Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1996, Síða 18
26 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 íþróttir Unglingasundmót Ægis í Sundhöll Reykjavíkur: Krakkarnir stóðu sig vel - og Maren Rut, ÍA, bætti sig um heila sekúndu í 100 m bringusundi Arnar H. ísaksen, 8 ára, Ægi. móti og er það vel ráðið þar sem sá aldurshópur er nánast fullorðins- flokkur þegar sundíþróttin er ann- ars vegar. Bætti mig um heila sekúndu Hin bráðefnilega Maren Rut Karlsdóttir, ÍA, 13 ára, stóð sig frá- bærlega, sigraði í þremur greinum, 100 m bringusundi telpna, sem hún synti á 1:25,39 mínútum, 100 metra skriðsundi og 100 m fjórsundi: „Ég bætti mig um heila sekúndu í 100 m bringusundi og er ég mjög ánægð með það. Jú, ég keppti líka í 200 m skriðsundi og 100 m fjórsundi. En bringusundið er mín aðalgrein. Þjálfarinn minn er frábær en það er hún Sigurlín Þorbjörnsdóttir,“ sagði Maren. Umsjón Halldór Halldórsson Unglingasundmót Ægis fór fram sunnudaginn 31. mars í Sundhöll Reykjavíkur. Keppt var í 12 grein- um og stóðu krakkarnir sig mjög vel og settu sum þeirra persónuleg met. Ljóst er að framtíðarhorfur eru bjartar í þessari vinsæli íþrótta- grein sem endranær. Þrír krakkar unnu í þremur greinum Þrír krakkar sigruðu í þrem greinum í mótinu, Maren Rut Karls- dóttir, ÍA, Jóhann Ragnarsson, ÍA, og Jóhanna B. Durhuus, Ægi. Ljóst er að þessir krakkar hafa ekki sleg- ið slöku við æfingar. Stúlkna- og drengjaflokkur ekki lengur með Sú breyting hefur verið gerð að elstu unglingaflokkarnir, piltar og stúlkur, keppa ekki lengur í þessu Ég var svolítið þreyttur Árnar H. ísaksen, Ægi, er 8 ára og sigraði í 100 m skriðsundi: „Ég var pínulítið þreyttur eftir sundið en samt ekkert voðalega mikið. Ég keppi líka í 100 m bringu- sundi,“ sagði Arnar. Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir, Ægi, er 10 ára og bráðefnileg sundkona og keppti í meyjaflokki. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að æfa sund en það er ekki að sjá á myndinni því hér er heldur betur skrið á manneskjunni og siglingin markviss enda ku hún hafa sett markið hátt eins og bræður hennar, tví- burarnir, Ólafur og Guðmundur, knattspyrnukapparnir fræknu í Val. DV-myndir Hson Nokkuð ánægður Lárus Arnar Sölvason, 14 ára, Ægisdrengur, var í miklu stuði og sigraði í tveimur greinum í dren- gjailokki: „Jú, ég er svo sannarlega sáttur með árangurinn og þá sérstaklega 200 m skriðsundið. Ég hef æft að mestu leyti á bakka undanfarið og eru þær æfingar aðallega teygju- og magaæfingum. Nei, ég er ekki enn- þá byrjaður í lyftingum. Mig langar í miklu meiri æfingar en ég fæ það bara ekki ennþá,“ sagði Lárus. íslandsmótið í handbolta - 4. flokkur, B-lið: ÍR og Valur komin í úrslitin í úrslitaumferð hjá B-liðum í 4. flokki karla sigraði ÍR en Valur varð í 2. sæti. Bæði þessi lið leika því til úrslita 3.-5. maí. Úrslit leikja. ÍR-Stjarnan..................16-8 iR-Grótta....................14-9 ÍR-Valur....................12-12 Stjarnan-Grótta.............10-17 Stjaman-Valur................8-18 Grótta-Valur.................11-12 Lokastaðan: ÍR 3 Valur 3 Grótta 3 Stjarnan 3 Þrjár bestu í 100 m skriðsundi hnátna, frá vinstri: Þóra Magnúsdóttir, Ægi (2. sæti), Dagrún Davíðsdóttir, ÍA (1. sæti), og Arna Björg Ágústsdóttir, Ægi (3. sæti). Lárus Arnar Sölvason, 14 ára, Ægi, sigraði f tveim greinum. Maren Rut Karlsdóttir, 13 ára, ÍA, vann þrjár greinar í mótinu. Neikvæð viðbrögð ráðamanna gagnvart sundíþróttinni: Aðstaðan fýrir neðan allar hellur - segir Kristinn Delaney, frammámaður í Sundfélaginu Ægi Kristinn Delaney. