Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 25 Iþróttir Iþróttir Yfirburðir hjá Stjörnunni Stjarnan vann yfirburðasigur á Haukum, 26-16, í fyrsta leik liðanna um íslandsmeistaratitil- inn í handknattleik kvenna í Ás- garði í gærkvöld. Staðan i leik- hléi var 11-7. Margrét Vilhjáimsdóttir skor- aði 5 mörk fyrir Stjörnuna, Her- dís Sigurbergsdóttir, Sigrún Másdóttir og Ragnheiður Steph- ensen 4 mörk hver. Hjá Haukum var Judith Estergal markahæst með 5 mörk og Auður Hermannsdóttir 4 mörk. Næsti leikur er á dagskrá á morgun en þrjá vinninga þarf tO að ná titlinum. -SK Hammarby áfram Pétur Marteinsson og félagar í Hammarby komust í undanúr- slit sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi með þvi að sigra Sylvía, 0-3. AIKvann Örgryte, 2-1, Drömmapojkana vann Valmö 0-1 og Malmö vann Öster 4-3. Hammarby mætir AIK í undanúrslitum keppninnar ctr -jK NBA í nótt: Olajuwon fór á kostum Hakeem Olajuwon gerði 37 stig fyrir meistara Houston gegn Denver í nótt. New York tapaði óvænt á heimavelli og þar vakti Danny Ferry athygli hjá Cleveland með sín 25 stig. New Jersey-Chicago .100-113 Miami-Milwaukee ... 115-105 Houston-Denver .....113-109 LA Clippers-Golden State . 101-111 Portland-Dallas.. 114-99 New York-Cleveland..97-101 -JKS Elsa keppir á ÓL í Atlanta Badmintonsambandið fékk í gær staðfestingu þess efnis aö Elsa Nielsen hefði öðlast keppnisrétt í einliðaleik kvenna á Ólympíuleikunum í Atlanta sem heflast 19. júlí í sumar. „Ámi Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson, sem barist hafa um þátttökurétt á leikun- um í tvíliðaleiknum, hafa farið hægt og bítandi upp listann í vikunni. Þeir voru í byrjun í 13. sæti á varamannalistanum en eru núna komnir í 6.-7. sætið. Við getum sagt að þeir eigi jafna möguleika á að komast á ólymp- íuleikana,“ sagði Sigríður M. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Badmintonsambandsins. -JKS Bláfjallagangan Bláfjallagangan, sem er hluti af gönguröð sem heitir íslands- ganga, fer fram í Bláfjöllum á laugardaginn kemur og hefst klukkan 13. Skráning verður í Borgarskálanum kl. 11-12.30. Þátttökugjald er krónur 1000. Siggi þjalfar Hauka - Jason Ólafsson hjá Brixen með tilboð frá Lautershausen Sigurður Gunnarsson var í gær ráðinn þjálf- ari 1. deildar liðs Hauka í handknattleik. Sigurð- ur hefur um nokkurra ára skeið starfað sem þjálfari í Noregi. „Við erum mjög ánægðir með að vera búnir að ganga frá þessum málum og við komum til með að halda öllum okkar mannskap. Allir leikmenn- imir hafa skrifað undir nýja samninga og við ætlum því að byggja á sama mannskap næsta vetur,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, í samtali við DV í gærkvöld. Jason með tilboð frá Lautershausen Jason Ólafsson, sem leikið hefur með ítalska liðinu Brixen, er með tilboð upp á vasann frá þýska liðinu Lautershausen sem leikur í 2. deild. Jason var á dögunum hjá félaginu og leit á að- stæður. Samkvæmt heimildum DV er líklegt að hann færi sig um set og leiki með þýska liðinu á næsta keppnistímabili. -SK Sigurður Gunnarsson samdi til tveggja ára við Hauka í gær og tekur við þjálfun liðsins. Besta körfuknattleikslið Islands í dag, Islandsmeistarar Grindavíkur 1996. Fagnaðarlátum Grindvíkinga ætlaði aldrei að linna í fþróttahúsinu í Keflavík í gærkvöld eftir að fyrsti íslandsmeistaratitillinn var loks í höfn eftir sex úrslitaleiki gegn Keflavík. Hafa úrslitaleikir úrvalsdeildar aldrei orðið fleiri. Á innfelldu myndinni til vinstri eru þeir Hjörtur Harðarson og Rodney Dobard að fagna sigrinum. Báðir áttu þeir frábæran leik fyrir Grindvíkinga í gærkvöld. DV-myndir ÞÖK „Eg er hættur“ Við þurfum ekk- ert að skammast okkar. Við lögðum okkur fram og þetta tókst ekki betur,“ sagði Jón Kr. Gísla- son, þjálfari og leik- maður