessum ágreiningi um hlut smábátanna er frumvarpið ágæt endurbót á gersamlega úreltu kvóta- kerfi og getur framlengt ævikvöld þess um nokkur ár. Jónas Kristjánsson Kr.10.000 íí'.V 004561 1987 2.H.D '*st „Ríkið hefur ekki efni á að borga út fallin skuldabréf og gefur út ný í staðinn," segir m.a. í grein dr. Jónasar. Timasprengja eða keðjubréf? Það hefur sennilega farið fram hjá fáum þegar fjármálaráðherra lýsti því yfir i fjölmiðlum nýlega að lífeyrissjóður opinberra starfs- manna væri tímasprengja sem gæti sprungið fyrr en seinna. Þessi yfirlýsing kom fram í sam- bandi við áform ríkisstjórnar að breyta lögum um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna og and- óf BSRB og BHM í því sambandi. Reiknimeistarar fjármálaráðu- neytisins höfðu reiknað út stöðu lífeyrissjóðsins og fengið út svim- andi háa neikvæða útkomu. Mig minnir að talað hafi verið um níu- tíu milljarða! Þessa tölu skynja fæstir. Öðrum liggur við yfirliði. Dropi í hafið Mig rekur minni til þess, að könnuð var staða háskólamennt- aðra starfsmanna rikisins gagn- vart lífeyrissjóðnum á áttunda áratugnum þegar ég var formaður BHM. Tryggingastærðfræðingur var fenginn til að reikna út dæm- ið. Ég tíunda þetta hér vegna þess að ég fékk þá nokkra innsýn inn í þann frumskóg sem lífeyrissjóður- inn er. Fram kom að félagsmenn BHM hjá ríkinu greiddu hlutfalls- lega hærri lífeyrisiðgjöld en aðrir miðað við greiðslur úr sjóðnum. Þeirri hugmynd var því hreyft á samningafundi að BHM fengi sér- staka deild i sjóðnum eins og for- dæmi voru fyrir. Okkur var ljóst að verulegir hagsmunir fólust í því að vera aðilar að sjóðnum um- fram aðra lifeyrissjóði stéttarfé- laga. Nú greiðir ríkið hundruð millj- óna á hverju ári vegna lífeyris- greiðslna starfsmanna. Að sjálf- sögðu hefur sjóðurinn 4% tekjur af launagreiðslum til starfsmanna sinna en það er sem dropi í hafið þrátt fyrir 6% framlag ríkisins eins og annarra vinnuveitenda. En á mörgum liðnum árum, allt fram að verðtryggingu, sem tekin var upp í seinni ríkisstjóm Ólafs Jó- hannessonar, brann sjóðurinn upp í verðbólgu. Starfsmönnum ríkis- ins var lánað fé til húsbygginga en ríkið verðtryggði ekki sjóðinn. Og Kjallarinn Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur nafngreindir gæðingar fengu stór aukalán sem við vissum um. En ríkið hafði opnar leiðir til ávöxt- unar sjóðsins en það var ekki gert frekar en á öðrum sviðum og sjálfsábyrgð valin. Hver ber ábyrgð nú? Keðjubréf Auðvitað var róður ríkisins létt- ari áður vegna þess að starfs- mönnum þess fjölgaði stöðugt. Ungir starfsmenn voru hlutfalls- lega fjölmennir miðað við þá sem þáðu lífeyrisgreiðslur. Nú er hlut- fallið að breytast og á eftir að versna. Fjármálaráðherrar rumska og væla ámátlega. Hvað með ávöxtun lífeyrisgreiðslna og mótframlags, þó ekki sé nema frá setningu áðurnefndra laga? Aðrir lífeyrissjóðir hafa allir leitað að bestu ávöxtunarleiðum og eru nú sumir hverjir orðnir stærstu sjóð- ir landsins. Ráðherrar okkar smíða tímasprengjur á meðan og mjálma. Ríkisskuldabréf eru eins og kveikjuþráðurinn