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarin ár um hina slæmu sundaðstöðu sem keppnisfólk á ís- landi býr við. Lítið virðist ætla að rætast úr í þeim efnum þrátt fyrir hina miklu alvöru þessa máls. Hvemig væri að yfirvöld endur- skoðuðu forgangsröðina. Margir líta nefnilega á 50 metra innisund- laug sem forvarnarstarf og er það ekki fjarri lagi. En hvað segir Kristinn Delaney um þetta alvarlega mál sem varðar sundíþróttina í Reykjavík og reyndar á öllu landinu en hann hef- ur verið frammámaður í Sundfélag- inu Ægi um árabil? „Aðstaða til sundíþróttarinnar sem keppnisgreinar á íslandi er mjög slæm, svo að ekki sé meira sagt og að mínu mati er nánast ógerningur að lyfta henni á hærra plan miðað við núverandi aðstæð- ur. Sundíþróttin er og verður inni- íþrótt og þá ekki hvað síst hér á landi. Keppnisfólk hefur aðeins að- gang að þremur innisundlaugum, þ.e. i Hafnarflrði, Reykjavík og Vestmannaeyjum. Hinar 60 ára gömlu sundhallir í Reykjavík og Hafnarfirði eru ágæt- is æfingalaugar en keppnisaðstaða er afar slæm. í fyrsta lagi eru laug- arnar of stuttar og engin aðstaða fyrir áhorfendur, umsjónarmenn móta eða fjölmiðla, enda eru engir möguleikar á að halda hér alþjóð- leg sundmót. Ráðamenn hafa hundsað í áraraðir beiðni forráðamanna sundíþróttarinnar um að taka á þessu mikilvæga máli, sennilega vegna skorts á skilningi. Smáþjóðaleikarnir í hættu Smáþjóðaleikarnir verða hér eft- ir eitt ár og enn er ekki vitað hvernig á að lappa upp á einhverja bráðabirgðalausn vegna aðstöðu- leysisins. Mælirinn er löngu orð- inn fullur,“ sagði Kristinn að lok- um. Unglingasundmót Ægis: Úrslit Unglingasundmót Ægis fór fram í Sundhöll Reykjavíkur 31. mars. Úrslit urðu sem hér segir. 200 m skriðsund sveina: Jóhann Ragnarsson, ÍA.....2:35,44 Magnús Sigurðsson, KR.....2:41,91 Bergur Þorsteinsson, KR ... . 2:46,27 200 m skriðsund drengja: Lárus Sölvason, Ægi......2:10,61 Eyþór Ö. Jónsson, Ægi.....2:14,36 Jakoh Sveinsson, Ægi......2:14,58 200 m skriðsund meyja: Jóhanna Durhuus, Ægi......2:35,35 Berglind Árnadóttir, KR .. . . 3:04,19 Bima Björnsdóttir, ÍA....3:17,44 200 m skriðsund telpna: Maren Karlsdóttir, ÍA....2:27,65 Louisa ísaksen, Ægi......2:29,70 Ama Ágústsdóttir, Ægi....2:32,23 100 m skriðsund hnokka: Amar ísaksen, Ægi........1:48,84 100 m skriðsund hnáta: Dagrún Davíðsdóttir, ÍA..1:38,97 Þóra Matthíasdóttir, Ægi.... 1:42,53 EUí S. Sigurjónsd., Árm..1:45,64 100 m bringusund sveina: Jóhann Ragnarsson, ÍA....1:32,39 Magnús Sigurðsson, KR....1:41,77 Kári Þ. Kjartanss., KR...1:43,52 100 m bringusund drengja: Jakob Sveinsson, Ægi.....1:14,36 Einar ö. Gylfason, Arm...1:16,76 Lárus A. Sölvason, Ægi...1:17,95 100 m bringusund meyja: Jóhanna Durhuus, Ægi.....1:26,40 Elín M. Leósdóttir, ÍA...1:36,87 Sunna Jóhannsd., Árm.....1:38,53 100 m bringusund telpna: Maren Karlsdóttir, ÍA....1:25,39 Louisa ísaksen, Ægi......1:26,24 Ama Ágústsdóttir, Ægi....1:29,49 100 m bringusund hnokka: Atli Skúlason, Árm.......2:14,52 Oddur Viðarsson, Árm.....2:16,99 Ásmundur Gunnarss., A. .... 2:34,81 100 m bringusund hnáta: Dagrún Davíðsdóttir, ÍA..1:53,07 Þóra Matthiasdóttir, Ægi.... 1:55,54 Ásbjörg Gústafsd., Ægi...2:00,40 100 m fjórsund sveina: Jóhann Ragnarsson, ÍA....1:23,18 Magnús Sigurðsson, KR....1:30,74 Bergur Þorsteinsson, KR .. .. 1:34,57 100 m fjórsund drengja: Lárus Sölvason, Ægi......1:10,05 Einar Ö. Gylfason, Árm....1:12,52 Jakob J. Sveinsson, Ægi .... 1:12,57 100 m fjórsund meyja: Jóhanna Durhuus, Ægi......1:22,96 Elín M. Leósdóttir, ÍA....1:29,21 Bima Bjömsdóttir, ÍA......1:35,92 100 m fjórsund telpna: Maren Karlsdóttir, ÍA.....1:19,39 Ama B. Ágústsd., Ægi......1:20,25 Louisa ísaksen, Ægi......1:20,63 4x50 m skriðsund drengja: 1. Drengjasveit Ægis.....1:55,71 2. Drengjasveit Ármanns .... 2:10,97 3. Sveinasveit KR........2:34,89 4x50 m skriösund telpna: 1. Sveit Ægis............2:11,10 2. Sveit ÍA..............2:26,59 3. Sveit Ármanns.........2:31,31 Fimleikar unglinga: Unglinga- og seniormeistara- mótið 13. apríl Unglinga- og seniormeistara- mót íslands í fimleikum fer fram á laugardaginn, 13. apríl, í Laug- ardalshöll. Mótið stendur frá kl. 13-17. Yfirdómari er Sandra Dögg Ámadóttir. Umsjónaraðili er KR og Stjaman. Handbolti, 6. fl. kvenna: Úrslitakeppnin um helgina Úrslitakeppnin í 6. flokki kvenna fer fram í Kaplakrika og Strandgötu 12., 13. og 14. april. í Kaplakrika verður spilað á föstu- dag frá kl. 17.00- 21.00. Á laugar- dag verður leikið í Strandgötu frá kl. 8.00- 15.00 og á sunnudag frá kl. 9.00-15.30 á sama stað. Það gæti oröið meiriháttar að fylgj- ast með úrslitakeppni þessa ald- ursflokks og em foreldrar sem aðrir hvattir til að koma og fylgj- ast með skemmtilegum leikjum krakkanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.