Keflavíkur, eftir leikinn. „Það var sárt að horfa á eftir titlin- um þar sem þetta var minn síðasti leikur með Kefla- vík. Ég er hættur í Keflavík eftir að hafa þjálfaö í 5 ár. Það er kominn tími til fyrir mig og Keflavíkurliðið að breyta til, það er ljóst en ég veit ekki hvað ég fer að gera,“ sagði Jón Kr. Gíslason landsliðs- þjálfari sem náði frábærum árangri með lið Keflavíkur á fimm ára tímabili. -ÆMK DV, Suðurnesjum: „Ég er búinn að bíða eftir þessum meistaratitli í nokkuð mörg ár, reynd- ar síðan 1985 þegar ég byrjaði að leika með meistaraflokki Grindavíkur. Síð- ustu tvö árin vorum við í lokabarátt- unni og þetta hafðist loksins núna,“ sagði Guðmundur Bragason, fyrirliði Grindvíkinga, eftir að Grindavík hafði tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik í fyrsta skipti með stórsigri gegn Keflavík í sjötta úrslitaleik liðanna í Keflavík í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 73-96 og var sigur Grindvíkinga öruggur og verð- skuldaður sem mest má verða. „Það var ekki einstaklingsframtak- ið heldur liðsheildin sem skilaði okk- ur þessum titli. Við höfum unnið vel saman i vörn og sókn. Það var rosaleg tilfmning að taka á móti bikarnum. Ég er ekki búinn að átta mig á þessu enn þá. Þetta var alveg rosalegt," sagði Guðmundur enn fremur. Allt Grindavíkurliðið lék frábær- lega í gærkvöld og hvergi veikan blett að finna á liðinu. Hjörtur Harðarson fór á kostum og sömu sögu má segja um Rodney Dobard sem sýndi ótrúleg tilþrif er hann í tvígang tróð yfir Dav- íð Grissom. „Ég elska Grindavík" „Mér líður alveg frábærlega. Grindavíkurliðið hefur átt möguleika á íslandsmeistaratitlinum í þrjú ár og núna tókst loksins að vinna hann. Grindavík er frábær staður og ég gæti vel hugsað mér að búa í Grindavík," sagði Rodney Dobard eftir leikinn og bætti við: „Leikmennirnir og fólkið hafa verið ótrúlega vingjarnleg við mig. Ég elska Grindavík," sagði Dobard. Keflavíkingar töpuðu þriðja heima- leik sínum í röð og reyndar hafa heimavellir ekki reynst liðunum hlið- hollir í úrslitakeppninni. Aðeins einn heimasigur í sex leikjum. Lið Keflvík- inga var hreinlega ekki tilbúið í þessi miklu átök við Grindvíkinga og því Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Islandsmeistara Grindvíkinga, var klökkur í leikslok í gærkvöld og hér sést hann smella kossi á íslandsbikarinn. „Við erum langbestir" „Við erum bara langbestir og þá sérstaklega á útivelli. Það er spuming hvort við spilum ekki alla okkar leiki á útivelli á næsta keppnistímabili," sagði Margeir Guðmundsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Þetta er ólýsanleg tilfinning og hreint út sagt glæsilegt. Mér líður alveg rosalega vel. Núna verður allt vitlaust í Grindavík. Þetta er dásamlegt Það eru varla til nægilega stór orð til að lísa þessu,“ sagði Margeir. -SK/-ÆMK „Gaman að vera Grðndvíkingur" „Nú er gaman að vera Grindvík- ingur, eftir öll þessi ár loksins að fá bikarinn. Þetta er yndislegt og strák- arnir stóðu sig alveg frábærlega," sagði Ólafur Þór Jóhannesson, fyrr- um leikmaður Grindvíkinga. „Okkar menn voru undir miklu álagi á heimavelli Keflvíkinga I kvöld. Þeir sýndu hins vegar mikinn styrk og strákarnir okkar, allir sem einn, unnu þetta með stæl. Ég er al- veg í skýjunum eins og raunar allir Grindvíkingar,“ sagði Ólafur Jóhann- esson og sjá mátti mörg gleðitárin renna niður kinnar hans er titillinn var í höfn. -SK/-ÆMK „Þeir komu best undirbúnir“ „Þetta var eins sanngjamt og hægt er. Grindavíkurliðið er búið að spila frábærlega vel í keppninni. Það kom best undirbúið og átti þetta virkilega skilið,“ sagði Teitur Örlygsson, leik- maður Njarðvíkinga, sem var meðal áhorfenda. „Þetta er stórkostleg stund fyrir Grindvíkinga og ég samgleðst þeim alveg rosalega. Maður var farinn að vorkenna