er ekki lang- ur og hann logar. Ríkið hefur ekki efni á því að borga út fallin skuldabréf og gefur út ný í stað- inn. Það er ekki oft sem það heyr- ist að ríkisstarfsmenn hafi þegið umtalsvert lægri laun en aðrir vegna hans. Á sjöunda áratugnum voru hlunnindi ríkisstarfsmanna af líf- eyrissjóðnum og tryggari ráðn- ingu metin af Kjaradómi í tvígang upp á ein 14% að mig minnir en þá höfðu ríkisstarfsmenn ekki verkfallsrétt. Á liðnum árum hafa ríkisstarfsmenn metið hagsmun- ina einhvers staðar á milli 10 og 20% af launum. Ef lífeyrisréttind- in eru brott numin eru bakreikn- ingar upp á marga tugi milljarða hangandi yfir ráðherrum! Svínarí! Það vakti nokkra athygli meðal almennings að íslandsbanki vildi ekki taka lífeyrisréttindi banka- stjóra Útvegsbankans heitins með í kaupum þegar bankinn var seld- ur. Rætt var þá um þrjú hundruð milljónir vegna nokkurra manna. Alþingismenn fá full lífeyrisrétt- indi eftir 16 ár minnir mig og ráð- herrar eftir 8. Svo geta séra Jónar fengið margfaldar lífeyrisgreiðsl- ur! Venjulegir Jónar fá 2% lífeyr- isréttindi á ári og komast í 80% hæst! Þeir útvöldu geta stungið höndum í vasa skattborgara að vild! Jónas Bjarnason „Á liðnum árum hafa ríkisstarfsmenn metið hagsmunina einhvers staðar á milli 10 og 20% af launum. Ef lífeyrisréttindin eru brott numin eru bakreikningar upp á marga tugi milljarða hangandi yfir ráð- herrum!“ Skoðanir annarra Ekki-framboð Davíðs „Það athyglisverðasta í málatilbúnaði forsætisráð- herra, þegar hann gerði grein fyrir þessari niður- stöðu sinni, var tvímælalaust hin lítt dulbúna áskor- un - nánast tilkynning hans - um að annað framboð væri væntanlegt.. . Þó svo að margir óttist að Dav- íð hafi með þögn sinni um forsetaframboð veikt nokkuð flokkinn út á við, virðist ljóst af viðtökun- um, sem hann fékk hjá þingflokknum, að þar hefur hann styrkt sína stöðu.“ BG í Tímanum 11. apríl. Fjármunir til mennta „Með því að beina fjármunum í menntakerfíð í ríkari mæli en nú er gert, bæði í hið hefðbundna kerfi sem og símenntun og starfsþjálfun, getum við náð verulegum árangri við að bæta lífskjör á land- inu, hækka raunlaun og auka hagvöxt . . . Sé það ekki gert er hætta á að upplýsingabyltingin sem fram undan er nýtist okkur ekki til að bæta kjör okkar, ekki frekar en þær tiltölulega miklu tækni- breytingar sem orðið hafa síðustu tíu árin hafa nýst okkur." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 11. apríl. Pólitískur afleikur? „Davíð Oddsson hefur til þessa haft orð á sér fyr- ir að vera slægur og kænn stjórnmálamaður. í vetur hefur annað komið á daginn. Svo virðist sem hé- gómagirndin hafi blindað forsætisráðherra með þeim afleiðingum að flokkur hans stendur veikari eftir, imynd Davíðs er löskuð - og sjálfur mun hann að öllum líkindum þurfa að láta þingheim hrópa ferfalt húrra fyrir þeim sem hann vildi síst sjá í hlut- verki forseta íslands. Hvert húrrahróp verður vitn- isburður um ótrúlega pólitíska afleiki Davíðs Odds- sonar.“ Úr forystugrein Alþbl. 11. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.