Guðmundi Bragasyni, sem allan sinn feril hefur leikið með Grindavík, að fá ekki að kynnast þessari tilfmningu. Það er farið að síga á seinni hlutann hjá honum eins og mér,“ sagði Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson. -SK „Er bara klökkur" - sagði Friðrik Ingi Rúnarsson „Þetta er dásamlegt. Þetta er sennilega torsóttasti titill sem hægt er að vinna í boltaíþrótt á íslandi, það þarf að fara svo langa leið og vinna svo marga sigra,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. „Þessi sigur er alveg sérstakur og sérstakt að vinna titil meö öðru fé- lagi en maður ólst upp hjá. Þetta er frábær stund og Grindavík á þetta svo sannarlega skilið. Allt fólkið i kringum þetta er dásamlegt og ég er bara klökkur fyrir hönd fólksins. Þetta er bara dásamlegt," sagði Friðrik Ingi sem náð hefur frábærum árangri með liö Grindvíkinga i vetur sem er vel að sigri á íslandsmótinu komið. -SK/-ÆMK Þaö er langt síðan íslandsmeistaratitli hefur verið fagnað með álíka látum og meðai Grindvíkinga í gærkvöld. Menn réðu sér ekki fyrir kæti enda merkum áfanga náð. Búast má við að gleði Grindvíkinga hafi staðið fram á morgun enda fyrsti íslandsmeistaratitillinn í höfn. Japan engin hindrun - ísland mætir S-Kóreu í undanúrslitum Japansmótsins íslenska landsliðið í handknattleik er komið í undanúrslit á Japansmót- inu en riðlakeppninni lauk í gær. íslendingar mættu Japönum í síðasta leik rið- ilsins og sigruðu þá stórt, 28-17, en í hálfleik var stað- an, 14-6. íslendingar mikla yfir- burði í leiknum, allt frá upphafi til enda. Þetta þótti einn besti leikur liðsins til þessa í keppninni. Þá er orðið ljóst að mótherjar Islands í undan- úrslitunum verða Suður- Kóreumenn og í hinum leiknum mætast Norðmenn og Bandaríkjamenn. ísland og S-Kórea léku síöast á heimsmeistaramótinu hér á landi fyrir tæpu ári síðan. Þá fóru Kóreumenn með sigur af hólmi svo íslend- ingar eiga harma að efna í leiknum sem fram fer á morgun. Líklegt má telja að Norðmenn sigri Banda- ríkjamenn. Úrslitleikur mótsins verður síðan háður á sunnudag. Mörkin gegn Japönum skiptust þannig: Róbert Sig- hvatsson 5, Davíð Ólafsson 4, Patrekur Jóhannesson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Júlíus Jónasson 3, Valdi- mar Grímsson 2, Gunnar Viktorsson 2, Sigurður Bjarnason 2, Sigfús Sigurðs- son 1, Dagur Sigurðsson 1. —JKS Róbert Sighvatsson skoraði flest mörk gegn Japan, fimm talsins. Kefíavík - Grindavík (37-50) 73-96 2-0, 2-6,11-15,11-22,15-24,15-33, 22-36, 2341 (37-50), 42-50, 48-52, 48-61, 53-66, 53-76, 64-76, 64-89, 73-96. Stig Keflavíkur: Guðjón Skúlason 20, Siguröur Ingimundarson 19, Jón Kr. Gísla- son 9, Falur Harðarson 6, Gunnar Einarsson 5, Dwight Stewart 4, Davið Grissom 4, Al- bert Óskarsson 3, Elentínus Margeirsson 3. Stig Grindavíkur: Rodney Dobard 21, Marel Guðlaugsson 18, Hjörtur Harðarson 18, Unndór Sigurðsson 14, Guðmundur Bragason 12, Helgi Jónas Guðfinnsson 5, Brynj- ar Harðarson 3, lngi Karl Ingólfsson 3, Ámi Bjömsson 2. Fráköst: Keflavík 32, Grindavík 34. Flest fráköst Keflavlkur: Stewart 8, Sigurður 6. Flest fráköst Grindavikur: Dobard 11, Hjörtur 8. Flestar stoðsendingar Keflavikur: Jón Kr. 6, Stewart 3, Albert 3. Flestar stoðsendingar Grindavikur: Hjörtur 8, Guðmundur 5, Helgi Jónas 5. Varin skot: - Dobard 2, Unndór 1, Guðmundur 1. 3ja stiga körfur: Keflavík 6/18, Grindavík 10/25. Vítanýting: Keflavík 7/11, Grmdavik 22/30. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur S. Garðarsson. Þeir félagar dæmdu leik- inn frábærlega vel og þrátt fyrir að lcikurinn væri frekar erfiður gerðu þeir mjög fá mistök sem bitnuðu jafht á báðum liðum. Áhorfendur: 1350. Maður leiksins: Allt lið Grindavíkur sem á hrós skilið fyrir frábæra frammi- stöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.